Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Umræðan um loftslagsmál erþannig að helst má ekki hafa á þeim nema eina skoðun án þess að vera úthrópaður eða uppnefndur. Fyrir þá sem eru hlynntir vísinda- legri nálgun við flókin viðfangsefni og telja að ólíkar hugmyndir verði að fá að takast á er þetta áhyggju- efni.    Einn þeirra semtaka þá áhættu að viðra aðrar skoð- anir um loftslags- mál en sjálfskipaðir umræðustjórar telja viðunandi er Trausti Jónsson veðurfræðingur.    Í samtali við Morgunblaðið í vik-unni lýsti hann þeirri skoðun sinni að loftslag sé að hlýna og að það sé að mestu af mannavöldum, en hann hefur efasemdir um marg- ar ályktanir sem dregnar hafi verið af þessu.    Hann efast til að mynda ummarkmiðið um að ekki megi hlýna um meira en tvær gráður á þessari öld og spyr hvers vegna ein- mitt sú tala hafi verið valin.    Hann segir líka að sér lítist illa áhnattrænu umhverfis- breytingarnar en „enn verr á að- gerðir stjórnmálamanna gegn þeim“.    Hann segist vera aðlögunarsinniog að sér sé „illa við að verj- ast einhverju sem verður svo kannski allt öðruvísi en maður heldur núna. Svo margt getur gerst í millitíðinni“.    Það skyldi þó ekki vera að ein-hver óvissa sé um framtíðina í þessum efnum og að Trausti kunni að hafa nokkuð til síns máls. Trausti Jónsson Ætli einhver óvissa sé um framtíðina? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.12., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -10 léttskýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 5 skúrir Helsinki 6 skúrir Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 7 heiðskírt Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skúrir London 12 skýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 7 léttskýjað Moskva 0 þoka Algarve 18 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -3 skýjað Montreal 3 skúrir New York 8 léttskýjað Chicago 2 léttskýjað Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:56 15:42 ÍSAFJÖRÐUR 11:34 15:13 SIGLUFJÖRÐUR 11:19 14:55 DJÚPIVOGUR 10:33 15:03 Mannréttindaskrifstofa Reykjavík- urborgar hefur unnið minnisblað sem snýr að því hvaða reglur gildi um erlend fjárframlög til trúfélaga múslima á Íslandi. Er það gert í kjöl- far þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óskað eftir því við mannréttindaskrifstofuna að afla upplýsinga um fjárstyrk frá Sádi- Arabíu vegna byggingar mosku í Reykjavík í mars síðastliðnum, eða fyrir 8 mánuðum. „Hafa þessir fjármunir verið þegnir, og ef svo er, fylgja þeim ein- hver skilyrði? Ég hef óskað eftir því að mannréttindaskrifstofa Reykja- víkurborgar afli upplýsinga um þess- ar fréttir, reynslu og fordæmi ná- grannaþjóða í þessum efnum og önnur atriði sem máli geta skipt,“ sagði borgarstjóri um málið á sínum tíma á Facebook-síðu sinni. Minnisblaðið er viðamikið og tek- ur á ýmsum þáttum þessu tengdum en meðal annars er lóðaúthlutun könnuð ásamt því hvernig nágranna- löndin taka á sambærilegum málum. Minnisblaðið hefur ekki verið gert opinbert en verður að öllum líkind- um lagt fyrir fund borgarráðs á fimmtudag. laufey@mbl.is Minnisblað um mosku tilbúið  Verður væntanlega kynnt á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag Moskan Verðlaunatillagan. Almenningar kosningar verða í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi 9. janúar nk. um nýtt nafn á sveit- arfélagið. Kosið verður um 8 til- lögur. þar á meðal núverandi nafn. Það var 2002 sem sveitarfélagið sem nú er í deiglu var stofnað með sameiningu Gnúpverja- og Skeiða- hrepps í Árnessýslu. Uppi hafa verið sjónarmið að annað nafn á sveitarfé- lagið, óháð fyrri hreppanöfnum, væri heppilegt. Því sjónarmiði er mætt með kosningum nú. Örnefnastofnun hefur fjallað um tillögurnar en þær eru Eystribyggð, Eystrihreppur, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórs- árhreppur, Þjórsársveit og svo óbreytt nafn; Skeiða- og Gnúpverja- hreppur. Einnig var nefnd Vörðu- byggð, en er nú úr leik. Gnúpverjahreppurinn gamli var oft nefndur Eystri-Hreppur og af því eru tvær tillögur um komnar. Þá liggja landamæri sveitarfélagsins í suðri og austri að Þjórsá og af því koma fjórar nafnahugmyndir. sbs@mbl.is Þjórsárdalur Horft yfir sveitina. Kosið um nýtt nafn  Tengingin við Þjórsá er áberandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.