Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir
13 Fimmtudagur 29. maí 1986
Njarðvíkurbær 1986
Hverja á að kjósa? - Um hvað er kosið?
Nú fara í hönd kosningar
til bæjar- og sveitarstjóma
um land allt, 31. maí, eftir
umdeild en skemmtileg próf-
kjör 15. og 16. mars hér í
Njarðvík.
Við hjá Alþýðuflokksfél-
agi Njarðvíkur höfum nú um
sinn unnið við undirbúning
kosninga og stefnumótun
eftir þær. Alþýðuflokksfélag-
ar í Njarðvík hafa borið gæfu
til að eyða tortryggni, sem
upp kom nú í vetur. Við
göngum því sterk og samein-
uð til kosninga. Staðreynd-
irnar em þær að það ríkir
friður og óvenjulegur styrk-
ur innan raða alþýðuflokks-
félaga í Njarðvík og fjöl-
margra stuðningsmanna
þeirra. Við höfum nú sam-
einast fyrir kosningar og
munum halda því áfram
næsta kjörtímabil árin 1986
til 1990.
Allir flokkar sem bjóða
fram í Njarðvík ætla væntan-
lega að: 1) Vera eins og áður,
góðir við eldra fólkið. 2)
Fegra bæinn. 3) Passa vel
aurana fyrir bæjarfélagið. 4)
Vinna að umdeildum skipu-
lags- og lóðamálum. 5) Efla
atvinnurekstur, styðja við at-
vinnurekstur sem fyrir er og
stofna til nýrra atvinnutæki-
færa. 6) Vera góðir við böm
og unglinga í bænum. 7)
Passa hita- og rafveitu og
helst að lækka orkuverð til
einstaklinga og fyrirtækja. 8)
Vera góðir við æsku- og
íþróttafólk. 9) Efla bókasafn
og menningu hvers konar.
Styðja skólahljómsveit
o.m.fl. 10) Hjálpa trillukörl-
um frá þeirra aðstöðuleysi
o.m.fl. Framantalið gæti að
líkindum verið sameiginleg
stefnuskrá allra flokka með
einhverjum blæbrigðum fyrir
kosningar nú 31. maí.
Ef Alþýðuflokkurinn í
Njarðvík ætlar að gera betur
og þetta er LOFORÐ. Þegar
þú kjósandi góður hefur stutt
Alþýðuflokkinn í valdastöðu
sem til þarf. Þá ætlum við að
ráða nýjan bæjarstjóra til
starfa, sem er m.a. þeim kost-
um búinn að geta haft eðli-
lega samvinnu og samstarf
við hina ýmsu aðila, svo sem
þurfa þykir. I þessu sam-
bandi á ég m.a. við bæjarrit-
ara, verkstjóra bæjarins, en
þó sérstaklega þarf hann að
Opið bréf
frá verkakonu
Framh. af 16. síðu
Það er mér, þér og öllum
Keflvíkingum fyrir bestu að
treysta Sjálfstæðisflokknum
og okkur frambjóðendum
hans fyrir málinu því get ég
lofað.
Kær kveðja,
Jóhanna Björnsdóttir
frambjóðandi Sjálfstœðis-
flokksins í Keflavík.
geta tekið manneskjulega á
hinum fjölbreytilegu vanda-
málum bæjarbúa með þolin-
mæði og skynsemi í stað of-
ríkis, yfirgangs og ómælan-
legri frekju, eins og verið hef-
ur nú um nokkra ára skeið.
Æskilegt væri að væntanleg-
ur bæjarstjóri hafi einhverja
staðgóða skólamenntun, en
það má þó ekki vera skilyrði,
ef um hæfa manneskju er að
ræða.
Með samhentum bæjar-
fulltrúum. Með stuðningi
fjölmargra bæjarbúa. Með
dugmiklum, hæfum bæjar-
stjóra, getum við sameigin-
lega gert margt til hins betra í
bæjarlífinu.
Mörkuð hefur verið sú
stefna hjá Alþýðuflokki í
Njarðvík að verðandi bæjar-
fulltrúar taki almennt ekki
sæti í nefndum og ráðurn hjá
bæjarfélaginu.
Þess vegna kjósandi góð-
ur: Kom þú til okkar - Tak
þú á með okkur. Veittu okk-
ur styrk og um leið aðhald.
Kosningaskrifstofur eru
að Borgarvegi 24, Ytri Njarð-
vík, s. 4678 og nú í fyrstasinn
skrifstofa í Innri Njarðvík að
Kirkjubraut 3, s. 6007. Verið
velkomin.
Með baráttukveðjum,
Haukur Guðmundsson.
Haukur Guftmundsson.
Stöldnjm vlð andartak og [hugum þá stað-
reynd, að yflr 70% af öllum btfrelðaárekstrum í þétt-
býll eru .Aftanákeyrslurt, ytðalbrautar- og umferðar-
réttur ekkl virtur' og ekið er .Afturábak á nœsta blT. ,
I drelfbýll er algengasta umferðaröhapplð .Útafakstur*.
Brunabótafélaglð vill mlnna þtg á þessar staðreyndlrog blðja þig um
að sýna öðrum vegfarendum kurtelsl ogtillltsseml og vlrða rótt þeirra í umferðlnnL
en með því stuðlar þú að fœkkun Ijóna og trygglr þér um lelð lœgrl Iðgjöld.
MBRUnHBÚTHrtlflC Í5UH1D5
Umboðsmaöur Keflavík og Njarðvik
Hafnargötu 58 - Keflavík - Sími 3510