Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Isavia áætlar að tæplega 317 þúsund farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í desember. Gangi það eftir verð- ur það rúmlega tvöföldun farþega frá árinu 2012, eins og lesa má út úr grafinu hér til hliðar. Þær upplýsingar fengust frá Isavia að fyrirtækið yrði með um 550 starfsmenn starfandi á Keflavíkur- flugvelli í desember, samanborið við 430 starfsmenn í sama mánuði í fyrra. Það er tæplega 28% fjölgun. Þá verður Fríhöfnin með 190 starfsmenn í desember en var með 175 á sama tíma í fyrra, sem er 8,6% fjölgun. Tæplega 300 þúsund farþegar í janúar Gangi spá Isavia eftir munu tæplega 294 þúsund farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í janúar. Það yrði ríflega tvöföldun frá janúar 2013, þegar alls 142.681 far- þegi fór um Keflavíkurflugvöll. Það setur þessar tölur í samhengi að árið 2004 fóru flestir farþegar um flugvöllinn í júlí, alls 267.732 farþeg- ar. Verður komandi janúarmánuður því meiri ferðamán- uður á þennan mælikvarða en júlímánuður 2004. Samkvæmt samantekt Isavia höfðu 4.548.622 far- þegar farið um flugvöllinn á fyrstu 11 mánuðum ársins, borið saman við 3.623.534 farþega sömu mánuði í fyrra. Það er 25,5% fjölgun milli ára. Tvöföldun frá árinu 2012  Metfjöldi ferðamanna til landsins í desembermánuði Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli í desember og janúar Heimild: Isavia *Spá Isavia. Desember Aukning Janúar Aukning 2011-2012 127,014 115,522 2012-2013 152,414 20,0% 142,681 23,5% 2013-2014 198,549 30,3% 182,992 28,3% 2014-2015 243,884 22,8% 230,985 26,2% 2015-2016* 316,776 29,9% 293,666 27,1% Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hót- el Rangá, segir hótelið hafa byrj- að að markaðssetja veturinn fyrir ferðamenn fyrir tíu til tólf árum. „Við höfðum hins vegar ekki opið um jólin fyrr en fyrir þremur árum. Árið 2013 fylltist hótelið hjá okkur um jólin. Það var líka fullt í fyrra og það verður fullt í ár.“ Friðrik segir nýtinguna orðna góða nær alla vetrarmánuðina. „Við erum með 80-90% nýt- ingu frá október og fram í mars. Nýtingin hefur verið mjög góð allt árið, nema í apríl og maí, þegar bókunarhlutfallið er lægra. Við erum að vinna í því að bæta við þá mánuði. Það er nokkur áskorun því þeir mánuðir eru gjarnan þungir. En veturinn hefur verið okkur afar drjúgur. Vetrar- ferðamennska snýst fyrst og fremst um afþreyingu. Sam- starfsaðilar okkar hér á svæðinu eru opnir fyrir öllu, alla daga. Það skiptir öllu máli. Það koma allir með þá von að þeir muni sjá norðurljósin. Það er okkar langsterkasti sölupunktur. Eftir að við opnuðum stjörnu- skoðunarhúsið höfum við fengið töluvert af fólki sem bókar þann- ig heimsóknir … Gestir okkar geta sótt í alla sömu afþreyingu á veturna eins og er í boði á sumrin, því það er allt opið hér í kring. Það er ástæðan fyrir því að við höfum náð þessum árangri í nýtingu að fólk hefur getað sótt í alla mögulega afþreyingu,“ seg- ir Friðrik Pálsson. Uppselt um jólahátíðina hjá Hótel Rangá HÓTELSTJÓRINN SEGIR AFÞREYINGU LYKIL AÐ GÓÐRI AÐSÓKN YFIR VETURINN BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil aðsókn er í ýmsa afþreyingu fyrir ferðamenn um jólin og áramót- in og munu aðsóknarmet víða falla. Aðsóknin í ísgöngin í Langjökli hefur verið langt umfram væntingar og er nú áætlað að 23-24 þúsund gestir skoði göngin á þessu ári. Göngin voru opnuð 1. júní í sumar og var þá reiknað með 15 þúsund gest- um í ár. Stefnir gestafjöldinn á þessu ári í að verða jafn mikill og áætlað var að hann yrði á öllu næsta ári. Félagið Into the Glacier ehf. stendur fyrir ferðum í göngin. Sigurður Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir það hafa verið ætlun félagsins að bjóða upp á ferðir fjóra daga vikunnar yfir veturinn, frá og með 1. október til 1. apríl. Vegna mikillar eftirspurnar hafi verið ákveðið að fara alla daga vikunnar í október. Það hafi gefið svo góða raun að ákveðið var að hafa opið alla daga, árið um kring, þegar veður leyfir. „Við verðum reyndar með lokað yfir rauðu dagana, 23.