Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 25
okkur í hinum ýmsu kirkjum. Stundum heyrist andúð á konum og samkynhneigðum sem ISIS telja vera beint frá djöflinum sjálfum. Þegar ég var í kafi í kristninni varð ég var við öfga sem ég gat ekki fellt mig við. Ég man þegar Þor- steinn Gunnarsson á Rás 2 kallaði mig upp í Kringlu og ég átti að vera í beinni útsendingu í umræðu um samkynhneigð. Andstæðingur minn var Margrét Pála, sem var fræg fyrir Hjallastefnuna í leik- skólum. Ég man að ég talaði bara af sannfæringu. Fréttamaður spurði um hjálpartæki ástarlífsins, hvað ég teldi um það. Ég svaraði að hjón vissu alveg hvað þau ættu að gera þegar væri upp í rúm kom- ið. En það hefur ekki komið fram í umræðunum núna að ISIS eru að berjast við vestræn gildi og við stöndum ráðþrota þegar þau ráðast til hryðjuverka, eins og í París. Það virðist augljóst að þessir öfgamenn bera enga virðingu fyrir lífi fólks í vestrænum löndum eða hjá þeim sjálfum… Og þeim finnst auðvelt að skera lauslátar konur á háls. Ég held að þetta fólk sé orðið sjúkt og heft í fjötra. Það þarf auð- vitað að hefja viðræður við þetta sjaría-lögmálsfólk en það getur ver- ið erfitt. Sú stefna sem heyrðist í dag að það ætti að kála þeim öllum held ég að sé röng og fjarstæð. En það má reyna að koma á sátt. Ef þetta heldur vaxandi áfram segir biblían að Jesú komi aftur og þá hverfur allt hatur hjá mannkyn- inu í eitt þúsund ár. » Þeir líta á vestræna lifnaðarhætti sem djöfullega og því þurfi að eyða vestrænum gildum. Höfundur er húsgagnasmíðameistari. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 25.11.15 - 01.12.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson Þýska húsið Arnaldur Indriðason Sogið Yrsa Sigurdardottir Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson Mamma klikk ! Gunnar Helgason Ammaóþekka og tröllin í fjöllunum J.K. Kolsöe Dagbók Kidda klaufa 7 Jeff Kinney Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson Enn og aftur kemur það fram að í fjárlögum fyrir næsta ár vanti Landspítala, sam- kvæmt fréttum eitt þúsund og fjögur hundruð milljónir svo hægt sé að halda rekstri spítalans í nokkuð góðu lagi. Mín skoðun er sú að þeir sem sitja á Alþingi og þeir sem semja fjárlögin skilji bara alls ekki hvað heilbrigðisþjónusta er. Ég held að það væri rétt að við spör- uðum á öðrum sviðum, svo sem öllum þeim styrkjum og allavega launum sem eru greidd, að mínu viti eru hálf- gert rugl einnig skil ég ekki af hverju verið er að hækka laun hátekju- manna um 9,3%. Það mætti nota þessi 9,3% í heilbrigðisþjónustuna. Ef ráðherrar, þingmenn og þeir sem eiga að fá þessa hækkun hafa ein- hverja sómatilfinningu, þá eiga þeir að afþakka þessa launahækkun. Mér finnst við eiga að líta okkur nær áður en við förum að spreða peningum. Það er alltaf verið að tala um fátækt hér og húsnæðisskort, en þegar það á að fara að hjálpa einhverjum öðr- um en okkur Íslendingum sjálfum þá virðist nóg af peningum til. Eldri borgarar og öryrkjar hafa enga hækkun fengið, en það er hægt að eyða tvö þúsund milljónum í annað þó svo að t.d. þeir sem eru svo óheppnir að verða eldri borgarar eða verða svo veikir að þeir séu dæmdir öryrkjar fá ekki neitt, samt hefur þetta fólk greitt alla sína skatta og skyldur til samfélagsins og þurfa samt að líða fyrir það. Ekki dettur mér í hug að dæma einhverja pólitíska flokka, en eitt er víst að við Íslend- ingar erum fljótir að gleyma hvernig síðasta ríkisstjórn fór með okk- ur aumingjana. Við get- um hætt að tala alltaf um eitthvert hrun. Það hafa verið mörg hrun á okkar góða Íslandi, en síðasta hrun varð svo til um allan heim ekki bara á Íslandi. Ég held að það sé að verða tímabært íslenska þjóðin fara alvar- lega að skoða sjálfa sig áður en hún kastar steininum. