Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 ✝ Fríða Sveins-dóttir fæddist á Eyrarbakka 25. jan- úar 1922. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík 19. nóv- ember 2015. Foreldrar Fríðu voru hjónin Hall- dóra Kristín Jóns- dóttir húsfreyja og handverkskona í Reykjavík, f. 27. ágúst 1892 á Auðshaugi, Barðastrandarsýslu, d. 25. febrúar 1971, og Sveinn Guðmundsson járnsmíðameistari og eldsmiður í Reykjavík, f. 14. nóvember 1885 á Efri- Brúnavöllum, Árnessýslu, d. 17. desember 1956. Systur Fríðu voru Auður, hús- freyja á Gljúfrasteini og handa- vinnukennari, f. 30. júlí 1918, d. 29. október 2012, gift Halldóri Laxness rithöfundi, og Ásdís, húsfreyja og gullsmiður, f. 18. mars 1920, d. 10. nóvember 1992, gift Sigurði Thoroddsen verk- fræðingi.Hálfsystkini Fríðu sam- feðra voru Hrefna Sveinsdóttir Pedersen og Baldur Sveinsson. Þau eru bæði látin. Hinn 12. júní 1953 giftist Fríða eftirlifandi eiginmanni sínum, Braga Þorsteinssyni verkfræð- Nordlöf, verkfræðinemi. 3) Sveinn, arkitekt, f. 22. janúar 1962, kvæntur dr. Unni Styrk- ársdóttur erfðafræðingi. Börn a) Ívar, verkfræðinemi, f. 12. nóv- ember 1987, maki Þórdís Krist- insdóttir, læknanemi, b) Kári, tölvunarfræðinemi, f. 5. ágúst 1994. Fríða fluttist ársgömul til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og systrum og ólst þar upp í húsi þeirra á Bárugötu 14. Fríða stundaði gagnfræðanám í Ingimarsskólanum samhliða námi í píanóleik í Tónlistarskól- anum í Reykjavík, þaðan sem hún lauk burtfararprófi árið 1941. Hún dvaldi í Kaupmanna- höfn árið 1947 og nam píanóleik hjá Haraldi Sigurðssyni prófess- or við Konunglega danska músíkkonservartoríið. Hún stundaði píanókennslu í allmörg ár. Fríða starfaði um árabil á röntgendeild Landspítalans, bæði sem læknaritari og geisla- fræðingur. Síðar vann hún við þessi störf á Berklavarnastöðinni og á öldrunarlækningadeild og krabbameinsdeild Landspít- alans. Fríða var ritari á skrif- stofu Arkitektafélags Íslands frá 1984 til 1988. Fríða og Bragi bjuggu lengstan hluta búskapar síns í Hjálmholti 12, þar sem þau ráku glæsilegt og gestkvæmt heimili. Útför Fríðu fer fram frá Nes- kirkju í dag , 4. desember 2015, og hefst athöfnin kl. 15. ingi í Reykjavík, f. 8. mars 1923 í Sauð- lauksdal, Barða- strandarsýslu. Hann er sonur hjónanna séra Þor- steins Kristjáns- sonar prests í Sauð- lauksdal, sem fórst í Þormóðsslysinu, og Guðrúnar Petreu Jónsdóttur, hús- freyju frá Keflavík. Börn Fríðu og Braga eru 1) Helga, arkitekt, f. 5. janúar1954, gift Jóhanni Sigurjónssyni líf- fræðingi, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. Börn a) Fríða Sigríður, verkfræðingur, f. 28. desember 1982, maki Ólafur Sindri Helgason, hagfræðingur, og eiga þau nýfæddan son, f. 30. nóvember 2015, b) Soffía Dóra, lögfræðingur, f. 24. október 1987, maki Rúnar Ingi Ein- arsson, leikstjóri, c) Sigurjón, stjórnmálafræðingur og söng- nemi, f. 29. janúar 1990. 