-26. desember og svo á gamlársdag og nýársdag. Þess utan erum við með hefðbundn- ar ferðir. Það er mjög þétt bókað. Margir dagar í kringum jólin eru uppseldir. Við höfum bætt við auka- trukkum á stærstu dögunum til að anna eftirspurn 27. og 28. desember. Við fáum 130 gesti hvorn þessara daga. Það ræðst síðan af því hvað vetur konungur gerir hvernig færðin verður. Við þurftum að fella niður ferðir á mánudaginn var vegna erf- iðrar færðar. Öryggi farþega er auð- vitað í fyrirrúmi,“ segir Sigurður. Um 30 manns starfa nú hjá félag- inu og eru þar af um 20 leiðsögu- menn og bílstjórar. Vegna mikilla anna fækkar starfsfólkinu ekki yfir veturinn eins og útlit var fyrir. Gera vel við sig um jólin Geysir Shops er með verslun og veitingasölu á Geysi í Haukadal. Skal tekið fram að rekstur veit- ingahússins Geysis Glímu og Hótels Geysis er í öðrum höndum. Lovísa V. Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Geysir Shops, selur mikið af vörum um jólin og áramótin. „Jóladagur, annar í jólum, gaml- ársdagur og nýársdagur eru meðal mestu söludaga ársins hjá okkur. Ég hugsa að það hafi sitt að segja um þessa aðsókn að það er mikið lokað á höfuðborgarsvæðinu en við höfum allt opið, alla daga ársins. Svona hef- ur þetta verið síðustu þrjú ár. Ætli 95% gestanna séu ekki útlendingar.“ Lovísa segir fólkið gera vel við sig. „Það er komið í frí. Það er á Ís- landi og er tilbúið að gera vel við sig í mat og drykk og líka í vörum. Þannig að salan þessa daga er rosalega góð.“ Vaxandi vinsældir lúxusferða Fyrirtækið Gray Line Iceland býður upp á fjölbreytt úrval dags- ferða fyrir ferðamenn yfir hátíðarn- ar. Gullni hringurinn er vinsælasta ferðin hjá erlendum ferðamönnum sem dvelja á landinu yfir hátíðarnar ásamt leitinni að norðurljósunum. Guðrún Þórisdóttir, sölustjóri hjá Gray Line Iceland, segir fyrirtækið fara með mörg hundruð manns í sér- stakar ferðir á gamlárskvöld. „Þetta eru tvær ferðir, brennuferð og flugeldaferð, en vinsælast er að fara í þær báðar og er þá farið í kakó- og kleinustopp á milli ferða á meðan Íslendingar horfa á skaupið. Fyrirframbókanir í þessar ferðir eru tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra,“ segir Guðrún. Hún segir fyrirtækið fara í hefð- bundnar ferðir um jól og áramót. Það er einungis dregið úr ferðum á aðfangadag, en ekki er farið í ferðir sem byrja eftir hádegi þann dag. Farnar eru þrjár norðurljósaferð- ir á kvöldin en slíkum ferðum hefur verið fjölgað vegna eftirspurnar. Jafnframt er boðið upp á lúxusferð í norðurljósaskoðun. Að sögn Guðrún- ar hefur aðsókn í slíkar ferðir tvö- faldast milli ára, en byrjað var að bjóða upp á þær seint á síðasta ári. „Fólk sækir mikið í norðurljósin. Þau eru oft ástæða fyrir komu ferða- mannsins til landsins,“ segir Guðrún. Þá er tugprósenta vöxtur milli ára í matarferðum á Gullfoss og Geysi með þremur viðkomustöðum þar sem boðið er upp á veitingar. Byrjað var að bjóða upp á þessar lúxusferðir seint á síðasta ári. Þær taka 10 tíma og eru dagsferð. Nú starfa um 200 manns hjá Gray Line Iceland og systurfélaginu Iceland Excursions. Það er fjölgun um 50 í ár, eða 33%. Aðsókn langt umfram væntingar  Áætlað er að allt að 24 þúsund gestir skoði ísgöngin í Langjökli í ár  Það er 60% umfram spár  Mikil fjölgun gesta í jólaferðir Gray Line Iceland  Yfir 30% fjölgun starfsmanna hjá félaginu í ár Ljósmynd/Into the glacier ehf./Birt með leyfi Á Langjökli Ísgöngin eru í yfir 1.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Vegna aðsóknar er bætt við ferðum um jólin. Metfjöldi farþega » Alls fóru 314.526 farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóv- ember og eru það 26,4% fleiri farþegar en í nóvember í fyrra. » Til samanburðar fór 317.181 farþegi um Keflavíkurflugvöll í júní 2011. » Á fyrstu 11 mánuðum ársins fóru 4,5 milljónir farþega um völlinn, eða 25,5% fleiri en sömu mánuði í fyrra. Morgunblaðið/RAX Á Hótel Rangá Svíturnar á hótelinu bera einkenni hverrar heimsálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.