Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Garðskálinn, nýtt kaffihús í Gerð- arsafni í Kópavogi, hefur hafið göngu sína. Reksturinn er í hönd- um hjónanna Írisar Ágústsdóttur og Ægis Friðrikssonar. Ægir hefur unnið víða á sínum ferli, meða ann- ars verið matreiðslumaður á Grill- inu, unnið á veitingastaðnum Me í Barcelona, yfirmatreiðslumaður á Hotel Natura Reykjavík og Satt, og núna síðast á Flórunni í Grasagarði Reykjavíkur hjá Marentzu Poulsen veitingakonu og smurbrauðs- jómfrú. Íris er hönnuður og hefur haft yf- irumsjón með breytingum sem gerðar hafa verið á hönnun rým- isins sem hýsti áður kaffiteríu Gerðarsafns. Garðskálinn verður opinn á sama tíma og Gerðarsafn, þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 11-17.00. „Á boðstólum verða úrval góm- sætra rétta og áhersla er lögð á að allt er gert frá grunni á staðnum,“ segir í frétt frá Kópavogsbæ. Nánari upplýsingar má finna á gardskalinn.is. Garðskálinn tekur til starfa í Gerðarsafni Veitingamenn Hjónin Íris Ágústsdóttir og Ægir Friðriksson í hinum nýja veitingastað sínum Garðskálanum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhags- áætlun fyrir næsta ár. Að auki var sam- þykkt áætlun til þriggja ára. Sjö millj- arðar eru áætlaðir í heildartekjur fyrir bæinn á næsta ári. Áætlað er að gjaldskrár bæjarins hækki í samræmi við almennt verð- lag. Þó er ekki í kortunum að leik- skólagjöld hækki og gjaldskrár mötuneyta og frístundaþjónustu nemenda munu ekki hækka fyrr en næsta haust. Hvorki er gert ráð fyr- ir hækkun né lækkun á útsvars- prósentum og álagningarhlut- föllum fasteignagjalda. Skuldaviðmið bæjarins, í hlutfalli við tekjur, er áætlað 115% í lok næsta árs að því er segir í tilkynn- ingu á vef bæjarins. Gjaldskrár hækk- aðar í Mosfellsbæ Mosfellsbær Áætlun samþykkt í gær. Kvenfélagið Hringurinn hefur fært Landspítalanum að gjöf skurðborð fyrir aðgerðir á börnum með fylgi- hlutum fyrir skurðstofur í Fossvogi og Kvennasvið LSH fær sérhæft tæki til barkaþræðingar. Á skurðstofum E-5 í Fossvogi eru árlega gerðar nærri 700 aðgerðir á börnum. Þar hafa aldrei verið til sérhæfð skurðborð til slíks. Styrkur Hringsins hljóðar upp á rúmar tvær milljónir króna, segir í frétt frá fé- laginu. Þá var veittur styrkur til Kvennasviðs til kaupa á barka- spegli að upphæð 1,3 milljónir króna. Hann mun nýtast í bráðaað- gerðum þegar nauðsynlegt er að svæfa konur við keisaraskurð og í bráðatilfellum þegar ófrískar kon- ur fara í hjartastopp utan skurð- stofu. Þessar nýju styrkveitingar Hringsins til Landspítala hljóða því samtals upp á 3,3 milljónir króna. Hringurinn gefur skurðborð fyrir að- gerðir á börnum Morgunblaðið/Ómar Hringurinn Landspítalinn fær gjafir. LEIÐRÉTT Orðum ofaukið Í viðtali við Trausta Jónsson veður- fræðing í blaðinu í gær er haft eftir honum eftirfarandi: „Mér líst illa á þessar hnattrænu umhverfisbreyt- ingar en líst enn verr heldur vel á aðgerðir stjórnmálamanna gegn þeim. Orðunum „heldur vel“ er ofaukið og biðst blaðamaður afsök- unar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.