2) Hall- dóra Kristín, arkitekt, f. 21. maí 1960, gift Árna B. Björnssyni verkfræðingi, framkvæmda- stjóra Verkfræðingafélags Ís- lands. Börn a) Bragi, leikari, f. 2. október 1986, b) Ingunn Sigríður Árnadóttir, lögfræðinemi, f. 16. nóvember 1990, maki Johanna Látin er í Reykjavík elskuleg tengdamóðir mín, Fríða Sveins- dóttir. Hugurinn reikar tæp fjörutíu ár aftur í tímann. Þá kom ég uppburðarlítill ung- lingurinn fyrst á heimili Fríðu og Braga í Hjálmholti 12 hér í bæn- um. Kynni höfðu tekist með mér og yngri dóttur þeirra, Dóru. Ég vissi að Bragi var mikils- virtur verkfræðingur sem treyst var til að hanna flóknustu burð- arvirki og að Fríða væri systir þeirra Ásdísar sem ég mundi eft- ir frá æskuslóðum í Laugarnesi og Auðar sem gift var Nóbels- skáldinu sem amma mín hafði sérstakt dálæti á. Fríða virti mig fyrir sér með sínu athugula augnaráði en ég fann fljótt að okkur myndi vel lynda. Sú varð og raunin. Heimili þeirra Braga var afar fallegt og nútímalegt enda höfðu þau kynnst menningarstraumum í öðrum löndum og margir af helstu listamönnum þjóðarinnar og aðrir andans menn og konur voru í fjöl- skyldu þeirra og vinahóp. Þau höfðu næmt auga og eyra fyrir öllu sem listrænt getur tal- ist og voru samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Margs er að minnast, svo sem ferðalaga og samverustunda. Eftirminnileg er ferð til Barce- lona fyrir rúmum tíu árum sem reyndist síðasta utanlandsferð þeirra. Eins og margir, heilluðust þau Fríða og Bragi af borginni. Nutu þess í ríkum mæli að ganga þar um með okkur og skoða fal- legar byggingar, mannlíf og borgarskipulag þar sem fortíð og nútíð er fléttað saman á nær óað- finnanlegan hátt. Það sem framar öðru ein- kenndi Fríðu var kraftur og dugnaður, einnig hlýja og um- hyggja hennar fyrir afkomendum sínum. Börn okkar Dóru, þau Bragi og Ingunn, nutu þess í rík- um mæli. Hún fylgdist með því sem barnabörnin tóku sér fyrir hendur af áhuga og mikilli vænt- umþykju. Þegar móðir mín lést langt um aldur fram leitaði ég til Fríðu og hún huggaði mig og reyndist mér eiginlega sem móðir eftir það. Fríða var uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur og þar lágu rætur hennar. Hún elskaði borgina sína og sagði okkur margar skemmti- legar sögur frá uppvexti sínum. Upplifði miklar breytingar á bæj- arbragnum, sumar góðar en aðr- ar síðri. Hún var nútímakona og framsýn. Setti skoðanir sínar fram tæpitungulaust en hlustaði grannt á skoðanir annarra ef henni fannst vit í þeim. Ríkt skopskynið fylgdi henni til hinsta dags. Bragi tengdafaðir minn sér nú á eftir lífsförunaut sínum. Þau voru á margan hátt ólík en deildu sömu sýn. Sameiginlegu ferðalagi okkar í gegnum lífið er lokið. Fríða hefur kvatt og haldið til nýrra heim- kynna. Eftir stöndum við eftirlif- endur með sorg í hjarta en glöð að hafa fengið að eiga hana að öll þessi ár. Árni B. Björnsson. Það var ljóst allt frá fyrstu kynnum mínum af Fríðu tengda- móður minni, að þar færi sann- kölluð ættmóðir og leiðtogi, engin venjuleg kona. Hún var fríð sýn- um, hafði svipmikið yfirbragð og ávallt sterka nærveru. Fríða naut menningarlegs uppeldis, þar sem að auki voru gerðar ríkar kröfur til hvers og eins. Í foreldrahúsum var hvatt til góðrar ástundunar og þess að afla sér frekari menntunar. Faðir Fríðu, Sveinn Guðmundsson, var orðlagt ljúfmenni, glæsilegur á velli og listagóður