Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 29. maí 1986 VÍKUR-fréttir VÍKUR-fréttir Listsköpun Sjálfstæðismanna - blaðið sem allir vilja lesa. Hneigð til lista hefur löng- um einkennt þá stórbrotnu hæfileikamenn sem valist hafa til framboðs fyrir Sjálfstæðis- flokldnn. Ekki aðeins hafa Skólagarðar Skólagarðar Keflavíkur verða starfræktir í sumar eins og undanfarin sumur, fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Innritun fer fram í Áhaldahúsi Keflavíkur- bæjar, Vesturbraut 10a (húsi Rafveitunn- ar), sími 1552, föstudaginn 30. maí kl. 13- 16. Starfsemin hefst þriðjudaginn 3. júní. þeir tekið sér pensU í hönd og málað lystigarð ungmennum tU fræðslu og hinum eldri tU un- aðar heldur gerist æ tíðara að þeir auðgi bókmenntalíf þjóð- ar sinnar með ógleymanlegum drápum eUegar hnitmiðuðum texta. í stundar fljótræði taldi ég, að af öðrum ólöstuðum bæri framlag sjálfstæðis- manna í Njarðvík af. Nú hef ég hinsvegar orðið þess vísari að meðal flokksbræðra þeirra í Keflavík leynast þeir snUling- ar bundins máls að sorglegt er að þeir helgi sig ekki ritlistinni eingöngu, íslenskri menningu til vegsauka. VU ég máli mínu til stuðnings minna á grein Húseigendur Húsbyggjendur Að gefnu tilefni vill byggingafulltrúinn í Keflavík vekja athygli á að nauðsynlegt er að sækja um leyfi til bygginganefndar áður en ráðist er í uppsetningu LOFTNETSDISKA sem ætlaðir eru t.d. til móttöku sjónvarpsefnis frá gervihnöttum. Bæði kemur til að uppsetning LOFTNETSDISKAer útlitsbreyt- ing og þeim getur fylgt nokkurt álag á viðkomandi byggingu sem heppilegra er að gera sér grein fyrir áður en verk er hafið. Keflavík, í maí 1986. eins frambjóðanda þeirra í Víkurfréttum þann 22. þ.m. Hún hefst með þessum ó- gleymanlegu orðum: „Þegar ég settist niður og ákvað að reyna að skrifa smá grein ykkur til upplýsingar og mér til ánægju, kom smá vandamál, hvað átti ég að upplýsa ykkur um. Hvaða vandamál? Vitleysa er þetta í mér.“ Og hvaða upplýsing er það sem höfundurinn vill færa sveitungum sínum. Hún birtist örlítið síðar í greininni og hljóðar svo: „Það þarf ekki að hugsa langt til að muna eftir því þegar maður óð hér druUu- poUa upp í hné á götum bæjar- ins, og ef maður ætlaði að forðast slettur frá bílum og stökkva tU hUðar, sökk maður í druUu því engar voru gang- stéttimar.“ Óneitanlega ber klausa þessi vott um næma tilflnn- ingu sjálfstæðismannsins fyrir rituðu máU. Lýst er trylltum druUupoUadansi hans fyrir ör- fáum árum. Af niðurlagi klausunnar má þó því miður ráða að höfundur hafl í hUðar- stökki sínu sokkið alveg í kaf. Sjálfstæðismaðurinn virðist þó enn með nokkru Ufsmarki. Guði sé lof. Ekki veldur snillingur þessi bæjarbúum vonbrigðum í niðurlagi greinar sinnar og varpar hann fram drápu þeirri sem lengi mun í minnum höfð. „Vertu sjálfstæð(ur) og kjóstu rétt því margt er leyst og margt að ske Við skulum vinna að stórri frétt Byggingafulltrúinn í Keflavík settu bara kross við D.“ Ekki ætla ég mér það stór- virki að leggja útaf drápu HREINN BÆR - OKKUR KÆR KEFLVÍKINGAR Dagana 1.-15. júní n.k. hefurverið ákveðiðað gerasérstakt átak íhreinsunog snyrtingu bæjarins, með því að hreinsa drasl af lóðum og lendum, mála og lag- færa hús, girðingar o.fl. Til þess að auðvelda bæjarbúum þátttöku í verkefni þessu hafa bæjaryfirvöld samið við málningarverslanir í Keflavík, þ.e. Kaupfélag Suðurnesja og Drop- ann, um að þærveiti afsláttámálningusem keyptverðurdagana 2.-30. júní. Þá mun bæjarsjóður leggja til ókeypis flutning á tilfallandi drasli og stendur sú þjónusta út júní-mánuð. Hringið í Áhaldahús Keflavíkurbæjar í síma 1552. Bæjarbúar eru hér með hvattir til að taka þátt í verkefni þessu og notfæra sér ofangreinda þjónustu. KEFLVÍKINGAR! FEGRUM UMHVERFIÐ! Bæjarstjórinn í Keflavík þessari ellegar reyna að skýra innihald hennar fyrir Suður- nesjamönnum. Betur færi á, að bókmenntafræðingar fram- tíðarinnar gerðu sér hana að rannsóknarefni. Þó ætla ég að af innihaldi hennar megi ráða að þau mis- tök að setja X við D muni í framtíðinni teljast til „stór- frétta“. Mér er engin launung á því, að við þessa tilhugsun sækja að mér nokkrar áhyggj- ur vegna hinnar nöpru fram- tíðarsýnar er blasir við höf- undi er hann skyggnist til framtíðar og virðist sem ör- vænting ellegar alvarlegur glímuskjálfti sé kominn í sjálf- stæðismenn í Keflavík. En kveðjum skáldið að sinni og snúum okkur til málaralist- ar í Njarðvík. Nú liggja fyrir þau sorglegu tíðindi að frambjóðendur sjálfstæðisflokksins í Njarð- vík ala með sér mikinn beig. Aumingjamir litlu halda að allir muni verða vondir við sig á sameiginlegum fundi list- anna í Njarðvík og að þess vegna sé best að vera einir heima í fýlu og spila lönguvit- leysu. Af þessum sökum gerði ég mér ferð á fund þeirra 22. þ.m. og hvatti þá til dáða. Létu þeir þau orð falla að sjálfstæðisfélagið í Njarðvík tæki ekki þátt í hinu óvirðu- lega hanaati sem þar myndi fram fara. Vkt mun það skilj- anleg afstaða garpa þessara að berjast ekki við hænsn þau er þeir álíta mótframbjóðend- ur sina vera. Hitt hefði óneit- anlega verið gaman að hetjur þessar hefðu flutt speki sína í bundnu máli ellegar dregið fram pensilinn og látið við- stadda njóta þeirra fágætu hæfileika sem þeir óneitanlega búa yfir. Skemmst er að minn- ast perlu þeirrar er Sjálístæð- ismönnum hraut af vör er þeim þótti lítið að gert í um- hverflsmálum Njarðvfldnga, en hún hljóðaði svo: „Njarðvíkurbær verður okkur kær alveg niður í tær ef ruslið frá í gær hverfa burtu fær.“ Að lokum vil ég biðja þessa félaga mína að hætta að skammast sín fyrir að vera sjálfstæðismenn og nýta sér listamannshæfileika sína til hins ítrasta því óðum styttrst til kosninga. Hver veit nema allir í sameiningu gætu komið saman yiirdráttarbrag til að redda öllu fjármálaveseninu og sungið hann á sameiginleg- um vettvangi því í hópi sjálf- stæðismanna leynast áreiðan- lega næturgalaraddir. Með vinsemd, Hilmar Þ. Hilmarsson 4500 eintök vikulega

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.