Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 6. desember kl. 14: Grýla og Leppalúði skemmta ásamt Hafdísi Huld Sérkenni sveinanna jólasýning á Torgi Jólaratleikur Leitin að jólakettinum er stórskemmtileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna Þriðjudagur 8. desember kl. 12: Hádegisfyrirlestur Ragnhildar Bragadóttur sagnfræðings Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Blaðamaður með myndavél á Veggnum Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru - Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Listasafn Reykjanesbæjar Kvennaveldið: Konur og kynvitund 13. nóvember – 24. janúar Töskur frá Handverki og hönnun Byggðasafn Reykjanesbæjar Þyrping verður að þorpi Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn LISTASAFN ÍSLANDS NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP 18.9. 2015 - 3.1. 2016 Sunnudagsleiðsögn 6. desember kl. 14. Björg Erlingsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar, leiðir gesti um sýninguna. NÍNA TRYGGVADÓTTIR Ný bók frá Listasafni Íslands. NÍNA SÆMUNDSSON - LISTIN Á HVÖRFUM 6.11.2015 - 17.1.2016 Sunnudagsleiðsögn 6. desember kl. 15:30. Hrafnhildur Schram, sýningarstjóri sýningarinnar, leiðir gesti um sýninguna. PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 Málþing um framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015: MOSKAN - Fyrsta Moskan í Feneyjum. Laugardaginn 5. desember kl. 11:00-14:30 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur. Aðventudagur í Safnbúð Listasafni Íslands, 6. desember. Gjafavörur og listaverkabækur á tilboði, tónlistarflutningur og leiðsagnir. KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið dagl. kl. 11-17, lokað mánud. Sunnudagur 6. desember: Tveir f. einn af aðgangseyri og leiðsögn kl. 14 með Markús Þór Andréssyni sýningarstjóra Gömul jólatré Jólasýning í lestrarsal Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsið Kapers Ljúffengt kaffi og kruðerí Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17. SAFNAHÚSIÐ Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Hádegisleiðsagnir á föstudögum fram að jólum Jóladagatal í anddyri safnsins Á eintali við tilveruna Eiríkur Smith Verk frá 1983 – 2008 Syngjandi jól Laugardag 5. desember kl. 9:20–16:00 Fjölmargir kórar Hafnarfjarðar syngja fyrir gesti Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is - sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Stefán Máni virðist hafakynnt sér vel líf ungsógæfufólks, sem hefuránetjast eiturlyfjum og á sér ekki viðreisnar von. Fyrri bækur hans bera þess vitni og enn rær hann á sömu mið í bókinni Nautinu. Stefið er kunn- ugt. Annars vegar er um að ræða inn- antómt fjölskyldulíf á til þess að gera af- skekktum sveitabæ á Austfjörðum og hins vegar líf klíku í höfuðborginni, þar sem lífið snýst um rán, dóp og annað rugl. Þessir að því er virðist ólíku heimar tengjast og á því byggist sagan. Það er alltaf átakanlegt að lesa um ógæfu fólks. Stefáni Mána tekst vel að lýsa skuggahliðunum og þeg- ar kemur að ruglinu er hann í essinu sínu. Honum fer líka vel að spila angurværa tónlist, þegar hún á við og úr verður hrollvekjandi saga full af viðbjóði en um leið vonleysi, þó að sumir láti sig dreyma um betra líf. Sagan er hrá en hröð, rétt eins og líf einstaklinga, sem lifa fyrst og fremst fyrir fíknina. Lífið hefur lít- inn sem engan tilgang, en sumir reyna að spyrna við fótum af veikum mætti. Aðrir láta sér fátt um finnast. Þessar andstæður koma vel fram, en ekki verður á allt kosið. Oft virðist sem Stefán Máni sé að skrifa kvikmyndahandrit frekar en spennusögu. Svo nákvæmur er hann í lýsingum á umhverfinu innan sviðs- myndarinnar. Þetta getur gengið í lengri sögum en er of mikið af hinu góða í eins stuttri sögu og Nautinu. Annars rennur sagan vel og þrátt fyrir allt er von í vonleysinu og við- bjóðnum. Til þess að svo megi vera þarf að bregðast við og það gerir Stefán Máni svo sannarlega með kraftmiklum texta. Nautið er ágætis afþreying, fljót- lesin spennusaga. Hvort sem það er tilviljun eða ekki má sjá samsvörun milli atburða í sögunni og mála, sem hafa verið ofarlega í umræðunni í samfélaginu undanfarna mánuði. Þessi samsvörun styrkir mikilvægi frásagnarinnar, gerir hana trúverð- ugri og er þörf áminning. Stefán Máni á kunnugum slóðum Spennusaga Nautið bbbmn Eftir Stefán Mána. Sögur, útgáfa 2015. Innbundin, 234 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Morgunblaðið/Golli Stefán Máni „Nautið er ágætis afþreying, fljótlesin spennusaga,“ segir rýn- ir um nýja bók höfundarins. Samsvörun við veruleikann styri mikilvægið. