Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
19 dagar til jóla
Jóladagskrá er í Árbæjarsafni í
Reykjavík á sunnudögum á aðvent-
unni. Geta gestir gengið um fylgst
með undirbúningi jólanna eins og
hann var í gamla daga. Jólasveinar
gægjast á glugga og kíkja í potta,
börn og fullorðnir fá að föndra og
syngja saman jólalög. Þá gefst gest-
um tækifæri að taka þátt í jóla-
legum ratleik um safnsvæðið.
Dagskráin nú á sunnudag hefst
klukkan 14 en á verður guðsþjón-
usta í safnkirkjunni og skóla-
hljómsveit Grafarvogs leikur bæði
á útisvæðinu og í Landakoti. Klukk-
an 15 hefst jólatrésskemmtun á
torginu,
Sjóminjasafnið í Reykjavík verð-
ur opið til kl. 21 í dag, laugardag, í
tilefni af „litlu jólunum“ við Gömlu
höfnina og á Grandanum. Þennan
dag munu rekstaraðilar á svæðinu
bjóða upp á jólalegt andrúmsloft
auk ýmissa afslátta og tilboða.
Jóladagskrá í Árbæjarsafni á sunnudag
Morgunblaðið/Eggert
Jólastemning Jólasveinar í Árbæjarsafni.
Grýla og Leppalúði munu skemmta gestum Þjóðminja-
safnsins á sunnudag klukkan 12 ásamt söngkonunni
Hafdísi Huld. Skemmtunin fer fram í Myndasal Þjóð-
minjasafnsins og er aðgangur ókeypis.
Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðminjasafninu að
jólaskemmtunin sé upphitun fyrir komu jólasveinanna
en sá fyrsti, Stekkjarstaur komi til byggða 12. desember
og muni líta inn í Þjóðminjasafninu klukkan 11.
Í kjölfarið komi bræður hans hver af öðrum og líti
þeir allir inn á safninu klukkan 11 alla daga til jóla.
Grýla og fjölskylda á leið í Þjóðminjasafnið
Grýla og Leppalúði.
Handverkstæðið Ásgarður í Mos-
fellsbæ heldur sinn árlega jóla-
markað í dag í húsnæði Ásgarðs að
Álafossvegi 14-22.
Til sölu verða leikföng sem Ás-
garður framleiðir og einnig verður
kaffi, súkkilaði og kökur á boð-
stólum.
Ásgarður Handverkstæði er
verndaður vinnustaður og sjálfs-
eignarstofnun. Þar eru nú 30
starfsmenn. Meginframleiðslan er
leikföng úr tré.
Í Ásgarði Unnið við leikfangasmíði.
Jólamarkaður Ás-
garðs haldinn í dag
Kanill, jólasýning félagsmanna SÍM
(Sambands íslenskra myndlist-
armanna), var opnuð í gær í Hafn-
arstræti 16 í Reykjavík og verður
opin á skrifstofutíma alla virka
daga fram til 22. desember.
Í tilkynningu segir, að lagt hafi
verið upp með að setja upp fjöl-
breytta samsýningu þar sem stærð,
verð og miðill verkanna væru
frjáls. Einnig voru listamenn hvatt-
ir til að sýna annað en hefðbundin
listaverk, s.s bækur/bókverk, inn-
rammaðar skissur, o.s.frv.
Myndlistarmenn
með jólasýningu
Jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður á
Hólmsheiði í nágrenni Heiðmerkur í ár. Verður hann op-
inn nú um helgina og helgarnar fram að jólum klukkan
11-16 bæði laugardaga og sunnudaga. Þar getur fólk
höggvið sitt eigið jólatré.
Skógurinn verður opnaður formlega í dag klukkan 11
og mun Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi og for-
maður menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar,
höggva fyrsta tréð.
Einnig verður sala jólatrjáa á Jólamarkaðinum Elliða-
vatni í Heiðmörk þar sem opið verður allar helgar í að-
ventu. kl. 11-16.
Allur ágóði af sölu jólatrjánna rennur til uppbyggingar og viðhalds
Heiðmerkur.
Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnaður í dag
Í jólaskóginum.
Hollvinasamtök heilbrigðisþjón-
ustu á Fljótsdalshéraði, HHF, hafa
gefið út fyrsta kortið í nýrri röð
jólakorta sem prýdd verða lista-
verkum nema af listnámsbraut
Menntaskólans á Egilsstöðum.
Efnt var til listaverkasamkeppni
innan brautarinnar í vetrarbyrjun
og var mynd eftir Kolbrúnu Drífu
Eiríksdóttur, sautján ára nema á 2.
ári á listnámsbraut ME, valin á
fyrsta kortið.
Jólakortin fást hjá Lyfju Egils-
stöðum, í Bókakaffi við Lag-
arfljótsbrú, á skrifstofu Mennta-
skólans á Egilsstöðum, á
Barramarkaðinum og hjá HHF.
