Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
✝ Sigrún Guð-mundsdóttir
fæddist í Króki,
Ásahreppi, Rang-
árvallasýslu, 12.
nóvember 1931.
Hún lést 20. nóv-
ember 2015.
Hún var yngst
fjórtán barna
hjónanna Guðrúnar
Gísladóttur, f.
13.12. 1889, d. 6.9.
1935, frá Árbæjarhelli í Holtum
og Guðmundar Ólafssonar, f.
21.12. 1888, d. 2.5. 1989, frá
Króki, Ásahreppi.
Systkini hennar voru: Guðrún
Lovísa, f. 1915, d. 2007, Viktoría
Guðrún, f. 1916, d. 2002, Guð-
bjartur Gísli, f. 1918, d. 1996,
Ólafur, f. 1920, d. 2009, Eyrún, f.
1921, d. 2014, Hermann, f. 1922,
d. 2014, Kristín, f. 1923, Dag-
björt, f. 1925, d. 2011, Sigur-
björg, f. 1926, d. 2014, Ingólfur,
f. 1927, d. 2006, Valtýr, f. 1928,
Ragnheiður, f. 1929, d. 1999,
Gísli, f. 1930, d. 1977.
Sigrún giftist 25.12. 1958
Ólafi Benediktssyni, f. 6.11.
1927, d. 29.7. 2012, frá Hrauni í
Trékyllisvík á Ströndum.
tóku þá að mestu við uppeldinu
ásamt föður hennar sem hélt þó
barnahópnum saman. Sigrún
hlaut hefðbundna skólagöngu
þessara ára. Á unglingsárum
var hún í kaupavinnu á bæj-
unum í sveitinni en upp úr tví-
tugu flutti hún til Reykjavíkur
og vann meðal annars á Prjóna-
stofunni Malín. Sigrún fór á
Húsmæðraskólann á Laug-
arvatni 1956-57.
Fyrstu árin í Keflavík sinnti
hún dætrunum og heimilinu en
síðar fór hún á vinnumarkaðinn.
Árið 1972 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur og bjó í Fossvog-
inum. Hún vann ýmis störf en
lengst af sem gangastúlka á
Landspítalanum.
Sigrún settist á skólabekk 49
ára og tók gagnfræðapróf frá
Miðbæjarskólanum í Reykjavík.
Þaðan lá leið hennar í undirbún-
ingsdeild fyrir sjúkraliðanám og
síðan í Sjúkraliðaskóla Íslands,
þar sem hún útskrifaðist sem
sjúkraliði 1985.
Hún starfaði lengst af sem
sjúkraliði á A-7 á Borgarspít-
alanum. Hún sat í stjórn Eftir-
launadeildar sjúkraliða um ára-
bil. Hún starfaði í áratug sem
sjálfboðaliði í Rauðakrossbúð-
inni. Þau hjónin áttu land í
Rangárþingi ytra og settu niður
sumarhús. Útför Sigrúnar fer
fram frá Háteigskirkju í dag, 4.
desember 2015, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Foreldrar hans
voru Benedikt Sæ-
mundsson, f. 7.5.
1882, d. 28.1. 1956,
og Hallfríður Petr-
ína Jónsdóttir, f.
20.8. 1887, d. 7.7.
1947.
Sigrún og Óli
hófu búskap í
Keflavík á Hring-
braut 104 en þar
hafði hann byggt
sér hús áður en þau kynntust.
Börn Sigrúnar og Ólafs eru:
1) Hallfríður, f. 8.7. 1958. Maki
Sigurður Leifsson, f. 1955. Eiga
þau þrjár dætur: a) Hildur, f.
1980. Gift Henry Birgi Gunn-
arssyni, f. 1977. Börn þeirra eru
Ísak Daði, f. 2003, og Ísabella, f.
2005.
b) Una Björk, f. 1983, sam-
býlismaður hennar er Vincent
Franz Wood, f. 1986. c) Sigrún
Ýr, f. 1990.
2) Guðrún, f. 3.3. 1963. Maki
Ingi Ragnar Pálmarsson, f.
1956. Þau eiga tvo syni, Kára, f.
1992, og Dag, f. 2005.
