Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 29. maí 1985
VÍKUR-fréttir
Fasteignasalan
Hafnargötu 27 - Keflavík
KEFLAVÍK:
Einbýlishús við Kirkjuveg, kjallari og hæð .... 1.600.000
Einbýlishús við Álsvelli, skipti á ódýrari eign
möguleg ............................. 2.950.000
Einbýlishús við Hafnargötu ásamt stórri lóð .. 1.800.000
4ra herb. efri hæð við Hringbraut, 110 m2. Sér
inngangur ........................... 2.100.000
4ra herb. neöri hæð við Hringbraut ásamt bíl-
skúr. Sér inngangur ................. 2.100.000
2ja herb. nýleg íbúð við Heiðarhvamm . 1.400.000
Fasteignir i smiðum i Keflavik:
Húsgrunnur við Fagragarö, 165 m2 ásamt 34 m2
bilskúr. Góð eign á góðum stað. Hagstæöir
greiösluskilmáiar....................... 850.000
Iðnaöarhúsnæöi við Iðavelli, 500 m2. Möguleiki á
millilofti. Nánari uppl. um frágang og greiðslu-
skilmála á skrifstofunni.
ATH: Höfum á söluskrá mikið úrval fasteigna í Njarðvik,
Grindavik, Garði og Sandgerði.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Hraunsvegur 5, Njarðvík:
Einbýlishús ásamt bílskúr,
5 herb. og eldhús.
Hlíöarvegur 80, Njarövik:
Endaraðhús ásamt bílskúr,
5 herb. og eldhús.
3.300.000
Mánagata 5, Grindavik:
Grænigarður 6, Keflavik:
Einbýlishús m/bílskúr, 170
ferm. Góðir greiðsluskil-
EinbýNshús m/bfskúr, 170 málar ..........U. 4.500.000
ferm., mikið endurnýjað.
3.350.000
FASTEIGNASALAN
Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420
STEINDOR
SIGURÐSSON
Innri-Njarðvík - Keflavík
Frá Frá
Innri-Njarðvík: Keflavík:
8.30 8.45
9.40 10.05
10.20 10.40
10.50 11.20
11.30 13.15
14.05 14.45
15.00 15.20
15.30 16.10
16.25 17.15
Grindavík - Keflavík
Mánudaga - Miðvikudaga - Föstudaga
Frá Frá §
Grindavík: Keflavík: s
13.45 13.15 u
17.45 17.15 «o
Steindór Sigurðsson E >> iu O
VÍKUR-fréttir - sterkur auglýsingamiðill
, Mol^I
Ha, fyrsta hótelið?
Ekki eru allir sáttir við
að Hótel Keflavík sé nefnt
fyrsta gistihúsið í Kefla-
vík. Alla vega ekki þeir
sem muna eftir gistihúsi
Ábergs, eða því sem var
í Klappenborg, svo ekki
sé nú minnst á það sem
síðast hætti og var staðsett
við Mánagötuna. Hótel
Keflavík er því fyrsta hó-
telið um margra ára skeið
en ekki frá upphafi. Það
fyrsta var hinsvegar í
Ivarshúsi eða Vinamynni.
Hvar er Holtahverfi?
Á framboðsfundinum
i Holtaskóla á dögunum
talaði fulltrúi Flokks
Mannsins um byggingu
grunnskóla í Holta-
hverfi. Menn spyrja því
hvort það sé virkilega
stefna flokksins að
byggja skóla við hlið nú-
verandi Holtaskóla. En
ekki skóla í Heiðar-
byggð eins og flestiraðr-
ir hafa á stefnuskrá
sinni.
Talsverð hvað?
í framboðslistakynn-
ingu DV varðandi Njarð-
vík á dögunum stóðu
þessi gullkom: „Þaðan er
talsverð útgerð, enda góð
höfn.“ En hvað skyldi
þetta þýða? Jú, mikið rétt,
frá Njarðvík eru gerðir út
tveir bátar, annar 10
tonna og hinn 200 tonna
og síðan gerir Sjöstjaman.
út tvo togara. Hvað
skyldi það heita ef gerð
yrðu t.d. 20 skip út frá
Njarðvík. Höfnin er
landshöfn og því getur
legið þar samtímis mikill
fjöldi skipa frá hinum
ýmsu höfnum landsins.
Pólitískt heimili
Oft hefur verið skotið
hér í Molum á kratann
Björn Jóhannsson og son
hans, kommann Jóhann
Björnsson. í Njarðvík er
fjölskylda ein, þar sem
svipað er ástatt og raunar
enn heitara í pólitísku
kolunum. Eiginkona
Gunnars Amar, 5. manns
á lista Framsóknar (eins
lóuunganna) er Ásdis
Friðriksdóttir sem skipar
9. sæti hjá Alþýðubanda-
laginu. Varla em þau
sammála um stefnuna, nú
í endalok kosningabar-
áttunnar í Njarðvík, eða
hvað? Ekki má gleyma
því að á sjálfstæðisheimil-
inu hjá Vilhjálmi Gríms-
syni, bæjartæknifræðingi
Keflavíkurbæjar, er einn-
ig svipað ástand. Hús-
móðirin Vigdís Pálsdóttir
skipar 11. sætið hjá íhald-
inu í Keflavík, en sonur-
inn Garðar Vilhjálmsson
skipar 10. sætið hjá
kommunum í Keflavík.
