Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
✝ IngibjörgBogadóttir var
fædd 1. júní 1918
að Stóru Þverá í
Fljótum. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Fjallabyggðar á
Siglufirði 22. nóv-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Bogi Guð-
brandur Jóhann-
esson og Kristrún
Hallgrímsdóttir, bændur á ýms-
um bæjum í Fljótum, lengst af á
Minni Þverá. Hún var áttunda í
röð tíu systkina sem öll eru lát-
in nema yngsta systirin, Líney.
Systkini hennar voru Hall-
grímur, Jóhannes, Guðrún
inmaður Kristrúnar er Karl
Sighvatsson, fæddur 3. desem-
ber 1938. Börn þeirra eru Ingi-
björg, gift Þóri Erni Árnasyni
og eiga þau dæturnar Birtu og
Svölu Rún, Sigurður, maki
Kristjana Hafliðadóttir og eiga
þau synina Hafliða og Daníel
Karl. Yngstur er Helgi Einar,
unnusta hans er Stella Boga-
dóttir og á hann soninn Sölva
Frey.
Ingibjörg og Helgi stunduðu
búskap í Hvammi til 1975 þegar
þau fluttust til Siglufjarðar. Þar
bjuggu þau stuttan tíma á Lind-
argötu 17, þá á Laugavegi 23
þar til þau fluttu í Skálarhlíð.
Þar bjó Ingibjörg þar til hún
fór á Heilbrigðisstofnun Fjalla-
byggðar á Siglufirði í ágúst
2013. Eftir að Ingibjörg flutti
til Siglufjarðar vann hún nokk-
ur ár í Egilssíld.
Útför hennar verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 5. des-
ember 2015, kl. 14.
Ólafía, Sigurbjörn,
Sigurlaug Jónína
Ólöf, Anna, Mar-
grét Guðlaug,
Ragnheiður og Lí-
ney.
Ingibjörg fluttist
árið 1945 að
Hvammi í Fljótum
þegar hún hóf bú-
skap með manni
sínum, Helga Ein-
ari Pálssyni. Helgi
var fæddur 12. desember 1916
og lést hann 13. apríl 1995.
Börn þeirra Ingibjargar og
Helga eru Kristrún Ingveldur,
fædd 18. nóvember 1945, og
Páll Bogi, fæddur 6. október
1956, dáinn 28. júlí 1957. Eig-
Mig langar að segja nokkur
orð um ömmu, sem er í mínum
huga ein sú ljúfasta manneskja
sem ég hef kynnst. Bros, út-
breiddur faðmur og hlýja er það
sem er mér efst í huga þegar ég
hugsa til ömmu. Minnist ég
bæði afa og ömmu í æsku minni
fyrir hversu miklar barnagælur
þau voru. Alltaf voru þau tilbúin
að eyða endalausum tíma með
okkur systkinunum. Og þegar
við sjálf eignuðumst börn fengu
þau að njóta fullrar athygli
Imbu ömmu, sem endalaust gat
fundið eitthvað skemmtilegt að
gera, en þá var afi fallinn frá.
Margar minningar eru frá
þeim tíma þegar amma og afi
bjuggu í Hvammi. Þegar afi
vann við Skeiðsfossvirkjun lét
amma mig vita þegar hann var á
leiðinni upp heimreiðina á gráa
Ferguson-traktornum; hljóp ég
þá á móti honum og fékk að
stýra heim að bæ. Alltaf passaði
amma upp á að við systkinin
borðuðum nóg, og minnist ég
þess að hún hafði svo miklar
áhyggjur af því hvað ég borðaði
lítið að það var ásækja hana í
draumi. Þannig var hún amma
mín alltaf að hugsa um aðra en
sjálfan sig.
Þegar afi og amma brugðu
búi og fluttu til Siglufjarðar var
strax smá söknuður af Hvammi,
en það var fljótt að jafna sig þar
sem þau gátu endalaust fundið
eitthvað að gera, hvort sem það
var að tína orma út í beði eða
spila á spil.
