Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það er mjög mikilvægt að við fáum góða þátttöku þarna því þetta er okkar aðalfjáröflun,“ segir Sonja Er- lingsdóttir, formaður Hringsins, en næstkomandi sunnudag, 6. desem- ber, verður haldið árlegt jólakaffi Hringsins í Hörpu en það er aðal- fjáröflun félagins. Húsið verður opnað kl. 13 en dag- skráin hefst kl. 13.30. Aðgangseyrir er 2.500 krónur fyrir fullorðna, 1.000 krónur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og frítt er inn fyrir börn upp að sex ára aldri. Happdrætti og góð skemmtun Jólakaffið hefur fest sig í sessi hjá mörgum fjölskyldum hér á landi en um 900 manns tóku þátt í fyrra og lögðu sitt af mörkum í fjáröflun Hringsins en búist er við svipuðum fjölda í ár. Allt söfnunarfé rennur óskert til þeirra verkefna sem Hringurinn styrkir og því gefa allir vinnu sína sem að jólakaffinu koma. Hið víðfræga jólahappdrætti verður einnig á sínum stað þetta árið en vinningarnir eru ríflega tvö þúsund talsins. Þá verða bráðskemmtileg skemmtiatriði á boðstólum fyrir unga sem aldna en Pálmi Sigurhjart- arson tekur á móti gestum með ljúf- um tónum, jólasveinarnir mæta á staðinn, Ævar vísindamaður sýnir listir sínar, leikarar úr sýningunni Í hjarta Hróa hattar sýna tilþrif og Skoppa og Skrítla kæta yngstu börnin. „Við fáum góðan hug frá fólki og erum afar þakklátar fyrir það,“ segir Sonja en allir listamenn- irnir sem fram koma gefa vinnu sína. Leggja veikum börnum lið Hringurinn er kvenfélag sem vinnur ötullega að líknar- og mann- úðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni þeirra er upp- bygging Barnaspítala Hringsins en þau sinna einnig fleiri verkefnum sem tengjast veikum börnum með styrkjum og öðrum stuðningi. Styrkveitingar Hringsins á árinu 2015 náum 22,5 milljónum króna. Meðal annars veitti félagið styrki til Barnaspítala hringsins til að fjár- festa í barnaskurðborði ásamt fylgi- hlutum, myrkvunargluggatjöldum á sjúkrastofur og glerveggi við sturtur á barnadeild. Þá var svæfinga- og gjörgæslu- deild LSH veitt fjármagn til kaupa á sérhæfðu tæki til barkaþræðingar hjá börnum ásamt ómhaus til notk- unar við ísetningu æðaleggja hjá börnum. Til styrktar Jólakaffið er orðið að föstum lið hjá mörgum fjölskyldum fyrir jól. Aðalstyrktarverkefni Hringsins er uppbygging Barnaspítala Hringsins. Allir gefa vinnu sína á Jólakaffi Hringsins  Aðalfjáröflunarleið Hringsins til handa veikum börnum Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ „Sérlega vel skrifuð og áhugaverð frásögn, sem býr yfir sálfræðilegri dýpt.“ – Gyrðir Elíasson „... mesta hrós sem ég get gefið nokkru riti.“ – Benedikt Jóhannesson, Heimur „Rosalega fín bók.“ – Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir „... stórmerkileg ... sýnir Fischer í alveg nýju ljósi. – Hrafn Jökulsson „Sannkallaður yndislestur ... Höfundur er í raun laus við þá áþján að líta á Bobby sem eitthvert átrúnaðargoð.“ – Stefán Bergsson, DV „Lýsingarnar á vináttu þeirra og samskiptum eru skrifaðar af hlýju og nærfærni og stíllinn er fádæma flottur.“ – Friðrika Benónýsdóttir, Fréttatíminn „Bók Garðars er einstaklega merki- leg, skrifuð af næmni og lipurð og á eftir að verða lítill klassíker ...“ – Össur Skarphéðinsson „Frábær bók ... færði mann mun nær einstaklingnum á bak við skák- snillinginn.“ – Bragi Þorfinnsson, DV „Klassísk bók“ SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Bráðum koma blessuð jólin... JABO reykskynjari með Li-Ion rafhlöðu 1.890 ALLAR JÓLAKÚLUR =ÞRÍR FYRIR EINN Þú tekur 3 pakka og greiðir fyrir 1 Jólakúlur 7 cm 12 stk. 395 Jólakúlur 7 cm 6 stk. 195 Margir litir Jólakúlur 10 cm 6 stk. 290 Margir litir Jólatré 150 cm 1.250 Fjöltengi 395 Mikið úrval 10 metra rafmagnssnúra 2.590 LED perur 7W 995 Jólatré 120 cm 750 Undirritun kjarasamnings milli Sam- taka atvinnulífsins (SA) fyrir hönd ISAL og samflots verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík strandar á kröfu um að aflétt verði takmörkun ISAL á því að fela verk- tökum ýmis verkefni, að sögn SA. Af því tilefni birti SA í gær frétt um mál- ið á heimasíðu sinni. Þar kemur m.a. fram að í fyrstu grein kjarasamningsins í Straumsvík segi að hann taki til allra starfa í fyr- irtækinu. „Greinin hefur verið túlkuð þannig að fyrirtækinu sé óheimilt að nýta sér þjónustu verktaka, nema í undantekningartilvikum sem tiltekin eru í fylgiskjali með samningnum,“ segir í fréttinni. Auk verkefna sem talin eru upp í fylgiskjalinu er fyr- irtækinu heimilt að gera verksamn- inga við fyrirtæki sem starfsmenn stofna, en þá skulu viðkomandi starfsmenn eiga rétt á endurráðn- ingu ef verksamningi ljúki. SA segir að þetta ákvæði, og túlk- un þess, sé einsdæmi í íslenskum kjarasamningum. Það kom inn í kjarasamninginn árið 1972 þegar að- stæður voru gjörólíkar þeim sem nú ríkja. ISAL fékk aðild að VSÍ, forvera SA, árið 1984 og hefur SA síðan farið með samningsumboð fyrir hönd ISAL. „Síðasta aldarfjórðunginn, í u.þ.b. 15 samningalotum, hefur það verið krafa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins að þetta ákvæði verði endurskoðað og að ISAL sitji við sama borð og önnur fyrirtæki í land- inu. Fyrirtækið hefur viljað einbeita sér að framleiðslu áls, en fela öðrum aðilum verkefni sem þeir eru sér- hæfðir í, s.s. rekstur mötuneytis, hafnarstarfsemi og öryggisgæslu. Þessum eðlilegu óskum fyrirtækisins hefur ávallt verið hafnað af verka- lýðsfélögunum,“ segir SA. Í fréttinni segir og að orkufrek fyrirtæki sem komu hér í kjölfar ISAL búi ekki við sömu takmarkanir um viðskipti við utanaðkomandi þjónustuaðila og ISAL. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Straumsvík ISAL býr eitt við sérstakar hömlur á verktöku, að sögn SA. Ákvæðið á sér ekki hliðstæðu  Breytingu hafnað í 15 samningalotum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.