Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/RAX Lítið skyggni og hvassviðri Ekkert ferðaveður var víða á vegum í gær. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Liðsmenn björgunarsveita Slysa- varnafélagsins Landsbjargar frá Höfn, Vík, Hvolsvelli og Kirkjubæj- arklaustri sinntu í gær lokunum á hringveginum við Markarfljótsbrú að vestanverðu og við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Vaktinni var hætt um kl. 22.00 í gærkvöldi en lokunarskilti áfram höfð uppi og eins var leiðin merkt lokuð á korti Vegagerðarinnar, að sögn Sveins Kr. Rúnarssonar, yfir- lögregluþjóns á Suðurlandi. Hann sagði að ófærð lokaði leiðinni og hún yrði ekki opnuð fyrr en í dag. Tölu- vert mikið hafði skafið undir Eyja- fjöllum og í Mýrdalnum. Brúin yfir Múlakvísl var lokuð og eins Markarfljótsbrú. Óveðrið var farið að ganga niður í Öræfum um kl. 21.00. Lögreglan óskaði eftir aðstoð björgunarsveita í gærdag við að ferja ferðamenn úr rútu sem fór út af við Brekkur í Mýrdal og koma þeim á gistihús. Á leið á staðinn ók björg- unarsveitin fram á þrjá bíla sem voru utan vegar við Grafarhól og var fólk í tveimur þeirra. Fólkið úr þriðja bíln- um hafði fengið far til byggða. Bryndís Fanney Harðardóttir í svæðisstjórn björgunarsveita á Suð- urlandi sagði um kl. 21.00 í gær- kvöldi að mesta óveðrið væri gengið yfir í Vík í Mýrdal. Hún sagði að lok- un þjóðvegarins hefði bjargað miklu og komið í veg fyrir mikil vandræði. „Þetta var algjör bylting. Hér eru tveir vöruflutningabílar og ég veit ekki hvað margir fólksbílar við Vík- urskála eru að bíða veðrið af sér. Það er ekki spurning þegar svona veður- spá kemur að loka veginum á þessu svæði,“ sagði Bryndís. Hún sagði að fólk dveldi á öllum hótelum í Mýr- dalnum vegna óveðursins. Jón Hermannsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðurlandi, tók við vaktinni í gær- kvöldi. Hann sagði að skafrenningur hefði valdið því að fólk á leið í sum- arbústaði hefði fest sig og hringt eft- ir aðstoð. Lítil umferð var á Suður- landi í gærkvöldi. Nýbyggt hótel stóðst áhlaupið Íslandshótel vinna að byggingu hótels á Hnappavöllum í Öræfum. Ólafur Torfason forstjóri sagði að menn hefðu unnið í alla fyrrinótt við að búa nýbyggingarnar undir óveðr- ið. Límtrésbyggingar nýja hótelsins hefðu staðist áhlaupið með sóma. Morgunblaðið/RAX Óveður í aðsigi Kolsvartur óveðursbakkinn nálgaðist af hafi undir Eyjafjöllum. Það var eins og föngulegur gæðingurinn tæki sprett til að forða sér undan óveðrinu sem skall á svo um munaði. Lokun hringvegar- ins gaf góða raun  Hringvegurinn á milli Markarfljótsbrúar og Jökulsárlóns verður opnaður í dag  Brýr og vegir lokuðust í gær Morgunblaðið/RAX Hringveginum lokað vegna óveðurs Björgunarsveitarfólk sinnti í gær lokun hringvegarins við Markarfljót og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Einnig voru lokanir við Freysnes í Öræfum og við Lómagnúp. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagridalur í Mýrdal Mikið kóf var í Mýrdalnum og lítið sem ekkert skyggni. Það var vissara að hafa rafbílinn í sambandi í kuldanum. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra • Lífrænn hrásykur biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.