Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Í ár hafa alls 462 beðið bana og 1.314 særst í skotárásum í Banda- ríkjunum þar sem fjórir eða fleiri voru skotnir til bana eða særðir, að meðtöldum fjórtán manns sem létu lífið í árás í borginni San Bernardino í Kaliforníu í fyrradag. Það sem af er árinu hafa verið gerðar a.m.k. 354 slíkar árásir í um 220 borgum í 47 ríkjum Banda- ríkjanna, samkvæmt samantekt vefsetursins shootingtracker.com. Að jafnaði eru því gerðar fleiri en ein árás á dag þar sem að minnsta kosti fjórir láta lífið eða særast. Samantektir samkvæmt þessari skilgreiningu á mannskæðum árás- um hafa aðeins verið gerðar í þrjú ár og þess vegna er ekki hægt að draga neinar ályktanir um hvort slíkum drápum hafi fjölgað á síð- ustu árum. Í öðrum samantektum um mannskæðar skotárásir vestra er miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri bíða bana. Nýleg rannsókn fræðimanna á vegum Bandaríkja- þings bendir til þess að slíkum árásum hafi fjölgað á síðustu ár- um, eða úr 20,2 árásum á árunum 2004-2008 í 22,4 á árunum 2009 til 2013. The New York Times hefur þó eftir James Alan Fox, afbrota- fræðingi við Northeastern Uni- versity, að árásunum hafi fækkað örlítið ef árinu 2014 er bætt við og ef fjögurra ára tímabil eru borin saman í stað fimm ára. 80 skotnir til bana á dag Á síðara kjörtímabili Baracks Obama forseta, eða á síðustu þremur árum, hafa verið gerðar meira en þúsund skotárásir þar sem fjórir eða fleiri biðu bana eða særðust. Forsetinn hefur alls sex- tán sinnum efnt til blaðamanna- funda eftir slíkar árásir og hvatt Bandaríkjaþing til að herða lög- gjöfina um byssueign. Fórnarlömb fjöldamorða eru þó aðeins lítið brot af öllum þeim sem falla fyrir byssukúlum í Bandaríkj- unum á ári hverju. Um það bil 17.000 morð eru skráð í Bandaríkj- unum á ári og um 70% þeirra eru framin með byssum. Þetta jafn- gildir því að á hverjum degi séu 80 Bandaríkjamenn skotnir til bana. Hlutfall byssueigenda er hærra í Bandaríkjunum en í nokkru öðru landi og talið er að á hverja 100 Bandaríkjamenn séu 89 byssur í einkaeigu. Næsthæsta hlutfallið í heiminum var í Jemen og í því stríðshrjáða landi voru 58 byssur á hundrað íbúa. Í Bandaríkjunum eru því fleiri en ein byssa á hvern fullorðinn landsmann. Þótt Bandaríkjamenn séu aðeins 4,43% jarðarbúa eiga þeir 43% af öllum skotvopnum sem eru í einkaeigu í heiminum. Áhrifamikill minnihluti Byssueignin er hins vegar ekki eins almenn og þessar tölur gefa til kynna. Kannanir sem gerðar hafa verið benda til þess að byssu sé að finna á heimili 34-43% Bandaríkjamanna. Margir Bandaríkjamenn virðast vera þeirrar skoðunar að tak- marka þurfi byssueignina til að draga úr manndrápunum en það hefur þó ekki leitt til breytinga á byssulöggjöfinni. Skoðanakannanir benda til þess að allt að 85% Bandaríkjamanna styðji bak- grunnskannanir á þeim sem kaupa skotvopn og meirihluti styður aðr- ar takmarkanir eins og að banna fólki með geðsjúkdóma að kaupa byssur, að yfirvöld komi upp gagnagrunni um byssueign eða að hálfsjálfvirkar byssur verði bann- aðar. Fyrir tæpum þremur árum beitti Obama sér fyrir því að lög um byssueign yrðu hert, vildi með- al annars banna sjálfvirk skotvopn og gera það að skyldu að kanna bakgrunn allra þeirra sem