eldsmiður. Móðir Fríðu var Halldóra Jóns- dóttir, rómaður dugnaðarforkur að vestan, sem sagði sína mein- ingu umbúðalaust, listræn, hann- aði og saumaði, m.a. stór vegg- teppi sem sóttu fyrirmyndir í fyrri alda myndlist. Þó svo að Fríða hafi helgað sína starfsævi um langt skeið tónlist, þá bar heimili þeirra Braga að Hjálm- holti 12 sérstakt merki þess að þau unnu framsækinni hönnun og myndlist, en þar voru þau hjón af- ar samstillt í smekk sem og öðru. Til Kaupmannahafnar hélt Fríða til framhaldsnáms í píanó- leik árið 1947 og hafði þá sjálf um skeið safnað fyrir dvölinni að námi loknu í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Sýnir þetta vel stað- festu Fríðu og hve sjóndeildar- hringur hennar var frá unga aldri ekki takmarkaður við bernsku- slóðir í Reykjavík. Að anda að sér alþjóðlegum straumum var henni mikilvægur hluti þroskaferilsins sem endranær. Í Kaupmanna- höfn dvaldi hún í eitt ár áður en hún kom heim og vann við tónlist- ina, en lengst af starfaði Fríða við Landspítala Íslands, að frátöld- um árunum sem hún gaf sig í öllu að heimilishaldi á uppvaxtarárum barnanna þriggja. Það verður með sanni sagt að Fríða hafi fylgst með hverju fót- máli afkomenda sinna, setti sig inn í smæstu hluti er vörðuðu nám og störf allra. Hún hafði óvenjulegt innsæi í líðan og ráða- hag fjölskyldunnar og lét sér annt um hvern og einn. Hjálm- holt 12 var höfuðvígi okkar og þar hittumst við hversdags sem og á tyllidögum. Myndarskapur og rausn var einkennandi fyrir allt heimilishald þeirra Braga og Fríðu, sem skilað hefur sér til barna þeirra og afkomenda. Fríða var í eðli sínu töluverður pólitískur aktívisti, var virkur þátttakandi í samfélaginu og hafði skýra lífssýn. Alla ævi unni hún frjálsræði og samsamaði sig almennum sjónarmiðum, sem tengja mætti við róttækni og mannúð. Allt fram á það síðasta tók Fríða þátt í samfélagsumræð- unni, þar sem skýr neistinn var enn til staðar, enda síung í anda. Frá fyrsta degi þegar ég fór að venja komur mínar í Hjálmholtið, vorið 1973, hefi ég verið svo gæfusamur að ganga að traustu baklandi hjá Fríðu og Braga. Þar hefur aldrei borið skugga á. Það hefur verið mér gæfan góð fyrir utan hve skemmtilega tengda- móður ég eignaðist, gáfum gædda, lífsglaða og glettna. Börnum okkar Helgu var hún einstök amma og sterk fyrir- mynd. Við munum öll sakna Fríðu og minnast þessarar ynd- islegu ættmóður og hafa hana að okkar leiðarljósi. Mestur er þó missir míns kæra tengdaföður, sem sér á eftir traustum lífsföru- naut. Megi góðar vættir styðja hann og styrkja. Blessuð sé minning Fríðu Sveinsdóttur. Jóhann Sigurjónsson. Amma mín, Fríða, hefur kvatt þessa jarðvist og öðlast hvíld. Það er skrýtið að sjá fyrir sér lífið án ömmu, hún bjó yfir svo ein- stökum eiginleikum, gæddi um- hverfi sitt litum með húmor, lífs- gleði og krafti. Þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa um ömmu Fríðu birtast mér innilega hlýjar minningar. Það sem kemur strax upp í hug- ann er sterkur persónuleikinn sem birtist í hversdagslegum háttum ömmu. Hún átti svo ótrú- lega gott með að lifa í núinu, gefa af sér og njóta hverrar stundar með fólkinu sínu. Amma