Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
✝ Guðrún Bene-diktsdóttir
fæddist á Efra-
Núpi í Miðfirði,
Húnaþingi vestra,
10. júlí 1928. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 22.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Guðmundsdóttir
húsfreyja, f. 4.10. 1907, d. 19.7.
1993, og Benedikt H. Líndal
hreppstjóri og bóndi, f. 1.12.
1892, d. 31.10. 1967. Systkini
Guðrúnar eru Pálína Ragnhild-
ur, f. 1925, d. 2008, Guðmundur
Skúli, f. 1927, d. 1986, Hjördís,
f. 1930, Brynhildur, f. 1934,
Sigríður, f. 1937, Alda, f. 1942,
og Ketilríður, f. 1947.
Guðrún giftist 26.1. 1950
Aðalbirni Benediktssyni
héraðsráðunaut og bónda, f.
23.7. 1925, d. 13.8. 2008. For-
eldrar hans voru Ólöf Sigfús-
dóttir húsfreyja á Aðalbóli í
Miðfirði, f. 22.2. 1894, d. 17.4.
1983, og Benedikt Jónsson
bóndi á Aðalbóli, f. 28.6. 1895,
d. 30.1. 1988.
Dætur Guðrúnar og Aðal-
bjarnar eru: 1) Sigrún, f. 1949,
prófessor við Háskóla Íslands,
gift Þórólfi Ólafssyni tann-
Ernir Daði, Óttarr Birnir og
Styrmir Hrafn.
Guðrún og Aðalbjörn hófu
sambúð sína á Hvanneyri í
Borgarfirði þar sem Aðalbjörn
var nautgriparæktarráðu-
nautur árin 1949-51. Árið 1951
gerðust þau bændur að Aðal-
bóli í sambýli við tengdafor-
eldra hennar. Vorið 1953 fluttu
hjónin með dætur sínar að
Reykjaskóla, þar sem Aðal-
björn hóf störf hjá Búnaðar-
sambandi V-Hún. og var ári
síðar ráðinn sem héraðsráðu-
nautur. Fjölskyldan flutti 1956
að Laugarbakka í Miðfirði og
bjó þar til 1964 er þau hjón
byggðu nýbýlið Grundarás. Hin
síðari ár bjuggu Guðrún og
Aðalbjörn í Reykjavík.
Guðrún lauk stúdentsprófi
frá Öldungadeild Mennta-
skólans við Hamrahlíð 1976 og
kennaraprófi frá Kennarahá-
skóla Íslands 1981. Hún stund-
aði kennslu við grunnskóla um
árabil allt frá 19 ára aldri. Hún
var í mörg ár farkennari bæði í
Fremri-Torfustaðahreppi í
Miðfirði og í Hrútafirði, en
börnin gistu á bóndabæjum þar
sem kennslan fór fram. Síðast
kenndi Guðrún við Grunnskól-
ann á Hvammstanga. Þau hjón-
in stunduðu jafnframt fjárbú-
skap allt til aldamóta. Guðrún
lét sig ýmis þjóðmál varða og
sat á Alþingi á árunum 1974-78
sem varamaður.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 4. des-
ember 2015, og hefst athöfnin
klukkan 15.
lækni, f. 1949. Syn-
ir þeirra eru a) Að-
albjörn, í sambúð
með Þorbjörgu St.
Þorsteinsdóttur.
Börn þeirra eru
Sigrún Auður
Tinna, Benedikt
Ingi og Baldur
Thor. b) Þórólfur
Rúnar.
2) Inga Hjördís,
f. 1951, bóndi og
fyrrv. grunnskólakennari, gift
Helga Jóni Jónssyni, f. 1952,
verktaka. Synir þeirra eru: a)
Aðalbjörn Hrannar, í sambúð
með Signýju Scheving Þór-
arinsdóttur. Dætur þeirra eru
Matthildur Emelía og Hrafn-
hildur Kara. b) Hrafnkell
Helgi, kvæntur Guðfinnu Á.
Birgisdóttur. Synir þeirra eru
Benedikt Birgir, Hilmar Helgi
og Hlynur Hrafn.