kaupa byssur, m.a. á netinu og á byssu- sýningum, með það fyrir augum að koma í veg fyrir að menn á saka- skrá og fólk með geðræna sjúk- dóma geti keypt byssur. Þingið hafnaði lagafrumvarpinu og Obama rakti það til félags banda- rískra byssueigenda, NRA, sem hefur verið öflugur andstæðingur hvers kyns banns við eign skot- vopna. Þó að byssueigendur séu minni- hlutahópur í Bandaríkjunum fer mun meira fyrir honum en þeim sem vilja herða reglur um byssu- eign. Orsökina segir fréttaskýr- andi vefmiðilsins VOX vera þá að þeir séu mun heitari og ástríðu- fyllri í afstöðu sinni en þeir sem eru á öndverðum meiði. Þeir sem vilja takmarka aðgengi að skot- vopnum séu þeirrar skoðunar vegna þess að þeir vilji fækka of- beldisglæpum. Byssueigendur séu hins vegar meðal annars reknir áfram af ótta við að þeirra eigin byssur verði teknar af þeim. Þeir láti afstöðu stjórnmálamanna til málsins hiklaust ráða atkvæði sínu, ólíkt þeim sem eru hlynntir takmörkunum á byssueign. Þetta viti stjórnmálamenn á hægri vængnum mætavel og því hafi NRA og byssueigendur almennt mikil áhrif á stefnu þeirra. Á með- an þessi minnihluti hafi eins mikil áhrif í bandarískum stjórnmálum og raun ber vitni sé mjög ólíklegt að lög um byssueign verði hert. Því sé ólíklegt að manndrápin í fyrradag hafi verið síðasti blóð- dropinn sem fylli mælinn. Fleiri en ein mannskæð árás á dag  Alls hafa 462 látið lífið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum í ár Mannskæðustu skotárásirnar í Bandaríkjunum Mannskæðar skotárásir í ár Fjöldi látinna (að árásarmönnum meðtöldum) Bushmaster .223 Byssa sem Adam Lanza notaði í desember 2012 þegar hann skaut 27 manns til bana, þar af 20 börn Heimild: ploseone.org/USAToday/www.gannett-cdn.com/shootingtracker.com Árásir þar sem a.m.k. fjórir biðu bana Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Aurora 20. júlí 2012 Littleton (Columbine-skólinn) 20. apríl 1999 Fort Hood 5. nóv. 2009 Atlanta 29. júlí 1999 Binghamton 3. apríl 2009 Washington DC 16. september 2013 Killeen 16. október 1991 Covina 24. des. 2008 Blacksburg (Tækniháskóli Virginíu) 16. april 2007 Newtown (Sandy Hook-skólinn) 14. desember 2012 Red Lake 21. mars 2005 Roseburg 1. október 2015 Omaha 5. desember 2007 Manchester 3. ágúst 2010 *Árásarmennirnir ekki taldir með Fjöldamorð með byssum Kinston 10. mars 2009 Charleston 17. júní 2015 Charleston 9 skotnir til bana í kirkju Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. San Bernardino KALIFORNÍU *14 drepnir, 2. des. 10 10 15 12 San Bernardino* 2. des. 201514 24 13 13 13 13 11 33 9 9 2810 9 Missouri 8 létu lífið, að árásar- manni meðtöldum AFP Blóðbað Lögreglumenn leita að byssumönnum eftir árásina í fyrradag. Urðu 14 að bana » Fjórtán manns létu lífið í skotárás 28 ára karlmanns og 27 ára eiginkonu eða unn- ustu hans í borginni San Bernandino í Kaliforníu í fyrradag. Þau voru bæði vopnuð árásarrifflum og biðu seinna bana í skotbardaga við lögreglu. » Árásin var gerð í sal þar sem borgarstarfsmenn héldu jólaskemmtun. Karlmaðurinn, sem gerði árásina, var starfsmaður umhverfissviðs borgarinnar. » Lögreglan sagði að ekki væri vitað hvers vegna árás- in var gerð og útilokaði ekki að hún væri hryðjuverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.