Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. maí 1986 14 ’494rgangurinn sletti úr klaufum Menn eru sammála um að Keflavík og 20 ára gagnfræð- það sé afar vægt til orða tekið inga frá Gagnfræðaskóla þegar sagt er að gaman hafi Keflavíkur sem þá hét. En verið í hófi 1949 árgangsins í þessi hópur kom saman í Heiðursgestur kvöldsins var núverandi skólastjóri Moltaskóla, Sigurður Þorkelsson, og sét hann hér á milli skólasystranna Guðmundu Arsælsdóttur (t.v.) og Báru Benediktsdóttur. Sigurður Gunnarsson eiginmaður Báru fylgist með. F.v.: Guðmundur Örn Kagnarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Sigríður Valdi- marsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Steinunn Guðnadnttir, Anna Mar- teinsdóttir og Rúnar Benediktsson, maki Hrefnu. Það er ekki ofsagt að glatt hafi verið á hjalla hjá árgangi ’49. Glaumbergi ásamt mökum föstudaginn 16. maí. Var mæting góð og stemningin eins og best varð á kosið. Enda voru margir gamlir kunningjar nú að hitt- ast í fyrsta sinn um áraraðir, sumir jafnvel komnir langt að, jafnvel kom ein skóla- systirin alla leið frá Banda- ríkjunum gagngert til að hitta hópinn. Erfitt er að lýsa húllumhæi þessu með orðum og því lát- um við myndir þær sem einn úr hópnum, Kristinn Páls- son, tók, skýra sig sjálfar. Fyrir þá sem vilja eru myndir teknar á hófinu til sýnis og sölu í Hljómval. epj. Þorbjörg Óskarsdóttir (t.v.) og .lúdý Westley. Rafveita Keflavíkur: Leggur eignir sínar til þjónustu við aldraða og fjármálastjóm fyrirtækis- ins. Bæjarráð tekur heilshugar undir tillögur rafveitunefnd- ar um ráðstöfun þeirra fjár- muna sem hún skilar nú af sér.“ -epj. 15. maí síðastliðinn var haldinn síðasti fundur í Raf- veitunefnd Keflavíkur. Þar kom fram að raforkusalan á síðasta ári nam sextíu og þrem milljónum króna og heildartekjur hefðu orðið sextíu og átta milljónir. Var hagnaður ársins þrjár mill- jónir og átta hundmð þús- und. Eignir 15. maí sl. vom eftirfarandi: Innistæður í banka 12.548.888 Verðbréf ............ 2.708.138 Víxlar .............. 3.576.121 Viðskiptamenn .... 8.594.816 Utistandani rafmagnsreikn. . . 1.854.473 kr. 29,282.436 Brunabótamat á Vesturbraut 12 .... 13.697.000 Samtals kr. 42.973.436 Kom fram að rafveitu- nefnd hefúr töluvert rætt um ráðstöfun eftirstandandi eigna RK. Var því eftirfar- andi samþykkt gerð á fund- inum: ,,Nú þegar Hitaveita Suðumesja hefur tekið við öllum rekstri og búnaði raf- veitnanna á svæðinu sam- þykkir rafveitunefnd að leggja til eftirfarandi við bæjarstjórn Keflavíkur: „Nú þegar Rafveita Kefla- víkur hættir verði eignum hennar varið til þjónustu við aldraða og myndaður sjóður sem ber nafnið Fram- kvæmdasjóður Rafveitu Keflavíkur til þjónustu- og húsnæðismála aldraðra.“ Sama dag var haldinn fundur bæjarráðs Keflavíkur og fór þá fram lokauppgjör- ið. Af því tilefni bókaði bæjarráð: „I dag em merk tímamót í sögu Keflavíkurbæjar. Eftir langt og gifturíkt starf Raf- veitu Keflavíkur, sem lauk með sameiningu rafveitn- anna á Suðumesjum við Hitaveitu Suðumesja, skilar rafveitunefnd nú lokaupp- gjöri sínu til bæjarsjóðs. Bæjarráð færir núverandi rafveitunefnd svo og öllum þeim sem starfað hafa í raf- veitunefnd frá upphafi, raf- veitustjórum sem veitt hafa fyrirtækinu forystu og öllu starfsfólki sem unnið hefur hjá rafveitunni fyrr og síðar þakkir fyrir giftudrjúgt starf í þágu bæjarbúa. Það hefur einkennt störf stjómenda og starfsmanna rafveitunnar frá upphafi að veita bæjarbúum sem traust- asta og besta þjónustu, en jafnframt hefur gætt fyllsta aðhalds og aðgæslu í rekstri 5 daga áform. Munið endurfund reyk- lausra, þriðjudaginn 3. júnl kl. 20.30. k/UANL Reiðnámskeið Reiðnámskeið verður haldið á Mánagrund á vegum Hesta- mannafélagsins Mána, sem styrkt er af Keflavíkurbæ og Njarð- víkubæ, fyrir börn og unglinga frá 8 ára aldri. Hvert námskeið stendur yfir í 5 daga. Ef næg þátttaka fæst er áætlað að þau verði út júní-mánuð. Kennari verður Sigurlaug Anna Auðunsdóttir. Innritun og upplýsingar í símum 1343, 3818 og 4541. Fræðslunefnd Mána

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.