Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Varað við stormi og ofsaveðri
2. Skólabróðir gaf Gyðu nýra
3. Reykjavíkurmyndin sem …
4. Dró ökumann úr logandi bíl
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Einn þekktasti og vinsælasti
spunaleikari Bandaríkjanna, Athony
Atamanuik, sýnir með spuna-
leikhópnum Improv Ísland í Þjóðleik-
húskjallaranum mánudagskvöldið 7.
desember kl. 20. Atamanuik hóf að
leika langspuna fyrir 20 árum og hef-
ur m.a. komið fram í sjónvarpsþátt-
unum Late Night with Conan O’Brian,
The Reggie Watt’s Live at Central
Park Comedy Central Special, Broad
City og 30 Rock. Hann hefur einnig
skrifað og framleitt gamanþætti,
kemur reglulega fram og kennir í UCB
spunaleikhúsinu í New York og er
meðlimur í frægasta spunaliði leik-
hússins, AASSSSCAT 3000 með leik-
konunum Tinu Fey og Amy Phoeler.
Atamanuik mun bæði kenna Im-
prov Ísland og sýna með hópnum og
segir í tilkynningu að yfirleitt komist
færri að en vilji á sýningar Atam-
anuik, slíkar séu vinsældirnar. Í Im-
prov Ísland eru 24 spunaleikarar,
leiddir af leikkonunni Dóru Jóhanns-
dóttur.
Atamanuik sýnir
með Improv Ísland
Boðið er upp á hátíðardagskrá á
Kex hosteli í desember í aðdraganda
jóla og í hádeginu í dag verða haldn-
ir djasstónleikar með Karli orgeltríói
kl. 12.15. Annað
kvöld kl. 21 mun
Högni Egilsson
koma fram í
salnum Gym &
Tonic og á
sunnudaginn
verður boðið
upp á krakka-
jóga kl. 13.
Djass, Högni og
krakkajóga á Kex
Á laugardag Norðan 18-25 m/s og snjókoma, en stöku él og skaf-
renningur sunnanlands. Úrkomulítið á Austfjörðum framan af degi,
en hvessir einnig þar síðdegis með snjókomu eða slyddu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 23-30 m/s með suðurströndinni síð-
degis og snjókoma eða slydda. Norðaustan 15-23 í öðrum lands-
hlutum síðdegis og undir kvöld og snjókoma eða skafrenningur.
VEÐUR
„Ég geri mér góðar vonir
um að geta leikið hand-
knattleik á ný þegar kem-
ur fram í janúar. Þá verð-
ur um hálfur sjöundi
mánuður liðinn frá að-
gerðinni,“ segir Birna
Berg Haraldsdóttir, lands-
liðskona í handknattleik,
en henni hefur gengið
mjög vel í endurhæfingu
eftir að hafa slitið kross-
band í hné í landsleik í
sumar. »4
Birna ætlar að
vera klár í janúar
„Hún drífur liðsfélaga sína með sér
og það er gott að hafa svona reynslu-
mikinn leikmann sem hefur spilað er-
lendis í atvinnumennsku. Sigrún er
gríðarlega góð viðbót við lið okkar.
Hún hefur komið vel inn í
leik liðsins,“ segir
þjálfari kvennaliðs
Grindavíkur í körfu-
knattleik um Sigrúnu
Sjöfn Ámundadótt-
ur sem er leik-
maður umferð-
arinnar hjá
Morgun-
blaðinu. »4
Gríðarlega góð viðbót
við lið Grindavíkur
„Bæði lið voru illa fyrirkölluð í sókn-
arleik sínum í gær en sérlega vel gír-
uð fyrir tapaða bolta. Svona blanda
veit aldrei á gott – á stundum var
þetta eins og að fylgjast með Trabant
á sumardekkjum keyra í gegnum
Þingholtin í færð gærdagsins!“ segir
Kristinn Friðriksson m.a. í umfjöllun
sinni um körfuboltaleik Hauka og
Grindavíkur. »2-3
Eins og Trabant á
sumardekkjum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Reykjavík, með öllum þessum
snjóalögum, er frábær fyrir hjól-
reiðafólk,“ segir Sesselja Trausta-
dóttir, en hún er ein af þeim sem
láta ekki fannfergið stoppa sig;
skottast út að morgni og hjólar af
stað til vinnu. Sesselja hjólar um
7-8 kílómetra, frá Laugarnesvegi í
Reykjavík að Hlíðasmára í Kópa-
vogi.