3) Aldís, f. 1952, grunnskóla-
kennari og leiðsögumaður, í
sambúð með Páli Sigurðssyni,
f. 1952, verktaka. Dætur Aldís-
ar og Jóns Tryggva Kristjáns-
sonar endurskoðanda, f. 1953,
eru: a) Guðrún Elfa, gift Bald-
vini Birni Haraldssyni. Synir
þeirra eru Sólon Baldvin, Dag-
ur Baldvin og Eiður Baldvin. b)
Aldís Arna, gift Sigurði Guð-
mundssyni. Synir þeirra eru
Lífshlaup Guðrúnar, tengda-
móður minnar, var farsælt og
var hún lánsöm bæði í einkalífi
og starfi. Hún ólst upp á stórbýl-
inu Efra-Núpi í Miðfirði í átta
systkina hópi.
Ljúfar og gefandi minningar
tengjast Guðrúnu. Ég hitti hana
fyrst á 17 ára afmælisdaginn
minn fyrir 49 árum þegar ég ók
norður að Grundarási til að
heimsækja Sigrúnu, elstu heima-
sætuna, lífsförunaut minn. Þau
hjón Guðrún og Aðalbjörn tóku
unglingnum vel og varð heimili
þeirra síðar mitt annað heimili.
Guðrún tengdamamma var
sérstök kona í jákvæðri merk-
ingu þess orðs.
Hún hafði hressilega nær-
veru, var hrein og bein, kjark-
mikil og áræðin og um leið afar
umhyggjusöm og hugsandi
manneskja. Hún var gestrisnasti
einstaklingur sem ég hef kynnst.
Hvort sem gestir komu að nóttu
eða degi til voru bornar fram
veitingar, öllum veitt húsaskjól
og oftar en ekki gengu þau hjón
úr rúmi fyrir gestum. Á heimili
þeirra sannaðist máltækið: „Þar
sem er hjartarými er húsrými.“
Á meðan tengdamamma
stússaðist í eldhúsinu ræddi hún
við gesti á sinn glaðværa hátt
um daginn og veginn eða af al-
vöru og þunga um pólitík. Guð-
rún hafði sterka pólitíska sann-
færingu sem einkenndist af ríkri
réttlætiskennd og jafnréttishug-
sjón einstaklega hjartahlýrrar
manneskju. Athyglisverðar
skoðanir hennar voru ekki alltaf
í takt við meginstraum pólitískra
skoðana í þjóðfélaginu um inn-
lend og alþjóðleg málefni. Marg-
vísleg samfélagmál voru tengda-
mömmu hugstæð, ekki síst
aðstaða barna til sjávar og sveita
til menntunar og þroska. Marga
vetur allt frá 19 ára aldri stund-
aði hún kennslustörf í grunn-
skóla. Hún var metnaðarfullur
og vinsæll kennari sem lagði sig
fram um að vinna með nemend-
um bæði að bóknámi þeirra og
ekki síður handverki. Hún
kenndi t.d. jafnt strákum sem
stelpum að búa til beisli og að
prjóna og sauma.
Guðrún var hörkudugleg,
ósérhlífin og sannarlega ekki
verkkvíðin. Jafnframt því að
reka stórt heimili tók hún fullan
þátt í útiverkum, heyskap og
skepnuhaldi og var meðal annars
einstaklega lagin við að aðstoða
ærnar í sauðburðinum. Þá hafði
tengdamamma afar gaman af
hestum og var lunkin hesta-
manneskja. Yndi hennar og eft-
irlæti var klárinn Nasi og ríkti
þar gagnkvæmt traust. Synir
okkar Sigrúnar nutu þeirra for-
réttinda að vera á Grundarási
hjá ömmu sinni og afa við leik og
störf á mótunarárum þeirra sem
er þeim dýrmætt veganesti.
Tengdamamma hafði mikinn
metnað fyrir hönd afkomenda
sinna og fylgdist grannt með lífs-
hlaupi þeirra, var stolt af þeim
og þakklát. Hún naut einstakrar
umhyggju fólksins síns þegar
halla tók undan fæti og kvaddi
friðsæl.
Við leiðarlok fyllist hugurinn
söknuði og um leið þakklæti fyr-
ir alla umhyggju hennar og hlý-
hug, tiltrú og traust sem hún
sýndi okkur fjölskyldunni.
Blessuð sé minning Guðrúnar.
Þórólfur.
Elsku amma mín, sem mér
þykir svo óendanlega vænt um,
hefur kvatt þetta jarðneska líf.
