Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er ekki verra að hafa svona fal- legan snjó til að koma manni í réttu stemninguna,“ segir Hörður Áskels- son, organisti í Hallgrímskirkju, sem stjórnar tónleikum Schola can- torum í hádeginu í dag og Mót- ettukór Hallgrímskirkju á þrennum tónleikum á næstu dögum. Tónleik- arnir eru hluti af Jólatónlistarhátíð kirkjunnar sem hófst um síðustu mánaðamót og stendur út árið. „Í ár heldur Mótettukórinn þrenna tónleika á aðventunni þar sem hinn hreini kórsöngur, skreyttur orgelleik og málmblæstri, verður í sviðsljósinu,“ segir Hörður, en tónleikar kórsins verða á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 17 báða daga og þriðjudaginn 8. desember kl. 20. „Líkt og í fyrra erum við ekki með þekktan einsöngvara heldur byggjum við einvörðungu á eigin kröftum. Það er svo margt hæfi- leikaríkt fólk í kórnum, en kór- félagar munu láta ljós sitt skína í ýmsum hlutverkum á tónleikunum,“ segir Hörður og bendir á að frum- flutt verði nýtt jólalag eftir Halldór Hauksson, sem jafnframt á heið- urinn af dagskrárgerð tónleikanna og einsöngvarar koma úr röðum kór- félaga, þær Ásta Marý Stefánsdóttir og Þórgunnur Örnólfsdóttir. Einnig kemur orgelleikarinn úr röðum kór- félaga, þ.e. Lenka Matéova. „Málmblásarakvartett úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands leikur á tónleik- unum,“ segir Hörður og bendir á að mikil áhersla sé í ár á fleirkóra- músík, þ.e. músík fyrir fleiri en einn kór. „Þannig verða flutt tveggja, þriggja og fjögurra kóra verk með blásurum og orgeli,“ segir Hörður og bendir á að tónlistarfólkið verði staðsett á víð og dreif um kirkjuna í anda ítalska tónskáldsins Gabrieli. Nánar spurður um efnisskrá tón- leikanna segir Hörður hana tví- skipta. „Fyrri hlutinn er helgaður gamalli tónlist þar sem ofnir eru saman þýskir barokksálmar eftir Praeto- rius, Schein, Händel og Eccard, og sjaldheyrðir enskir jólasöngvar frá 20. öld eftir m.a. Gustav Holst, And- rew Carter og Harold Darke. En einnig læðum við inn verkum sem okkur eru hjartfólgin. Í seinni hlut- anum hljóma fleiri vinsældarverk á borð við þekkta jólasálma og nýlegri verk,“ segir Hörður og tekur fram að búast megi við mjög hátíðlegri stund í kirkjunni, sem kórfélagar hafi lagt mikinn metnað í að skreyta. Hátíðarhljómar við áramót Auk framangreindra tónleika verða árlegir djasstónleikar fimmtu- daginn 17. desember kl. 20. „Tón- leikarnir eru haldnir í samvinnu við þýska sendiráðið, en flytjendur eru Markus Burger píanóleikari og Jan von Klewist saxófónleikari sem skipa þýskt djassdúó sem ferðast um heiminn sem tónlistarsendiboðar Þýskalands í tilefni af 500 ára af- mæli siðaskiptanna árið 2017,“ segir Hörður og rifjar upp að dúóið hafi síðast leikið á Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju árið 2013 fyrir fullu húsi og við afbragðsgóðar undir- tektir. Aðgangur er ókeypis, en tek- ið er á móti móti frjálsum fram- lögum til björgunarsveitarinnar Landsbjargar. Sunnudaginn 27. desember kl. 17 mun Björn Steinar Sólbergsson org- anisti flytja eitt frægasta orgelverk allra tíma, La Nativité du seigneur eða Fæðing frelsarans, sem er níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaën. Á gamlársdag kl. 17 verða að vanda hátíðarhljómar við áramót þar sem trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Páls- son og Einar St. Jónsson, Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari og Eggert Pálsson pákuleikari flytja