Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
✝ Gísli JóhannViborg Jens-
son fæddist 23.
nóvember1949 í
Barmahlíð 36 í
Reykjavík. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 22. nóv-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Málfríður
Tómasína Gísla-
dóttir, f. 31. mars 1915 á Bíldu-
dal, d. 10. september 1970 í
Reykjavík, og Jens Guðmunds-
son Viborg, f. 15. ágúst 1915 á
Flateyri, d. 11. ágúst 2010 í
Reykjavík.
Bræður hans voru: a) Ómar,
f. 16.11. 1940 á Flateyri, d.
22.10. 2014. Fyrri eiginkona
Unnur Þórdís Kristjánsdóttir
og áttu þau fjögur börn. Þau
skildu.
Seinni eiginkona Una Björg
Guðmundsdóttir og eiga þau
tvö börn.
b) Ólafur, f. 23.11. 1949.
Gísli ólst upp í Hlíðahverfi og
gekk í Gagnfræðiskóla Austur-
bæjar. Eftir gagnfræðaskólann
fór hann á sjóinn, fyrst hjá
Landhelgisgæslunni og síðan á
ýmsum fiskibátum þar til hann
fór í Stýrimannaskólann um tví-
tugt. Þá höfðu þau Elísabet
keypt sína fyrstu íbúð, að
Grettisgötu 90. Eftir útskrift
gerðist hann stýrimaður hjá
Eimskip. Eftir nokkurn tíma á
sjó fór hann í Iðnskólann og
lærði húsasmíði og fór á samn-
ing hjá Sveinbirni Sigurðs-
syni.Eftir iðnnámið fór hann á
sjóinn aftur hjá Eimskip sem
stýrimaður. 1988 byrjaði hann
að spila golf og var það hans
aðaláhugamál og varð til þess
að hann hætti á sjónum. Þegar
Sundlaug Árbæjar var byggð
gerðist hann sundlaugarvörður,
síðan forstöðumaður hjá ÍTR í
Sundhöllinni og Breiðholtslaug.
Þar hætti hann vegna veikinda
áramótin 2014-15.
Lengst af bjuggu Gísli og
Elsa að Háteigsvegi 20 en fluttu
að Sóleyjarima 5 árið 2005.
Gísli gerðist félagi í Odd-
fellow 8. mars 1995.
Útför Gísla fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 4. des-
ember 2015, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Þann 17. maí
1969 kvæntist hann
Þórunni Elísabetu
Stefánsdóttur. For-
eldrar hennar voru
Stefán Sveinsson
bóksali í Reykja-
vík, f. 16.1. 1893 í
Álftagerði í Skaga-
firði, d. 17.7. 1966 í
Reykjavík, og
Hulda Aradóttir, f.
15.7. 1914 í Stóra-
dal í Austur-Húnavatnssýslu, d.
30.9. 1995 í Reykjavík.
Dætur þeirra eru: 1) Anna
María leikskólakennari, f. 7.10.
1968. Fyrri eiginmaður Þor-
björn J. Einarsson, þau skildu.
Synir þeirra eru Einar Gísli, f.
23.7. 1989, nemi við listahá-
skóla í Zürich í Sviss, og Þor-
björn Jóhann, f. 27.3. 1996,
nemi á Listnámsbraut í Borgar-
holtsskóla. Seinni eiginmaður
Önnu Maríu er Ingólfur Jón
Hauksson, f. 9.7. 1963. 2) Mál-
fríður Huld, f. 15.11. 1973, d.
19.3 1987.
Það margs að minnast þegar
litið er yfir farinn veg, en hug-
urinn leitar aftur til þess er ég
kynnist Gísla fyrst. Það var 1967
sem Elsa systir mín og Gísli fara
að rugla saman reitum. Við
bjuggum þá á Grettisgötu og er
ég um 14-15 ára á þessum tíma.
Gísli var alinn upp í Barmahlíð-
inni og var Valsari eins og ég. Við
náðum vel saman og fékk ég ung-
lingurinn á heimilinu að vera
fluga á vegg í þeirra sambandi.
Gísli var bílatöffari og áttu amer-
ískir bílar hug hans. Hann átti
einn flottasta bíl sem ég hafði séð,
Ford árgerð 1955. Í þá daga var
rúnturinn niður Laugaveg, Aust-
urstræti og stoppað á Hallæris-
planinu (þar kynnast Elsa og
Gísli). Í bílnum var plötuspilari
sem var óspart notaður. Gísli átti
mikið af tónlist á vínil en hann
átti m.a. Roger Miller, Stones og
country. Elsa og Gísli byrjuðu
sína sambúð á Grettisgötunni.
