Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Snjódýpt í Reykjavík mældist í fyrradag 42 sentimetrar og er útlit fyrir frekari snjókomu næstu daga. Hafa vegna þessa margir viljað festa kaup á snjóskóflu en gripið í tómt þegar út í búð var komið. Eru snjó- skóflur nú uppseldar á flestum stöð- um í höfuðborginni. „Það er greinilega mikill snjór um allt land því á þeim 45 árum sem ég hef unnið hjá þessu fyrirtæki hafa aldrei áður verið önnur eins læti í sölu,“ segir Ólafur R. Jónsson, hjá heildverslun K. Þorsteinssonar & Co., sem meðal annars flytur inn skóflur til landsins. Þegar Morgun- blaðið náði af honum tali var Ólafur önnum kafinn við að leggja inn pönt- un á fleiri skóflum frá Noregi, enda lagerinn tómur, og ættu þær að ber- ast hingað til lands fyrir jól. „Ég hef aldrei átt jafn stóran lager og fyrir þessi jól en hver ein- asta skófla hvarf á mettíma. Það kom meira að segja til mín maður sem vildi kaupa af mér gamla skóflu sem ég átti úti í bíl,“ segir hann. Í versluninni Brynju við Lauga- veg eru allar snjóskóflur búnar og menn því í staðinn farnir að kaupa bæði stungu- og fjósaskóflur. „Ef þú getur mokað með því – þá selst það í dag,“ segir sölumaðurinn Hafsteinn Guðmundsson og bætir því við að í vikunni hafi um 50 skóflur selst í verslun hans. „Bráðum verður ekk- ert eftir nema fægiskóflur.“ Pétur Hallsson, aðstoðarversl- unarstjóri Byko í Kópavogi, segir að þar hafi birgðir klárast í fyrradag. Mjög er farið að sjá á birgðastöðu Bauhaus og í Húsasmiðjunni, þar sem vel á annað þúsund skóflur hafa selst í vikunni. Þó mátti í gær enn finna nokkrar óseldar snjóskóflur. Snjóskóflur að verða uppseldar í borginni Morgunblaðið/Eggert Á kafi Eva Dís og Díana Dís höfðu í nógu að snúast við að moka snjó af og frá bíl þegar ljósmyndari gekk fram á þær við Rauðarárstíg í gær.  Ef þú getur mokað með því þá selst það, segir sölumaður Listaverk Ólafs Elíassonar, Ice Watch, var frum- sýnt í gær, en það samanstendur af tólf brotum úr ísjökum sem hefur verið stillt upp í hring á Panthéon-torginu í París. Verkið er sett upp í til- efni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París, en með verkinu vonast Ólafur til að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar og bráðn- un pólanna með því að varpa einhverju sem áður var afstæð hugmynd inn í raunveruleika fólks. Nýjasta listaverk Ólafs Elíassonar frumsýnt í Parísarborg AFP Tólf ísjakabrot varpa ljósi á loftslagsbreytingarnar Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hæstiréttur dæmdi í BK-44 málinu svonefnda í gær og fengu ákærðu all- ir vægari refsingu en Héraðsdómur dæmdi í júní á síðasta ári. Dómar Birkis Kristinssonar og Elmars Svavarssonar voru mildaðir úr fimm árum í fjögur og dómur Jó- hannesar Baldurssonar mildaður úr fimm árum í þrjú ár. Magnús Arnar Arngrímsson hlaut tveggja ára dóm í stað fjögurra ára dóms. Var ákærðu einnig gert að greiða málskostnað, 4.340.000 kr. hver. Í dómi Hæstaréttar segir að hátt- semi allra ákærðu hafi varðað gríð- arlegar fjárhæðir og Glitnir hafi orð- ið fyrir stórfelldu tjóni vegna háttsemi þeirra. Snerist málið aðal- lega um lánveitingu bankans til Birkis. Þáttur þeirra í brotunum hafi þó verið misjafn og að því virtu verði ákærðu gerð refsing í samræmi við hlutdeild þeirra. Sakfelldir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun Þeir Elmar, Jóhannes og Magn- ús voru allir sakfelldir fyrir mark- aðsmisnotkun og umboðssvik. Birkir var sakfelldur fyrir hlutdeild í brotunum, en félag í hans eigu tók við því láni frá Glitni, sem málið snerist um að mestu leyti. Lánið var veitt í nóvember árið 2007, svo að félag Birkis gæti fest kaup á bréfum í bankanum með veði í þeim sjálfum. Á þeim tíma sem brotin voru framin var Birkir starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis, en Jó- hannes gegndi starfi framkvæmda- stjóra markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari og Magnús Arnar framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Eiga sér engar málsbætur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að við ákvörðun refsingar fjórmenning- anna hafi verið litið til þess að Jó- hannes og Magnús hafi verið meðal æðstu stjórnenda bankans, sem hafði starfsemi sem stór viðskiptabanki og jafnframt almenningshlutafélag. Dómurinn sló því svo föstu að Elmar hefði verið í aðstöðu til að hrinda lán- veitingunni í framkvæmd. Í niðurstöðunni segir einnig að Birkir hafi í senn verið starfsmaður Glitnis og eigandi félagsins BK-44 og verið þannig bæði í persónulegum og viðskiptalegum samskiptum við þá sem komu fram fyrir hönd bankans við viðskiptin. Hafi hann freistað þess að njóta fjárhagslegs ávinnings af viðskiptunum líkt og raunin varð. Fjórir fangelsisdómar féllu  Hæstiréttur felldi dóm í BK-44 málinu í gær  Refsingar ákærðu mildaðar  Brotin talin hafa valdið Glitni stórfelldu tjóni  Eiga sér engar málsbætur Magnús Arnar Arngrímsson Birkir Kristinsson Jóhannes Baldursson Elmar Svavarsson Ólöf Nordal, inn- anríkisráðherra, hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lagaumhverfi í heimilisofbeld- ismálum. Meðal þess sem fram kemur í frum- varpinu er að sett verði sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi í al- menn hegningarlög og einnig að bætt verði við ákvæði um þvingaða hjúskaparstofnun sem geri það refsivert að neyða annan mann til að ganga í hjúskap. Verði frumvarpið samþykkt skap- ast skilyrði til að hægt verði að full- gilda samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. jbe@mbl.is Frumvarp um heimilis- ofbeldi Ólöf Nordal Veðurstofan var- ar við stormi á landinu síðdegis í dag, meðalvindi yfir 20 m/s, og ofsaveðri með suðurströndinni. Þar er spáð með- alvindi yfir 28 m/s, m.a. við Öræfajökul, Mýr- dalsjökul, Eyja- fjöll og í Vestmannaeyjum. Hviður geta farið yfir 50 m/s við Öræfajökul og undir Eyjafjöllum. Óveðrinu veld- ur djúp lægð sem kemur úr suðri. Úrkoma við suðurströndina mun byrja sem snjókoma en breytast í slyddu með tilheyrandi krapa á veg- um. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra gaf út tilkynningu í gær og sagði að ekkert ferðaveður yrði eftir hádegi í dag á svæðinu frá Markarfljóti að Jökulsárlóni. „Versta veðrið verður syðst, en það hvessir einnig annars staðar á landinu og undir kvöld verður víða orðið norðaustanhvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenn- ingi og síðar snjókomu þegar úr- komubakkinn færir sig norður yfir landið,“ skrifaði veðurfræðingur. Varað við óveðri síðdegis  Verst við suðurströndina Óveður Ekki ferðaveður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.