Tré í skógi Jólakort HHF.
Selja jólakort fyrir
heilbrigðisþjónustu
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Heimildarmyndin, The Show of
Shows: 100 years of Vaudeville, í
leikstjórn Benedikts Erlingssonar
var tekin til sýninga í fjórum kvik-
myndahúsum í Bretlandi í gær.
Myndin segir
sögu farand-
skemmtikrafta,
myndskeið frá
langri sögu sirk-
usa og skyldra
uppákoma í gegn-
um myndefni frá
National Fa-
irground Archive
en elsta mynd-
efnið er frá 1897.
Hinn 15 desem-
ber bætast svo fleiri borgir við á
Bretlandseyjum en myndin verður
sýnd á Íslandi í byrjun næsta árs.
„Ef fólk hefur gaman að James
Bond á það að koma á þessa mynd.
Þarna er fólk á ystu nöf að leggja sig
í lífshættu. Dýr og menn að hálf-
drepa sig öðrum til skemmtunar,“
segir Benedikt.
Mikill heiður
Hann segir það mikinn heiður að
hafa verið fenginn að þessu verkefni
en BBC kemur að því ásamt Saga
Film og Margréti Jónasdóttur.
„Þetta er mynd sem er einhverskon-
ar tryllt innsýn í heim skemmt-
anaiðnarins. Þetta þekkist sem X-
factor í nútímasjónvarpi.
Margrét er orðin mjög stórt nafn í
heimildamyndagerð í heiminum og
hún raðaði þessu saman ásamt
BBC.“
Benedikt og Davíð Alexander,
klippari hans, fengu alls 17 klukku-
tíma að moða úr. „Það er svolítið
fyndið að skoða þessa mynd í því
samhengi að mikið af þessu efni var
skemmtiefni fyrir börn en í dag er
þessi mynd alveg stranglega bönnuð
börnum. Þetta er gamalt skemmti-
efni sem segir manni hvað smekkur
fólks hefur breyst. Ég get lofað því
að börn og dýr voru sköðuð við gerð
þessarar myndar.“ Bresku blöðin
Independent og The Guardian gefa
myndinni fjórar af fimm stjörnum
og tímaritið Variety hefur farið lof-
sömum orðum um myndina.
Sigurrósartónlist
Tónlist við myndina sömdu Hilm-
ar Örn Hilmarssyni, Georg Holm og
Orri Páll Dýrason í samstarfi við
Kjartan Dag Holm. Meðlimir Sigur
Rósar hafa sýslað við ýmis hlið-
arverkefni í gegnum tíðina og hefur
plata þeirra fengið glimrandi dóma,
líkt og myndin en ekkert tal er í
henni. „Aðeins tónlist og hryll-
ingur,“ segir leikstjórinn kíminn en
ekki er langt síðan fyrsta kvikmynd
Benedikts, Hross í oss, var marg-
verðlaunuð víða um heim. Hefur
Benedikt fengið mikið hrós fyrir þá
mynd og fékk hún meðal annars
kvikmyndaverðlaun Norð-
urlandaráðs árið 2014.
Í rökstuðningi dómnefndar stóð
að kvikmyndin sé sérlega frumleg
með rætur í kjarnyrtum húmor Ís-
lendingasagnanna. Þá segir að leik-
stjórinn hafi djúpan skilning á frum-
kröftum hrossa og manna.
Leikur nóbelsskáldið
Benedikt er þó ekki búinn að
leggja leikarann í sér á hilluna því
hann mun birtast í kvikmyndinni
Before dawn sem fjallar um síðustu
daga Stefans Zweig.
Myndin er framleidd í Þýskalandi
og fer Benedikt með hlutverk nób-
elsskáldsins Halldórs Kiljan Lax-
ness í myndinni.
Hryllingur með músík
í rúmar 70 mínútur
Byrjað að sýna heimildarmynd Benedikts í Bretlandi
Skjáskot úr kvikmyndinni.
Stórhætta Karlmaður með ungbarn gengur eftir háum vegg.
Benedikt
Erlingsson
Jólamarkaður Framfarafélags
Borgfirðinga fer fram í Hlöðunni
gömlu í Nesi í Reykholtsdal í dag.
Þar verður á boðstólum matur
frá bæjum á svæðinu og handverk
eftir heimamenn.
Markaðurinn hefst kl. 13 og
stendur til kl. 17. Fram kemur í til-
kynningu að skógarbændur á Vest-
urlandi verði með heitt á könnunni,
Kvenfélag Reykdæla selji laufa-
brauð, UMFR verði með kaffisölu
og Freyjukórinn syngi.
Jólamarkaður í
Borgarfirði
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511 2022 | www.dyrabaer.is
AMH | Akranesi | Sími 431 2019
Jólagjöf
dýranna
– fyrir dýrin þín