Sigrún ólst upp í Króki, Ása-
hreppi. Á fjórða ári missti hún
móður sína. Eldri systur hennar
Elsku mamma, það er með
sorg í hjarta að ég skrifa þessi
minningarorð um þig. Ég er
samt svo þakklát og finnst ég
hafa verið svo lánsöm að hafa
alla tíð átt þig að. Þú lést okkur
Fríðu líka finna hve glöð þú
varst að eiga okkur dætur þínar.
Það er okkur dýrmætt. Þú varst
mjög traust og hreinskiptin og
hlúðir að okkur fjölskyldu þinni
alla tíð. Við reyndum að gera
slíkt hið sama við þig. Nú er
jólafastan en þú varst mikið
jólabarn. Þú hélst alltaf í barns-
legan spenning yfir jólunum.
Þegar við vorum litlar saumaðir
þú á okkur systurnar jólaföt og
jafnvel náttföt og naust aðstoðar
Böggu systur þinnar. Þú útbjóst
alltaf frómas og vildir helst fara
í kirkju á aðfangadagskvöld.
Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn
voru það ófá bréfin og sending-
arnar sem glöddu mig sem ég
fékk frá ykkur pabba. Að
ógleymdum heimsóknunum.
Eftir að unglingaspennu og
mæðgnaátökum hafði að mestu
lygnt brölluðum við margt sam-
an. Hlógum, grínuðumst og gát-
um oftast séð gleðina í hinu
smáa. Við vorum saman í yoga
og einn vetur vorum við einu
sinni í viku í hláturyoga. Það var
alltaf tilhlökkun fyrir okkur. Við
deildum mörgum áhugamálum
eins og leikhúsi, bókmenntum,
menningu og ræktun og þú
kenndir mér að ráða krossgátur
núna í seinni tíð. Þú varst hrif-
næm, forvitin og áhugasöm um
lífið og áhuga þinn var auð-
kveiktur. Vini varstu að eignast
allt lífið en það þýddi ekki að
þeim gömlu væri gleymt. Þér
fannst mjög margt spennandi og
skemmtilegt og naust þess að
fara á kaffihús og niður í bæ
hvort sem var á 17. júní eða
Menningarnótt. Þú fylgdist vel
með í þjóðfélaginu. Minnið brást
þér aldrei og þú reiknaðir auð-
veldlega í huganum eins og ekk-
ert væri. Það kom sér vel þegar
þið Dagga unnuð saman í
Rauðakrossbúðinni en þar voruð
þið sjálfboðaliðar einu sinni í
viku í yfir áratug og ótrúlega
gaman að koma til ykkar. Alltaf
varstu tilbúin að aðstoða okkur
og taka til hendinni. Þegar ég
átti strákanna mína þá hjálpaðir
þú okkur mikið og það var oft
grínast með að „au pair“ stúlkan
væri mætt þegar þú komst í hús.
Í nóvember 2012 fórum við í
ógleymanlega vetrarferð í Þórs-
mörk með Ferðafélagi
barnanna. Gistum í skálanum í
Langadal, fórum í gönguferðir
og stjörnuskoðun í miklum snjó
og frábæru vetrarveðri. Við fór-
um mikið í „Austur“ í þitt nota-
lega timburhús og stússuðum
þar með jarðarber og annan
gróður ásamt því að hlúa að
fuglunum. Handavinna og bóka-
lestur var heldur aldrei langt
undan þegar ekki viðraði til úti-
veru. Eftir að pabbi dó 2012 og
svo Bagga frænka 2014 þá
varstu mjög sorgmædd en
reyndir samt að finna sorginni
farveg. Þú hélst áfram í þínu
hláturyoga og sundleikfimi, sem
þið systurnar höfðu verið saman
í en þú saknaðir þeirra mikið.
Síðasta sumar áorkaðir þú
miklu. Lést gera upp legstein
foreldra þinna, fórst á ættarmót
og lést útbúa sængurföt með
milliverki hekluðu eftir þig
handa yngsta ömmubarninu. En
barnabörnin eiga öll sett eftir
þig. Ég kveð þig elsku mamma
og óska mér þess að þú sért
flogin á vit ævintýranna og
barnslega gleðin og tilhlökkunin
fylgi þér.