Ég var svo heppin að eiga ekki
aðeins ömmu heldur mikla vin-
konu. Amma var kletturinn í lífi
mínu. Alltaf svo sönn og trú
sinni sannfæringu. Þessi tak-
markalausa ást og væntumþykja
sem hún umvafði mig frá því ég
man eftir mér er mér ómetanleg
og aldrei skammaði hún mig eða
hækkaði röddina.
Amma mátti ekkert aumt sjá
og þrátt fyrir að hún gæfi lítið
fyrir trúmál var hún mesti mis-
kunnsami Samverji sem ég hef
kynnst, hún fann til með þeim
sem minna máttu sín. Amma lifði
eftir Gullnu reglunni og taldi
Biblíuna að öðru leyti óþarfa.
Þetta kom svo sterkt fram í öllu
hennar viðmóti og viðhorfi til lífs
og lifenda.
Erfitt er að ímynda sér heim
án ömmu. En ég ætla ekki að
gleyma að vera þakklát fyrir að
hafa átt einmitt hana sem ömmu
og að strákarnir mínir allir
skyldu kynnast henni. Ég ætla
líka að vera þakklát fyrir allar
samverustundirnar og ljúfu
minningarnar. Þá kemur efst í
huga ferðin okkar til Parísar,
sveitalífið á Grundarási um sauð-
burð og heyskap og jólaundir-
búningur með kökubakstri og
öllu tilheyrandi, svo ekki sé
minnst á aðfangadagskvöld. Svo
var yndislegt að heimsækja
ömmu, friðurinn og róin sem
ríkti yfir heimili hennar. Alltaf
hafði hún tíma. Stundum var
komið í heimsókn og skriðið upp
í rúm til ömmu og afa til að
leggja sig eða spjallað frammi í
stofu en skemmtilegast þótti
okkur ömmu að sitja saman und-
ir sæng og horfa á góða róm-
antíska mynd. Síðasta kvöldið
sat ég hjá ömmu, við hlustuðum
á jólalög og ég gat haldið í hönd
hennar og strokið um vanga eins
og hún hafði svo oft gert við mig.
Það ríkti friður yfir ömmu.
Ef til er himnaríki veit ég að
amma er komin þangað til afa,
Líndalanna, Vísa og gæðingsins
Nasa og himnaríki er orðið betri
staður. Elsku amma er nú orðin
frísk og frjáls og minningin um
stórbrotna, einlæga og hjarta-
hlýja vinkonu lifir.
Dótturdóttir,
Guðrún Elfa Tryggvadóttir.
Ég hverf aftur í tímann og
hugsa til ömmu minnar, Guðrún-
ar Ben í Grundarási. Minning-
arnar hrannast upp. Þarna stóð
hún skælbrosandi með útbreidd-
an faðminn á vegamótunum inn í
Miðfjörð og beið þess að taka á
móti dótturdóttur sinni og vin-
konu. Mamma sendi mig með
Norðurleið á hverju vori í sveit-
ina til að hjálpa ömmu og afa í
sauðburðinum. Sveitalífið kunni
ég undur vel að meta í faðmi
þeirra afa. Ég fyllist þakklæti
fyrir það traust sem mér var
sýnt með því að mér væri falin
ábyrgð. Ég þakka virðinguna
fyrir að meta verkin mín stór og
smá þótt ég væri ung að aldri og
ekki til sama gagns og hinir full-
orðnu. Ég þakka væntumþykj-
una í minn garð sem ég fann
ætíð fyrir. Ég þakka stundirnar
þar sem við sátum hljóðar þétt
hvor upp að annarri og héldumst
jafnvel í hendur – orð voru
óþörf. Ég þakka allt veganestið
frá ömmu sem kenndi mér að
hafa sterka réttlætiskennd, gera
ekki of miklar kröfur til annarra
og bera virðingu fyrir hverju því
sem lifir og er, svo framarlega
sem viðkomandi ráðskast ekki
illa með líf og líðan annarra.
