Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Myndlistarkonan Arna Vals opnar sýningu á víd- eóveggnum í Verslun Erlings gullsmiðs í Að- alstræti 10 í dag kl. 17. Verk Örnu, „Stað- reynd 8 - Erling“, er beint framhald af fyrri „Staðreyndar“- verkum hennar sem byggjast á því að Arna lætur reyna á staðinn sem hún sýnir á, gerir vídeótöku af söng-gjöningi sem hún flytur í rým- inu og sýnir á sama stað, skv. til- kynningu. Heimasíða Örnu er á slóðinni arnavals.net. Áttunda „Stað- reynd“ Örnu Vals Arna Valsdóttir Bryan Ferry kemur hingað til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu 16. maí á næsta ári. Verða það stórtónleikar því á þriðja tug tónlistar- og tækni- manna verða með í för. Tónleikarnir eru hluti af Evrópuferð Ferry og mun hann leika mörg af sínum þekktustu lögum, bæði frá sólóferl- inum og árunum þegar hann fór fyr- ir poppsveitinni Roxy Music. Þá mun hann einnig leika lög af nýjustu plötu sinn Avonmore sem hlotið hef- ur mikið lof gagnrýnenda. Ferry hefur einu sinni áður haldið tónleika hér á landi, í Eldborg árið 2012 á Listahátíð í Reykjavík. Bryan Ferry var og er aðallaga- höfundur og söngvari Roxy Music sem var stofnuð árið 1970 og hefur á síðastu tíu árum eða þar um bil hald- ið tónleika af og til. Ferry hefur gef- ið út 13 breiðskífur og á margan smellinn að baki, m.a. „Let’s Stick Together“, „Slave to Love“, „Don’t Stop the Dance“ og „Kiss & Tell“. Morgunblaðið/Eggert Á Listahátíð Ferry á tónleikum sínum í Eldborg í Hörpu árið 2012. Ferry og hljómsveit halda tónleika í Eldborg 16. maí Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við höfum orðið vör við ýmislegt misjafnt síðan við byrjuðum að æfa verkið. Hér hafa dyr allt í einu opn- ast um miðja nótt þegar við höfum verið að æfa og nýjar græjur hafa bilað, ljós hafa skekkst auk þess sem ýmis sérkennileg hljóð hafa heyrst, en við höfum ekki orðið vör við svona stríðni hér í húsinu áður,“ segir leikhúslistamaðurinn Kári Viðarsson sem rekur Frystiklefann í Rifi þar sem leiksýningin Fróðá verður frumsýnd í kvöld kl. 20. Verkið samdi Kári, sem einnig leikstýrir og hannar sviðs- mynd, í náinni samvinnu við leikhópinn og listræna stjórn- endur. Með hlut- verk í sýningunni fara leikkonurnar Aldís Davíðs- dóttir og Allison Osberg sem jafn- framt sá um brúðu- og grímugerð, kvikmyndataka, klipping, mynd- vinnsla og teikningar eru í höndum Rhys Votano sem vann einnig lýs- inguna ásamt Kára en tónlist semur Eirik Böen Gravdal. „Það er mikill straumur af er- lendu listafólki sem hefur aðsetur hér til að vinna að verkum sínum, þannig að gott orðspor okkar fer víða,“ segir Kári og bendir á að Os- berg og Gravdal hafi haft samband við sig að fyrra bragði og óskað eftir að vinna með sér. Aðeins sýnt næstu tvær vikur „Verkið er lauslega byggt á draugasögunni um Fróðárundrin úr Eyrbyggja sögu,“ segir Kári og rifj- ar upp aðdragandann að drauga- ganginum á Fróðá á sínum tíma. Sagan af Fróðárundrum gerist kristnitökuárið 1000 og segir frá því að suðureysk kona, Þórgunna að nafni, kemur um haustið með Dyfl- innarskipi til Ólafsvíkur og sest upp á Fróðá í boði húsfreyjunnar sem girnist fagra gripi Þórgunnu. Hún vill engan þeirra selja en ekki líður