Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
María K. Jónsdóttir
Sölufulltrúi
www.fr.is
Sylvía G.Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali. sylvia@fr.is
FRÍTT VERÐMAT
ENGAR SKULDBINDINGAR
HRINGDUNÚNA
8208081 Hátíð brautskráðra doktora viðHáskóla Íslands fór fram í fimmta
sinn á fullveldisdaginn 1. desem-
ber. Þá tóku 64 doktorar, sem eiga
það sameiginlegt að hafa braut-
skráðst frá skólanum á tímabilinu
1. desember 2014 til 1. desember
2015, við gullmerki skólans. Dokt-
orarnir eru af öllum fimm fræða-
sviðum háskólans.
Hátíð brautskráðra doktora var
fyrst haldin á aldarafmæli skólans
árið 2011. Henni er ætlað að und-
irstrika þá áherslu sem skólinn
hefur lagt á rannsóknatengt nám á
síðustu árum, segir í frétt frá HÍ.
Doktorsnám hefur eflst
Doktorsnám við skólann hefur
eflst mjög á undanförnum áratug,
ekki síst með skýrri stefnumörkun
skólans, fyrst fyrir árin 2006-2011
og svo aftur fyrir árin 2011-2016.
Á seinna tímabilinu var markið
sett á 60–70 brautskráningar úr
doktorsnámi á ári hverju. Annað
árið í röð nær skólinn þessu mark-
miði en þess má geta til sam-
anburðar að 32 doktorar braut-
skráðust árið 2009.
Á yfirstandandi ári brautskráð-
ist 500. doktorsneminn frá upphafi
frá Háskóla Íslands.
Við athöfnina í Hátíðasal Há-
skóla Íslands voru viðstaddir þeir
doktorar, sem vörðu ritgerðir sín-
ar við skólann frá 1. desember
2014 til 1. desember 2015. Þeir eru
64 sem fyrr segir, 29 karlar og 35
konur. Um það bil þriðjungur
þessa hóps er með erlent rík-
isfang, frá 14 þjóðlöndum í Evr-
ópu, Norður-Ameríku, Asíu og
Afríku.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, og Illugi Gunnarsson
mennta- og menningarmálaráð-
herra tóku þátt í athöfninni og
fluttu ávörp. Enn fremur flutti
Óskar Sindri Gíslason, doktor í líf-
fræði, ávarp fyrir hönd nýbraut-
skráðra doktora.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Hátíðarfundur Doktorarnir ásamt forseta Íslands og menntamálaráðherra.
HÍ sæmdi 64
doktora gullmerki
500. doktorsneminn brautskráður
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Kolviður, skógræktarsjóður Skóg-
ræktarfélags Íslands og Land-
verndar, leitar nú að landi í Hval-
firði til að planta trjám til
kolefnisjöfnunar fyrir sólarkísilver
Silicor Materials á Grundartanga.
Samkvæmt samningi Kolviðar og
Silicor verður 26 þúsund trjá-
plöntum plantað árlega, og eins
lengi og verksmiðjan verður starf-
andi. Undir þennan fjölda plantna
þarf um 10 hektara á ári.
Plönturnar sem Kolviður lætur
planta eru mest birki og fura, einn-
ig fleiri tegundir, s.s. aspir. Nokkur
íslensk fyrirtæki hafa gert sam-
bærilega samninga við sjóðinn um
að planta trjám til jafns við losun
gróðurhúsalofttegunda frá fyrir-
tækjunum. Má þar nefna Lands-
virkjun, Landsbankann og ÁTVR,
sem vinna að því að kolefnisjafna
sína eldsneytis- og orkunotkun.
Kvöð á landinu í 90 ár
Að sögn Reynis Kristinssonar,
stjórnarformanns Kolviðar, hafa
um 400 þúsund trjáplöntur verið
gróðursettar á Geitasandi á Suður-
landi, sem er í eigu Landgræðslu
ríkisins.
„Svipað fyrirkomulag verður
vegna Silicor en fyrirtækið hefur
óskað eftir því að helst verði plant-
að í Hvalfirði. Við erum að byrja að
þreifa fyrir okkur um hvort við get-
um fengið þar land á leigu, sem
hentar til skógræktar,“ segir Reyn-
ir en þinglýsa þarf kvöð á svona
landi í 90 ár, eða þann tíma sem
tekur trén að binda kolefnið.
