Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 25
VÍKUR-fréttir Firqmtudagur 29. maí 1986 25 Skúli Þ. Skúlason: Vopn gegn vímuefnum Jæja, skyldi lausnin nú vera komin, hugsar þú ef- laust, ágæti lesandi. Svo er nú reyndar ekki. Mig langar þó sem frambjóðanda til sveitarstjórnar að benda á „vopn“ sem að mínu áliti kæmu að góðum notum í baráttu okkar allra við vímulaust samfélag. Fjölskyldan í fyrirrúmi Sú stefna okkar Fram- sóknarmanna í umhverfis- og útivistarmálum að skipa fjölskylduna í öndvegi, á an nokkurs vafa eftir að skila sér í betra bæjarfélagi. Við viljum geta litið framtíðina björtum augum, og með batnandi efnahagsástandi á fjölskyldan eftir að geta notið frekari frístunda en undanfarin ár. Þess vegna er nauðsynlegt við skipulagn- ingu útivistarsvæða að öll fjölskyldan sé höfð að leið- arljósi. Að hið ytra um- hverfi sé svo vel úr garði gert að fjölskyldan sem ein- ing geti nýtt sér hana sem beinir þátttakendur. Til pess að þú haldir nú ekki að hér sé eingöngu um línulausa loftfimleika að ræða, vil ég geta þess að i okkar hópi er mikill áhugi fyrir þvi að skipuleggja Grjótnámuna norðan Heiðarbyggðar sem vist- legt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þetta er svæði sem mætti vera upplýst, malbikað að hluta og tyrft að hluta, þarna mætti setja körfuspjöld, mörk fyrir handbolta eða fótbolta og jafnvel tennisvöll (fyrsta sinnar tegundar á Suður- nesjum). Þarna mætti vera aðstaða til að ^rilla og á vet- urna mætti útbúa skauta- svell. Þama er nefnilega ágætis skjól. Heldur þú, ágæti lesandi, að þetta gæti verið „vopn gegn vímuefnum“? íþrótta- og leikjaskóli í Keflavík er rekið öflugt æskulýðs- og íþróttastarf. Við höfum öfluga íþrótta- hreyfingu og fjölda frjálsra félaga sem vinna fómfúst starf. Við höfum einnig æskulýðsráð sem samræm- ir starfsemina. Við Fram- sóknarmenn teljum nú samt að hægt sé að efla þessa viðamiklu starfsemi. Staðreyndin er sú að yfir sumarmánuðina er æsku- lýðsstarfið mun minna en yfir vetrarmánuðina. Þess vegna viljum við að í stað leikjanámskeiðs sem íþróttabandalagið hefur starfrækt undanfarin ár með miklum ágætum verði komið á fót öflugum í- þrótta- og leikjaskóla. Hugmyndir okkar eru þær að þessi skóli verði fyrir þá krakka sem eru of gömul á leikskólana en of ung í bæjarvinnuna. Þetta yrði skóli sem starfræktur yrði alla sumarmánuðina, og krökkum yrði leiðbeint í boltaíþróttum, frjálsum, sundi, hestamennsku, golfi og fleiri leikjum. Það er engin hætta á því að leið- beinendur vanti, því alla tíð höfum við getað státað af frambærilegu fólki í íþrótt- um sem einnig hefur reynslu af leiðbeiningarstörfum. Nú, þegar íþróttaaðstaðan er fyrir hendi, jafnvel glæsi- leg sundmiðstöð væntan- le^. Heldur þú, lesandi goður, að þetta gæti verið „vopn“ gegn vímuefn- um“? Vinnuskóli Við Framsóknarmenn höfum einnig einsett okkur það að efla til muna bæjar- Ingólfur auglýsir fyrir Framsókn Þegar menn sjá mynd þessa skilja þeir loks hvers vegna svona lítið heyrist í Ingólfi Bárðarsyni nú fyrir kosningarn- ar. Hann er orðinn framsóknarmaður, eða svo hlýtur að vera fyrst hann auglýsir X-B ofan á iðnaðarhúsi sínu í Njarðvík. Að vísu skal það játast að svo er ekki heldur lítur þetta svona út frá því sjónarhorni sem mynd þessi var tekin. -epj. vinnuna. Gera þá vinnu meira aðlaðandi og eftir- sóknarverðari fyrir ungl- inga. Setja þarf á stofn öfl- ugan vinnuskóla sem sam- einar vinnu og tómstunda- starf. Slíkur skóli yrði fyrir krakka sem væru 12 til 16 ára, vinnutíma og verkefn- um yrði stýrt eftir aldri. Þetta þyrfti að gera að venjulegu fyrirtæki á veg- um bæjarins, fyrirtæki sem tæki að sér verkefni fyrir einstaklinga, fyrirtæki, blokkareigendur og fleiri, gegn vægu gjaldi. Vinnu- skólinn þyrfti lika að tengj- ast ferðalögum, uppákom- um og íþróttaviðburðum. Heldur þú, lesandi góð- ur, að vinnuskólinn gæti verið „vopn gegn vímu- efnum“? Ég vil í lok þessarar greinar hvetja alla bæjarbúa til að sameinast um það mikilvæga starf sem þegar er hafið við að finna lausn á þeim vanda sem neysla vímuefna er. Allt forvarn- arstarf er fyrirbyggjandi. VIKUR-fréttir vikulega Hestaþing Mána Hestaþing Mána og úrtak fyrir landsmót verður á Mánagrund dagana 7. og 8. júní n.k. - Þátttaka tilkynnist í síma 2029. Síðasti skráningardagur er mánudagur- inn 2. júní. Stjómin Auglýsing frá kjörstjóm Miðneshrepps Kjörfundur vegna hreppsnefndar- og sýslu- nefndarkosninga, laugardaginn 31. maí 1986, hefst kl. 10 f.h. og lýkur kl. 23. Kosið verður í grunnskólanum í Sandgerði. Kjörstjóm — Garðbúar — Munið rabbfund H-listans í Samkomuhúsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Veitingar - Skemmtiatriði X-H Frambjóðendur X-H NJARÐVÍK Bæjarstjórnar- kosningar í Njarðvíkurbæ laugardaginn 31. maí 1986 fara fram í Félagsheimilinu Stapa, litla sal. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur honum kl. 23.00. Njarðvík, 26. maí 1986. Kjörstjóm Njarðvíkurbæjar. Jón Ásgeirsson Guðmundur Gunnlaugsson Jenný Lárusdóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.