á löngu uns hún tekur sótt og deyr eftir að hafa gefið ströng fyrirmæli um að alla hluti í hennar eigu skuli brenna en sjálfa skuli hana jarðsetja í Skálholti. Er farið að fyrirmælum hennar í einu og öllu utan að hús- freyjan stingur undan rekkjuklæð- um hennar glitofnum. Ekki líður á löngu áður en heimilisfólkið tekur sótt hvað af öðru og deyr og gengur aftur, eftirlifandi heimilisfólki til mikillar skelfingar. Eru 18 draugar á bænum þegar flestir eru en 12 heimilismenn lifa ósköpin af. „Draugarnir voru að lokum kveðnir niður þegar fenginn var prestur til að vera með húsdóm eða særingu. En það er ekki þannig í okkar sýningu,“ segir Kári og legg- ur áherslu á að hópurinn túlki heim- ildirnar með róttækum hætti eftir sínu höfði og leggi t.a.m. sérstaka áherslu á samskipti húsfreyjunnar og aðkomukonunnar. „Þetta er áleitin og krefjandi sýning þar sem við skoðum þessa mögnuðu sögu út frá áður ókönnuðum vinkli,“ segir Kári leyndardómsfullur. Í ljósi þess að þrír af fimm flytj- endum sýningarinnar koma frá út- löndum, þar sem þeir hafa mörg verkefni á sinni könnu, er aðeins hægt að sýna til 19. desember. „Við erum búin að skipuleggja tíu sýn- ingar og nú þegar er orðið nær upp- selt á þær allar, þannig að við mun- um sennilega bæta við auka- sýningum og jafnvel bara sýna daglega næstu tvær vikur,“ segir Kári og tekur fram að allar sýn- ingar hefjist kl. 20. „En við getum aðeins sýnt eina sýningu á dag þar sem það tekur mjög langan tíma að undirbúa hverja sýningu og einnig talsverðan tíma að þrífa á eftir,“ segir Kári og rifjar upp að áður en aðkomukonan lést hafi rignt blóði á Fróðá. Ráða miðaverðinu sjálfir Spurður hvernig sýningin sé fjár- mögnuð segir Kári að Frystiklefinn fjármagni uppfærsluna að fullu. „Sýningin er ekki styrkt af Leiklist- arráði. Reyndar hef ég aldrei fengið styrk frá Leiklistarráði. Við sem rekum Frystiklefann höfðum efni á að búa til þessa sýningu í krafti þess að aðstandendur vinni hér mikið hugsjónastarf. Við erum eiginlega að skapa þessa sýningu á ástríðunni einni saman,“ segir Kári og fagnar því hversu góðar viðtökur áhorfenda við sýningum Frystihússins hafa verið, en í febrúar sl. frumsýndi Frystiklefinn leikritið Mar sem sýnt var í fjóra mánuði fyrir fullu húsi. Þess má að lokum geta að áhorf- endur ráða miðaverðinu sjálfir og leyfilegt er að borga eftir sýninguna ef þess er óskað. „Áleitin og krefjandi sýning“  Leiksýningin Fróðá frumsýnd í Frystiklefanum í Rifi í kvöld  „Við erum eiginlega að skapa þessa sýningu á ástríðunni einni saman,“ segir leikstjórinn Draugasaga Leikkonurnar Allison Osberg og Aldís Davíðsdóttir í hlutverkum sínum í Fróðá, en verkið byggist lauslega á draugasögunni um Fróðárundrin úr Eyrbyggja sögu þar sem ágirnd leiddi til skelfilegra atburða. Kári Viðarsson Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is*Breiðhella í Hafnarfirði er opin frá 8.00 virka daga. Endurvinnslustöðvar SORPU eru opnar 12:30 – 19:30 alla virka daga* og 12:00 – 18:30 um helgar. Flokkið! Skilið? Þarftu að losa þig við ... vandamál? KRAMPUS 6,8,10:45 HUNGER GAMES 4 2D 5,8,10:10 THE NIGHT BEFORE 8,10:10 GÓÐA RISAEÐLAN 2D 5 HANASLAGUR 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.