Seinna þegar amma fluttist á
Skálarhlíð og við vorum búin að
koma okkur upp fjölskyldum
nutum við þess að hittast með
henni á sumrin í Hvammi en
þegar heilsunni hrakaði heim-
sóttum við hana á Siglufjörð.
Alltaf var hún jafn þakklát og
ánægð með allt og alla og þó að
heilsunni hrakaði talaði hún um
að það væri farið svo vel með
hana að henni gæti ekki annað
en liðið vel.
Við sem vorum svo lánsöm að
kynnast ömmu munum geyma
minningu hennar.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð
í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir.)
Sigurður Karlsson.
Hún Imba amma mín, eins og
hún var alltaf kölluð, var ynd-
isleg kona. Þó að amma hafi alla
tíð búið í öðrum landshluta en
ég vorum við nánar. Að heim-
sækja ömmu og afa í sveitina
var árlegur viðburður þegar ég
var að alast upp. Löng ferðalög
úr Reykjavík voru ekki í sér-
stöku uppáhaldi hjá okkur
systkinunum en það var ógleym-
anlegt að sjá ömmu og afa á
tröppunum í Hvammi þegar
þangað var komið. Tíminn leið
svo fljótt í sveitinni, amma og afi
virtust alltaf hafa tíma til að
spila og leika við okkur systk-
inin. Ég var svo lánsöm að fá að
vera hluta úr sumri í Hvammi
þegar ég var 10 ára. Þau hjónin
höfðu þá brugðið búi en afi var
að vinna við Skeiðsfossvirkjun
og við amma vorum því talsvert
tvær einar. Ég man gönguferðir
um sveitina þar sem amma hafði
gaman af að tína upp steina á
leið okkar og var hún fyrst til að
vekja athygli mína á grjóti.
Áhuginn hefur fylgt mér jarð-
fræðingnum síðan. Við amma
spiluðum mikið þetta sumar og
voru rommí og marías uppá-
haldsspilin. Amma hafði einnig
yndi af dansi og kenndi hún mér
að dansa vals í eldhúsinu í
Hvammi þetta sumar. Eitt var
það sem amma hafði áhyggjur
af í uppvexti okkar systkina,
henni fannst við ekki borða nógu
mikið, en hjá ömmu var alltaf
nóg af öllu á borðum. Ég man
sérstaklega kanilsnúða, heima-
gerð vínarbrauð, kleinur, soð-
brauð og pönnukökur. Ég bað
ömmu eitt sinn að kenna mér að
baka soðbrauð. Þegar kom að
uppskriftinni var hún ekki til á
blaði en var svona tilfinning
ömmu fyrir efnunum. Ekki
treysti ég mér til að leika það
eftir en soðbrauðið hennar
ömmu var ómótstæðilegt. Eftir
að amma og afi fluttu til Siglu-
fjarðar var ég hjá þeim í nokkr-
ar vikur að sumri til þegar ég
var 15 ára. Þetta var heilmikil
upplifun, ég flaug til Siglufjarð-
ar en þá hafði ég ekki oft komið
í flugvél. Í minningunni var
miklu betra veður á Siglufirði en
í Reykjavík. Þegar afi var allur
fjölgaði ferðum ömmu til
Reykjavíkur. Hún hafði gaman
af bæjarferðum og alltaf vildi
amma enda slíkar ferðir á því að
bjóða mér á kaffihús. Amma var
ákaflega barngóð og dætur mín-
ar nutu þess. Pönnukökurnar
hennar langömmu voru alla tíð í
sérstöku uppáhaldi. Eftir að ég
varð fullorðin gerði ég mér bet-
ur grein fyrir því hversu miklu
jafnaðargeði amma mín var
gædd. Aldrei kvartaði hún þó að
þverrandi heilsa síðustu árin
hafi stundum verið baggi að
bera. Glaðværð og æðruleysi
fylgdi henni alla tíð. Elsku
amma, þú varst fyrirmynd sem
ég er stolt af.
Ingibjörg Karlsdóttir.
