Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Íslenska er ólík tungumálum grannþjóða okkar að því leyti að hún hefurbara einn greini. Hann nefnist ákveðinn greinir og er yfirleitt þeirrarnáttúru að skeyta sér aftan við nafnorð og kallast þá viðskeyttur greinir.Óákveðinn greinir er ekki til í málinu og við tölum bara um hund, kisu og borð í staðinn fyrir en hund, en kat og et bord eins og Danir gera. Ef við þurf- um hins vegar að gera frekari grein fyrir þessum fyrirbærum gætum við búið til eftirfarandi málsgrein: Kisan klóraði hundinn sem faldi sig undir borðinu. Þá bera öll nafnorðin ákveðinn greini. Danir fara svipaða leið að þessu því að þeir nota líka viðskeyttan greini. Þegar lýsingarorð standa með nafnorðunum í dönsku er greinirinn hins vegar laus en ekki viðskeyttur, t.d. en hvid kat eða den hvide kat Langflest nafnorð í ensku taka með sér greini, annaðhvort ákveðinn eða óákveðinn en hann er aldrei viðskeyttur eins og í dönsku og íslensku. Þó eru þess dæmi í ensku að nafnorð séu greinislaus og er þá oftast um að ræða óhlutbundin hugtök sem ekki er hægt að festa hönd á, eins og life, art, beauty, svo að dæmi séu tekin. Í þessum tilvikum myndum við nota ákveðinn greini, svo sem lífið er stutt, listin er löng og „og fegurðin mun ríkja ein,“ eins og segir í Heimsljósi eftir Laxness. En nú kem ég loks að kjarna þessa pistils sem er óhófleg notkun á svoköll- uðum lausum greini í íslensku. Hann er að vísu ekkert bannorð og sómir sér vel í hátíðlegu máli eða titlum eins og Hið íslenska bókmenntafélag eða Hið ljósa man, svo að aftur sé vitnað í Laxness, en nú er hann orðinn svo útbreiddur að málið verður tilgerðarlegt og ljótt. Um daginn hlustaði ég á áhugavert erindi í Ríkisútvarpinu en þar óð lausi greinirinn uppi með þvílíkum ólíkindum að ég var hætt að hlusta á efnið heldur farin að telja hversu oft höfundur notaði hann. Algeng dæmi um þessa ofnotkun má sjá í eftirfarandi málsgreinum. Hið ár- lega þorrablót félagsins verður haldið hinn 24. janúar. Hinn frábæri stanga- stökkvari setti hið glæsilega Íslandsmet á hinum alþjóðlegu kappleikum. Hin 17 ára Anna Sigurðardóttir, hlaut hin eftirsóttu verðlaun í hinni nýstárlegu smásagnasamkeppni hinn 6. nóvember. Hinir glöggu lesendur hljóta að sjá hin afkáralegu mállýti á hinum framangreindu málsgreinum. Í öllum þessum tilvikum er lausi greinirinn gersamlega óþarfur, ekki síst framan við dagsetningarnar og þarna er beinlínis um að ræða áhrif úr ensku. Dæmið um Önnu Sigurðardóttur er kannski ekki eins augljóst, en þarna væri gráupplagt að segja bara Anna Sigurðardóttir, 17 ára, hlaut eftirsótt verðlaun í nýstárlegri smásagnasamkeppni og í stað þess að skrifa: „ Hin sýrlensku Wael Aliyadaha og Ferayal Aldashash…“ eins og stóð í Morgunblaðinu 26. nóv- ember. hefði farið betur á að skrifa Wael Aliyadaha og Ferayal Aldashash frá Sýrlandi eða einfaldlega Sýrlendingarnir Wael og Ferayal með tilheyrandi eft- irnöfnum. Niðurstaðan er þessi. Förum sparlega með lausa greininn og notum hann einungis við hátíðleg tækifæri. Við skulum heldur ekki ofnota viðskeytta grein- inn því að oft standa nafnorðin sjálf fyrir sínu. Hinn, hin, hið Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Þeir sem eiga við sjúkdóma að stríða og að-standendur þeirra taka það nærri sér ef þeirverða þess varir í því stríði að heilbrigð-isþjónustan í landinu standi ekki undir nafni. Fyrir skömmu þurfti kona, sem komin er nokkuð á áttræðisaldur að hafa samband við heimilislækni sinn. Hann reyndist vera í fríi. Hún bað þá um samband við staðgengil og fékk þau svör, að enginn slíkur væri fyrir hendi. Hún bað þá um samband við einhvern, sem gæti veitt henni aðstoð og fékk þau svör að hún ætti að koma sjálf á viðkomandi heilsugæzlu eftir kl. 16.00. Hún var veik og gat það einfaldlega ekki. Þá reyndi