Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 28
\fiKun pétUt Fimmtudagur 29. maí 1986 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. Spumingin: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna?___ (Keflavík) Lögreglan: Tómas Knútsson Bjargað úr Keflavík urhöfn Fimmtán ára dreng var bjargað í Keflavíkurhöfn á miðvikudag í síðustu viku. Fékk lögreglan tilkynningu frá Aðalstöðinni um að kajak hefði hvolft og strákur fallið útbyrðis og væri hann við kajakinn. Erlögreglan kom ástaðinn hafði drengnum verið bjarg- að upp og flutti lögreglan hann þvi heim til sín, enda var hann bæði blautur og kaldur. Hann heitir Sigurður R. Sæv- arsson. Það var Tómas Knútsson, félagi í Björgunarsveitinni Stakk sem bjargaði drengn- um. Lýsti hann aðdraganda málsins þannig fyrir blaða- manni Víkur-frétta: „Ég var fyrir tilviljun stadd- ur við Járn og Skip er ég varð var við strák sem hljóp að bjarghring og sá að eitthvert pat var á honum. Hlaut því eitthvað að vera að og ók ég því fram á bryggjuhausinn og sá þá að strákurinn var í sjónum. Hvatti ég strákinn fyrst til dáða og til að synda að landi, en þegar hann átti eftir um tvo metra fór ég úr jakkanum og skónum, tók af mér úrið og hoppaði út í sjóinn. Dró ég drenginn að fríholti utan á bryggjunni og hjálpaði honum upp, auk þess sem ég setti bönd á kajakinn svo draga mætti hann í land". Taldi Tómas að drengur- inn hefði farið of lángt út og því lent í öldum og því hefði óhappið átt sér stað. - epj Tryggvi Þór Bragason: „Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur koma best út úr þessu. A-listinn fær sennilega 3 menn en óvíst um hina“. Anna Lilja Lárusdóttir: „Alþýðuflokkurinn kem ur best út. Ég spái A-4, B-2, D-2 og G-l“. Einar Björnsson: „Ég hef nú ekkert pælt í þessu, en annars býst ég við að Alþýðuflokkurinn vinni á“. mennirnir náðu honum og var hann ásamt bifreiðinni tekinn í vörslu lögreglunnar. Er ökumaðurinn grunaður um ölvun við aksturinn. epj- Gerðist þetta um kl. 7.30 um morguninn. Eftir að lög- reglan hafði þröngvað bif- reiðinni út af veginum, gerði Bifreið ökumannsins skemmd eftir áreksturinn við lögreglubifreið- ina. FRÁ SANDGERÐISHÖFN Óiafur Júlíusson: „Ég er nú ekki besti spá- maður í heimi, en eigum við ekki að segja A-4, D-4 og B- 1“. Þurfti að aka á bifreið öku- þórsins til að stöðva hana Hafnarey komin til Keflavíkur Á sunnudagsmorgun varð lögreglan vör við gáleysis- legan akstur á Reykjanes- braut, sem barst síðan inn á Grindavíkurveg. Þar ók ökuþórinn á bifreið sem kom á móti honum, en hélt þó áfram ferð sinni og lauk ekki þessum ævintýralega akstri fyrr en lögreglan ók á bifreið hans til að þröngva henni út af veginum. ökumaður hennar tilraun til að hlaupa burt, en lögreglu- Aðfaranótt síðasta sunnu- dags kom m.b. Hafnarey SF- 36 fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur eftir tuttugu og átta tíma siglingu frá Horna- firði. Hafnarey, sem er átta- tíu og eins tonna eikarbátur, sökk í höfninni á Homafirði 13. jan. síðastliðinn eftir að togarinn Þórhallur Daníels- son hafði bakkað stjómlaust á bátinn. í fyrstu var talið að bátur- inn væri ónýtur, en eftir að honum hafði verið bjargað kom í ljós að skemmdir vom tiltölulega litlar. Gaf trygg- ingarfélagið Björgunarfélag- inu á Homafírði bátinn og gerðu þeir við hann til bráða- birgða og seldu síðan Drátt- arbraut Keflavíkur. Að sögn Magnúsar Axels- sonar hjá Dráttarbrautinni þarf að skipta um allar inn- réttingar, rafmagn og gera lítilsháttar við skrokk skips- ins og mun fyrirtækið annast það. Hingað suður kom bátur- inn í samfylgd Þóris SF, sem var að koma til Njarðvíkur þar sem byggt verður yfir þann bát í sumar. -epj. Hafnarey SF-36 komin til Keflavíkur. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.