Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 8

Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Umræðan um loftslagsmál erþannig að helst má ekki hafa á þeim nema eina skoðun án þess að vera úthrópaður eða uppnefndur. Fyrir þá sem eru hlynntir vísinda- legri nálgun við flókin viðfangsefni og telja að ólíkar hugmyndir verði að fá að takast á er þetta áhyggju- efni.    Einn þeirra semtaka þá áhættu að viðra aðrar skoð- anir um loftslags- mál en sjálfskipaðir umræðustjórar telja viðunandi er Trausti Jónsson veðurfræðingur.    Í samtali við Morgunblaðið í vik-unni lýsti hann þeirri skoðun sinni að loftslag sé að hlýna og að það sé að mestu af mannavöldum, en hann hefur efasemdir um marg- ar ályktanir sem dregnar hafi verið af þessu.    Hann efast til að mynda ummarkmiðið um að ekki megi hlýna um meira en tvær gráður á þessari öld og spyr hvers vegna ein- mitt sú tala hafi verið valin.    Hann segir líka að sér lítist illa áhnattrænu umhverfis- breytingarnar en „enn verr á að- gerðir stjórnmálamanna gegn þeim“.    Hann segist vera aðlögunarsinniog að sér sé „illa við að verj- ast einhverju sem verður svo kannski allt öðruvísi en maður heldur núna. Svo margt getur gerst í millitíðinni“.    Það skyldi þó ekki vera að ein-hver óvissa sé um framtíðina í þessum efnum og að Trausti kunni að hafa nokkuð til síns máls. Trausti Jónsson Ætli einhver óvissa sé um framtíðina? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.12., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -10 léttskýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 5 skúrir Helsinki 6 skúrir Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 7 heiðskírt Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skúrir London 12 skýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 7 léttskýjað Moskva 0 þoka Algarve 18 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -3 skýjað Montreal 3 skúrir New York 8 léttskýjað Chicago 2 léttskýjað Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:56 15:42 ÍSAFJÖRÐUR 11:34 15:13 SIGLUFJÖRÐUR 11:19 14:55 DJÚPIVOGUR 10:33 15:03 Mannréttindaskrifstofa Reykjavík- urborgar hefur unnið minnisblað sem snýr að því hvaða reglur gildi um erlend fjárframlög til trúfélaga múslima á Íslandi. Er það gert í kjöl- far þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óskað eftir því við mannréttindaskrifstofuna að afla upplýsinga um fjárstyrk frá Sádi- Arabíu vegna byggingar mosku í Reykjavík í mars síðastliðnum, eða fyrir 8 mánuðum. „Hafa þessir fjármunir verið þegnir, og ef svo er, fylgja þeim ein- hver skilyrði? Ég hef óskað eftir því að mannréttindaskrifstofa Reykja- víkurborgar afli upplýsinga um þess- ar fréttir, reynslu og fordæmi ná- grannaþjóða í þessum efnum og önnur atriði sem máli geta skipt,“ sagði borgarstjóri um málið á sínum tíma á Facebook-síðu sinni. Minnisblaðið er viðamikið og tek- ur á ýmsum þáttum þessu tengdum en meðal annars er lóðaúthlutun könnuð ásamt því hvernig nágranna- löndin taka á sambærilegum málum. Minnisblaðið hefur ekki verið gert opinbert en verður að öllum líkind- um lagt fyrir fund borgarráðs á fimmtudag. laufey@mbl.is Minnisblað um mosku tilbúið  Verður væntanlega kynnt á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag Moskan Verðlaunatillagan. Almenningar kosningar verða í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi 9. janúar nk. um nýtt nafn á sveit- arfélagið. Kosið verður um 8 til- lögur. þar á meðal núverandi nafn. Það var 2002 sem sveitarfélagið sem nú er í deiglu var stofnað með sameiningu Gnúpverja- og Skeiða- hrepps í Árnessýslu. Uppi hafa verið sjónarmið að annað nafn á sveitarfé- lagið, óháð fyrri hreppanöfnum, væri heppilegt. Því sjónarmiði er mætt með kosningum nú. Örnefnastofnun hefur fjallað um tillögurnar en þær eru Eystribyggð, Eystrihreppur, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórs- árhreppur, Þjórsársveit og svo óbreytt nafn; Skeiða- og Gnúpverja- hreppur. Einnig var nefnd Vörðu- byggð, en er nú úr leik. Gnúpverjahreppurinn gamli var oft nefndur Eystri-Hreppur og af því eru tvær tillögur um komnar. Þá liggja landamæri sveitarfélagsins í suðri og austri að Þjórsá og af því koma fjórar nafnahugmyndir. sbs@mbl.is Þjórsárdalur Horft yfir sveitina. Kosið um nýtt nafn  Tengingin við Þjórsá er áberandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.