hátíðarverk m.a. eftir Vivaldi, Pur- cell, Bach og Albinoni. Hátíðleg stund í skreyttri kirkju  Níu tónleikar framundan á Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju í desember  Fyrstu tónleikar Mótettukórsins eru á morgun kl. 17  Jóladjass hjá þýsku dúói 17. desember til styrktar Landsbjörg Morgunblaðið/Eggert Aðventustemning Mótettukór Hallgrímskirkju syngur á þrennum jólatónleikum á næstu dögum. Hörður Áskelsson Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðinga- styrkja á íslensku, seinni úthlutun, fyrir árið 2015. Að þessu sinni bár- ust 19 umsóknir um þýðingastyrki frá 12 aðilum og sótt var um tæp- lega 12,6 milljónir króna. Úthlutað var rúmum 7,3 milljónum í 17 styrki til þýðinga á íslensku úr átta tungu- málum. Ólík bókmenntaverk Eftirtalin verk hlutu þýð- ingastyrki að þessu sinni: Nada eftir Carmen Laforet í þýðingu Erlu Er- lendsdóttur; Soumission eftir Michel Houellebecq í þýðingu Friðriks Rafnssonar; Storia del nuovo cog- nome eftir Elena Ferrante í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur; Treasure Island eftir Robert Louis Stevenson í þýðingu Árna Ósk- arssonar; 84 Charing Cross Road eftir Helene Hanff í þýðingu Jakob F. Ásgeirssonar; ljóð frá ýmsum löndum í þýðingum Gyrðis Elíasson- ar; Was ich dich traumen lasse eftir Franziska Moll í þýðingu Herdísar Hübner; George Marvellous Medic- ine eftir Roald Dahl í þýðingu Sól- veigar Sifjar Hreiðarsdóttur; The Uncommon Reader eftir Alan Benn- ett í þýðingu Þórdísar Bachmann; Le livre des Baltimore eftir Joel Dicker í þýðingu Friðriks Rafns- sonar; Travail Soigné eftir Pierre Lemaitre í þýðingu Friðriks Rafns- sonar; The Miniaturist eftir Jesse Burton í þýðingu Magneu J. Matt- híasdóttur; The walls around us eft- ir Nova Ren Suma í þýðingu Höllu Sverrisdóttur; Historia de antiqui- tate regum Norvagiensium eftir Theodoricus Monachus í þýðingu Guðmundar J. Guðmundssonar; Az utolsó farkas eftir László Kraszna- horkai í þýðingu Einars Más Hjart- arsonar; og Lugu Keegi Eikelleg- itütre isast eftir Kätlin Kaldmaa í þýðingu Lemme Lind Óskarsdóttur. Á árinu barst samtals 41 umsókn um styrki til þýðinga á íslensku. Út- hlutað var rúmlega 13,7 milljónum króna til 33 þýðingaverkefna í tveimur úthlutunum, fyrst í mars og aftur í nóvember. Sautján þýðinga- styrkjum úthlutað Franziska Moll Michel Houellebecq Schola cantorum syngur á hádegis- tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 undir stjórn Harðar Áskelssonar. Um er að ræða fyrstu hádegistónleik- ana af þrennum á aðventunni, en næstu tónleikar verða föstudagana 11. og 18. desember. „Efnisskráin samanstendur af þekktri og aðgengilegri jólatónlist,“ segir Hörður og bendir á að tónleik- arnir séu í og með hugsaðir fyrir er- lenda ferðamenn sem hingað leggja leið sína. Spurður hvort tiltekið þema verði ríkjandi á hverjum tónleikum svarar Hörður því játandi. „Við færum okkur frá aðventunni til jóla með við- komu í Maríusöngvum á miðtónleik- unum,“ segir Hörður og bendir á að yfirskriftir tónleikanna beri þess merki, þ.e. Slá þú hjartans hörpu- stengi, Nú kemur heimsins hjálparráð og Hátíð fer að höndum ein. „Færum okkur frá aðventunni til jóla“ FYRSTU HÁDEGISTÓNLEIKAR SCHOLA CANTORUM AF ÞRENNUM Á AÐVENTUNNI Einsöngur Rakel Guðmundsdóttir syngur einsöng með Schola Cantorum í laginu Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns á hádegistónleikunum í Hallgrímskirkju í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.