Amma var hláturmildur skör-
ungur með hjartað á réttum stað
sem kunni svo sannarlega að
gleðjast yfir litlu hlutunum í líf-
inu sem eru samt svo stórir og
mér mikils virði þegar ég lít til
baka. „Aldís Arna, Aldís Arna,
vaknaðu! Það er sól í Grund-
arási!“ heyrðist hátt í ömmu á
sama tíma og hún þrammaði
með látum inn ganginn á Grund-
arási í átt að svefnherberginu
mínu til að deila gleðinni með
mér. Meira þurfti ekki til og
betri byrjun á degi er ekki til í
mínum huga. Hin síðari ár rædd-
um við oft um mikilvægi þess að
leyfa sólskininu og lífsneistanum
að loga og láta hjartað ráða för í
hverju því sem við tökum okkur
fyrir hendur í leik og starfi.
Amma mín og dóttir hennar Al-
dís eru mestu kvenfyrirmyndir
lífs míns og ég þakka dag hvern
fyrir að brot af þeim lifi í mér.
Elsku amma, núna kveð ég þig í
hinsta sinn og bið þig um leið að
vera mér og mínum nálæg í
anda. Þið afi lifið áfram í huga
mínum og hjarta um eilífð alla.
Þín dótturdóttir og vinkona,
Aldís Arna.
Amma Guðrún var flott fyr-
irmynd: hún hafði sterkan per-
sónuleika og afdráttarlausar
skoðanir á ýmsum grunnhug-
myndum samfélagsins. Það sem
einkenndi hana umfram annað
var mjög sterk réttlætiskennd
sem birtist í umhyggju fyrir öll-
um sem hún taldi hafa verið
beitta órétti, hvort sem um var
að ræða einstaklinga eða heilu
þjóðirnar. Hún var óhrædd við
að halda fram sínum skoðunum,
jafnvel þótt þær væru í andstöðu
við tíðarandann. Þegar fram liðu
stundir kom svo oft í ljós að hún
hafði á réttu að standa allan tím-
ann.
Trúmál voru frekar eldfimt
umræðuefni hjá ömmu og örugg
leið til að hleypa lífi samræður.
Henni fannst t.a.m. Páll postuli
tala niður til kvenna og að að-
skilja þyrfti ríki og kirkju taf-
arlaust. Þetta sagði amma fyrir
a.m.k. 40 árum þegar fáir héldu
þessari skoðun á lofti.
Amma var ósérhlífin og ham-
hleypa til verka. Ég man t.d. eft-
ir að hún eldaði ofan í allan
mannskapinn þegar heyskapur
stóð sem hæst og stökk svo út á
traktor þess á milli. Maturinn
hjá ömmu er einnig sterkur í
minningunni: lærissneiðar með
heimatilbúinni kartöflumús,
lauksósu og rabarbarasultu
koma strax upp í hugann.
Rjómapönnukökurnar svífa
einnig fyrir hugskotssjónum,
þótt ekkert toppi nýsteiktu
kleinurnar.
Auk þess að vera bóndi var
amma kennari og þingmaður, ein
fárra kvenna á áttunda áratugn-
um. En hún var líka umhyggju-
söm móðir, amma og langamma.
Þau afi náðu að virkja okkur
barnabörnin í alls konar sveita-
störfum, sem þroskuðu okkur og
juku sjálfstæði og ábyrgðar-
kennd. Sumrin á Grundarási
með þeim tveimur eru ógleym-
anlegur sælutími.
Alltaf var stutt í húmorinn hjá
ömmu og það sem fylgdi iðulega
með; innilegan hlátur. Þessi hlát-
ur mun fylgja mér og hlýja um
hjartaræturnar um ókomna tíð.
Ég kveð þig með söknuði,
amma mín, og þakka þér fyrir
allt það góða sem þú lagðir til í
lífi okkar.
Aðalbjörn.
Elsku Amma-Gunn, það eru
þung skref að þurfa að kveðja
þig í hinsta sinn en ég hef trú á
að þú sért komin á betri stað og
þið afi séuð nú sameinuð á ný.
Mér þótti leitt að vera erlendis
þegar afi lést, þó ég hafi átt góða
stund með honum áður en ég fór
út, en ég treysti því að þú skilir
kveðju til hans. Þið getið
kannski líka útkljáð það í eitt
skipti fyrir öll hvort Austuráin
hans afa eða Núpsáin þín sé
gjöfulli veiðiá.
Alltaf var gott að koma í sveit-
ina að Grundarási í Miðfirði,
hvort sem það var í sauðburðinn,
heyskap eða réttir. Þar lærði
maður að taka til hendinni og
voru það oft langir dagar, enda
bera kindur ekki bara á milli kl.
