Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 KAI Pure Komachi 2: • Kai hefur framleitt hágæðahnífa í yfir 100 ár • Hnífarnir eru úr High-carbon ryðfríu stáli og með non-stick litaðri húð • Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi Hágæða hnífar Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18, laugard. kl. 11-14. Stjórnmálabörnin sögðust hafa„fattað upp á umræðustjórn- málum“ og þar með hefði „umræða“ loks orðið hluti af almennri stjórnmála- starfsemi eftir nærri 2000 ára bið.    Mikið hefur Cicero ræðuskör-ungi verið létt þegar þessi umturnun varð, en þá lífið hafði verið murkað úr honum var tungan skorin úr munnholinu og negld á altarið í Forum Romanum.    Tungan sú hafði, á meðan húnhrærðist, þótt fullbeitt fyrir við- kvæma.    Síst er mælt með því, að þeir semeru „virkastir í athugasemdum“ fái slíka meðhöndlun né annað lík- amlegt lemstur, þótt einhver telji sök slíkra stærri en Ciceros.    Borgarstjórn Reykjavíkur hefurverið helsta vígi og musteri „umræðustjórnmála“.    Þau hafa gengið svo vel að fréttirherma nú að borgarstjórnar- flokkur VG, sem skipaður er Sóleyju Tómasdóttur borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa hennar, sé í heild kominn í hendur vinnusálfræð- ings.    Sýnir þetta hvað kerfið er skilvirkt.    Þótt þess hafi ekki verið getið ífréttum verður ekki öðru trúað en að meðvitað fólk, sem þarna er á fleti fyrir, tryggi að teymi sérfræð- inga í áfallahjálp sé tafarlaust kallað til, svo núverandi og fyrrverandi borgarfulltrúar, innvígðir í „um- ræðustjórnmál,“ fái notið hjálpar. Vinnusálfræðingur mættur STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -4 skýjað Akureyri -7 léttskýjað Nuuk -10 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 súld Stokkhólmur 3 heiðskírt Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 7 heiðskírt Dublin 3 skúrir Glasgow 5 skúrir London 12 léttskýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 8 heiðskírt Hamborg 10 heiðskírt Berlín 8 heiðskírt Vín 8 léttskýjað Moskva -2 alskýjað Algarve 20 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -2 skýjað Montreal 2 skúrir New York 9 skýjað Chicago 2 alskýjað Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:54 15:43 ÍSAFJÖRÐUR 11:31 15:16 SIGLUFJÖRÐUR 11:15 14:57 DJÚPIVOGUR 10:31 15:05 Meðalhiti ársins fyrstu ellefu mánuði í Reykjavík er 5 stig, sem er það lægsta sömu mánuði síðan árið 2000, en 0,3 stigum ofan meðalhita áranna 1961 til 1990, -0,9 undir meðalhita síð- ustu tíu ára. Á lista sem sýnir með- alhita sama hluta árs aftur til 1871 er árið í 56. til 57. sæti af 145. Hlýjast var á síðasta ári, 6,6 stig, en kaldast 1892, 2,9 stig. Á Akureyri er meðal- hiti ársins til þessa 4,4 stig, 0,7 stigum ofan meðalhita áranna 1961 til 1990 og -0,4 stigum undir meðallagi síð- ustu tíu ára, að því er fram kemur í yfirliti Trausta Jónssonar á vef Veð- urstofunnar. Í Reykjavík er úrkoma fyrstu 11 mánuði ársins 925 mm, um 28 prósent umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Þetta er mesta úrkomuvik á þessum tíma síðan 2007, en þá var úr- komumagnið nánast það sama og nú. Fara þarf aftur til áranna 1991 og 1989 til að finna meira. Á Akureyri mældist úrkoma fyrstu 11 mánuði ársins um 10 prósent umfram með- allag, samt mun minna en í fyrra. Meðalhiti haustsins í Reykjavík, þ.e. október og nóvember samkvæmt skilgreiningu Veðurstofunnar, var 3,5 stig. Það er 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi neð- an meðallags síðustu tíu ára. Á Akur- eyri var meðalhiti haustsins 2,8 stig, 1,5 stigi ofan meðallags 1961 til 1990. Haustið var mjög úrkomusamt í Reykjavík, en á Akureyri í tæpu með- allagi. aij@mbl.is Árið til þessa það kaldasta á öldinni  Mjög úrkomusamt í höfuðborginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Haust Klæðnaður eftir aðstæðum. Kostnaður vegna dýpkunarfram- kvæmda í og við Landeyjahöfn nem- ur um 520 milljónum króna á á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þar af er kostnaður vegna dýpkunar dæluskipa Björg- unar um 330 milljónir og rúmar 190 milljónir fara til belgíska fyrirtækis- ins Jan De Nul, sem kom til landsins með dæluskipið Taccola. Upplýsingafulltrúi Vegagerðar- innar, G. Pétur Matthíasson, segir að dýpkunarkostnaður sé orðinn talsvert meiri en reiknað var með, en rúmlega 300 milljónir voru áætl- aðar í framkvæmdirnar. Að sögn G. Péturs var til fjármagn í þetta frá fyrri árum. Litið sé á framkvæmdir belgíska fyrirtækisins fyrir utan Landeyjahöfn sem dýpkun til lengri framtíðar og því hafi verið lagt nokkuð í það í ár. „Vonandi tekst það sem skyldi,“ segir hann. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er búið að dæla yfir 700 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni, úr siglingaleiðinni næst henni og til hliðar við höfnina. Dýpk- að var á stóru svæði utan hafnar- innar, en samkvæmt samningi við Jan De Nul er aftur von á stóru dæluskipi frá fyrirtækinu í vor. Hefur Vegagerðin ekki gefið upp alla von um að hægt verði að sigla í Landeyjahöfn í vetur. bjb@mbl.is Dýpkað fyrir 520 milljónir í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.