Reiknar Reynir með að viðræður
muni hefjast fljótlega við sveitar-
stjórn Hvalfjarðarsveitar um að
finna hentugt land. Fyrirkomulag
Kolviðar er að sjóðurinn leigir
landið án þess að greiða leigu, en
eigandi landsins eignast trén að 90
árum liðnum en fyrr ef kolefnis-
bindingu er lokið fyrr.
„Við þurfum að tryggja að þessi
binding eigi sér stað og að ekki sé
verið að skipuleggja skógræktar-
svæðin undir byggð eða iðnaðar-
svæði. Við leggjum áherslu á að
taka ekki ræktarland eða svæði
sem henta til landbúnaðar. Þannig
var það með Geitasand, sem í upp-
hafi var bara kolsvartur sandur en
er núna orðinn gróinn í botninn og
komnar mannhæðarháar hríslur,“
segir Reynir.
Ef ekki finnst hentugt land í
Hvalfirði þá er Kolviður með auga-
stað á svæði við Úlfljótsvatn. „Það
er verið að ganga frá samningum
um það. Landið er í eigu Skóg-
ræktarfélags Íslands þannig að
heimatökin eru hæg,“ segir hann
og bindur einnig vonir við að plönt-
un eigi sér stað á Mosfellsheiði í
náinni framtíð. Þar sé lítill sem
enginn gróður á stóru landsvæði.
Viðræður við ríkið
Reynir fagnar auknum áhuga ís-
lenskra fyrirtækja á að kolefnis-
jafna sinn rekstur. Með samningn-
um við Silicor Materials vonast
hann til að fleiri fyrirtæki á Grund-
artangasvæðinu fylgi í kjölfarið og
sýni þannig samfélagslega ábyrgð.
Viðræður hafa átt sér stað við
stjórnvöld um að stofnanir og fyr-
irtæki ríkisins taki upp kolefnis-
jöfnun.
„Ríkið hefur mikið rætt um kol-
efnis- og loftslagsmál og fjöldi fólks
er nú á ráðstefnunni í París. Ríkið
leggur heilmikla fjármuni til skóg-
ræktar en við hefðum gjarnan vilj-
að fá stjórnvöld til að gera samn-
inga um kolefnisjöfnun á eigin
eldsneytisnotkun,“ segir Reynir en
viðræður hafa m.a. átt sér stað við
umhverfisráðherra og embættis-
menn í umhverfisráðuneytinu – án
niðurstöðu.
„Okkur finnst að stofnanir eins
og umhverfisráðuneytið og Um-
hverfisstofnun ættu að ganga á
undan og sýna gott fordæmi. Það
er að okkar mati ekki nóg að fara
til Parísar,“ segir Reynir.
Kolviður leitar að landi í Hvalfirði
Tíu hektara þarf árlega undir 26 þúsund trjáplöntur til að kolefnisjafna sólarkísilver Silicor Materials
á Grundartanga Aukinn áhugi fyrirtækja á kolefnisjöfnun Vonast eftir meiri áhuga stjórnvalda
Kolefnisbinding
» Sjóðurinn Kolviður var
stofnaður árið 2006 af Skóg-
ræktarfélagi Íslands og Land-
vernd, með stuðningi þáver-
andi ríkisstjórnar.
» Markmið sjóðsins er að auka
bindingu kolefnis í gróðri og
jarðvegi, í þeim tilgangi að
draga úr styrk koltvíoxíðs
(CO2) í andrúmsloftinu.
» Fjármagnar sjóðurinn að-
gerðir til bindingar kolefnis
með landgræðslu og skógrækt.
Morgunblaðið/RAX
Skógrækt Kolviður hefur gróðursett um 400 þúsund plöntur á Geitasandi á Suðurlandi. Það getur tekið allnokkur
ár að kolefnisjafna þá losun sem frá fyrirtækjunum kemur af mengandi efnum. Skógrækt kallar á mikla þolinmæði.