Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Scott Weiland, fyrrverandi söngvari banda- rísku rokksveit- anna Stone Temple Pilots og Velvet Revolver, er látinn, 48 ára að aldri. Rokk- arinn lést í svefni í tónleikarútu hljómsveitar sinnar, Scott Weiland & The Wildabouts, í Minnesota sl. fimmtudag. Weiland, sem hafði lengi glímt við eiturlyfjavanda, stofnaði Stone Temple Pilots sem varð ein vinsæl-asta gruggsveit tí- unda áratugarins. Hann var rekinn úr sveitinni 2013. Rokkarinn Scott Weiland látinn Scott Weiland Þunga rokkshátíðin Rokkjötnar fer fram í Vodafone-höllinni í dag. „Í ár mun í fyrsta sinn frá upphafi Rokk- jötna stíga á svið erlend hljómsveit, en það er engin önnur en Mastodon sem er ein allra vinsælasta þunga- rokkshljómsveit 21. aldarinnar. Hér gefur einnig að líta rjómann sem flýtur ofan á íslensku þunga- rokkssenunni. Bara á þessu ári hafa fjórar af þeim átta hljómsveitum sem fram koma á Rokkjötnum í ár gefið út nýjar plötur,“ segir í til- kynningu skipuleggjenda. Hátíðin hefst kl. 16 en þá stíga á svið Meistarar dauðans, en á eftir fylgja Bootlegs, Muck, Kontinuum, The Vintage Caravan, Sólstafir og Dimma. Loks kl. 23.15 er komið að Mastodon sem spila mun til langt gengin eitt. „Rokkjötnar leggja áherslu á að gera íslensku þungarokki hátt und- ir höfði og hafa að leiðarljósi að sem allra flestir geti notið. Þannig er miðaverði stillt í hóf og fólk sem ekki hefur náð 18 ára aldri er vel- komið með forráðamönnum. Rokk- jötnar vilja sjá íslenskt þungarokk vaxa og dafna enn frekar og eiga þá ósk heitasta að sem flestir taki þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir í tilkynningu. Húsið verður opnað kl. 15. Miðasala er á vefnum tix.is. Ljósmynd/Travis Shinn Mastodon Í fyrsta sinn frá upphafi Rokkjötna leikur erlend hljómsveit. Mastodon leikur á Rokkjötnum í dag »Mikil stemning ríkti í Svarta boxinu á neðri hæð Norræna hússins í gær þegar fjórða lúgan í lif- andi jóladagatali hússins var þar opnuð í hádeginu. Samkvæmt venju hófst dagskráin kl. 12:34 með því að viðeigandi gluggi á dagatalinu var opnaður með pompi og prakt. Þar til gerðri bjöllu er hringt og upplýst hvaða atriði er í vændum, en jóladagatalið í ár gerði listakonan og söngkonan Lóa Hlín Hjálm- týsdóttir. Í gær reyndist lúgan fela í sér atriði með Snjólaugu Lúðvíksdóttur uppistandara. Spennandi verður að sjá hvað dagatalið býður upp á næstu daga fram að jólum. Jóladagatal Norræna hússins úr smiðju Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur Veitingar Gestum var boðið upp á jóladrykk og súkkulaði. Jólastemning Svarta boxið iðar af lífi vegna jóladagatalsins. Jólapakkar Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá … Jóladagatal í Norrænahúsinu Spennan leyndi sér ekki hjá viðstöddum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagskrá Gestir mættu tímanlega til að missa ekki af helsta viðburðinum. „Drangey“ veski 20% afsláttur Sími 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Dömu & herra 7 tegundir Verð frá 4.700 með afslætti Nafngylling kr. 1.400 Sjá drangey.is Tilvalin jó lagjöf KRAMPUS 6,8,10:45 HUNGER GAMES 4 2D 5,8,10:10 THE NIGHT BEFORE 8,10:10 GÓÐA RISAEÐLAN 2D 2,5 HANASLAGUR 2,3:50 HOTEL TRANSYLVANIA 2 1:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.