hugsaði út fyrir rammann, var víðsýn og frjálslynd og sá hlutina í sínu skýra og síkvika ljósi. Frumleg og nútímaleg í hugsun og gjörð- um, fór hún sínar eigin leiðir og bauð glöð vinum og vandamönn- um með. Amma Fríða var töffari og skörungur, músíkölsk, klár og ótrúlega skörp, allt þar til yfir lauk. Á tíræðisaldri var hún enn hrókur alls fagnaðar. Þegar stór- fjölskyldan kom saman skreytti hún samkvæmin með spontant glensi, hnyttnum frösum á hinum ýmsu tungumálum og smellnum revíuflutningi. Það er sárt að missa ömmu sína sem var manni svo góð og kær. En amma, sem ég naut svo lengi, var tilbúin að fara. Það er gott að gráta og tárin eru gleði- tár. Minningarnar eru ljóslifandi og ég fyllist þakklæti og stolti yf- ir að hafa átt ömmu Fríðu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Sigurjón Jóhannsson. Ég mun hafa orgað hástöfum þegar hún rétti Helgu móður- systur minni mig í fangið við komuna í Leifsstöð. Amma hafði flogið til Svíþjóðar til að hjálpa mömmu að ferðast með mig ný- fæddan til Íslands. Helga tók á móti okkur og amma vildi auðvit- að kynna hana fyrir nýjum frænda. Amma var hvatvís og frumleg og fór sínar eigin leiðir og eftir eigin höfði. Það gerði hana svo stórskemmtilega og fyndna. Ástrík og indæl var hún og hafði gaman af því að spjalla og segja sögur af hinum og þessum, því sem hún kynntist um ævina. Ofboðslega var nú skemmti- legt að fara í jólaboð og sunnu- dagssteik þar sem hún hélt uppi fjörinu ásamt börnum og barna- börnum, enda leiddi hún jóla- sönginn á píanóið á eftirminnileg- an hátt. „Ciao, presto ritorno,“ sagði hún stundum þegar hún kvaddi. Hún og afi ferðuðust mikið um heiminn og það var stundum ör- lítið eins og maður væri í útlönd- um þegar maður hljóp um Hjálm- holtið meðal myndverka, bóka og húsgagna frá alls konar stöðum og tímum. Ást mína á músík má eflaust rekja til elsku ömmu. Að vakna á laugardagsmorgnum þegar ég gisti hjá þeim, við klassíkina í út- varpinu, kveikti með mér anda- gift og sköpunargleði. Þá gleði mun ég alltaf geyma. Þá gleði er ég svo þakklátur fyrir. Amma var mjög næm og hjartahlý, hún fann alltaf hvernig mér leið án þess að ég þyrfti að segja henni það. Hún stóð alltaf með mér og var mér svo góð. Nú flýgur þú fagri fugl. Bragi Árnason. Elsku amma mín, Fríða, er lát- in eftir langa og góða ævi. Við amma vorum nánar og miklar vin- konur og því langar mig að minn- ast hennar í nokkrum orðum. Amma var mögnuð kona sem var gædd ótal góðum kostum og hæfileikum. Mér þótti alltaf jafn gott að vera nálægt ömmu og var hænd að henni alla tíð. Amma var nefnilega sú allra skemmtileg- asta og með húmor sem skein í gegn fram á síðasta dag, mikil stemningskona og gleðigjafi sem naut þess að vera með fólkinu sínu í góðum gír. Amma var líka nútímaleg og framsækin, hún var sannarlega engin „amma gamla“, heldur amma síunga, sniðuga og smekklega, amma töffari sem hafði áhuga og vit á þjóðfélags- málum, keyrði bíl fram á gamals aldur og var mikill jafnréttis- sinni. Hún var fylgin sér í því sem hún tók sér fyrir hendur, var ekk- ert að tvínóna við hlutina og var mikil framkvæmdakona. Amma var líka hlý og góð. Hún