Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. maí 1986 17 Hárkollur og strípur á Glóðinni Nýverið hélt Klíppótek sýn- ingu á Glóðinni á nýjustu tísk- unni á dömuhárkollum frá Hairaiser í London. Einnig Um félags- legt mis- rétti í Njarðvík Mig langar að nefna hér nokkur dæmi um það mis- rétti sem við íbúar hér í Innri Njarðvík verðum fyrir. Þetta set ég á blað af feng- inni reynslu í að aka mínu bami milli hverfa í fótbolta, diskótek o.fl. sem hin ýmsu félög bjóða upp á í Ytri Njarðvík. Flest )essi félög sem bjóða upp á aessa starf- semi eru styrkt af bænum. Eg skal játa að það hafa stundum verið ferðir hér á milli á kvöldin fyrir börnin, en það slitróttar að í mörg- um tilfellum þurfa þau að bíða eftir rútubílnum, eða vera sótt af foreldrum sínum. Það sem mér finnst til úr- bóta í þessu máli er það að einhver hluti þeirra fjármuna sem rennur til félagsmála hér í Njarðvík færi beint til innra hverfisins. Hér í hverfinu eigum við ágætis húsnæði, þar sem Safnaðarheimilið er. Þar væri hægt á veturna að vera með ýmsa félagsstarfsemi t.d. skátastarfv taflklúbb, diskó- tek o.fl. A sumrin þyrfti að hafa kennslu í íþróttum og knattleikjunt. En þar er brotalöm. Á síðustu fjár- hagsáætlun var úthlutað pen- ingum í smá sparkvöll, en hann er ókominn, þrátt fyrir áskoranir unglinga hér í hverfinu um skjótar aðgerð- ir. __ Eg og fleiri hér í hverfinu eru ekki að biðja um forrétt- indi heldur eitthvað í áttina að jafnrétti. Þessar línur eru um misrétti sem við verðum hér og úrbætur til að lagfæra þessi mál. Kristjana Gísladóttir Skipar 4. sceti B-listans í Njarðvík voru sýndar ísettar strípur fyr- ir dömur og herra. Voru sýndar um fjörutíu hárkollur og toppar í öllum regnbogans litum, en mikið fjölmenni kom til að sjá sýn- inguna og varð frábær stemming, enda hlaust af góð skemmtun. Að sýningu lokinni var eigenda og starfsfólki Klippóteks klappað lof í lófa. Meðfylgjandi myndir tók Heimir Stígsson af þessu tilefni. ja/epj. KEFLAVÍK Starfsvöllur Starfsvöllur verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur, á Baugholts- velli. Starfsemin hefst í byrjun júní. Innritun auglýst nánar í næsta blaði. Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar Tilkynning til aldraðra Unglingavinnan í Keflavík veitir aðstoð við umhirðu lóða hjá þeim bæjarbúum sem vegna aldurs eða fötlunar geta ekki sinnt því sjálfir. Þessi þjónusta er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður unglingavinn- unnar, Ellert Sig. Magnússon, í síma 1137. Bæjarstjórinn i Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.