Þín dóttir,
Guðrún.
Vertu’ öllum vinur vænn, án þess að
leggjast lágt;
og reynist vinir verðugir, þá læstu þá
fast
að hjarta þér með streng úr stáli.
(Hamlet eftir W. Shakespeare)
Þetta er mjög auðveld minn-
ingargrein fyrir mig að skrifa,
vegna þess að ég þarf ekki að
byrja að útlista, í hinum og þess-
um skrauthvörfum, alla hennar
bresti og takmarkanir. Hún var
einfaldlega yndisleg við mig. Gaf
sér alltaf tíma til að lesa fyrir
mig, sækja mig á æfingar þegar
foreldrar mínir voru í stressi að
ná því, og til að hringja í okkur
daglega. Mér finnst leiðinlegt að
hún hafi þurft að bíða þangað til
að ég fullorðnaðist til að ég
kynni að meta það af alvöru.
Í seinni tíð urðum við mjög
góðir vinir, það skapaðist
skemmtileg hefð þar sem ég
kom til hennar reglulega, oftast
um helgi, og svo keyptum við
okkur nr. 5 af Thai matstofunni
(aldrei annað) og lásum. Við
skiptumst alltaf á að borga. Mig
minnir að hún hafi borgað síð-
ast, svo ég skulda henni einn.
Hún nennti að ræða bókmenntir
við mig. Hún lá og hvíldi augun
á meðan ég las. Og hún tók svo
vel eftir! Þó hún lægi bara og
hlustaði. Hún mundi smáatriði
úr sögunum, töluvert erfiðara
þegar maður hlustar en les ekki
sjálfur (fyrir mig allavega). Hún
gat rökrætt við mig einstaka
hluti úr Dýrabæ Orwells eða
hlegið með mér að því hvað
Svava Jakobsdóttir gat skrifað
klikkaða og fyndna texta. Að
einhver í fjölskyldunni skyldi
deila þessum áhuga var, og er,
mér mjög dýrmætt og þær
minningar verða auðlind fyrir
mig í framtíðinni. Ég á eftir að
sakna hennar ferlega. Eflaust
þegar ég get ekki boðið henni
upp á tælenskan næst þegar ég
rekst á bók sem ég held að við
hefðum bæði gaman af.
Ég vil enda þetta á smá
áminningu, vegna þess að það að
lifa í 84 ár og gera eins mikið og
hún gerði, eignast jafnmarga
vini og hún gerði er eitthvað til
að fagna að hafi gerst. Ekki eitt-
hvað til að syrgja. Hér koma
opnunarlínurnar úr bók sem ber
þann undurfagra titil (sem
hljómar ennþá betur á íslensku
en frummálinu), „Að rekja upp
regnbogann“ (Unweaving the
rainbow). Textinn er þýddur af
mér. „Við eigum eftir að deyja,
og þess vegna erum við heppin.
Flestir eiga ekki eftir að deyja
vegna þess að þeir eiga ekki eft-
ir að fæðast. Mögulegur fjöldi
fólks sem hefði getað verið hér í
okkar stað en mun aldrei koma
fram í dagsljósið er fjölmennari
en það eru sandkorn á Arabíu-
skaga. Áreiðanlega eru meðal
þessara óbornu drauga leiknari
skáld en Keats, vísindamenn
snjallari en Newton. Þetta vit-
um við vegna þess að samsetn-
ingarnar af hugsanlegum mann-
eskjum sem erfðaefnið okkar
býður upp á eru svo langt um
fleiri en fjöldinn af fólki sem er í
alvöru til. Frammi fyrir þessum
sljóvgandi líkum eru það þú og
ég, sem í hversdagsleika okkar,
erum hér. Við örfáu í forrétt-
indastéttinni, sem unnum í
happdrættinu og urðum að
veruleika, og það gegn svo vold-
ugum líkindum, hvernig vogum
við okkur að orga framan í óhjá-
kvæmileikann að okkur skuli
einn daginn vera skilað aftur í
það ástand sem þessi mikli
meirihluti mun aldrei rísa úr.“
Kári Ingason.
