Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Sérfræðingar eru flestir sammála
um að leitin að auðveldari greiningu
krabbameins sé komin á nýtt stig og
fram undan sé alger bylting í barátt-
unni við krabbameinsvána,“ segir Jó-
hannes Valgeir Reynisson, talsmaður
Bláa naglans, félags sem berst fyrir
vitundarvakningu fólks með krabba-
mein á Íslandi.
Félagið hefur nú ýtt nýju söfnunar-
átaki úr vör og rennur allur ágóði
óskertur til tækjakaupa á Landspít-
alanum.
„Í nánustu framtíð mun krabba-
meinsleit fara fram með þeim hætti
að tekið er blóðsýni og það rannsakað
í stað umfangsmikillar myndatöku á
líkama,“ segir Jóhannes, en til að
þetta verði að raunveruleika þurfi við-
eigandi tækjakost á Landspítalann
sem kosti rúmar 75 milljónir króna.
„Þetta er eins og við séum með tón-
listarfólk sem kunni að lesa nótur en
hafi ekki hljóðfærin til að spila á,“
bætir Jóhannes við. Hér sé að finna
færa lækna sem séu tilbúnir að þróa
þessa tækni, fái þeir tækin til að gera
það. „Þetta eru líka tiltölulega ódýr
tæki og hlaupa ekki á hundruðum
milljóna eins og oft er.“ Send hafa
verið bréf til 5.000 stærstu fyrirtækja
landsins og þau beðin um að leggja
verkefninu lið. „Margt smátt gerir
eitt stórt í þessu mikilvæga máli,“
segir hann og er vongóður um útkom-
una.
Skilvirkari skimun og lyfjagjöf
„Við viljum byggja upp aðstöðu til
að greina krabbamein með rannsókn-
um á kjarnsýrum í líkamsvökvum,
þ.e. blóði og þvagi,“ segir Jón Jóhann-
es Jónsson, yfirlæknir á erfða- og
sameindalæknisfræðideild Landspít-
alans, um þetta samvinnuverkefni
spítalans og Bláa naglans.
„Kjarnsýrurnar, DNA og RNA,
endurspegla frumuna sem þær eru
upprunnar úr og áunnar breytingar í
erfðaefni krabbameinsfrumna eru
ekki þær sömu og í öðrum frumum
líkamans,“ segir hann, en með nýju
tækjunum væri mögulega hægt að
skima fyrir krabbameini áður en það
fer að valda einkennum.
Væntingar standa til að með þess-
um nákvæmu mælingum yrði lækn-
um einnig betur fært að velja viðeig-
andi krabbameinslyf eftir því hvaða
breytingar væru að eiga sér stað í
erfðaefni viðkomandi sjúklings.
„Hægt væri að mæla eiginleikana í
æxlinu og ákveða lyfið út frá því.“
Betri árangur gæti fengist af þeirri
aðferð en þeirri sem nú er notuð, þar
sem lítið sýni er tekið úr æxlinu sem
gefur ekki endilega til kynna allar
breytingarnar í því. „Sérstaklega ef
um er að ræða einstakling með mein-
vörp – þar sem æxli hefur dreift sér á
milli líffæra.“
„Framfarir í mælitækni og tækja-
kosti, ásamt vaxandi þekkingu á eðli
krabbameina, hafa gert þessa nýju
nálgun mögulega.“ segir Jón. Hefur
tæknin þegar rutt sér til rúms erlend-
is og er notkun þess að hefjast þar í
heilbrigðisþjónustu. Stefnt er að því
að hún verði einnig innleidd hér á
landi sem fyrst.
Ný tækni stöðvi
krabbamein í fæðingu
Söfnunarátak Bláa naglans til tækjakaupa á Landspítala
Ljósmynd/Jóhannes Valgeir Reynisson
Naglar Söfnunarátak er hafið fyrir tækjum á Landspítalann á vegum Bláa
naglans, sem berst fyrir vitundarvakningu kvenna og karla með krabbamein.
Söfnum til góðs
» Blái naglinn og Landspítal-
inn standa að samstarfsverk-
efni til söfnunar fjár til tækja-
kaupa svo að hægt sé að
greina krabbamein fyrr.
» Framfarir í mælitækni og
tækjakosti og vaxandi þekking
á krabbameini gefa væntingar
um auðveldari greiningu.
» Rnr. söfnunar er 537-26-
350350 og kt. 450700-3390.
Fyrsta sending af
2016 komin í hús
Kletthálsi 15 | S: 577-1717 | stormur.is | stormur@stormur.is
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Flott
ir í fötum
Við seljum frægu
buxurnar
Ný sending – frábært úrval
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Nokkrir staðir við Vatnaleiðina á
Snæfellsnesi gætu hentað vel fyrir
vindmyllur, samkvæmt meistara-
ritgerð eftir Bandaríkjamanninn
Michael Stephen Doheny, sem stund-
að hefur meistaranám við Íslenska
orkuskólann í Háskólanum í Reykja-
vík. Doheny flytur fyrirlestur um
verkefni sitt í HR næstkomandi
mánudag, en það var unnið í sam-
starfi við Landsvirkjun.
