Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Lögreglumenn í Frakklandi og
Belgíu leita nú að tveimur mönnum
sem eru grunaðar um að hafa að-
stoðað Salah Abdeslam við hryðju-
verkaárásirnar í París 13. nóv-
ember, að sögn ríkissaksóknara
Belgíu í gær. Mennirnir tveir eru
sagðir vopnaðir og hættulegir. Þeir
eru taldir hafa hjálpað Abdeslam
að ferðast til Ungverjalands í sept-
ember, að sögn fréttavefjar breska
ríkisútvarpsins. Alls biðu 130
manns bana í árásunum í París og
meira en 350 særðust.
Tveggja
hættulegra
manna leitað
AFP
Opnað á ný Blóm og kerti til minningar um fórnarlömb árásanna í París við
veitingastað þar sem ein þeirra var gerð. Hann var opnaður á ný í gær.
Kennari við grunnskólann í Troll-
hättan í Svíþjóð lést í fyrrakvöld af
sárum sem hann fékk í sveðjuárás í
skólanum í október.
Maðurinn, 42 ára stærðfræði-
kennari, særðist eftir að hafa mætt
árásarmanninum Anton Lundin
Petterson, 21 árs gömlum þjóðernis-
öfgamanni, sem réðst grímuklæddur
til atlögu við fólk í skólanum 22 októ-
ber. Árásarmaðurinn hafði látið í ljós
aðdáun á Hitler, þýskum nasistum
og Svíþjóðardemókrötum, flokki
sænskra þjóðernissinna, að sögn
sænskra fjölmiðla.
Aðstoðarkennarinn Lavin Esk-
andar, sem var 20 ára, og Ahmed
Hassan, 15 ára nemandi, létu lífið í
árásinni. Annar nemandi særðist,
auk kennarans sem dó síðar af sár-
um sínum.
Lundin Pettersson valdi fórnar-
lömb sín eftir litarhætti þeirra, að
sögn sænsku lögreglunnar. Tveir
lögregluþjónar skutu hann til bana
skömmu eftir árásina.
Þriðja fórnarlamb
sænsks rasista látið
Kennari lést af sárum sínum
Kona sem er
grunuð um að
hafa tekið þátt í
skotárás í borg-
inni San Bern-
ardino í Kali-
forníu á miðviku-
daginn var hét
hollustu við leið-
toga Ríkis íslams
(IS), samtaka ísl-
amista, í face-
book-hóp fyrir árásina, að sögn
bandarískra fjölmiðla í gær.
Í frétt New York Times er haft
eftir ónafngreindum embættismanni
að ekkert bendi til þess að liðsmenn
Ríkis íslams hafi fyrirskipað árásina.
Syed Farook, 28 ára múslími sem
fæddist í Bandaríkjunum, og 27 ára
eiginkona hans, Tashfeen Malik, létu
lífið í skotbardaga við lögreglu eftir
að hafa skotið fjórtán til bana og
sært 21 í skotárásinni. Þau voru
bæði vopnuð árásarrifflum, skamm-
byssum og sprengjum. „Við teljum
núna að þau hafi aðeins verið undir
áhrifum frá hópnum frekar en að
Ríki íslams hafi fyrirskipað árás-
irnar,“ hafði New York Times eftir
heimildarmanninum.
Árásin líklega skipulögð
Fyrrnefnd færsla á Facebook hef-
ur nú verið fjarlægð. Síðustu dagana
fyrir árásina eyddu hjónin rafræn-
um upplýsingum um sig, að sögn
lögreglunnar, sem segir það benda
til þess að árásin hafi verið skipu-
lögð.
Malik fæddist í Pakistan en bjó
um skeið í Sádi-Arabíu og talið er að
hún hafi kynnst Farook þegar hann
var staddur þar, að sögn New York
Times. Hann fæddist í Illinois-ríki
en foreldrar hans voru frá Pakistan.
Fox-sjónvarpið hafði eftir rannsókn-
armönnum að miklar líkur væru
taldar á því að Farook, sem var
borgarstarfsmaður í San Bernard-
ino, hefði snúist til íslamskrar öfga-
hyggju eftir að hann kynntist Malik.
Hét leið-
toga IS
hollustu
Syed Farook
Grunuð um hafa
stutt Ríki íslams
AFP
Sorg Minningarathöfn um fórnar-
lömb árásarinnar í San Bernardino.
444 9911 - hjalp@taeknisveitin.is - www.taeknisveitin.is
Leyfðu okkur að aðstoða! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp,
gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.
Viltu taka þátt í
sjónvarpsbyltingunni?