Elsku amma. Ég kveð þig
með söknuði og erfitt er að
hugsa til þessa að þú sért farin
úr jarðnesku lífi, en minning-
arnar eru margar og góðar.
Amma, þú varst svo hjartahlý
og umhugað um aðra. Nærvera
þín var svo góð. Það var lítið mál
að glettast við þig og ræða hin
ýmsu mál. Þú varst vinamörg og
félagslynd og það var aðdáun-
arvert hvað þú varst dugleg að
fara upp á Hæðargarð í selskap.
Fyrstu minningarnar eru
klárlega allar góðu sundferðirn-
ar í Laugardalslaugina með þér,
mömmu og Unu systur. Við
mæðgurnar fórum ófáar göngu-/
hjólaferðir frá heimili okkar yfir
Fossvoginn til þín í kaffi. Ferða-
lög og bústaðarferðir með ykkur
afa, mömmu og pabba. Okkur
Unu systur þótti mjög gott að
vera í Gautlandinu hjá ykkur
afa, þar mátti gera hvað sem er.
Fara í búðarleik með alla
skóna ykkar og hengja allt
skrautið þitt úr skartgripaskrín-
inu þínu á okkur og margt fleira.
Við sóttumst oft í að fá að gista
hjá ykkur afa, var þá alltaf ís
eftir matinn og þú last alltaf
góða bók fyrir svefninn, eins og
Börnin í Ólátagarði.
Þér var umhugað um ætt-
ingja þína og varst með bók sem
þú skráðir í nýja fjölskyldumeð-
limi og afmælisdaga. Þú varst
með allt á hreinu. Þó að nærfjöl-
skylda okkar sé ekki mjög stór
áttir þú þrettán systkini og öll-
um ættingjum þeirra fylgdist þú
ekki síður vel með.
Þú sagðir mér margt um
æsku þína og hvernig var að
alast upp á Króki í stórum
systkinahópi án móður frá
þriggja ára aldri. Þú varst þakk-
lát fyrir eldri systur þínar sem
gengu þér í móðurstað.
Þú varst alveg ótrúleg í sum-
ar á ættarmótinu og tókst þátt í
öllu fjörinu og hafðir gaman af.
Það var gaman að fylgjast með
þér njóta þín svona mikið.
Í seinni tíð hittumst við reglu-
lega og áttum stundum helgar
saman í sveitinni hjá foreldrum
mínum.
Takk, elsku amma, fyrir alla
ullarsokkana sem þú prjónaðir á
mig og mína. Sérstaklega þótti
mér vænt um sokkana sem þú
prjónaðir á mig í veikindunum
og gafst mér í afmælisgjöf í
október. Þeir eru mikið notaðir.
Það var ekki hægt að hugsa
sér betri ömmu. Takk fyrir allt,
elsku amma mín.
Ég veit að afi hefur tekið vel á
mótið þér, þú saknaðir hans
mikið.
Hildur.
Sigrún Guðmundsdóttir var
vinkona mín og hún var amma
mín. Amma rauða, amma litríka,
amma með fallegu hendurnar og
möndluaugun, amma sem elsk-
aði sund og krem og fór með
mér í fjöruferðir og sýndi mér
olnbogaskeljar, og amma sem ég
mátaði föt með og hafði gaman
af útganginum á mér. Amma
með langa granna nefið sitt.
Hún var amma í Rauða kross-
búðinni í vinkonuhópnum mín-
um og þar var ég lengi vikulegur
fastagestur í kaffi. Í þessum
heimsóknum fékk ég að kynnast
Döggu, vinkonu hennar, og sam-
an ræddum við þrjár heimsins
mál milli fataleikja. Þessi tími
skiptir mig miklu og lagði
grunninn að vináttu okkar, vin-
áttu milli tveggja fullorðinna
kvenna, önnur ung, hin gömul.
Við kleinubakstur gat hún
hlegið að því þegar ég sá líkindi
milli kleinanna og ónefnds lík-
amsparts og amma gat séð
spaugilegar hliðar á tilverunni
þrátt fyrir að hún væri orðin
máttvana og í nálægð við dauð-
ann. Þegar ég sat hjá henni á
líknardeildinni í vetur sé ég
mest eftir því að hafa ekki sung-
ið fyrir hana.