Imba amma var einhver besta
og hjartahlýjasta manneskja
sem ég hef á ævinni hitt. Hún
var alltaf að hugsa um fólkið í
kringum sig fremur en sjálfa
sig. Það er alveg sama hvern
maður talar við, fólk sem þekkti
ömmu hefur hana í hávegum og
ber til hennar mikinn kærleik.
Amma hafði nefnilega svo rosa-
lega góða nærveru að fólk sótt-
ist eftir félagsskap hennar. Og
ég hef aldrei heyrt ömmu kvarta
eða tala illa um nokkurn mann.
Þrátt fyrir að undir það síðasta
hafi hún verið að mestu rúmföst
var hún alltaf brosandi og já-
kvæð. Ég man hversu mikið ég
dáðist að viðhorfi hennar og
æðruleysi síðasta skiptið sem ég
sá hana í júní síðastliðnum á
sjúkrahúsinu á Siglufirði. Þá
hafði dregið ansi mikið af henni
frá því að ég sá hana árið áður.
En þrátt fyrir að vera rúmliggj-
andi, þróttlítil og heyrnardauf,
sagðist amma yfir engu hafa að
kvarta og að vel væri séð um
hana.
Ég minnist þess þegar ég var
barn og við mamma og pabbi
heimsóttum ömmu og afa á
Sigló á hverju sumri. Amma var
alltaf búin að dekka upp borð
með kræsingum og passaði allt-
af að vera búin að baka pönnu-
kökur, sem mér þóttu svo góðar.
Við afi vorum miklir vinir og við
gerðum ýmislegt okkur til dund-
urs. Við spiluðum mikið á spil,
spiluðum bob í þvottahúsinu eða
spörkuðum bolta á milli í garð-
inum. Amma var alltaf að bera í
okkur mat og drykk og hafði
stöðugt áhyggjur af því að litli
ömmustrákurinn hennar væri
svangur. Svo þegar hún var búin
að fullvissa sig um að allir hefðu
fengið að borða og allt væri frá-
gengið í röð og reglu gaf hún
sér smá tíma til að setjast niður
og spila með okkur. Eftir að afi
féll frá fyrir 20 árum síðan hefur
amma verið aðalspilafélaginn.
Hún hefur kennt langömmu-
börnunum alls konar spil eins og
rommí, kasínu, kana og olsen ol-
sen. Minningar sonar míns um
langömmu sína eru hlýjar, eins
og allra sem þekktu hana. Hann
minnist þess þegar langamma,
komin á tíræðisaldur, smíðaði
með honum virki úr púðum og
teppum. Svo minnist hann að
sjálfsögðu allra spilanna. Hann
sagðist aldrei muna eftir Imbu
langömmu öðruvísi en brosandi
og þannig er henni líklega best
lýst, síbrosandi og hress hugs-
andi um að öllum í kringum
hana líði vel.
Elsku amma mín, nú ertu bú-
in að kveðja okkur. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið, en um leið
ætla ég að passa vel upp á allar
góðu minningarnar sem ég á um
þig. Hvíldu í friði.
Helgi Einar Karlsson.
Langamma okkar var ljúfasta
manneskja sem við höfum nokk-
urn tíma þekkt. Okkur hlýnaði í
hjartanu í hvert skipti sem við
hittum hana. Við munum minn-
ast hennar og sakna alla okkar
ævi. Langamma var besti
pönnukökubakari heimsins. Hún
sykraði pönnukökurnar nefni-
lega svona þrefalt meira en aðr-
ir. Og hún bakaði alltaf risastór-
an stafla. Langamma kenndi
okkur að spila Manna, Rommý,
Olsen og Kana. Hún hafði mjög
gaman af því og gat setið við
það með okkur heilu dagana í
Hvammi. Hún tapaði sjaldan.
Við héldum stundum að það
væru brögð í tafli en það getur
varla verið því langamma var
heiðarlegasta og besta mann-
eskja sem við höfum hitt. Það er
þannig að ef allir væru eins góð-
ir og langamma þá væru engin
stríð í heiminum.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Birta Þórisdóttir,
Svala Rún Þórisdóttir.
