Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 2
mun 2 Miðvikudagur 21. desember 1988 Sendum viðskiptavinum og Suðurnesja- mönnum bestu jóla- og nýórsóskir, með þökk fyrir viðskiptin. Grágás hf. Vallargötu 14 - Keflavík Sími 11760, 14760 Bíl- velta og aftan- ákeyrsla við Sel- tjörn Illa hefði getað farið á Grindavíkurveginum, milli Seltjarnar og Reykjanesbraut- ar, á sunnudag, hefðu bílbelti ekki verið notuð. Þá lentu þrjú ökutæki í umferðaróhappi á sama blettinum en þó ekki saman. Fyrst var það bifreið af Fiat- Uno gerð sem fór út af vegin- um og hafnaði úti í móa á hjól- unum eftir nokkrar veltur. Einn var í bifreiðinni en slapp án teljandi meiðsla. Skömmu síðar kom þar að ökumaður á Bronco jeppa og meðan hann Fiatinn úti í móa. Uppi á veginum má sjá bæði jeppann og þann bandaríska. Ljósmyndir: epj. var að hlúa að ökumanni Fiat bifreiðarinnar kom þar að am- erískur dreki og ók með mikl- um hraða aftan á jeppann. Við síðari áreksturinn urðu heldur ekki teljandi slys en þó kom sjúkrabíllinn úr Grindavík á staðinn til öryggis. Orsök óhappa þessara má eflaust rekja til mikillar hálku á Grindavíkurveginum en þar duga lítið annað en nagladekk. Tvö ökutækjanna, Fiatinn og sá ameríski, eru trúlega ónýt á eftir og voru bílarnir fjarlægðir af slysstað með dráttarbíl. Sá bandaríski er mjög illa farinn. Sendum öllum lesendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur, með þökk fyrir það liðna. mun \ jutttl mwimu JÓLAGOS- DRYKKJA- MARKAÐUR -hvergi lægra verð KONFEKT íslenskt og erlent Ávextir í heilum kössum Allt í jóla- matinn frá Kjötsel Jóla- gjafirnar Jóla- fötin ALLIR í JÓLASKAPI Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla þá minn- um við ykkur á að hjá okkur getið þið gert öll jólainnkaupin á sama stað; jólamatinn, jólaölið, jólaávextina, jólafötin og auðvitað jólagjafirnar fáið þið hér í Samkaup. Við erum að sjálfsögðu fyrir löngu komin í jólaskap því vinir okkar úr fjöllunum, jólasveinarnir, hafa verið hérna og ætla að heim- sækja okkur þessa síðustu daga fyrir jól. Viltu ekki koma og heilsa upp á þá...? Og okkur auðvitað líka...

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.