Í ömmu skynjaði ég hvernig
saman runnu fortíð og nútíð.
Hún sagði mér frá æskunni,
tunglbjörtum göngum á leið í
skólann yfir vetrartímann,
klædd þæfðum ullarflíkum yst
sem innst. Hún kynnti mig fyrir
blóðbergstei og alla tíð hændi
hún að sér krumma með mat-
argjöfum á stóra steininum við
Gautlandið. Þannig var amma
og í henni fann ég menningar-
arfinn og ræturnar í miðri
Reykjavík.
Hennar hugsun var lituð af
réttlætiskennd og mannkærleik.
Hún sagði að ljótar hugsanir
skemmdu mann að innan og ég
held að hún hafi haft rétt fyrir
sér. Kannski gerir elskan það að
verkum að manneskja verður
bjartari á að líta en aðrar og
kannski dýpkar elskan sýn
manns. Í mínum augum bar hún
amma mín með sér fínlega og
tæra, bjarta nærveru og ég held
að hún amma mín hafi verið
reglulega vel innrætt mann-
eskja. Henni tókst að varðveita
hluta af dýrmætum barnsljóm-
anum í sjálfri sér.
Ég sakna hennar og söknuð-
urinn mun dýpka í hjarta mínu
með tímanum því ég finn hana
ekki lengur hér. Ég vona inni-
lega að ég hitti hana aftur hinu-
megin og ég sé hana fyrir mér
upp á heiði, því amma var í
tengslum við náttúruna og þar
vil ég hitta hana aftur með
munninn fullann af berjum. Þín,
Una.
Mín kæra mágkona og elsku-
leg vinkona til margra ára er
farin frá okkur til betri heima.
Vinskapur okkar var langur og
góður allt frá því að ég kynntist
Gísla bróður Sigrúnar þegar ég
fór í sveit eins og títt var um
börn og unglinga á stríðsárun-
um. Ég lenti í Króki í Holtum og
þar var Sigrún yngst fjórtán
barna. Guðmundur faðir hennar
varð tengdafaðir minn þegar við
Gísli giftum okkur. Guðmundur í
Króki var einstakur maður.
Hann hafði alið upp þennan
barnahóp einn, því Guðrún
Gísladóttir kona hans féll frá að-
eins rúmlega fertug. Þetta var
kátur hópur og í árlegum ferða-
lögum um landið seinna meir
var ávallt glatt á hjalla. Guð-
mundur dreif sig yfirleitt með
en hann varð rúmlega hundrað
ára og einstaklega ern og minn-
ugur fram á síðustu stund.
Því miður féll Gísli minn frá
alltof snemma en við Sigrún
systir hans héldum okkar vin-
áttu. Seinna erfðum við nokkra
hektara lands austur í Holtum
og höfum verið duglegar að
rækta þar gróður og tré, og vor-
um stoltar af. Einnig gerðumst
við báðar sjálfboðaliðar hjá
Rauða krossinum og unnum
saman í verslun Rauða krossins
á Laugaveginum í mörg ár. Allt-
af var gott að vera nálægt Sig-
rúnu. Hún var glaðlynd og for-
vitin og hafði áhuga á flestu sem
lífið hefur upp á að bjóða. Góðu
heilli dró hún mig með sér í alls
konar starfsemi í Hæðargarði
og sé ég ekki eftir því. Og mörg-
um kvöldum eyddum við í að
ráða krossgátur gegnum síma
og botna gamlar vísur. Dætur
hennar og aðrir aðstandendur
syrgja nú yndislega móður og
góða konu og ég votta þeim
mína innilegustu samúð.
Dagbjört Sóley
Snæbjörnsdóttir.
Hún Sigrún, litla systir hans
pabba míns, er dáin. Hún var
líka ein síðasta fjöruga vinkona
mömmu minnar, sem nú situr
eftir með Ríkisútvarpið eitt sér
til gamans.