Hún Imba er látin í hárri elli.
Kona sem hefur staðið mér
nærri alveg frá því að ég kynnt-
ist henni. Þegar þau Helgi
brugðu búi að Hvammi í Fljót-
um fyrir hartnær 40 árum fluttu
þau á neðri hæðina á Laugaveg-
inum.
Alltaf var hægt að leita til
Imbu þessarar rólegheita mann-
eskju. Þolinmæði hennar og
gleðin voru virkilega til eftir-
breytni og aldrei skipti hún
skapi. Það var ætíð notalegt að
koma í eldhúsið hennar og
spjalla um allt og ekkert. Eftir
að ég flutti suður þá lágu sporin
alltaf til þeirra og svo seinna
þegar hún eyddi hér jólum og
áramótum hjá Kristrúnu dóttur
sinni og Kalla tengdasyni var
notalegt að heilsa upp á hana í
desember. Hún tók mínum
dætrum eins og eigin barna-
börnum og þótti mér alla tíð
vænt um það. Aldrei stóð á veit-
ingunum; kleinur, soðið brauð,
kökur, kók, já, það var alltaf til
kók hjá Imbu, ístertur og
nammi auk fleira góðmetis. Það
þýddi ekkert að malda í móinn,
maður hefði nú bara gott af
þessu.
Hugur þeirra Helga var mikið
inni í Hvammi. Öllum sínum frí-
um eyddu þau innfrá og hvert
ár var farið í ber. Imba var ein
besta berjatínslukona sem ég
hef þekkt. Hún þekkti Hólana
eins og lófann á sér og aðalblá-
berin sem hún tíndi voru vel val-
in og stór, þau minni voru tínd
síðar. Að tína blandað var ekki
til í hennar orðabók og hún tíndi
sín ber án þess að það sæist í
þeim rusl. Gaman var að spyrja
hana út í komandi berjasprettu
með tilliti til þess hvernig vet-
urinn og vorið hafði verið. Svör-
in hennar gengu ævinlega eftir.
Þær voru margar ferðirnar sem
farnar voru í berjamó inn í
Hvamm, pabbi keyrði og seinna
ég. Ávallt var nestið vel útilátið
og gott eins og þeirra mömmu
var von og vísa.
Eftir eina berjaferðina brugð-
um við Imba okkur á hestbak,
þar sýndi hún að hún hafði engu
gleymt.
Þau Helgi voru mikið spila-
fólk og hjá þeim var ævinlega
mikill gestagangur enda Imba
hluti af stórum systkinahópi og
oftar en ekki var gripið í spil.
Þetta gerðu þau svo lengi sem
þeim entist heilsa til og höfðu
mikið gaman af. Imba vann í
síldinni hjá Hansa og mamma
mín starfaði þar líka. Helgi vann
í frystihúsinu Ísafold. Það hefur
eflaust stundum verið erfitt að
búa í Hvammi. Fljótin eru ein
mesta snjóakista á landinu og
Imba sagði mér að oft hefði ver-
ið frost í jörðu og snjór á túnum
lengi fram eftir vori. Það voru
því annars konar störf sem biðu
þeirra hjóna þegar út á Siglu-
fjörð var komið.
Mikill samgangur var á milli
heimilanna. Imba var mömmu
minni oft innanhandar og lagaði
gjarnan fyrir hana kleinur og
soðið brauð. Imbu kleinur voru
einfaldlega bestar. Einnig tóku
þær slátur saman. Eftir að þau
Helgi fluttu í Skálarhlíð héldust
áfram góð samskipti. Helgi lést
fyrir 20 árum og einnig pabbi
minn en einungis 17 dagar voru
á milli dánardægra þeirra.
Hjá okkur sem eftir erum lifa
minningarnar um gott fólk.
Elsku Kristrún, Kalli, Ingi-
björg, Siggi, Helgi og fjölskyld-
ur, við sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur við fráfall ynd-
islegrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu.
