Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444
Kanarí með Guðna Ágústsyni
Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra hefur gengið til liðs við
Ferðaskrifstofuna VITA og mun ásamt Margréti Hauksdóttur
eiginkonu sinni stýra dagskrá skemmtilegra daga í sólinni á
Kanarí.
Verð frá 139.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
á mann m.v. 2 í íbúð á Las Camelias
16. janúar í 17 nætur.
*Verð án Vildarpunkta 149.900 kr.
Ferðir:
4. - 16. jan. 12 nætur/ örfá sæti laus
4. - 26. jan. 22 nætur/ örfá sæti laus
16. jan. - 2. feb. 17 nætur. / aukaferð / laus sæti
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útgjöld til 17 eftirlitsstofnana
aukast um 725 milljónir milli ára.
Eins og hér er sýnt á grafi verða
fjárveitingar lækkaðar til tveggja
stofnana, Haf-
rannsóknastofn-
unar og Fiski-
stofu. Þar er
lækkun um 24
milljónir króna
annars vegar og
95 milljónir
króna hins vegar.
Útgjöld til 15
annarra eftirlits-
stofnana aukast
hins vegar milli ára.
Útgjöldin í rúma 13 milljarða
Samtals fá stofnanirnar 17 um
13,134 milljarða á næsta ári, borið
saman við 12,409 milljarða í ár.
Nemur aukningin 725 milljónum
króna. Það er 5,8% hækkun á fram-
lögum milli ára.
Samgöngustofa fær mesta aukn-
ingu, eða 144 milljónir. Næst kemur
Matvælastofnun með 136 milljóna
viðbótarframlag og í þriðja sæti er
Vinnueftirlit ríkisins sem fær 111
milljónum króna meira en í fyrra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, vara-
formaður fjárlaganefndar og þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir
ríkisstofnanir sporna við sparnaði
með öllum tiltækum ráðum.
„Það gengur erfiðlega að spara
hjá stofnunum. Kerfið ver sig með
öllum ráðum. Það skortir skilning á
mikilvægi þess að gæta aðhalds í
ríkisfjármálum og hafa í þessu til-
felli einfalt og skilvirkt eftirlitskerfi.
Þetta er útlagður kostnaður skatt-
greiðenda og það er líka í þessu
fólginn mikill óbeinn kostnaður fyrir
atvinnulífið og fólkið í landinu, eins
og allir vita … Fjárlögin eru illskilj-
anleg og það er iðulega verið að
ræða smærri mál í stað þess að
ræða stóru málin,“ segir Guðlaugur
Þór.
Orðum fylgja ekki efndir
Spurður hvort fjárveitingavaldið
sé ekki hjá Alþingi segir Guðlaugur
Þór að orð og efndir fari ekki alltaf
saman. „Ef það á að taka á þessum
hlutum verður að vera samspil
framkvæmdavalds og þingmeiri-
hluta. Það virðist vera svo að þótt
menn séu í orði kveðnu tilbúnir í
breytingar þá vantar upp á að þeim
sé hrint í framkvæmd. Tregðulög-
mál eru hrikalega sterk,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson.
Fjárveitingar til 17 eftirlitsstofnana aukast um 725 milljónir kr. milli ára Samgöngustofa fær 144
milljónum meira en í fyrra Varaformaður fjárlaganefndar segir kerfið verja sig „með öllum ráðum“
Eftirlitsstofnanir fá meira fé
Útgjöld til eftirlitsstofnana
í milljónum króna 2014-16, á verðlagi hvers árs
Stofnun 2014 2015 2016 Aukning
Fjármálaeftirlitið 1.576 1.637 1.711 4,5%
Mannvirkjastofnun 472 500 540 8,0%
Jafnréttisstofa 110 94 99 5,3%
Matvælastofnun 1.293 1.411 1.547 9,6%
Fjölmiðlanefnd 37 39 41 5,1%
Lyfjastofnun 472 475 511 7,6%
Umboðsmaður Alþingis 169 175 203 16,0%
Landlæknir 971 1.049 1.099 4,8%
Samkeppniseftirlitið 389 384 435 13,3%
Póst- og fjarskiptastofnun 356 359 375 4,5%
Vinnueftirlit ríkisins 539 555 666 20,0%
Umhverfisstofnun 1.008 1.001 1.077 7,6%
Ríkisendurskoðun 458 479 548 14,4%
Hafrannsóknastofnun 1.497 1.861 1.837 -1,3%
Geislavarnir ríkisins 91 89 95 6,7%
Fiskistofa 844 988 893 -9,6%
Samgöngustofa 1.591 1.313 1.457 11,0%
Samtals 11.873 12.409 13.134 5,8%
Aukning 4,5% 5,8%
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bolvíkingurinn Hjörtur Traustason
bar sigur úr býtum í The Voice Ís-
land en úrslitaþáttur keppninnar var
í beinni útsendingu á Skjá einum í
gærkvöldi. Í þættinum söng Hjörtur
lögin Stand by me með Ben E. King
og Ferðalok sem Óðinn Valdimars-
son gerði frægt á sínum tíma. Það
voru þau Rebekka Blöndal, Sigvaldi
Helgi Gunnarsson og Ellert Heiðar
Jóhannsson sem börðust við Hjört
um titilinn. Úrslit réðust í símakosn-
ingu þar sem áhorfendur greiddu at-
kvæði.