Hóll, Traðir, Nátthagi, Bjalli,
Leynir, Neðri-Leynir, Leynis-
klettur, Kotklettur, Teigur,
Teiggil, Rásir, Kúabakki,
Háskaklettur, Svartibakki,
Mýrarvík, Miðklettur, Snös,
Réttarbakki, Sauðhóll, Gjáin,
Borgin, Eystri-Snasir, Tögl,
Krosshóll, Reiðhólar, Flóð,
Engjarimi, Lambhagahóll,
Hrafnaklettur, Hvammur, Kríu-
tangi, Djúpidalur, Lambhaga-
mýri, Birgisklettar, Hryggur,
Lónsmýri, Ós.
Innan um þessi örnefni á
bökkum Þjórsár lék Sigrún sér í
uppvextinum, þeysti um votar
mýrarnar á hestum eða skaut-
um, tíndi ber, sótti beljurnar og
vann öll þau fjölmörgu störf sem
ég kann ekki einu sinni að nefna.
Hún var yngst fjórtán systkina
sem öll komust þarna til manns
undir verndarvæng einstæðs
föður.
Sigrún var hláturmild og for-
vitin um heiminn í kring, tók
einstaklega vel eftir okkur öllum
og mannlífinu, sótti leikhús og
menningu og var alltaf fordóma-
laus og til í tuskið.
Mig langar að þakka henni
samfylgdina og nærgætnina og
vona bara að hún busli nú í friði
á volgum svörtum söndunum við
vaðið á fljótinu mikla, eins og
hún gerði á góðum dögum sem
barn.
Guðrún Snæfríður
Gísladóttir.
Það var haustið 1956 sem við
hittumst 32 stúlkur í Lindinni á
Laugarvatni og erindið var að
læra eitthvað gagnlegt í sjö
mánuði. Í dag erum við að
kveðja eina úr hópnum, Sigrúnu
Guðmundsdóttur, hún er sú sjö-
unda sem kveður. Hún var sú
elsta í hópnum, við hinar fæddar
á árunum 1935-1940. Sigrún
kom úr Ásahreppi, við hinar
komum nánast úr öllum lands-
hlutum.
Þarna myndaðist góður vin-
skapur sem haldist hefur í ár-
anna rás og saumaklúbburinn
okkar fastur í sessi síðan. Við
höfum gert margt skemmtilegt í
gegnum árin, ógleymanleg
ferðalög verið farin innanlands
og utan og dansað og sungið.
Mér fannst alltaf, þennan vetur
okkar á Laugarvatni, hún Sig-
rún vera þroskuðust af okkur,
hún var yngst af mjög stórum
systkinahópi og missti mömmu
sína mjög ung. Henni var margt
gefið, hún var létt í skapi, alltaf
var gott að leita til hennar. Hún
fylgdist vel með því sem var að
gerast í þjóðfélaginu og það var
gott að hlæja með henni. Já-
,maður kom alltaf betri eftir
samtal við hana. Sigrún var
viljasterk með ákveðnar skoðan-
ir og áræðin, t.d. dreif hún sig í
skóla á miðjum aldri, byrjaði á
gagnfræðaprófinu og lærði svo
sjúkraliðann og vann eftir það á
Borgarspítalanum í Fossvogi.
Það kom sér vel fyrir hana að
kunna til verka þegar Óli veikt-
ist og sannarlega voru samhent
hjón þar á ferð og eins og ekkert
væri breyttu þau t.d. mataræði
sínu eins og þurfti vegna veik-
inda Óla en það getur reynst
mörgum erfitt.
Sigrún vinkona hennar og
skólasystir okkar bjó fyrir norð-
an og þegar hún kom til Reykja-
víkur bjó hún hjá þeim hjónum
og síðustu ferðir hennar suður
voru vegna veikinda og studdu
þau Sigrún og Óli hana vel í öllu
því ferli.
Það var fallegt að fylgjast
með því og óhætt er að segja að
Sigrún hafi kvatt þetta líf með
reisn. Hún var svolítið óupplögð
þegar síðasti saumaklúbbur var
en ekki að hún væri veik, alls
ekki.
Við Lindarmeyjarnar þökk-
um góða samfylgd og vottum af-
komendum hennar innilega
samúð.
Hulda.
Sigrún
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Takk fyrir allt, elsku
amma mín.
Mér tregt er um orð til að þakka
þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og
blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla
tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún)
Þín
Sigrún Ýr.