Gísli hafði verið á fiskiskipum
þegar þau kynnast og hóf nám í
Stýrimannaskólanum. Anna
María, dóttir þeirra, fæddist
1968. Sambandið á þessum tíma
var mikið á milli okkar og þótti
mér spennandi að sjá hvernig
siglingafræðin virkaði á sjókort-
unum hjá Gísla. Gísli lauk námi
við Stýrimannaskólann og hóf
störf hjá Eimskip á millilanda-
skipum. Árið 1973 fæddist seinni
dóttir þeirra og flutti fjölskyldan
í stærra húsnæði í Hraunbæ.
Elsa fór oft í ferðir með Gísla en í
þá daga var oft stoppað í höfn í
þrjá daga. Í þá daga var oft keyrt
út úr bænum um helgar í sum-
arbústað eða tjaldútileigu með
barnaskara í för. Minnist ég þess-
arar samveru með söknuði. Þeg-
ar Málfríður Huld er sex ára
veikist hún af nýrnaveiki og
þurfti hún að vera undir sífelldri
læknishendi. Þrettán ára deyr
hún af sjúkdómi sínum í mars
1987. Var það okkur öllum mikið
áfall.
Eftir 25 ára störf á sjó ákvað
Gísli að fara í land og finna sér
vinnu. Hann sótti um starf hjá
Sveinbirni Sigurðssyni og lærði
þar húsasmíði. Vann hann m.a.
við að byggja Breiðholtslaug og
Borgarleikhúsið. Eftir húsasmíð-
ina hóf hann störf hjá ÍTR. Fyrst
við Árbæjarlaug síðan sem for-
stöðumaður Sundhallarinnar. Ár-
in hjá ÍTR urðu 21.
Gísli og Elsa ræktuðu golfið
áfram og gengu í Keili. Gísli var
alla tíð keppnismaður og sagði oft
lífið er leikur en golfið er alvara.
Gísli keppti með góðum árangri á
golfmótum. Nafn hans var grafið
á marga bikara. Gísli var í Odd-
fellow ásamt Elsu og nutu þau
þess að taka þátt í því göfuga
starfi. Golfferðirnar til Flórída
með vinum þeirra urðu fastir lið-
ir. Fyrir ári fór hann í veikindafrí
vegna verkja í baki og mjöðm og
fór í aðgerð. Við Gísli hittumst oft
í Kaffivagninum og ræddum mál-
in. Gísli var ósáttur við heilsu sína
og baráttu við heilbrigðiskerfið.
Ljóst var að heilsan var ekki góð
og versnaði stöðugt. Eftir mikla
þrautargöngu gegnum heilbrigð-
iskerfið greinist Gísli með víð-
tækt krabbamein sem aldrei
hafði komi í ljós við allar hans
skoðanir. Eftir þetta tók við stutt
lega á Landspítalanum og líkn-
ardeildinni lést Gísli. Kæra Elsa,
Anna María, Ingólfur, Einar Gísli
og Þorbjörn. Innilegar samúðar-
kveðjur frá okkur fjölskyldunni.
Stefán Stefansson
og fjölskylda.
Kær vinur minn er fallinn frá
langt fyrir aldur fram, Gísli henn-
ar Elsu systur. Margt höfum við
Gísli brallað saman í gegnum tíð-
ina sem ég ætla ekki að tíunda
hér. Gísli kom inn í líf mitt þegar
hann og Elsa systir kynntust ung
og ástfangin. Átti þá Gísli rosa
flottan bíl, rauðan Ford með
svakalegum græjum og bauð
hann mér, unglingnum, oft í bíl-
túr og Roger, Miller, Cliff og
fleiri á fullu í græjunum. Gísli og
Elsa eignuðum tvær dætur, þær
Önnu Maríu og Málfríði Huld,
sem lést aðeins 13 ára gömul eftir
erfið veikindi. Málfríður, eða
Malla eins og við kölluðum hana,
var algjör snillingur og var hún
okkur öllum harmdauði.
Elsku Elsa, Anna María, Ing-
ólfur, Einar Gísli og Þorbjörn Jó-
hann, ég votta ykkur innilega
samúð mína. Takk fyrir allt og
allt, Gísli minn.
Kveðja,
Birna.
Enn á ný er fallinn frá góður
vinur og það langt um aldur fram
og það aðeins ári á eftir bróður
sínum sem féll fyrir sama vágesti.
Gísli starfaði lengi hjá Eimskipa-
félagi Íslands, bæði sem háseti og
stýrimaður og var mjög vel liðinn
á öllum þeim stöðum sem hann
starfaði. Hann var einnig lærður
húsasmiður og vann við það um
tíma en seinna meir tók hann við
forstöðumannsstöðu hjá sund-
stöðum Reykjavíkur.
