Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. sunnudaginn 6. desember, kl. 16 og mánudaginn 7. desember, kl. 18 Jólauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum alla helgina föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á mánudag) Muggur Ásgrímur Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn í dag hentar mjög vel til að skemmta sér, daðra og grínast. Allt á sér sinn stað og sína stund svo haltu þér til hlés. En þó er óþarfi að fella allar varnir niður. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt erfitt með að standast löngun þína til að kaupa eitthvað í dag. Vertu svo sáttur við ákvörðunina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samræður við vini og maka taka óvænta stefnu í dag. En stundum er betra að segja af eða á en láta hlutina dankast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst þú eiga eitthvað erfitt með að einbeita þér og þá sé sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Leggðu þitt af mörkum svo öðrum geti liðið jafnvel og þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vilt vita hvernig hlutirnir virka og þess vegna átt þú ýmsu ólokið. Hún er í nógu góðu jafnvægi til þess að meðtaka það sem öðrum þykir mikilvægt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ræðst í áskoranir og drauma. Hug- leiddu með einbeitingu og þú verður hissa, hversu auðveldur eftirleikurinn reynist. Gott næði í sveitinni eða kyrrlátu umhverfi gerði þér gott. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gefur mikið af sjálfri þér og lætur skoðanir þínar sterklega í ljós. En ástæðan er að tunglið er fullt og það hefur áhrif á alla. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hugsar mikið um sameig- inlegar eigur og hvernig hægt er að deila með öðrum í dag. Snúðu við blaðinu áður en þú eyðileggur líf þitt með neikvæðninni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert á öndverðum meiði gagn- vart ættingja og þarft að hafa hemil á skapi þínu ef þú vilt ekki að allt fari úr böndunum. Láttu það ekki herða á þér, því flas er ekki til fagnaðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir fengið góðar hugmyndir að breytingum á heimilinu eða innan fjöl- skyldunnar. Vertu í samhljómi við alla í kring- um þig, líka fólk sem þú þekkir ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Orðum þarf að fylgja einhver at- höfn því annars missa þau marks. Stattu því keikur þótt á móti blási og farðu yfir stöðuna og þá muntu fyrr en síðar standa uppi sem sigurvegari. 19. feb. - 20. mars Fiskar Afbrýðisemi gæti blossað upp í dag og er best að doka við og sjá hver staðan verður á morgun. Ef vinir þínir eru þér inn- blástur, er líklegt að þú sért þeim það líka. Ég hitti karlinn á Laugaveginumþar sem hann stikaði upp Skólavörðustíginn; hann staldraði við andartak, hallaði höfðinu eilítið til vinstri og upp og sagði: Með lífið mjög ánægður er ég og aldrei sem núna, – það sver ég: Með slatta í flösku í slitinni tösku í slotið á Holtinu fer ég. Hrólfur Sveinsson orti um „skáld- araunir“: Vort streð við að stuðla og ríma er stærsta böl allra tíma. Sjálft skáldið úr Vör hefur veitt þau svör og vegna rímsins í síma. Ólafur Stefánsson yrkir um hinn „hvíta fjanda“: Lausasnjór liggur á jörðu lævís og bíður færis. Misgott hefur í hyggju hann í upphafi vetrar. Í sakleysi fjöldinn fagnar, fer sem börnunum ungu. Vá getur valdið ýtum vinglaður snjórinn hvíti. Sigmundur Benediktsson orti um „útsýn