hún að komast í samband við lækni á einkarek- inni læknastöð, sem hafði haft með sjúkdómsvanda hennar að gera. Hann var í fríi. Hún bað um samband við einhvern, sem hún gæti talað við og fékk þau svör, að það væri enginn. Þessi samskipti sjúks einstaklings við heilbrigð- iskerfið fóru fram í þessari viku en þau eru því miður ekki einsdæmi. Þetta fyrsta stig heilbrigðisþjónust- unnar, sem fólk hefur samband við, ef eitthvað bjátar á, hefur fengið á sig stofnanakenndan brag og til- svörin einkennast ekki af þeirri samkennd, sem ætlast má til eða viðleitni til að finna lausn á vanda þess, sem leitar eftir aðstoð. Kannski er einhver „kúltúr“vandi til staðar á heilsugæzlustöðvum, því að ná- kvæmlega sömu sögu er hægt að segja af fleiri slíkum stöðvum en þeirri sem hér á í hlut. Og þess ber að gæta að ekki hafa allir einhverja aðstand- endur við höndina, sem geta tekið að sér þessa leit eftir aðstoð heldur verða sjúk- lingar í sumum tilvikum að standa í því sjálfir – og hafa ekki alltaf þrek til. Á Landspítalanum sjálfum er augljóslega enginn „kúltúr“vandi á ferð og þar skortir ekki samkennd starfsfólks með sjúklingum en ekki fer á milli mála, að spítalanum er í mun að útskrifa sjúklinga um leið og rök standa til þess. Og þar er kannski að finna eina birtingarmynd þess, sem starfsfólk spítalans seg- ir að sé veruleiki, að þar hangi allt á bláþræði. Það er ekki alltaf víst að sjúklingur, sem útskrif- aður er eftir aðgerð hafi heilsu til að fara heim til sín og þá er komið að öðrum veikleika, sem blasir við í heilbrigðiskerfinu, sem er skortur á aðstöðu til eft- irmeðferðar. Stundum getur staðan verið sú að þótt sjúklingur hafi heilsu til sé ekki aðstaða heima fyrir til að veita honum þá umönnun, sem hann þarf á að halda. Þegar fylgzt er með þeim umræðum, sem að und- anförnu hafa farið fram um fjárveitingar til Landspít- alans og heilbrigðiskerfisins yfirleitt, má spyrja með nokkrum rökum, hvort þeir sem um þessi mál fjalla hafi nægilega yfirsýn yfir vanda heilbrigðiskerfisins alls og þá er átt við um land allt en ekki bara á höf- uðborgarsvæðinu. Samkenndina, sem hægt er að ætlast til af starfs- fólki heilsugæzlustöðva þarf nefnilega líka að finna í stjórnkerfinu og á Alþingi. Við erum ekki ein í heiminum, ekki frekar í þessum efnum en öðrum. Einn þáttur þessa máls hefur verið til umræðu í þeim aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári, sem nú stendur yfir. Nú eru um 12 milljónir manna í Bandaríkjunum, sem þurfa á umönnun til lengri tíma að halda. Spár benda til að þessi fjöldi verði kominn í 27 milljónir á árinu 2050. Í kosningabaráttu sinni segir Hillary Clin- ton að árið 2013 hafi mátt meta vinnuframlag fjöl- skyldumeðlima í þessu sambandi til 470 milljarða doll- ara. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hinn 22. nóvember sl. er fjárhagsleg aðstoð við fjölskyldur af þessum sökum orðið eitt af helztu áherzluatriðum í kosninga- baráttu Clintons. Hún hitti kjósanda að máli í New Hampshire í september sl., sem sagði henni að hann tæki aldraða móður sína stundum með sér í vinnuna af því að þau hefðu ekki efni á að kaupa nauðsynlega aðstoð. Hillary Clinton boðar nú sér- stakan skattaafslátt til fjöl- skyldna, sem þannig er ástatt um. Kannski er það umhugsunar- efni fyrir alþingismenn hvort einhver aðgerð af slíku tagi gæti komið til greina hér. Það gæti auðveldað fólki að kaupa að aðstoð fagfólks til að sinna nauðsynlegri eft- irmeðferð heima fyrir. Sú heimahjúkrun, sem er á boðstólum hér skiptir vissulega máli en hún leysir augljóslega ekki allan vanda. Ef þjóðin yrði spurð hvaða málefni hún vildi helzt setja fjármuni í úr sameiginlegum sjóðum er lítil spurning, að heilbrigðiskerfið yrði í einhverju af efstu sætum – ef ekki í því efsta. Undir lok síðustu aldar, þegar áþekkar umræður