Útreikningar Doheny benda til að
hentugasti staðurinn sé skammt
norðan við Vegamót, merkt nr. 2 á
meðfylgjandi korti, en alls skoðaði
hann fjóra staði á Snæfellsnesi sem
þóttu hvað hagkvæmastir. Áætlar
hann að vindmyllur sömu gerðar og
hafa verið reistar hjá Landsvirkjun
ofan Búrfells í Þjórsárdal myndu
framleiða 3.669 MWstundir á ári,
sem er töluvert meira en vindmyll-
urnar ofan Búrfells hafa framleitt.
Leiðbeinendur í verkefninu voru
Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri
vindorku hjá Landsvirkjun, og Páll
Jensson, prófessor við HR. Prófdóm-
ari er Stefán Kári Sveinbjörnsson.
Skoðaði ekki bara vindhraðann
Markmið verkefnisins var að þróa
aðferðafræði til að skoða hvar hent-
ugt væri að reisa vindmyllur á Ís-
landi. Út frá upplýsingum um meðal-
vind segist Doheny hafa ákveðið að
leggja áherslu á Snæfellsnes í grein-
ingu sinni, þar sem um vindasamt
svæði sé að ræða. Þegar búið var að
taka tillit til svæða sem ekki kæmu til
greina undir vindmyllur kom í ljós að
56% af landsvæði Snæfellsness
reyndist ákjósanlegur kostur fyrir
nýtingu vindorku. Skoðaði Doheny
alls 43 þætti og þóttu fjórir þeirra
hvað hagkvæmastir. „Ég vildi taka
inn í útreikninga mína fleiri þætti en
hafa kannski verið skoðaðir til
þessa,“ segir Doheny við Morg-
unblaðið, en hann skoðaði ekki bara
vindhraða heldur einnig umhverfis-
og félagslega þætti eins og möguleg
áhrif á ferðamennsku, hljóðmengun
og sjónmengun. Þá skoðaði hann
jarðvegsgerð, hættu á ísingu, nálægð
við vegi og flutningslínur fyrir raf-
magn. Út frá þessum upplýsingum
valdi hann fjóra hentuga staði við
Vatnaleiðina á austanverðu nesinu.
Vonast hann eftir því að rannsóknin
geti komið sér til góða fyrir þá sem
þurfa að ákveða staði fyrir vindmyll-
ur og hagkvæmni þeirra. Hyggst
hann kynna niðurstöðurnar fyrir
orkufyrirtækjum í Bandaríkjunum,
en þar á sér stað mikil uppbygging í
vindorku.
Áður en Doheny lauk háskólanámi
vestanhafs starfaði hann í olíuiðnaði
hjá fyrirtæki í N-Dakota.
„Ég vonast til að geta komið aftur
til Íslands og fengið starf hjá Lands-
virkjun við uppbyggingu á vindmyll-
um, þó að ekkert slíkt hafi verið til
staðar í dag,“ segir Doheny, sem fer
aftur heim til Bandaríkjanna eftir að
hafa lokið meistaranáminu hér.
Einblínt á Búrfell og Blöndu
Margrét Arnardóttir segir verk-
efnið áhugavert en Landsvirkjun hafi
til þessa ekki verið að skoða Snæfells-
nes sem svæði undir vindorkuver.
Áhersla sé lögð á uppbyggingu í Búr-
felli og Blöndu og engar ákvarðanir
hafi verið teknar um aðra staði.
Margrét segir marga staði á Ís-
landi koma til greina en ítarlegar
rannsóknir og mælingar þurfi
að fara fram áður en teknar
séu ákvarðanir um að reisa
vindmyllur. Hún segir mæl-
ingar Dohenys gefa góða vís-
bendingu um möguleika til
vindorkuframleiðslu á þess-
um slóðum.
Meiri vindorka en ofan Búrfells
Hentugir staðir undir vindmyllur skoðaðir í meistararitgerð í HR Vatnaleið á Snæfellsnesi skoð-
uð sérstaklega Bandarískur nemandi vonast til að fá starf við vindorkuver Landsvirkjunar
Vindmyllukostir á Snæfellsnesi
Heimild: Michael Stephen Doheny, Meistararitgerð í HR.
Stykkishólmur
Grundarfjörður
Vatnaleið
Vegamót
1
2
4
3
Þetta er fjórða verkefnið um
vindmyllur á Íslandi sem unnið
er af meistaranemum við Ice-
land School of Energy í Há-
skólanum í Reykjavík, eða Ís-
lenska orkuskólann. Núna
stunda um 50 nemendur nám í
sjálfbærum orkuvísindum og
orkuverkfræði, í samstarfi við
Orkuveitu Reykjavíkur og
ÍSOR, Íslenskar orkurann-
sóknir. Hafa þeir aldrei verið
fleiri.
Flestir nemendur koma frá
útlöndum, en Eiríkur Sig-
urðsson, upplýsinga-
fulltrúi HR, segir nám-
ið ekki síður henta
Íslendingum. Michael
Stephen Doheny lauk
háskólaprófi við
Keene State
College í New
Hampshire og
hefur stundað
meistaranám
við HR síð-
ustu 18 mán-
uði.
Nemendur
aldrei fleiri
ÍSLENSKI ORKUSKÓLINN
Michael Stephen
Doheny