Víkurfréttir - 21.12.1988, Page 13
VWWAttaut
„Svínakjötið
langvinsælasti
jólamaturinn"
- segir Gylfi Kristinsson,
verslunarstjóri
í Samkaup
„Fólk kaupir jólamatinn mest siðustu dagana fyrirjól", segirGylfi
Kristinsson. Ljósm.: hbb.
Nú eru einungis tveir dagar
þar til sjálfjólahátíðingengur í
garð og því vert að fara að
huga að jólamatnum og jóla-
gjöfunum, ef fólk er ekki þeg-
ar búið að því.
Oft er það nú þannig að fólk
leitar í stórmarkaðina fyrir jól-
in og verða Samkaup og Hag-
kaup í Njarðvík oftast uppi á
teningnum hjá fólki. Við litum
inn í Samkaup og þar varð á
vegi blaðamanns Gylfi Krist-
insson verslunarstjóri.
„Fólk hóf jólainnkaupin í
fata- og búsáhaldadeild fyrir
þessi jól. Matvaran kemur
ekki inn í myndina hjá fólki
fyrr en þessa síðustu daga fyrir
hátíðina. Fólk kaupir mikið af
þvottavélum, þurrkurum,
eldavélum, ísskápum ogfrysti-
kistum um þessar mundir og
við erum með tilboð á þessari
vöru. Það er hagstætt að kaupa
þetta núna, því það má allt
eins búast við hækkunum eftir
áramótin. Búsáhaldadeildin
þyrfti að vera helmingi stærri,
svo mikil er salan í heimilis-
tækjum og búsáhöldum. Ann-
ars erum við búnir að byrgja
okkur vel upp af eldavélum, ís-
skápum, þvottavélum og slík-
um tækjum og keyrum þessu
heim til fólks samdægurs.
í fatadeildinni er hægt aðfá
föt á alla fjölskylduna og mik-
ið afheimilisvörumeins ogt.d.
dúka, sængur og gott úrval er
af mottum. Eftir breytingarn-
ar, sem gerðar voru í fatadeild-
inni, hefur þessi varaskilaðsér
mjög vel.“
-Hver er vinsælasti jólamat-
urinn?
„Svínakjötið er langvinsæl-
asti jólarétturinn og hefur
mikla yfirburði. Hangikjötið
er líka vinsælt. Síðan fer líka
alltaf eitthvað af rjúpu, kalkún
og hreindýrakjöti, en það er
ýmis gangur á þessu.“
-Þið bjóðið nú nýja þjónustu
varðandi jólaölið.
„Við erum nú að bjóða fólki
að drekka mikið meira magn
af gosi fyrir þessi jól, heldur en
áður, fyrir minna verð. Nú er
gosið allt í gámum fyrir utan
stórmarkaðinn, þar sem fólk
getur bakkað upp að og strák-
arnir sjá um að setja gosið í bíl-
inn.“
-Þið bjóðið einnig þjónustu í
því að pakka inn gómsætum
jólagjöfum?
„Já, við erum byrjaðir að
pakka inn konfekti fyrir fyrir-
tæki og einstaklinga, sem
kaupa konfekt í einhverju
magni.“
-Að lokum. Verður þú var
við að það fari mikið af fólki til
Reykjavíkur til þess að versla
til jólanna?
„Sumum finnst spennandi
að fara til Reykjavíkur á laug-
ardegi með alla íjölskylduna
að versla. Það er staðreynd að
varan sem fólk kaupir I
Reykjavík er ekkert ódýrari en
hér á Suðurnesjum. Fólk á að
versla heima og halda íjár-
magninu á svæðinu. þá
stuðlar það einnig að því að hin
ýmsu félagasamtök fái styrk
frá versluninni. Það þýðirekk-
ert að fara í verslun, þar sem
engir peningar eru og biðja um
styrk,“ sagði Gylfi Kristinsson
að lokum.
Jolasveinninn kemur reglulega 1 heinisokn i Samkaup. Ljósm.:hbb.
Miðvikudagur 21. desember 1988 13
STAPAFELL
_________KEFLAVÍK
Jólagjöf heimilisins
Eldavélar-Eldhúsviftur
Eldavélasett-Uppþvottavélar
Þvottavélar-Þvottaþurrkarar
Kæliskápar 17 gerðir
Hljómtækja-
samstæður
mikið úrval
STAPAFELL
KEFLAVÍK SÍMAR 12300 - 11730
fMeistaraskóli
byggingarmanna
Kennsla í meistaraskóla byggingar-
manna hefst á vorönn 1989 ef næg
þátttaka fæst (15-18 nemendur).
Umsóknir berist skrifstofu FS fyrir 1.
janúar 1989 ásamt staðfestu ljósriti af
sveinsprófi.
Skólameistari
Litsjónvarpstæki
12 gerðir
Myndbandstæki
Viðtæki 34 gerðir
Útvarpsklukkur
VEL KLÆDD í FÖTUM
DÖMUJAKKAFÖT
með pilsi eða buxum
kr. 11.980.-
HERRAJAKKAFÖT
frá kr. 11.990.-
RÚSKINNSVESTI
SILKIVESTI
Vettlingar, Treflar
Leðurhanskar
Langerma rúllukragabolir
STAKIR JAKKAR allir litir kr. 1.190.-
Köflóttir og einlitir
kr. 7.990.-
Glæsilegir ullarherrajakkar
Rúskinnsjakkar
Rúskinnsbuxur
Rúskinnsbuxur
Rúskinnspils
kr. 14.900
kr. 9.900
kr. 9.900
kr. 4.900
PEYSUR ótrúlegt úrval
Herraspariskyrtur
Silkibindi og slaufur
Dúnúlpur m/hettu kr. 11.900
Dúnúlpur m/skinnkraga
kr. 9.900
Tökum upp nýjar vörur
daglega til jóla.
frá Pe/eMon