Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. maí 1985 5 C2 H saumavélakyraiing í SAMKAUPUM Samkaup og Pfaff hf. standa sameiginlega fyrir Pfaíf sauma- vélakynningu í versluninni. Júlíana Amadóttir kynnir nýj- ustu gerðir Pfaff-saumavéla og veitir kennslu og leiðbein- ingar. Júlíana er á staðnum frá kl. 14:00 til 17:00 á föstudag 30. maí og frá kl. 11:00 til 14:00 á laugardag 31. maí. — VELKOMIN — Smekklegt strætóskýli Sjóefnavinnslan hf.: Finnbogi hættur sem framkvæmdastjóri Um síðustu mánaðarmót lét Finnbogi Bjömsson af störfum sem framkvæmda- stjóri Sjóefnavinnslunnar h.f. á Reykjanesi, að eigin ósk. Undanfarin misseri hefur hann gegnt þessu starfi ásamt Magnúsi Magnússyni efnaverkfræð- ingi. Hefur Finnbogi haft þetta starf með höndum frá stofnun fyrirtækisins eða í um tíu ár. Mun hann þó a.m.k. fram á haustið gegna ýmsum sérverkefnum fyrir Sjóefnavinnsluna h.f. Hefur hann nú ráðið sig í fullt starf sem fram- kvæmdastjóri Dvalarheim- ilanna á Suðurnesjum. En stjóm þeirra fór þess á leit við hann fyrr í vetur. -epj. Að undanförnu hefur biðskýlum fyrir farþega SBK fjölgað í Keflavík og er þetta skýli, sem staðsett er ofarlega á Vesturgötunni og ætlað fyrir farþega skólabílsins, eitt það nýjasta. Er hér um mjög smekklegt skýli að ræða, bæjaryfir- völdum til sóma. -epj. Lionessur á sjó Á fundi í Lionessuklúbbi Keflavíkur kom nýlega upp tillaga þess efnis að gaman væri að skreppa út á sjó og veiða á stöng. Var þessu þeg- ar hrint í framkvæmd og um sjöleytið að morgni síðasta laugardags hélt aflahæsta skip Suðumesjamanna, Búr- fell KE-140, úr höfn í Njarð- vík með vaskan hóp kvenna úr klúbbnum, undir stjóm útgerðarmannsins Þorsteins Erlingssonar, en hann er fél- agi í Lionsklúbbi Keflavíkur. Með Þorsteini vom tveir aðrir Lionsfélagar sem að- stoðarmenn, þeir Jóhann Einvarðsson og Benedikt Jónsson, en þeim til aðstoðar var vélstjóri bátsins, Einar Möller. Og meðal kvenn- anna í hópnum var marg- faldur verðlaunahafi í sjó- stangaveiði, Margrét Helga- dóttir. Það kom þó ekki í hennar hlut að draga stærsta fiskinn heldur frambjóðand- ans hjá Sjálfstæðisflokknum í Keflavík, Stellu Bjarkar Baldvinsdóttur. En hvað um það, rétt fyrir kl. 16 var lagst að bryggju í Njarðvík að nýju með um hálft tonn af fiski sem veidd- ist ýmist úti í Garðsjó eða út af Sandgerði. Mikil mót- tökunefnd karlmanna, sem vom að rifna úr öfund, var á bryggjunni er Lionessumar komu að landi þ.á.m. blaða- maður Víkur-frétta sem tók meðfylgjandi myndir. -epj. Atvinna Óskum að ráða ræstingartækni. - Kvöldvinna. Óskum einnig eftir að ráða starfsstúlku til þjón- ustustarfa í sal - þarf að geta byrjað strax. Lág- marksaldur 23 ára. Einnig vantar starfskraft í uppvask. Upplýsingar í síma 1777. ^ gtósz. Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Utanlands- ferð Farið verður til Mallorca 21. ágúst. Aldurstak- mark 60 ára og eldri. Hjúkrunarkona í ferðinni verður Laufey Stein- grímsdóttir. - Upplýsingar og miðapantanir í síma 1361 (Margrét) og 2298 (Ema). Ferðanefndin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.