Fara þarf meira en 30 ár aftur í
tímann til þess að finna dæmi um
viðlíka snjódýpt og nú er í borg-
inni. Á miðvikudag var til dæmis 42
sentimetra jafnfallinn sjór í
Reykjavík og hefur desembersnjór
aldrei mælst svo mikill. Þrátt fyrir
snjóinn hjóla margir í og úr vinnu
og sjá má ljóstíru frá reiðhjólum á
fullri ferð á þar til gerðum hjóla-
stígum þegar aðrir sitja fastir í
umferðarteppu.
„Í borginni er allt fullt af æðis-
legum stígum og kyrrðin, upplif-
unin, útiveran og að vera í þessum
aðstæðum; mér fallast hreinlega
hendur,“ segir Sesselja.
Forréttindi að hjóla
Sesselja notast við rafmagns-
reiðhjól sem hún keypti fyrr á
þessu ári, útbúið nagladekkjum.
„Að vera á rafmagnsreiðhjóli í
svona köldu veðri er dásamlegt því
þá er lítið um djúpöndun. Það er
auðveldara að hjóla á slíku hjóli og
þegar óhreinindin eru sem mest frá
bílunum á götunum er maður lítið
að anda þeim að sér. Að ferðast
þannig um er forréttindi. Raf-
magnshjól minnkar borgina og það
þarf ekkert að vera í brjáluðu
formi til að geta hjólað á þannig
hjóli. Þetta er bara fyrir okkur
venjulega fólkið.“
Sesselja á nokkur önnur hjól og
segist nota þau sem eru á sumar-
dekkjunum þegar þannig viðrar en
ekki er víst að það verði á næst-
unni, þar sem áfram er gert ráð
fyrir alhvítri jörð.
Bíllinn gafst upp
„Reykjavík er eins og jójó. Það
koma dásamlegir dagar inni á milli
þar sem er hvorki snjór né hálka.
Þá er gott að geta farið á sumar-
dekkin. Maður þekkir það bara frá
bílunum. En með rafmagns-
reiðhjólinu breyttist lífið og allt
varð mjög þægilegt.“
Bíll Sesselju gaf upp öndina fyr-
ir þremur vikum. „Og mér er bara
alveg sama,“ segir hún og hlær.
„Ég hef reyndar tekið mér bíla-
leigubíl einu sinni en annars notast
ég við hjólið.“
Breytt líf með rafmagnshjóli
Sesselja lætur
ekki snjóinn
stoppa sig
Morgunblaðið/Eggert
Á fleygiferð Sesselja hjólar heim úr vinnu, en hún vinnur hjá Hjólafærni sem býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir
fyrirtæki sem vilja efla hjólreiðar. Hún hjólar 7-8 kílómetra í og úr vinnu á hverjum degi, alveg sama hvernig viðrar.
Sesselja segir að það sé áberandi best að hjóla um í Reykjavík í
þessu fannfergi. „Ég vinn í Kópavogi og það er mikill munur að hjóla
þar og í Reykjavík. Svæðið sem er í kringum Smáralind er lélegt. Þar
mætti laga margt í því sem kallað er virkar samgöngur.
Þetta er mjög stórt svæði sem er illa hlúð að nema fyrir einkabíl-
inn. Þar eru mikil sóknarfæri.
Í (gær)morgun þegar ég fór um Kringlumýrar- og Miklubrautina
var varla snjókorn á stígunum og búið að hreinsa hann allan í burtu.
Þetta er búið að vera betra í ár en nokkru sinni fyrr og hjólreiðafólk
er sammála um að borgin hafi gert vel við það. Nú er til dæmis bet-
ur hreinsað frá gatnamótum og eiga verktakar borgarinnar mikið
hrós skilið.“
Gott að hjóla um í Reykjavík
VÍÐA POTTUR BROTINN ÞEGAR KEMUR AÐ HJÓLREIÐASTÍGUM