9-17. Ég minnist þess hversu
fyndið þér fannst þegar barna-
börnin fóru fram á lágmarks-
svefntíma þegar þreytan var far-
in að segja til sín. En þessi tími
var yndislegur og lærdómsríkur.
Sérstaklega er mér minnisstætt
þegar ég tók á móti lambi í
fyrsta skiptið án hjálpar um
nótt, þar sem ekki gafst tími til
að láta ykkur afa vita. Þú hrós-
aðir mér fyrir vel unnið starf og
mér leið eins og ég væri bara
orðinn nokkuð góður bóndi. Við
krakkarnir fengum einnig að
njóta frelsisins sem fylgir því að
vera í sveit og var það okkur
ómetanlegt að geta heimsótt
ykkur afa í Miðfjörðinn til að
skipta aðeins um umhverfi.
Alltaf var gaman að ræða við
þig um allt milli himins og jarðar
og ávallt varstu höfðingi heim að
sækja. Þú varst mikill húmoristi,
hafðir mikla réttlætiskennd og
sterkar skoðanir á hinum ýmsu
málum, sérlega trúmálum og
pólitík. Okkur fannst alltaf gam-
an að rifja upp þegar Vottarnir
bönkuðu upp á hjá þér, þú
bauðst þeim inn í kaffi og eftir
heimsóknina komu þeir aldrei
aftur við hjá þér þar sem þeir
áttuðu sig eflaust fljótt á að
þessari konu varð ekkert snúið.
Þú sýndir mér og minni fjöl-
skyldu ávallt mikla ástúð og
áhuga, komst í heimsókn á með-
an þú hafðir heilsu til og þegar
ég tilkynnti tveimur eldri strák-
unum mínum um andlát þitt var
mikil sorg á heimilinu. Því miður
fær minn yngsti strákur ekki að
kynnast hinni einu sönnu
Ömmu-Gunn, en hann mun fá að
heyra sögur af þér.
Það sem eftir stendur er
minning um afbragðs eiginkonu,
móður, ömmu, langömmu,
bónda, skólastjóra og kennara.
Þín verður sárt saknað. Mér
finnst við hæfi að enda þetta á
hluta úr kvæði Vatnsenda-Rósu
sem hvílir á bernskuslóðum þín-
um að Efra-Núpi í Miðfirði.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Hvíl í friði amma mín.
Hrafnkell Helgi Helgason.
Elsku amma hefur kvatt.
Söknuðurinn er mikill, en góðar
minningar um hana lifa áfram og
af þeim er ég mjög ríkur.
Ég varð þeirra forréttinda að-
njótandi að vera í sveit á sumrin
hjá ömmu og afa á Grundarási
sem barn. Í minningunni var
alltaf sól í sveitinni. Amma í eld-
húsinu að baka ilmandi og góðar
rjómapönnukökur, vínartertu
eða ástarpunga. Hún var mjög
rösk til verka í því sem öðru og
alltaf að hugsa um að fólkinu
hennar og gestum liði vel. Að
stússast með ömmu í sauðburð-
inum í fjárhúsunum, heyja, aka í
loftköstum á „Blámanni“ í kaup-
staðinn, þvo upp, fara á hestbak
og gróðursetja græðlinga; allt
þetta var einstök reynsla með
henni. Hún var afskaplega dug-
leg, ósérhlífin og kjarkmikil.
Amma var skörungur og
hreinskilin, þoldi illa óréttlæti og
stóð með lítilmagnanum. Hún
lagði mikla áherslu á menntun
og frelsi kvenna. Það var draum-
ur hennar að mennta sig frekar
og árið 1976, þá 48 ára gömul,
lauk hún stúdentsprófi frá Öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð og í framhaldi kenn-
araprófi frá Kennaraháskóla Ís-
lands nokkrum árum síðar. Hún
stundaði námið að norðan og fór
ótal ferðir í misjöfnu veðri yfir
Holtavörðuheiðina. Margar æv-
intýralegar sögur eru til af þess-
um ferðum hennar, en alltaf
komst hún ákveðin í höfn, enda
voru einkunnarorð hennar: „Ég
get allt sem ég vil.“
Gaman og áhugavert var að
spjalla við ömmu og stutt í hlát-
urinn hjá henni. Hún lá heldur
ekki á skoðunum sínum, sérstak-
lega um pólitík, hafði sterka
rödd sem hressandi var á að
hlýða og gaman að rökræða við
hana. Það var því alltaf tilhlökk-
unarefni að hitta ömmu vikulega
í mat hjá foreldrum mínum síð-
ustu árin á meðan heilsa hennar
leyfði, góðar stundir sem ég met
mikils. Hún bar hag fjölskyld-
unnar mjög fyrir brjósti og
spurði alltaf hvernig fólkið henn-
ar hefði það. Hamingju þess
setti hún í öndvegi.