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kaffiboð Tryggva er yfirskrift sýn- ingar sex myndlistarmanna sem verður opnuð í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 klukkan 15 í dag, laugardag. Lista- mennirnir eru þeir Eyjólfur Einarsson, Hauk- ur Dór, Sigurður Þórir, Sigurður Örlygsson, Sig- urjón Jóhannsson og sá sem boðið er kennt við, Tryggvi Ólafsson. Þá mun Ólafur Gunnarsson lesa við opnunina upp úr nýrri skáldsögu sinni, Synd- aranum, en hún er framhald síðustu bókar hans, Málarans. Í tilkynningu frá listamönnunum um framkvæmdina segir: „Við erum 6 myndlistarmenn og einn rithöf- undur sem eigum það allir sameig- inlegt að hafa umgengist Tryggva Ólafsson í Kaupmannahöfn fyrir um hálfri öld. Það var drukkið kaffi og vissulega ómælt af dönskum bjór. Við rifumst um myndlistina og póli- tík eins og listamanna er siður. Tryggvi flutti heim fyrir nokkrum árum og kallaði okkur saman í kaffi- boð sem hann hefur haldið nokkrum sinnum á ári. Hauki Dór fannst kominn tími til þess að við sýndum saman og er nú stundin runnin upp …“ Gaman að heyra sögurnar „Já, við erum búnir að þekkjast lengi, þessi kallar,“ segir Tryggvi þegar hann er spurður út í sam- starfið. Hann segir að Hauki Dór hafi fyrst verið boðið að halda sýn- ingu en hann hafi sagt: „Ég nenni ekki að sýna – getum við ekki bara sýnt allir?“ „Og við leggjum allir í púkk,“ seg- ir Tryggvi. Hann sýnir þrjár nýjar litógrafíur. „Ég hef búið til litagrafí- ur stanslaust í um hálft annað ár og læt félagana fá þær nýjustu og þeir hengja þær upp fyrir mig eins og þeir vilja. Ég er ekkert hörundsár yfir því hvað hver á margar myndir og hvar mínar lenda, mér er alveg sama. Mitt sjónarmið er að mynd- irnar mínar verða að klára sig eða ekki. Þegar börnin fara af heimilinu þá þýðir ekkert að þrasa við þau lengur. Þau verða að finna sjálf út úr hlutunum.“ Eins og Tryggvi sagði þá hafa sexmenningarnir þekkst lengi, mjög lengi sumir hverjir. „Ég hef til að mynda þekkt Sigurjón síðan ég var átján ára gamall. Við vorum eig- inlega allir samtímis í Kaupmanna- höfn, og sumir saman í akademí- unni.“ Og hittust þeir reglulega í Kaup- mannahöfn og spjölluðu og þrefuðu um hitt og þetta? „Ég hef lengi haft það fyrir sið að bjóða mönnum annaðhvort í mat eða kaffi,“ svarar Tryggvi og hann hefur haldið því áfram eftir að hann flutti heim til Íslands fyrir nokkrum ár- um. Býður þessum hópi myndlist- armanna en líka hópi rithöfunda og skálda. „Það er svo gaman að halda áfram að tala við fólk. En Kiljan segir að Íslendingar tali ekkert saman heldur segi hverjum öðum sögur. Og það er gaman að heyra allar sögurnar – þetta er svona kal- lakjaftæði hjá okkur, gamlar brennivínssögur og eitt og annað. “ Hann hlær og bætir við: „Nú er búið að þurrka suma af þessum drengj- um upp og þá segja þeir sögur frá sjeneverárunum. Það er nostagía í þessu … Þá eigum við sameiginlega kunn- ingja í Danmörku og ég get sagt frá þeim því ég er nokkuð duglegur við að vera í sambandi við kunn- ingjana.“ Og Tryggvi segir að þótt kunn- ingsskapurinn sé góður innan hóps- ins hafi þeir þróast í ólíkar áttir sem listamenn en sjálfur hafi hann farið fyrstur þeirra til Kaupmannahafnar í nám, 1961. Og Ólafur Gunnarsson rithöfundur hefur mætt á fundi mál- aranna og hefur nú skrifað tvær bækur um einn slíkan. „Hann hefur nefnilega svo gaman af þessum sýkópötum, málurunum,“ segir Tryggvi og hlær. „Og við leggjum allir í púkk“  Sex listmálarar sýna í kaffiboði Morgunblaðið/Golli Fimm af sex Sigurjón Jóhannsson, Sigurður Örlygsson, Haukur Dór, Eyjólfur Einarsson og Sigurður Þórir. Tryggvi Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.