Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 AF VETTVANGI Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Haustsólin er enn hátt á lofti. Vet- urinn er á næsta leiti en í dag er hlýtt, 20 gráður, og ekki tímabært að hugsa um snjó og frost. Fyrst þarf að und- irbúa jólaskemmtunina, leika sér í fótbolta, æfa tónlistaratriði, föndra og fá kennslustund í ljósmyndun. Í lítilli þyrpingu tjalda, á afgirtu svæði í Bekaa-dalnum í Líbanon, fá um 150 börn skjól daglega til að leika sér og fræðast um allt milli himins og jarðar. Þessi börn hafa þrátt fyrir ungan aldur lifað tímana tvenna, þó að þau láti á engu bera í dag heldur hlaupi brosandi um og skríki af gleði. Flest þeirra bjuggu áður við öryggi i heimalandinu, Sýrlandi, en lögðu svo á flótta undan sprengjuregni og of- beldi. Þau eru því mörg hver með varanleg ör á sálinni eftir hryllinginn sem þau urðu vitni að. Önnur eru fædd í Líbanon enda þrjú til fimm ár síðan flestir sýrlensku flóttamenn- irnir komu til landsins. En í dag, eins og marga aðra daga, er það leikur og nám sem á huga þeirra allan á barnvæna svæðinu sem UNICEF rekur í samstarfi við líb- önsku mannúðarsamtökin Beyond Association (BA). Undir verndarvæng UNICEF „Mér finnst gaman að læra allt!“ hrópar Walid, átta ára, uppveðraður að blaðamanni Morgunblaðsins. Hann situr ásamt fleiri börnum í kennslustund inni í tjaldi þar sem fræðst er m.a. um liti og form en einn- ig alvarlegri hluti, s.s. ofbeldi. „Þegar ég er ekki í skólanum fer ég að leika mér. Skemmtilegast finnst mér að leika mér með kubba,“ segir Walid litli. Hann flúði Sýrland ásamt for- eldrum sínum og tveimur systkinum fyrir nokkru. Nú gengur hann í skóla í Líbanon eftir hádegi en fyrri hluta dags nýtur hann þess að vera undir verndarvæng UNICEF. Samtökin fjármagna rekstur búðanna m.a. með stuðningi 27.000 íslenskra heimsfor- eldra. 47 barnvæn svæði lík því sem Morgunblaðið heimsótti eru rekin víðsvegar um Líbanon fyrir sýrlensk börn á flótta. Og þar er gleðin við völd flestum stundum. Sýrlensk börn á skólaaldri í Líb- anon eru um 400 þúsund talsins og nú býðst um helmingi þeirra að ganga í almenningsskóla í landinu. „Hér undirbúum við börnin fyrir almenningsskólana,“ segir Malak Dahla, umsjónarmaður barnvæna svæðisins. „Flest þeirra eru lítið sem ekkert menntuð. Hér geta þau fræðst um ýmislegt, svo sem mannréttindi, menningu sína og siði og lært hefð- bundnari námsgreinar, s.s. stærð- fræði og tungumál. En í almennings- skólunum fá þau svo formlega viðurkennda menntun.“ Það eru ekki aðeins börnin sem njóta góðs af barnvænu svæðunum í Líbanon. Foreldrarnir koma einnig og fá aðstoð, ekki síst sálræna. Sér- staklega er unnið með fræðslu og stuðning vegna heimilisofbeldis, en slíkt er algeng afleiðing þeirra hrika- legu aðstæðna sem fólkið kemur úr og þeirrar óvissu sem við hefur tekið. Í tjaldi á svæðinu sitja konur og eru að ræða málin við félagsráðgjafa. Oft vilja þær aðeins spjalla til að létta lundina en í dag er alvarlegur tónn í samræðunum og það er Yalda sem hefur orðið. „Ég á tvö fötluð börn. Ég hef farið á milli margra lækna. Ég þarf að bera son minn á milli staða, hann getur ekki gengið. Það verður erfiðara og erfiðara, ég er að eldast,“ segir hún. „Ég bið Guð að hjálpa mér.“ Sum vandamálin sem upp koma eru þess eðlis að starfsmenn UNI- CEF og BA vísa fólkinu áfram til annarra sérfræðinga, s.s. geðlækna. „Okkar hlutverk er að tryggja að börnin séu örugg en einnig að tryggja að þau eigi í góðum samskiptum við foreldra sína og samfélagið hér,“ seg- ir Maria Assi, forseti BA. Hún má þó varla vera að því að tala við blaða- mann Morgunblaðsins, því að henni hópast börn hvert sem hún fer. Allir kalla hana mömmu. Flóttakonurnar nefna börnin sín í höfuðið á henni eða dóttur hennar, Lailu. „Þessi börn hafa misst allt,“ segir Maria sem hef- ur sinnt mannúðarstarfi í áratugi. „Húsin sín, skóla sína, allt. Foreldr- arnir hafa misst lífsviðurværi sitt. Allt í einu búa þau í tjaldi. Eina skjól- ið sem þau hafa er nælondúkur.“ Hringrás ofbeldis Maria segir að aðstæðurnar skapi mikla togstreitu og heimilisofbeldi sé algengt. Það bitnar á börnunum sem svo lenda í útistöðum við önnur börn, m.a. þau líbönsku. „Þetta er hringrás ofbeldis. En við sjáum strax árangur af jafnvel minnsta inngripi í þennan vítahring. Þau hafa upplifað svo hræðilega hluti. Þau hafa þjáðst svo mikið. Þau hafa ekki gleymt því sem gerðist í Sýrlandi. Og nú eru þau í neyð.“ Flóttamennirnir sem komu til Líb- anons í fyrstu voru þeir sem höfðu orðið verst úti í upphafi stríðsins. Húsin þeirra höfðu verið sprengd í loft upp. Þeir höfðu misst ættingja og Ljósmyndir/Dar Al Mussawir Gleði Mikill metnaður er lagður í dansatriði jólasýningarinnar. Stífar æfingar fara fram á sviðinu á barnvæna svæðinu og starfsmaður UNICEF aðstoðar og tekur svo „selfie“ með börnunum. Með bros á vör en ör á sálinni  Hálf milljón barna flúði stríðið í Sýrlandi til Líbanons. Mörg þeirra komu allslaus yfir landamærin og búa nú við sára fátækt.  Með hjálp UNICEF fær hópur þessara barna skjól til að leika sér og fræðast. Til að njóta þess að vera börn um stund.  Sú margþætta aðstoð er möguleg meðal annars vegna stuðnings 27 þúsund íslenskra heimsforeldra UNICEF. Hjálp Yalda á tvö mikið fötluð börn. Hún þarfnast sárlega aðstoðar.  Sjá síðu 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.