Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 39
það vill henda í ljóðum
að þegar þokunni léttir
taki hún með sér fjallið
Þannig hljóðar ljóð Sjóns um
skáldskaparlistina, „ars poetica“,
knappasta ljóðið í nýrri bók hans,
Gráspörvar og ígulker. Það er til-
einkað látnum
skáldbróður,
(s.h.g.), Stef-
áni Herði
Grímssyni, og
útskýrir fyrir
okkur les-
endum hvers
skáldskap-
urinn er
megnugur:
getur svo auðveldlega fært fjöll. Og í
ljóðum sínum hefur skáldið, með
bakgrunn í Íslandsdeild súrreal-
ismans, iðulega leikið sér að öðru
eins – og heldur því áfram hér með
eftirtektarverðum árangri.
Í upphafsljóði bókarinnar segir
ljóðmælandinn frá draumi sem hann
dreymdi 26 ára gamall og stendur í
honum fimm til sjö ára gamall ber-
fættur á náttfötum við hlið á Hóla-
vallakirkjugarðinum, „annaðhvort
eru náttfötin röndótt eða skuggarnir
af járnrimlum hliðsins falla á hvítt
bómullarefnið“, og hann horfir inn í
dimman kirkjugarðinn. Prósaljóðinu
lýkur á þessum línum:
allt frá því mig dreymdi hann hafa
skilin milli þessa draums og raunveru-
legra bernskuminninga orðið óljósari.
og nýverið tók mig að renna í grun að
ég hafi ekki vaknað — ég standi þar
enn. (7)
Þetta er knöpp og vel mótuð bók,
í litlu broti og fjórum hlutum. Ljóðin
kallast á ýmiskonar hátt á við fyrri
verk skáldsins en þenja ljóðheim
hans út um leið. Hér segir til að
mynda af draumum, eitt ljóðið nefn-
ist„melankólía“ og þar sem segir af
konu sem hvílist í myrkursæng og
er guð sítrónutrjáa, salamandra og
silfurbergs en heimurinn breytist á
meiri hraða en hún gerir ráð fyrir
og ræður við; og í prósanum
„(reykjavíkurhöfn)“ segir af nætur-
stefnumóti ljóðmælandans þegar
hann var ungur og rauðhærðrar
jafnöldru og þau ganga niður að
höfn og þar er háfjara og þau ganga
um sjálfan hafsbotninn „með sínum
raka og ögrandi jurtagarði“, dvöldu
í „þeim ævintýraskógi bryggj-
ustólpa og blöðruþangs“. Og alltaf
síðan þegar ganga ber hann að þess-
um stað „fyllir það mig súrrealískri
sælu að vita að það er veruleiki en
ekki draumur að einmitt þar, niðri í
djúpinu, var ég einu sinni á næt-
urgöngu með ókunnugri stúlku“
(45).
Í sumum ljóðanna er þannig dval-
ið á djúpsævi; í kjörlendi súrreal-
istanna, en heimarnir eru fleiri, og
raddirnar fjölbreytilegri enda er
þetta margbrotið verk. Þessi lesandi
nær þó síst sambandi við annan
hlutann, danse grotesque sem Sjón
greindi frá í samtali að hefði verið
saminn út frá ljósmyndaverkum
Cindy Sherman, ljósmyndarans sem
færir sjálfa sig í gervi og myndar;
sum verkin æði nöturleg og ögrandi.
Á níu síðum segir frá líki tröllvax-
innar konu sem finnst, „gert af lík-
um tólf kvenna / sem létust fyrir
andartaki síðan / hver með sínum
hætti / hver á sínum stað / hver á
sinni öld // yfirgefið líf“. Skáldið
beitir hér stílbrögðum á borð við
klifun og markvissa hrynjandi, í lýs-
ingum á konunni og benjum hennar
og síðan hvernig tekist er á við að
koma líkinu í dansinn gróteska.