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson kom fram í útvarpi og benti okkur á staðreyndir, en viti menn, þá kemur viðtal við einhvern prófessor sem virðist alls ekki hafa skilið hvað forsetinn var að tala um og heldur því fram að viðtal við for- seta komi á sundrung innan þjóð- arinnar eins og ég skildi orð hans. Meira segja ég, kálfurinn sjálfur, skildi forsetann og var ákaflega stoltur að hafa ÓRG sem forseta. Ég viðurkenni það alveg að ég var ekki hrifinn af ÓRG en hann hefur vaxið og ég vona að hann verði áfram for- seti vor. Ég veit að okkar litla þjóð skilur ekki og veit ekki hvað ÓRG hefur gert fyrir okkur úti í hinum stóra heimi. Það er alveg sama hvað menntaðir menn eru þá virðist allar skoðanir okkar ágætis mennta- manna fara bara eftir því hvar þeir eru í pólitík. Enginn hagfræðingur hefur sömu skoðun í peningamálum okkar samt hafa þeir allir lært sömu hagfræðina. Ég hef þá trú að við séum alltof lítil þjóð fyrir alla þessa menntamenn. Svo er þetta með RUV maður gæti haldið að fréttastofan væri skipuð fólki frá Vinstri græn- um, sama er með 365, þar gæti verið fólk eingöngu frá Samfylkingunni. Við getum með sanni sagt að svona sé Ísland í dag. Ég vil ekki trúa því fyrr en á reynir að við Íslendingar viljum vinstri stjórn með Pírata, sem er stefnulaus flokkur, Samfylk- inguna með Árna Pál og litlu sætu stelpunni í Vinstri grænum. Guð forði okkur frá því, þá er nú snöggt- um skárra að hafa Framsókn og Íhaldið áfram. Í lokin þá var kosið hér fyrir nokkrum árum um þjóð- kirkju Íslendinga og lauk þeirri kosningu með yfirgnæfandi meiri- hluta að við skyldum vera kristin þjóð. Við skulum vera það áfram. Við þurfum ekki neinar moskur eða hvað þetta heitir allt saman. Íslendingar eru fljótir að gleyma Eftir Friðrik I. Óskarsson »Mér finnst við eiga að líta okkur nær áð- ur en við förum að spreða peningum. Friðrik Ingi Óskarsson Höfundur er eldri borgari og fv. framkvæmdastjóri. Æði leiðist mér nú þessi lenska að þegar apað er eftir frændum okk- ar vestanhafs, sbr. „Black Friday“ þá er það tekið upp beint án þess að það sé þýtt eða staðfært. Legg ég því til að atburður þessi verði kallaður „föstudags- útsalan“ eða jafnvel „Svörtudag- ur“, ef sá gállinn er á versl- unarfólki. Bjartmar. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is „Black Friday“ Yfir gresjur, heiðar, höf, haldin dauðaótta, milljónir að nyrstu nöf nú eru á flótta. Sameiningartáknið elur á sundrung. Þetta er umsögn fjölmiðla- fólks eftir að Bessa- staðabóndi tjáði sig á dögunum um hryðju- verkin í París, flóttamannamálið og fleira þessu tengt. „Barnaleg ein- feldni“ nefndi forsetinn. Er þá alfar- ið neikvætt að vera barnalegur? Er einfeldni einungis tengd ungum aldri? Á ekki við í þessu tilviki for- setans sú forna speki, að tvisvar verður gamall maður barn? Þjóð- rembulegt dálæti hans á útrásarvík- ingum og orðuveitingar á þeirra rað- ir, eru ekki gleymdar. Eða þegar hann í síðustu forseta- kosningum fleytti sér til Bessastaða á Evr- ópusambandsandúð þjóðarinnar. Forsetinn ólst upp í Framsókn- arflokknum og nú er hann kominn heim aft- ur. Málflutningur og ár- angur Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum er sá áttaviti sem hann siglir eftir. Útlendingaótta og trúarbragðafor- dóma þjóðarinnar skal virkja og Bessastaðir innan seilingar, einu sinni, einu sinni enn. Því skal, samkvæmt viðtali í síð- asta helgarblaði DV, endurtaka þorrafarsann frá því fyrir fjórum ár- um. Guðni verður kallaður heim frá Kanarí, undirskriftasöfnun hafin, þriðjungur þjóðarinnar til í tuskið. „Þjóðin ræður“ og Ólafur gegnir kallinu. Það er því ekki seinna vænna að við, sem teljum Ólaf Ragn- ar fjarri því að vera ómissandi ábú- anda á Bessastöðum, sameinumst um vænlegan frambjóðenda í vor. Mér kemur Stefán Jón Hafstein fyrst í hug. Ólafur Ragnar í framboðshug Eftir Indriða Að- alsteinsson » Þjóðrembulegt dá- læti Ólafs Ragnars á útrásarvíkingum og orðuveitingar á þeirra raðir eru ekki gleymdar. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.