Ég kynntist Gísla heitnum fyr-
ir um 40 árum þegar við störf-
uðum báðir hjá Eimskip og í öll
þessi ár sá ég Gísla aldrei skipta
skapi enda var hann skapgóður
með eindæmum og ekki mikið í
því að deila við menn. Hann var
mikill húmoristi og naut þess að
sjá skoplegu hliðarnar á mönnum
og málefnum. Okkar vinskapur
hefur staðið í áratugi og ekki síst
í gegnum Oddfellow-regluna.
Einnig lágu leiðir okkar oft sam-
an í gegnum golfíþróttina en þar
hafði hann yfirleitt yfirhöndina
enda var hann alla tíð betri golf-
ari en ég.
Eftir að Gísli veiktist og varð
að leggjast inn á sjúkrahús heim-
sótti ég hann svo til daglega og
áttum við oft gott spjall saman og
aldrei kveinkaði henn sér eða
kvartaði undan veikindunum eða
af hverju hann þurfti að berjast
við þennan vágest en ekki ein-
hver annar. Meira að segja var
mjög stutt í húmorinn hjá þess-
um ágæta dreng þótt kvalinn
væri.
Já – enn á ný sjáum við á bak
góðum fyrrverandi sjómanni og
eins og ég hef svo sem sagt áður,
þá hefur hvarflað að mér þegar
sjómenn hafa verið að kveðja
þessa jarðvist að það sé vöntun á
góðum sjómönnum á himnafleyið
og þá hafa þeir ekki getað fengið
betri menn í þau skipsrúm sem
þar eru laus eða hjá þeim góðu
drengjum sem áður voru komnir
á það fley.
Það var yndislegt að horfa upp
á hve vel Elsa hugsaði um Gísla
sinn alla tíð og þá sérstaklega nú
þessar síðustu vikur og mánuði
sem hann lifði.
Ég og Edda sendum Elsu,
dóttur og öðrum fjölskyldumeð-
limum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Minning um góðan
dreng mun lengi lifa.
Birgir Hólm Björgvinsson.
Elsku besti pabbi minn.
Söknuðurinn er mikill. Þú
varst stór persóna í lífi mínu.
Þennan mánuð sem þú varst á
spítalanum sagði ég alltaf að þú
ættir eftir að fara í margar golf-
ferðir í lífinu og vildi ekki trúa að
þú færir svona snemma. Maður á
besta aldri. Þú fórst daginn fyrir
66 ára afmælið þitt. En ég veit að
nú líður þér betur. Verkirnir og
veikindin á bak og burt og þú
mættur í golf í Sumarlandinu.
Ég var alltaf mjög stolt af þér,
pabbi minn, alveg sama hvað þú
gerðir í lífinu. Ég man vel eftir
því þegar við biðum spennt eftir
að hitta þig þegar þú komst í land
þegar þú varst stýrimaður hjá
Eimskip. Við rúntuðum í bænum
og fengum okkur pylsu til að
stytta biðina. Ég beið eins og lítill
krakki og fylgdist með skipinu
þegar það lá á ytri höfninni á
meðan væri verið að tolla það. Og
þau skipti sem ég fékk að fara
með í siglingu. Vá, ég var ein af
þeim heppnu. Fékk að sjá heim-
inn með pabba mínum og kynnast
honum vel meðan siglt var á milli
landa. Ég man líka hvað þú varst
spenntur þegar von var á fyrsta
barnabarninu. Fórst í bæinn í
Þýskalandi og keyptir barna-
vagn. Maður kom aldrei að tóm-
um kofanum hjá þér. Þú vissir
lengra en nef þitt náði og varst
aldrei skoðanalaus. Þú hlustaðir
á alla fréttatíma og kynntir þér
hlutina í þeim löndum sem þú
ferðaðist til, hvort sem það var í
Miðjarðarhafi eða annars staðar.
Pabbi minn, það koma upp ótal
minningar og söknuðurinn er
mikill. Þú varst svo duglegur að
koma við í heimsókn og sérstak-
lega í sunnudagspönnukökurnar.
Þennan sunnudag bökuðum við
Ingi engar pönnukökur. Mikið
svakalega hlakkaðir þú til næsta
sumars. Nýbúinn að fá nýja
mjaðmarkúlu og ætlaðir þú að
þramma golfvöllinn næsta sumar
en þá greindist þú með ólækn-
andi krabbamein. Þú varst mjög
vinamargur maður og ég veit að
margir af þínum vinum taka vel á
móti þér í Sumarlandinu en mest
er ég glöð með að nú ertu komin í
faðm ömmu og afa og færð að
knúsa hana Möllu okkar sem fór
alltof snemma frá okkur.