Já, það er margt skrýtið í
kýrhausnum.
Þakkir til
Reykjanessins
Við hér á Vikurfrétt-
um erum nú að gefa út 7.
árganginn. Á þeim tíma
höfum við haft á okkur
ýmsa pólitiska stimpla
hjá andstæðingunum,
eftir því hvaða mál eru á
oddinum hverju sinni.
Sumir hafa talað um að
við værum of hægri
sinnaðir, nánast litli
Moggi, aðrir tala um
kommasnepil eða krata-
blað, allt eftir því hvað
við á hverju sinni. Aldrei
höfum við fengið á okk-
ur framsóknarstimpil
áður, hvað sem við höf-
um skrifað um. Þar til
nú að Reykjanesið kail-
ar okkur ópólitískt
framsóknarblað. Eigum
við þeim því nú miklar
þakkir að gjalda, því nú
er hringnum lokað með
þeirra aðstoð. Sem
sannar enn betur en
áróður þess sama blaðs,
hvað Víkur-fréttir eru
ópólitískar og geta tekið
á öllum málefnum eftir
þörfum hverju sinni. Því
segjum við nú ,,kærar
þakkir Reykjanes-
menn“.
Búa í glerhúsi
Það hefur aldrei verið
talinn snjall leikur að
henda grjóti ef maður býr
sjálfur í glerhúsi. í siðasta
Reykjanesi er mikilli
prentsvertu eytt vegna af-
brýðissemi út í Víkurfrétt-
ir. Flest af þessu er ekki
svaravert enda benda
skrif þessi til þess að
greinarhöfundur og sjálf-
ur ritstjórinn hafa ekki
fylgst með Víkurfréttum
nema síðustu mánuðina,
enda búsettur í Reykjavík
og veit því harla lítið hvað
snýr upp eða niður hér
suður frá. En svona til að
benda þeim á hvað þeir
búa í miklu glerhúsi þá
skrifa þeir í dálk sem þeir
nefna ,,Úr ýmsum
áttum“ um eftirhermu-
leik af okkar hálfu. En
þessi þáttur þeirra er ein-
mitt afbökun af hinum
vinsælu Molum Víkur-
frétta.
Hugmyndasnauðir
Og svona i lokin, hvers
vegna skyldi Reykjanesið
svona oft hringja í þá sem
auglýsa í Víkur-fréttum
og betla sömu auglýsing-
una og birst hefúr þar. Er
auglýsingadeild Reykja-
nessins virkilega svona
hugmyndasnauð að hún
verður að nota Vikur-
fréttir sem hugmynda-
banka?
Slógu íhaldið út
Það fór illa í ýmsa í-
haldsmenn á Suðurnesj-
um, þegar þeir sáu þá
staðreynd að yfir 300
manns keypti sig inn á
matinn hjá krötunum í
Glaumbergi um síðustu
helgi og annað eins eftir
matinn. Sjálfstæðismenn
voru sjálfir með vorgleði
helgina áður. Þá komu
aðeins um eitt hundrað
manns í matinn.
Spilaði á kerfið
Á fundi bæjarráðs
Keflavíkur nýverið var
tekin fyrir spuming frá
Páli Axelssyni varðandi
byggingu 4. hæðarinnar á
nýja hótelinu við Vatns-
nesveg. Var spumingin
um það hvaða rök mæltu
með því að heimila bygg-
ingu 4. hæðarinnar,
Vatnsnesvegi 12, þrátt
fyrir álit skipulagsstjóra
ríkisins. Um málið var
eftirfarandi bókað: „Einu
rökin, sem einn bygging-
amefndarmanna, Krist-
inn Guðmundsson, hafði
fram að færa vom að um-
sækjandi hefði spilað svo
vel á kerfið, að ekki yrði
undan óskum hans vik-
ið.“ Já, það er alltaf mun-
ur þegar bæjarfulltrúar
viðurkenna að menn geta
spilað á þá.
Betri bæ
Því er ekki hægt að
neita að sum siagorð sem
flokkamir nota nú fyrir
kosningamar kítla heldur
betur hláturtaugamar.
Eins og t.d. barmmerkið
sem G-listinn í Keflavík
dreifir og ber eftirfarandi
slagorð: „Betri-bæ Jó-Jó í
bæjarstjóm X-G.“ Það
vantar ekki sjálfsálitið á
þessurn bæ.
Goti vandað og vikulega.
)( - VÍKUR-fréttir