Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Öryrkjabandalag Íslands veitti
Hvatningarverðlaun sín í níunda
sinn, fimmtudaginn 3. desember, á
alþjóðadegi fatlaðra.
Að þessu sinni hlutu eftirtaldir
verðlaunin:
Í flokki einstaklinga:
Brynjar Karl Birgisson, fyrir
Lego-verkefnið „Titanic“ og sög-
una „Minn einhverfi stórhugur“.
Í flokki fyrirtækja/stofnana:
Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og
dyggan stuðning við réttindabar-
áttu foreldra barna með sérþarfir.
Í flokki umfjöllunar/kynningar:
Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir
baráttu sína við stjórnvöld vegna
synjunar á túlkaþjónustu.
Verndari verðlaunanna er Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Hönnuður verðlaunanna er Þórunn
Árnadóttir vöruhönnuður.
Öryrkjabandalagið var stofnað
1961 og er hagsmuna- og mannrétt-
indasamtök fatlaðs fólks. Alls á 41
félag aðild að bandalaginu.
Hlutu hvatningar-
verðlaun ÖBÍ
Ljósmynd/Silja Rut
Hvatningarverðlaun Hópurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna ásamt forseta Íslands og forsvarmönnum ÖBÍ.
Jóladagatal
Hönn-
unarsafns Ís-
lands verður
opnað á
hverjum degi
í desember
fram að jól-
um.
Í anddyri
safnsins, sem
er að Garða-
torgi 1 í Garðabæ, er einum glugga
breytt í jóladagatal og sýndur einn
hlutur úr safneigninni á dag. Í til-
efni af 100 ára afmæli kosninga-
réttar kvenna verður jóladagatalið
tileinkað konum í ár. Þeir sem
missa af því að skoða hlutinn í
glugganum geta fundið hann og
upplýsingar um hann á heimasíðu
eða Facebook-síðu safnsins.
Ljósin á jólatrénu í Garðabæ
verða tendruð í dag og verður
ókeypis í Hönnunarsafn Íslands frá
kl. 12-17.
Hönnunardagatal
opnað daglega
Listaverk Teketill í
Hönnunarsafni Íslands.
Vænta má þess að skíðasvæðið í Blá-
fjöllum verði opnað um miðja næstu
viku. Þar er nú kominn talsverður
snjór og enn bætir í. Þegar hvessir
dregur í skafla og þá myndast fljótt
kjörskilyrði til skíðaiðkunar. „Þegar
kominn er snjór sem dugar tekur
það okkur um þrjá sólarhringa að
gera allt klárt. Það er freistandi að
segja að hér verði opnað næsta
fimmtudag,“ segir Einar Bjarnason,
rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Í Bláfjöll er nú aðeins fær leiðin af
Suðurlandsvegi á Sandskeiði. Leið
úr hrauninu sunnan við Hafnarfjörð
og þaðan til fjalla hefur ekki verið
með vetrarþjónustu frá 2009.
sbs@mbl.is
Bláfjöll brátt opnuð
Morgunblaðið/Eggert
Vetur Það er skemmtilegt á skíðum.
Jólakort Félags
eldri borgara í
Reykjavík eru
komin út og hafa
verið send fé-
lagsmönnum.
Þau eru einnig til
sölu hjá félaginu.
Jólakortin eru
með ólíkum
myndum frá ári
til árs og eru 6
kort og merkimiðar í pakka sem
kostar 1500 krónur.
Hönnuður kortanna í ár er mynd-
listarkonan Jónína Magnúsdóttir,
Ninný. Jólakortasala hefur verið
ein helsta fjáröflunarleið félagsins
til þessa.
Félag eldri borgara
selur jólakort
Jólakort Félags
eldri borgara
Almond Gjafabox
Pivoine Flora Gjafakassi Verbena Gjafakassi
Sturtusápusett
3.990 kr. 3.300 kr.
7.490 kr.5.990 kr.
Almond Gjafabox - 3.990 kr.: Almond Handkrem 30ml, Almond Sturtuolía 75ml, Almond Líkamskrem 50ml; Sturtusápusett - 3.300 kr.: Cherry Blossom Sturtugel 75ml, Pivoine Flora Sturtugel 75 ml, Almond Sturtuolía 75ml, Rose Sturtugel 75ml; Pivoine
Flora Gjafakassi - 5.990 kr.: Pivoine Flora ilmsápa 75g, Pivoine Flora Sturtugel 250ml, Pivoine Flora Húðmjólk 250ml, Pivoine Flora Handkrem 30ml; Verbena Gjafakassi - 7.490 kr.: Verbena Sturtugel 250ml, Verbena Húðmjólk 250ml, Verbena Laufsápa
75g, Verbena ilmpoki 35g, Verbena Handkrem 30ml.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
L’Occitane en Provence - Ísland