Ég kveð ömmu með sorg í
hjarta, en jafnframt þakklæti og
hlýhug fyrir allar okkar dýr-
mætu stundir.
Lengi lifi minning elsku
ömmu.
Þórólfur Rúnar.
Elsku systir mín.
Þú varst besta systir sem
hægt var að eiga. Á kveðjustund
leitar þakklátur hugur minn
ljúfra samverustunda á liðnum
áratugum. Það var alltaf gott að
koma til ykkar að Grundarási,
tekið fagnandi á móti okkur,
gestrisni og hjartahlýja ríkjandi,
heilsuhótel fyrir mig og ómet-
anlegur stuðningur og hjálp þeg-
ar ég átti um sárt að binda eftir
erfitt áfall.
Þú læknaðir mig og enginn
gladdist meir en þú þegar vel
gekk hjá mér.
Sigríður (Sigga) systir.
Margar sögur hafa í gegnum
tíðina verið skrifaðar um áhrif
framúrskarandi kennara á nem-
endur sína. Slíka sögu gæti ég
vel skrifað um Gunnu Ben. sem
kenndi mér í nokkur ár í Grunn-
skólanum á Hvammstanga.
Gunna fór ekki framhjá neinum.
Það gustaði af henni. Hún hafði
oft hátt, pilsið sveiflaðist, dill-
andi hláturinn heyrðist víða og
reiðin gat líka orðið alveg fruss-
andi. Á stuttum tíma tókst henni
í kennslu að kveikja óbilandi
metnað, hvetja til nákvæmni og
vandvirkni í vinnubrögðum og
vekja ást og virðingu fyrir réttu
íslensku máli þar sem stafsetn-
ingarvillur voru afar illa séðar.
Þrautreyndar reglur voru festar
í minni fyrir lífstíð: einkunn,
miskunn, vorkunn og forkunn
alltaf með tveimur ennum, dóna-
sögnunum gleymir enginn og af
hverju ætti að nota þágufall þeg-
ar þolfall er betra? Verkefnin
bárust í stríðum straumum og
Gunna var fljót að fara yfir.
Gagnkvæm styrking í báðar átt-
ir, drífum okkur, gerum meira
og betur! Gunna var gamaldags
og framsækin í senn. Hún nýtti
þrautreyndar gamlar aðferðir
sem sannarlega virkuðu, las upp-
hátt úr Sögusafni heimilanna í
kaffitímum en þjálfaði nemendur
líka í að tala í sjónvarp, því að
börnin skyldu jú geta haldið
ræður. Á sama tíma nýtti hún
með stolti nýjustu kennslubæk-
urnar að sunnan sem sumar
skörtuðu myndum úr Miðfirðin-
um. Hún lagði sig fram og brann
fyrir starfið og börnin, sem voru
einhvern veginn öll svolítið
hennar börn og vílaði fátt fyrir
sér. Ég veit ekki hvernig það
kom til að hún skipulagði
tveggja daga hestaferð fyrir
nemendur sína, líklega um fimm-
tán 10 og 11 ára krakka, um
Miðfjörðinn með gistingu í
Grundarási. Hitt veit ég, að sú
ferð gleymist varla þeim sem
tóku þátt. Algert ævintýri sem
hvorki krafðist yfirvinnutíma né
fjáröflunar heldur einungis að-
stoðar ættingja og óbilandi trúar
á gildi þess að fara í hópi á
hrossum um fallegar sveitir.
Einstakt og ógleymanlegt!
Ég kveð Gunnu Ben. með
þakklæti og virðingu, sannfærð
um að minningar um hana og
áhrif hennar lifa áfram mun víð-
ar en hún hefði gert sér í hug-
arlund.
Halla Þorvaldsdóttir.
Guðrún
Benediktsdóttir