Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Reykjaness í máli
konu á sextugsaldri sem banaði
sambýlismanni sínum í febrúar á
þessu ári. Var konan dæmd í 16 ára
fangelsi.
Danuta Kaliszewska var ákærð
fyrir að hafa veist að sambýlis-
manni sínum, stungið hann einni
stungu með hníf, þannig að blætt
hefði inn á lunga hans. Ákærða
neitaði sök í málinu. Sagði hún unn-
usta sinn hafa vakið sig eftir
drykkju hans um kvöldið og hún
farið aftur að sofa. Hún hefði ekki
vitað af andlátinu fyrr en hún vakn-
aði morguninn eftir.
Hæstiréttur taldi að þótt mikil
áfengisneysla konunnar kynni að
hafa verið meginorsök verknaðar
hennar, sem og athafna hennar
fyrst eftir hann, hefði það ekki
áhrif á ákvörðun refsingarinnar
fyrir brotið. Var hún einnig dæmd
til að greiða foreldrum mannsins
skaðabætur.
Hlaut 16
ára dóm
fyrir morð
Stakk unnusta
sinn í brjóstkassann
Morgunblaðið/Jim Smart
Manndráp Konan fékk 16 ára fang-
elsisdóm fyrir að bana unnustanum.
Fleiri gestir heimsóttu Borg-
arbókasafnið í Reykjavík fyrstu 10
mánuði ársins en árið í fyrra.
Fjölgunina má helst rekja til þess
að bókasafnið sameinaðist Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi í
Breiðholti um síðustu áramót.
Fjölgunin með Gerðubergi er
um 20%. Hins vegar hefur gestum
safnanna fjölgað um 3% ef Gerðu-
berg er ekki tekið með í reikning-
inn.
Þótt gestum fjölgi hafa útlán
bóka dregist saman um 2% fyrstu
10 mánuði ársins ef miðað er við
árið 2014. Útlánin eru um 700.000
talsins það sem af er þessu ári en
voru 716.000 fyrstu 10 mánuði árs-
ins í fyrra.
Lesbretti til leigu
Frá því í júní á þessu ári hefur
verið hægt að leigja sér lesbretti
sem í eru nokkrir bókatitlar.
Þær bækur sem eru í lesbrett-
unum eru allar dottnar úr höfund-
arrétti og eru bæði á ensku og ís-
lensku. Þetta eru t.d. Laxdæla
saga, Fóstbræðra saga og Heið-
arbýlið 1-4 eftir Jón Trausta.
Þetta mælist vel fyrir hjá gestum
safnsins, að sögn Pálínu Magn-
úsdóttur, borgarbókavarðar. Les-
brettin hafa meira og minna verið
í útláni frá því í júní og hafa alls
verið leigð út hátt í 70 sinnum.
Eiginleg rafbókaútlán eru ekki
hafin hjá safninu, enda liggja ekki
enn fyrir samningar við útgef-
endur og höfunda um raf-
bókaútlán, að sögn Pálínu. thor-
unn@mbl.is
Fleiri gestir en færri útlán
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bókasafn Fleiri hafa heimsótt bókasöfn í ár en í fyrra en útlánum hefur fækkað.
Alls hafa um 700 þúsund bækur verið lánaðar út á árinu
Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í
45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir
manndráp af gáleysi þar sem hann
ók dráttarvél með ámoksturstæki
þvert í veg fyrir bifreið sem kom úr
gagnstæðri átt með þeim afleið-
ingum að ökumaður þeirrar bifreið-
ar lést við áreksturinn.
Áður hafði maðurinn verið sýkn-
aður í Héraðsdómi Suðurlands, en
hann var ákærður fyrir brot gegn al-
mennum hegningarlögum og um-
ferðarlögum.
Hæstiréttur tók fram í dómi sín-
um að þegar dráttarvél, sem ekki er
hönnuð til aksturs á fjölförnum veg-
um, er ekið eftir þjóðvegum beri
ökumanni hennar að sýna sérstaka
varkárni, en talið var að maðurinn
hefði brotið gegn lagagreininni.
Ökumaður bifreiðarinnar var tal-
inn hafa verið á miklum hraða og að
hann hefði sjálfur átt nokkurn þátt í
því að valda slysinu. Það var ekki tal-
ið leysa ákærða undan refsiábyrgð.
Dæmdur fyr-
ir manndráp
af gáleysi