gaf mikið af sér og var áhugasamur þátt- takandi í lífi manns og sýndi öll- um viðfangsefnum áhuga, hvort sem það voru próf í skólanum, eða hverjir dönsuðu saman á Hagaskólaböllunum. Undir það síðasta spurði hún oft hvort við Rúnar hefðum það ekki gott í gula húsinu á Kárastígnum. Amma og afi gáfu sér líka ómældan tíma með barnabörnun- um og ég naut mikillar samveru með þeim. Sundferðir á laugar- dögum, stúdentsprófslestur í Hjálmholtinu og amma kenndi mér að drekka kaffi, morgunleik- fimi með ömmu yfir útvarpinu í eldhúsinu, að ógleymdu aðfanga- dagskvöldi í Hjálmholtinu. Svo áttum við óteljandi huggulegar stundir seinna meir á Grund. Amma var píanóleikari og spil- aði oft á píanóið í Hjálmholtinu. Þegar ég valdi mér hljóðfæri að læra á í Tónmenntaskólanum varð píanó fyrir valinu, og engin tilviljun þar. Mér fannst gott að æfa mig á píanóið hjá ömmu og afa og fá góð ráð frá ömmu sem leiðbeindi af festu og hlýju, enda með sterkar skoðanir, ráðagóð og einstaklega músíkölsk. Mér er það minnisstætt þegar ég var í tíu daga pössun hjá ömmu og afa í kringum sex eða sjö ára aldurinn. Mér þótti það heldur dramatísk stund þegar ég kvaddi foreldra mína, en var heldur betur fljót að ná mér á strik þegar dvölin hófst, það var einfaldlega svo gott að vera hjá ömmu og afa, bardúsa hjá þeim í Hjálmholtinu, þá sem og alla tíð. Ég hef verið lánsöm að njóta nærveru ömmu fram á fullorðins- ár og mun búa að því alla ævi. Ég minnist ömmu Fríðu og allra stundanna með henni með miklu þakklæti. Hún var og verður mér alltaf sterk og góð fyrirmynd. Amma var nefnilega algjörlega einstök. Hvíl í friði elsku amma mín og blessuð sé minning þín. Soffía Dóra Jóhannsdóttir. Fríða Sveinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Fríðu Sveinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Látraströnd 15, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks 13E á Landspítalanum fyrir góða umönnun. . Brynjólfur Halldórsson, Sigurður Brynjólfsson, Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Gylfi Kjartansson, Björk Brynjólfsdóttir, Morten Toft, barnabörn og langömmubarn. Elskuleg dóttir mín og systir, ÍRIS MAGNÚSDÓTTIR sendiráðsfulltrúi, lést föstudaginn 6. nóvember á heimili sínu í París. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu. . Guðlaug Runólfsdóttir, Loftur Óli Magnússon. Vegna ótryggrar veðurspár verður útför ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR, Hlíðarvegi 51, Ólafsfirði, frestað til mánudagsins 7. desember klukkan 11. . Sæunn Axelsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. SKÚLI GUÐJÓNSSON, Dælengi 1, Selfossi, lést mánudaginn 30. nóvember. . Magnús Skúlason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Kolbrún Skúladóttir, Sigurbergur Brynjólfsson, Aðalbjörg Skúladóttir, Bárður Árnason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG ELÍASDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 28. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. . Elsa Ingjaldsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sverrir Már Ingjaldsson, Emerly Suson Ingjaldsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.