Ég mun hugsa vel um mömmu
þar til við sameinumst á ný. Ég
kveð þig með þínum orðum: „Líf-
ið er leikur en golfið alvaran.“
Anna María.
Gísli Jóhann
Viborg Jensson
✝ Styrmir Jóns-son fæddist í
Reykjavík 4. maí
1974.
Hann lést 22.
nóvember 2015.
Foreldrar hans
eru Jón Þórarinn
Stefánsson, f. 13.
október 1940, d. 24.
desember 2009, og
Jónína V. Sigurð-
ardóttir, f. 18. októ-
ber 1945.
Systkini hans eru Guðmundur
Skúli, f. 1.11. 1964, Berglind, f.
10.8. 1968, og Þórarinn 26.5.
1977.
Styrmir eignaðist með barns-
móður sinni, Írisi
Helgu, Þórdísi
Tinnu, f. 26.6. 1996,
og Styrmi Hrafn, f.
18.2. 1998.
Með fyrrverandi
eiginkonu sinni,
Guðbjörgu, eign-
aðist hann Jón Arn-
ór, f. 17.9. 2003,
Sigurð Jóhann, f.
20.5. 2006, og
Rúnar Þór, f. 21.9.
2010.
Síðustu árin starfaði hann hjá
Reykjavíkurborg.
Útför Styrmis fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 4. desem-
ber 2015, klukkan 13.
Þann 22. nóvember fékk ég
þær hræðilegu fréttir að þú
værir farinn, farinn frá mér og
ég fengi ekki að hitta þig aftur.
Að þú fengir ekki að hitta
barnabarnið þitt sem þú varst
svo spenntur að fá að hitta.
Ég gat alltaf leitað til þín ef
það var eitthvað, ef mig vant-
aði að fá að tala við einhvern
þá gat ég alltaf hringt í þig.
Þótt þér liði illa þá sýndirðu
það ekki, þú varst alltaf glaður
og alltaf til staðar fyrir alla.
Áður en afi lést þá sá hann
alltaf um að allir hefðu sam-
band hver við annan en þegar
hann fór frá okkur þá tókst þú
við af honum.
Þú vildir hafa allt gott í
kringum þig.
Bara að ég fengi að sjá þig
einu sinni enn, segja þér
hversu mikið ég elskaði þig og
hversu mikið mér þætti vænt
um þig, bara að fá að knúsa
þig einu sinni enn.
Ég myndi gera allt til að fá
að heyra í þér bara einu sinni
enn.
Ég veit þú verður alltaf hér
hjá mér og passar alltaf uppá
mig og barnabarnið þitt.
Núna ertu kominn á betri
stað þar sem þú þarft ekki að
hafa neinar áhyggjur.
Núna ertu kominn til pabba
þíns og ég veit að þið passið
hvor upp á annan og passið
okkur öll.
Ég elska þig og ég sé þig
þegar minn tími er kominn.
Elsku pabbi.
Ég á erfitt með að tjá mínar
tilfinningar og mig skortir orð
til að tjá mig um hversu mikið
ég elska þig og sakna.
Ég sakna þín.
Til hvers fórstu, þitt bros, þitt líf?
Af hverju þú?
Ég mun alltaf elska þig og sakna.
Þín dóttir,
Þórdís Tinna Styrmisdóttir.
Síðast þegar ég heyrði í
pabba vorum við að plana að
flytja saman. Ég ætlaði að
flytja til pabba núna í byrjun
desember.
Ein af fjölmörgum minning-
um af mér og pabba var þegar
ég fór með honum og litlu
bræðrum mínum í húsdýragarð-
inn og pabbi var alltaf að djóka
hvað ég væri líkur öllum dýr-
unum þar.
Pabbi var mikill Man. Unit-
ed-maður og ég Liverpool-mað-
ur og var því mikið þrætt um
það hvort liðið væri betra, og
fór ég oft með pabba á leiki
með Manchester United.
Pabbi var mikill sundmaður
og alltaf þegar ég kom til
Reykjavíkur fór ég oft í sund
með honum og sátum við lengi í
heitapottunum og spjölluðum
um daginn og veginn.
Pabbi var alltaf glaður og
passaði upp á sína.
Lífið er þraut og leysa hana þarf,
ljúft það og sárt er í senn.
En bjartsýni fékk ég í föðurarf
og frábært lífið er enn.
Pabbi, þú hefur kennt mér svo mikið,
margt hefur þú lifað og reynt.