„Söngvararnir eru frábærir og
hafa slípast mikið í þessu ferli. Í raun
hafa bæði þeir og þættirnir vaxið
með hverri vikunni,“ segir Þórhallur
Gunnarsson hjá Saga film, fram-
kvæmdastjóri verkefnisins. Hann
kveðst ánægður með alla fram-
kvæmd Voice Iceland, en allt að 100
manns koma að gerð og útsendingu
hvers þáttar. „Í fyrstu þurfti að
leggja talsverða vinnu í að finna góða
söngvara og hvetja þá til að stíga
fram. En þetta tókst allt og þátttak-
endur munu setja svip sinn á íslenskt
tónlistarlíf á næstu árum,“ segir Þór-
hallur.
„Við renndum alveg blint í sjóinn
þegar við settum þetta verkefni af
stað. Viðtökurnar hafa verið betri en
við nokkru sinni væntum,“ sagði
Pálmi Guðmundsson, forstöðumaður
ljósvakamiðla hjá Símanum. Við-
tökur áhorfenda segir hann sömu-
leiðis hafa verið hvetjandi. Mælingar
sýni að eitt föstudagskvöldið fyrir
skemmstu hafi 61% áhorfenda undir
fimmtugu valið þáttinn umfram ann-
að efni. Alls 35% Íslendinga 12-80 ára
hafi stillt á þáttinn í styttri eða lengri
tíma.
„Þetta er náttúrlega afar íslenskt
og frábær tilfinning. Heimsmet í
hlutfalli!“ segir Pálmi. Þessi góðu við-
brögð segir hann hafa ráðið miklu um
að ákveðið hafi verið að framleiða
aðra þáttaröð af The Voice Ísland
sem verði í sjónvarpi næsta haust.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Sigurvegarinn Hjörtur sló í gegn á úrslitakvöldinu með lögunum Stand by me og hinu vinsæla Ferðalokum.
Hjörtur Traustason úr
Bolungarvík sigraði
Úrslit í The Voice Ísland réðust í símakosningu
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði
í gærkvöldi að fjárlaganefnd
myndi í dag leggja fram breyt-
ingartillögur fyrir aðra umræðu
um fjárlög ársins 2016.
Guðlaugur Þór kvaðst vera
bundinn trúnaði um niðurstöðu
tillagnanna þar til þær yrðu
birtar á vef Alþingis. Hann gæti
því ekki tjáð sig um hvort út-
gjöldin í ríkisrekstrinum myndu
aukast á milli ára.
Það setur útgjaldaaukn-
inguna í töflunni hér til hliðar í
samhengi að í nóvember mæld-
ist 2% verðbólga. Þess skal þó
getið að laun hafa hækkað í
kjölfar kjarasamninga.
Ekki náðist í Vigdísi Hauks-
dóttur, formann fjárlaganefnd-
ar, vegna málsins.
Verða lögð
fram í dag
FJÁRLÖG Í 2. UMRÆÐU
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
„Þegar gerðir voru kjarasamningar
sl. vor skiptum við út áherslunni á
lækkun tryggingagjalds fyrir lækk-
un tekjuskatts,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra í gær
þegar Morgunblaðið spurði hann
hvernig miðaði í viðræðum við
Samtök atvinnulífsins til þess að
tryggja líf SALEK-samkomulags-
ins.
„Þess vegna kemur það dálítið á
óvart að nú skuli vera þetta sterk
krafa SA strax um lækkun trygg-
ingagjaldsins um næstu áramót,“
sagði Bjarni. Hann kveðst hafa talið
að þetta væri nokkuð útrætt mál
hvað varðar fjárlög næsta árs.
Ráðherra segir að það sé ekki
svigrúm fyrir jafnmikla lækkun
tryggingagjalds og krafa SA hljóðar
upp á í ríkisfjármálaáætlun ríkis-
sjóðs frá og með næstu áramótum.
„Það er lækkun að eiga sér stað
um áramótin, sem við höfum áður
lögfest, en það var ekki ætlunin að
bæta í þá lækkun,“ sagði Bjarni.
„Við höfum lýst yfir vilja til þess
að ræða við vinnumarkaðinn um
breytingar á tryggingagjaldinu á
kjarasamningstímanum. Ég er sam-
mála því að við eigum að draga úr
tryggingagjaldinu og ég hef ávallt
talað fyrir því, en við erum búin að
forgangsraða hvað varðar árið
2016,“ sagði Bjarni.
Fjármálaráðherra leggur á það
áherslu að því hafi hvergi verið lof-
að að tryggingagjaldið lækkaði
frekar um áramótin og því vísaði
hann því til föðurhúsanna að rík-
isstjórnin væri að ganga á bak orða
sinna. Ríkisstjórnin legði höfuð-
áherslu á að eiga gott samstarf um
SALEK-samkomulagið við aðila
vinnumarkaðarins.
Krafa SA kemur
nokkuð á óvart
Búin að forgangsraða fyrir árið 2016