Elín Gísladóttir og fjöl-
skylda.
Mig langar að minnast, með
nokkrum orðum, vinkonu minn-
ar, hennar Ingibjargar Boga-
dóttur frá Minni-Þverá. Maður-
inn minn, Gestur Halldórsson,
er systursonur Imbu og var
henni afskaplega handgenginn,
enda dvaldi hann í sveitinni hjá
þeim Imbu og Helga mörg sum-
ur frá barnsaldri og átti þar
sterkar rætur. Imba var afskap-
lega vel verki farin. Þessi lág-
vaxna manneskja var svo sterk
og vann af þvílíkri lagni að það
var einstakt. Ég man eftir atviki
í Hvammi við heyskap. Þannig
var að þeir Gestur og Helgi voru
með hross í Hvammi á sumrin
eftir að þau Imba voru flutt til
Siglufjarðar. Einu sinni vorum
við í Hvammi og það var verið
að taka saman hey. Eitthvað var
það sem rak á eftir okkur og
reyndu allir að halda vel áfram
og vinna sem best þeir gátu. Ég
var svo sem ekki vön heyskap
og hef líklega ekki verið til mik-
ils gagns og þurfti ábyggilega að
rétta oftar úr mér en þau hin.
Og þar sem ég stóð og hvíldi
mig leit ég á þau hin og það var
eins og vél færi um þar sem
Imba var. Hún rakaði af þvílíkri
lagni og manni fannst eins og
hún hefði ekkert fyrir þessu.
Mér sýndist það sem hún hafði
klárað ein væri ekki minna en
það sem við hin höfðum baslað
saman með ærnum hamagangi.
Það var gott að koma til
þeirra hjóna í Hvamm og það
versnaði ekkert þegar þau fluttu
til Siglufjarðar. Rausnin og
myndarskapurinn var í heiðri
hafður og allt reitt fram af
smekkvísi og snyrtimennsku.
Þar var spilað og hlegið og því
hélt hún Imba áfram til enda.
Það er ekkert langt síðan að
hún sat uppi í rúminu sínu á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar og spil-
aði við systur sína og frænkur,
þær Kristrúnu Halldórs og Línu
Kára. Hún gaf ekkert eftir og
vissi upp á hár hvar spilin lágu
og skemmti sér vel við að sópa
til sín slögum.
Ég er þakklát fyrir að hafa
átt vinskap Imbu minnar og ég
er þakklát fyrir þann tíma sem
við áttum saman.
Við Gestur komum til hennar
daginn áður en hún dó og hún
bar sig vel eins og vanalega
sagðist ekki hafa undan neinu að
kvarta, en það var gjarnan við-
kvæði hjá henni. „Ég hef ekki
undan neinu að kvarta.“
Við Gestur sendum Kristrúnu
og hennar fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur og eins henni
Líneyju Bogadóttur, sem er nú
ein eftir af stóra systkinahópn-
um frá Minni-Þverá.
Farðu vel, kæra Ingibjörg, og
hafðu þökk fyrir allt.
Ólöf Markúsdóttir.
Ingibjörg
Bogadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma mín, þú
varst alltaf svo glöð og já-
kvæð. Ég man hvað þú
varst svakalega góð í spil-
um og hvað það var alltaf
gaman að spila við þig. Ég
er svo ánægður að hafa
kynnst þér og að hafa átt
svona skemmtilega lang-
ömmu. Ég á eftir að sakna
þín mikið.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Sölvi Freyr Helgason.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát okkar ástkæru
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Kvíakletti, Hallormsstað.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
.
Benedikt G. Blöndal, Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir,
Sigrún Blöndal, Björn Sveinsson,
Sigurður Björn Blöndal, Sigurbjörg Gylfadóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
IDU SIGRÍÐAR DANÍELSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir okkar til starfsfólks
Hrafnistu, Reykjavík, fyrir umönnun Idu og
vináttu.
.
Guðmundur Magnússon,
Kristín Magnúsdóttir,
Þorleifur Magnús Magnússon, Sigríður Matthíasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.