dagsins“ á Leirnum í gær: Lækja rómur lækka fer, ljúfur dómur frostrós er, sumarblóm og sultarber sveipar dróma fönnin hér. Sólarglýja sýnist mér sveipa skýin litaher, óðar nýja ásýnd ber, andans hlýju ljósið ver. Í vetrartíð verður Friðrik Stein- grímssyni hugsað til Fíu á Sandi: Nöpur hvíar norðan spýja, nætur ský og úfinn sjór, inn’í hlýju er nú Fía enn á ný að þamba bjór. Eftir formúlunni á botninn að koma fyrst, – eins og hér. Dag- bjartur Dagbjartsson segir á Boðn- armiði: „Seinni parturinn kom orð- réttur hjá einum þulnum í morgun“: Jólin með sitt skjall og skrum skylt er Guði að þakka. „Allt að loknum örstuttum auglýsingapakka.“ Stundum kvikna vísur á augna- blikinu. Gunnar Kr. Sigurjónsson skrifar: „séð út um gluggann“: Esjan hvítri skartar skikkju, skín á hana sólargeisli. Gamall karl að grárri bykkju gengur, er með hnakk og beisli. Þennan dag árið 1861 fæddist Hannes Hafstein. Í Skáldu velur Jó- hannes úr Kötlum þessa vísu: Ef kaldur stormur um karlmann fer og kinnar bítur og reynir fót, þá finnur ‘ann hitann í sjálfum sér og sjálfs sín kraft til að standa á mót. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Slotið á Holtinu, veðrið og jólin Í klípu „HVERNIG MYNDIR ÞÚ SKILGREINA ÁHÆTTUSÆKNI ÞÍNA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG GET EKKI ÚTSKÝRT ÞAÐ NÚNA, EN EKKI FARA ÚR JAKKANUM Í VINNUNNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að syngja fyrir góðan málstað. ÉG ELSKA MAT! OG HVAÐ SEM ÞETTA VAR HÆTTU AÐ LIGGJA Á HLERI!…OG ÞÁ SAGÐI HRÓLFUR… ...„hvískur, hvísl, psst, hóst, stuna!“ FJÁRMÁLA- RÁÐGJÖF HJÁLPUM BÖRNUNUM Víkverji hefur ekki verið á vígvelliog forðast átakasvæði eins og heitan eldinn. En ekki er á allt kosið og Reykjavík er sennilega einn hættulegasti staður veraldar um þessar mundir. x x x Á dögunum glumdu í viðtækjunumviðvaranir fólks sem á að hafa vit á hlutunum. Þetta fólk, þar á meðal veðurfræðingar, hvatti íbúa til þess að vera innandyra og hætta sér helst ekki út vegna veðurs. x x x Svo virtist sem ekki hefði fariðeins illa undanfarna daga og gert var ráð fyrir og varð það til þess að hinum vísu var blótað í sand og ösku. Víkverji heldur að þar hafi far- ið fremst svonefnt gott fólk, sem meðal annars lætur í það vaka að það vilji hvergi illt sjá, en Víkverji tekur upp hanskann fyrir sérfræðingana. x x x Tilfellið er að í Reykjavík er ekkihundi út sigandi um þessar mundir, ekki frekar en áður, þegar snjóað hefur á undanförnum árum. Ástæðan er í stuttu máli sú að borg- in hefur ekki staðið sig í hreinsun- inni, hvorki á gangstígum né húsa- götum, enda stungu allir forsvars- menn hennar af til Parísar. x x x Í tilkynningu frá borginni í vikunnier fólk beðið um að „moka frá sorpílátum og greiða aðgengi að þeim með því að moka leið fyrir sorphirðufólkið“. Með öðrum orðum vísar borgin ábyrgðinni á íbúana. x x x Ekki er öllum fært að vera úti viðsnjómokstur og á meðan borgin sinnir ekki hlutverki sínu á fólk sem vogar sér út af heimilum sínum í Reykjavík á hættu að detta á snjó- þungum og ísilögðum gangstígum, brjóta sig og bramla. Þar sem það liggur ósjálfbjarga í snjónum og horfir upp í þakskeggin sér það ekk- ert nema grýlukerti. Víkverji hefur sem betur fer ekki lent í þessari lífs- reynslu enda ungur og sprækur, fimur og hraustur, en hann hefur áhyggjur af gamla fólkinu í þessu hættuástandi. víkverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. Jóh. 17:3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.