Þótt skáldið sýni afar traust tök á
ljóðmálinu hér sem annars staðar
hrífa hin innhverfari og persónu-
legri ljóð bókarinnar meira. Eins og
í „koddahjal um lágnættið“, þar sem
skiptast á raddir karls og konu,
hann með þrjár línur, aggressívari,
útþandar myndir, og hún svarar
með tveimur, mildari, en samtalið
með kynferðislegum undirtónum,
eins og má sjá hér í upphafi:
hann:
þau leggja úr höfn — fjögur tankskip
með harðsóttan farm — lestar fullar
af tárum og svita — hráka og sæði
hún:
þar vakir svört urt
og blæðir sandi (39)
Lokahluti bókarinnar er hið milda
og hugljúfa „draumkvæði úr suður-
höfum“, með tileinkunina „til ásu“.
Það hefst á þessum línum:
eyjan festir blundinn
ljósunum fækkar
í híbýlum mannanna
þögn umvefur
hvert fræ og korn
á myrkrum ökrunum.
Frá giljum berst vængjasláttur
veru sem flögrar „tré úr tré / og
stelur hrekkjum / apakattanna / úr
loðnum kollum þeirra“, og „þá ertu
sofnuð“ og ljóðmælandinn hugsar til
liðins dags og samtals við konuna og
í tímalausri og lokkandi fagurri
mynd úr orðum leggur hún frá sér
talnaband „í miðju bókarinnar / sem
öll skáld þrá að lesa“. Og „hún færir
dreymandi andlit þitt / að álftar-
fiðruðu brjósti sínu / smeygir litla-
fingri inn í munninn / …“ Nóttin líð-
ur í þeirri hugljúfu og hljóðlátu
stemningu sem skáldið skapar og
þegar birtir lýkur bókinni með fögr-
um lokahluta ljóðsins:
eyjan losar svefninn
við híbýli mannanna
eru apakettirnir komir á stjá
brátt verður vinnuljóst á ökrunum
draumurinn lyftist af augnlokum
þínum
hún opnar augun
— dagsbirtan (60)
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skáldið „Ljóðin kallast á ýmiskonar hátt á við fyrri verk skáldsins en þenja
ljóðheim hans út um leið,“ segir rýnir um nýja ljóðabók Sjóns.
Þegar þokan tekur
með sér fjallið
Ljóð
Gráspörvar og ígulker bbbbn
Eftir Sjón.
JPV forlag, 2015. Kilja, 64 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
Einleikurinn
Fjalla-Eyvindar
verður sýndur á
lofti Gamla bank-
ans að Aust-
urvegi 21, Sel-
fossi, í kvöld kl.
20. Sýningin er
samin og leikin
af leikaranum
Elfari Loga
Hannessyni.
Á undan sýningunni mun Guð-
mundur G. Þórarinsson segja frá
sinni sýn á lífshlaup Fjalla-
Eyvindar. Miðaverð er kr. 2.800.
Fjalla-Eyvindur
sýndur á Selfossi
Elfar Logi
Hannesson
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
H
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn
Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn
Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn
Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn
Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 6/12 kl. 19:30
Lokasýning
Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Björn Hlyn Haraldsson.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/12 kl. 19:30
Lokasýning
Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn
Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 13:00
Lau 5/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 14:30
Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn
Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn
Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 4/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00
Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00
Lau 12/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistarastykki
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00
Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Sókrates (Litla sviðið)
Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00
Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00
Fim 10/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00
Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Mávurinn (Stóra sviðið)
Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00
Takmarkaður sýningartími
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00
Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS
Láttu bara eins og ég sé ekki hérna (Ýmis rými baksviðs önnur
en salur)
Mið 9/12 kl. 18:00 Fim 10/12 kl. 18:00 Sun 13/12 kl. 17:00
Mið 9/12 kl. 19:00 Fim 10/12 kl. 19:00 Sun 13/12 kl. 18:00
Mið 9/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 19:00
The Valley (Salur)
Lau 19/12 kl. 20:30
KATE (Salur)
Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00
Ævintýrið um Augastein (Salur)
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 15:00 Sun 13/12 kl. 15:00 Sun 20/12 kl. 15:00