Ég veit að ég sterkari er fyrir vikið,
þótt erfiðleikarnir fari ekki leynt.
Ætíð má tárin af vöngum þerra,
alltaf þú varst til að hugga mig.
Þú lyftir mér úr þunglyndi verra,
þakklátur ég Guði er fyrir þig.
Takk fyrir stuðning og styrk þinn
mikla,
sterkur ég horfi framtíðar til.
Þú sýndir mér lífið sem ótal lykla
sem ganga að hverjum þeim lás sem
ég vil.
Elska þig og sé þig þegar
minn tími kemur.
Þinn sonur,
Styrmir Hrafn Styrmisson.
Elsku Styrmir minn.
Yfir þér engillinn vaki og verndi þig
dag og nótt,
hann sér til að þig ei saki og sé þér
í huga rótt.
Hvert sem leið þín liggur, ljúfur hann
fylgir þér.
Ég veit þú vernd hans þiggur, sem
vinargjöf frá mér.
Kveðja frá móður.
Jónína V. Sigurðardóttir.
Síðast þegar ég heyrði í
bróður mínum var þegar hann
hringdi í mig og sagði mér að
Man United hefðu unnið leikinn
og að þeir væru komnir í annað
sæti í deildinni. Hann hélt mik-
ið uppá Man United og hafði
sterkar skoðanir á liðinu.
Ég var úti að hjóla þegar
mamma hringdi og sagði að
eitthvað hefði komið fyrir bróð-
ur minn, ég var ekki langt frá
heimilinu mínu en mér fannst
svo löng leið
til að heyra meira um það
áfall sem fjölskylda okkar hafði
orðið fyrir.
Bróðir minn setti sig alltaf í
annað sæti, og aðra náttúrulega
í fyrsta sæti. (Þannig hugsaði
minn kæri bróðir.)
Styrmir tók við af pabba
okkar, þegar hann lést, að
halda fjölskyldunni saman og
var sá sem hringdi í alla oft á
dag til að heyra í okkur, hann
var duglegur að fara reglulega
upp í kirkjugarð til að heim-
sækja þá sem hvíla þar.
Ég man þegar við byrjuðum
að vinna saman sem dyraverðir
á gamla
Fógetanum, þá var ég
sautján og hann tuttugu ára,
þar áttum við margar góðar
minningar. Eins og þennan
grínfrasa: „Ég er dyravörður, á
ég að henda þér út!“
Ein af bestu minningum mín-
um með elsku bróður mínum
var þegar við ákváðum að
hrekkja pabba.
Þegar það var verið að gera
kjallarann í Logafoldinni
ákváðum við að gera holu fyrir
innan hurðina, fórum síðan upp
að leika okkur, mamma bað
pabba að fara með hjólin niður
í kjallara sem hann og gerði,
kom svo brjálaður upp allur í
sandi og ætlaði að skamma
okkur en þá sprakk mamma úr
hlátri og pabbi gat ekki
skammað okkur því hann fór að
skellihlæja líka.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku besti brósi minn, þín
er sárt saknað og ég elska þig.
Þinn bróðir,
Þórarinn Jónsson.
Elsku Styrmir minn.
Við erum vinir, Jónína og
Styrmir. Elsku bestur, hvíldu í
friði og ég sakna þess svo mikið
þegar þú kitlar mig og leikur
við mig. Við erum bestu vinir
að eilífu.
Ég vildi að þú kæmir alltaf
að sækja mig í skólann en ég
veit að þú getur það ekki þann-
ig að þú labbar bara með mér
heim úr skólanum.
Hafðu það gott með afa og
ég veit að þið passið upp á okk-
ur.
Ég elska þig, elsku Styrmir
minn. Ég mun sakna þín að ei-
lífu og aldrei gleyma þér.
Þín frænka og vinkona,
Jónína Erla Þórarinsdóttir.
Orðatiltakið: „Kaldar hend-
ur, hlýtt hjarta,“ átti svo sann-
arlega við um hann Styrmi,
hann vildi allt fyrir alla gera og
var alltaf góður við alla í kring-
um sig.
Það var alltaf gaman að hitta
Styrmir því stelpurnar okkar
Tóta litu rosalega upp til hans
og héldu alltaf mikið uppá
hann, þá sérstaklega Jónína
Erla sem vildi alltaf fara til
Stymma frænda að horfa a Star
Wars.
Ég á mjög erfitt með að trúa
að hann sé farinn frá okkur
svona snemma þegar lífið var
rétt að byrja.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Þín er sárt saknað.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín vinkona,
Sigurlaug Helga
Birgisdóttir.
Styrmir Jónsson