Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 29. maí 1986 VÍKUR-fréttir Innbrot, þjófnaður og skemmdarverk Nokkuð var um skemmdar- verk sem tilkynnt voru til lög- reglunnar í Keflavík í síðustu viku. Næst síðasta sunnudag var útvarpstæki stolið úr bifreið með JO-númeri er stóð í Keflavík. Þá var rúða brotin í Ö-bifreið við Kefla- víkurhöfn. Á mánudag voru útileiktæki SNYRTI- Og NUDDSTOFA BÝÐ UPP Á: Andlitsböð, húðhreinsun, litun, plokkun, avax-fótavax, fót- og handsnyrtingu, förðun, líkamsnudd og Germani Montail- snyrtivörur fyrir dömur og herra. Síðan er sauna-gufubað til að losa um stressið og láta sér líða vel. Nýkomnir Ijósalampar. Opið mánudaga-laugardaga kl. 9-17. Víe/Áxurufv Skrifstofa félagsins að Tjamargötu 3, II. hæð, er opin fimmtudaga frá kl. 16-18. - Síminn er 2959. Heimasími formanns er 3445. ATVINNA Sumarafleysingastúlkur óskast, æskileg- ur aldur ekki yngri en 25 ára. - Upplýsingar í síma 7755 Sími 7755 - Sandgerði Atvinna Óskum eftir starfsmanni við framköllun. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu eða reynslu í Ijósmyndun. Keflavik - Síml 3933 Tónlist Ljósmyndavörur Framköllun skemmd á gæsluvellinum við Kópabraut í Innri-Njarðvík. Degi síðar voru unnar skemmdir á vinnu- og kaffi- skúrum Húsaness á bak við Stapafell í Keflavík. Voru rúður brotnar og verkfærum stolið. Þá voru á fimmtudag unnar skemmdir á bifreið í Njarðvík þegar gerð var tilraun til að gengsetja hana, án árangurs. Að lokum var grjóti kastað í Y-Njarðvíkurkirkju og kirkju- klukkurnar. Voru þaraðverki sex strákar sem náðust, en þeir höfðu einnig á samvisk- unni ónæði við heimili sókn- arprestsins. - epj. Kolbrún hafnaði í 4. sæti Keppnin um titilinn „Ungtrú ísland“ fór fram um síðustu helgi. Keflvíkingar áttu tvo fulltrúa i keppninni og hafnaði Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir í 4. sæti af þeim fimm sem voru kunn- gjörð. Gígja Birgisdóttir, 18 ára Akureyringur, var valin ungfrú Island 1986. Nokkurrar óánægju gætti með úrslitin meðal Keflvík- inga sem fjölmenntu á Broad- way þetta kvöld. -gæi. Hvað skyldi vera svona merkilegt þarna til hliðar? - Svar: Jú, dóm-‘ nefndin. Svipast um á Suðurnesjum 1. maí 1986 Sungið af Ólafi Gunnlaugssyni í Félagsbíói, 1. maí (að mestu byggt á Víkur-fréttum) Ég œtla nú um Suðurnes að svipast og sjá hvað er að gerast á þeim stað, og vita hvort þeim farið er að fipast, þótt fœstir muni viðurkenna það. En eitthvað reynist stjórnin vera rotin, svo rýrnar bœði hagur minn og þinn, því nœstum allur, stóri fiskiflotinn, er farinn burt með aflakvótann sinn. I Garðinum er margur nú í nauðum, nánast hafa misst sinn kraft og þor, og feiknin öll af fyrirtækjum dauðum, og flestir spá að Ellert hætti í vor. En Garðmenn eiga í önnur hús að venda, svo ætla má að framtíðin sé tryggð, en þorskhausa til Sandgerðis þeir senda, sem er þeirra rétta heimabyggð. En hvernig var hjá Grindvíkingum gengið? Jú, góðæri og mikil aflatörn. Og dóminn hafa foreldramir fengið, að fæstir geta alið upp sín börn. Hjá lögreglunni lífið tók að dafna, sem líka fór að hugsa nokkuð skár. í vinsældum þar voru svo að kafna Víkurfréttir síðast liðið ár. Um Vogana er vandalaust að keyra, og víst er aðeins gott eitt um þá sagt, og fremur lítið láta í sér heyra, en leggja stund á dans og ýmsa rækt. Svo kannski fara Vogarnir að vaxa, þótt verði sveitarstjóra-skipti enn Um allar jarðir líta má þar laxa, sem lifa vel í sátt við guð og menn. Og Njarðvík ennþá styrkir stöðu sína, staðinn getur enginn maður rýrt, því Ingvar selur kanínur til Kína og kuldaboli okkur varmann dýrt. Þótt prófkjörin þar engri sálu omi, auðvitað þar mikill styrkur er, að kratar eiga góðan hauk í homi, sem heldur betur núna Öskar sér. í Miðneshreppi að mörgu var að hyggja, menningin þar hefur tryggt sér völd, og yfir Þorstein búið er að byggja, hið besta hús sem stendur næstu öld. Og loðnuna þeir líka voru að bræða, svo lyktin slæm í nágrenninu var, á Flugstöðinni fýsti þá að græða, -en fjandinn hitti ömmu sína þar. í Keflavík er hótel-röð að rísa, sem reyndar skapar alveg nýjan glans, en þorskur, karfi, koli og svo ýsa, hverfa brátt úr vitund íbúans. Og gnötrandi nú geifla sig og hrista, Guffi, Jói, Drífa og Ingó Fals, því Gylfa tókst að lemja saman lista, og líklegur hann þykir nú til alls. Og karlar létu lengi á sér standa, liðu konum ýmiskonar plott, en hafa núna leyst þann Ijóta vanda, og leigt sér athvarf, bara nokkuð gott. Og fógetinn þér meinar allan ósið, enda hefur fengið til þess völd, hann búinn er að banna stjörnuljósið, nema bara rétt á gamlárskvöld. Og Hafnabyggð er ekki gott að gleyma, þar gefa aldrei menn upp sína von, þar eiga margir þekktir kappar heima, Þórarinn og Björgvin Lúthersson. -En hvort lifa Suðurnes með sóma, séð ég gjörla, ekki núna fæ, né hvort verði aftur allt í blóma við athugum það, næsta fyrsta maí.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.