stóðu yfir, var sú hugmynd sett fram í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins, að sérstakur skattur yrði eyrnamerktur heilbrigðiskerf- inu og þjóðin sjálf tæki ákvörðun um hvort hækka bæri eða lækka þann skatt. Stundum falla stjórnmálamenn í þann pytt að tala um mál á þann veg að þeir gera lítið úr þeim sömu málum. Í slíkan pytt datt David Cameron, forsætis- ráðherra Breta, fyrir nokkrum dögum, þegar hann sakaði þá þingmenn, sem voru andvígir því að Bretar tækju þátt í loftárásum í Sýrlandi um að hafa samúð með hryðjuverkamönnum. Stundum finnst mér stjórnmálamenn gera lítið úr mikilvægu heilbrigðisþjónustunnar með því hvernig þeir tala um hana en þeir ættu að minnast hinna fleygu orða að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Sjúk- lingum og aðstandendum þeirra er ekki skemmt. Og þjóðin hefur síðasta orðið – á fjögurra ára fresti – þótt þingmenn og ráðherrar gleymi því stundum. Veikleikar heilbrigðisþjónustunnar Stofnanakenndur bragur á fyrsta stigi heilbrigðisþjónustu Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þótt Bandaríkjamenn reyndust Ís-lendingum vel í varnarsamstarf- inu 1941-1946 og 1951-2006, virðast bandarískir sendimenn á Íslandi iðu- lega hafa verið glámskyggnir á ís- lenskar aðstæður. Í skýrslum frá bandaríska sendiráðinu fyrir og í bankahruninu 2008, sem birst hafa á Wikileaks, var til dæmis farið lofsam- legum orðum um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem sat í utanrík- isráðherratíð sinni að skrafi við Assad Sýrlandsforseta og aðra svarna óvini Bandaríkjanna. Að sama skapi var Davíð Oddssyni hallmælt, þótt hann hefði reynst traustur vinur sem for- sætisráðherra. Þetta er ekkert nýtt. Í skýrslum bandarískra sendimanna á stríðs- árunum var talað um sósíalista sem „háværustu vini okkar“, af því að sósíalistar hlýddu þá dyggilega lín- unni frá Moskvu um stuðning við Bandaríkin: Það hentaði Stalín, eftir að Hitler réðst á hann. Að sama skapi hlustuðu Bandaríkjamenn eftir stríð um skeið frekar á fylgislitla málvini en á raunsæja stjórnmálaleiðtoga eins og Ólaf Thors. Eitt dæmið um glámskyggni Bandaríkjamanna var mat þeirra á Lúðvík Jósepssyni, sem var ráðherra 1956-1958 og 1971-1974. Bandaríski sendiherrann, John J. Muccio, skrif- aði í skýrslu til utanríkisráðuneyt- isins 1956, að Lúðvík væri enginn Moskvukommúnisti. En Lúðvík Jós- epsson var gallharður kommúnisti alla tíð, þótt hann væri vissulega líka hagsýnn stjórnmálamaður. Hann var í gamla Kommúnistaflokknum, uns hann var lagður niður 1938. Í Sósíal- istaflokknum og Alþýðubandalaginu hallaði hann aldrei orði á Kremlverja og var tíður gestur í Moskvu, þar sem hann reyndi eftir megni að auka við- skipti við Ísland. Þegar Kremlverjar sprengdu kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á Norður-Íshafi 1961, var Lúðvík einn fimm þingmanna, sem ekki vildu for- dæma tilraunirnar. Hann sagði við Morgunblaðið 31. október: „Ég óska ekki eftir að ræða þetta mál.“ Í skjölum frá Moskvu kemur fram, að Lúðvík hélt á laun áfram tengslum við ráðamenn eystra, eftir að Alþýðu- bandalagið samþykkti 1968 að slíta slíkum tengslum. Þegar fréttir bárust 1978 af ofsóknum gegn and- ófsmönnum í Ráðstjórnarríkjunum, var hann eini íslenski stjórnmálafor- inginn, sem ekki vildi fordæma þær. Hann sagði við Vísi 15. júlí: „Ég óska ekki eftir því að segja eitt einasta orð um þetta.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Glámskyggni Banda- ríkjamanna á Lúðvík Vandaðir mínifræsarar og brennipennar í úrvali Fræsari 200 stk Verð 15.425 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is | verzluninbrynja Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Brennipenni Verð 8.890 Fræsari lítill Verð 9.980 Tilvalin jólagjöf fyrir handverks- manninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.