Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 ✝ Jóhann Krist-inn Daníelsson (Jói Dan), kennari og söngvari, fædd- ist 18. nóvember 1927 að Syðra- Garðshorni í Svarfaðardal. Hann lést á dval- arheimilinu Dalbæ, Dalvík, 23. nóvember 2015. Jóhann var son- ur hjónanna Daníels Júl- íussonar frá Syðra-Garðshorni, f. 5.11. 1891, d. 14.12. 1978, og Önnu Jóhannsdóttur, f. 27.4. 1893, d. 14.3. 1988, frá Brekku- koti í Svarfaðardal. Jóhann ólst upp í Syðra-Garðshorni ásamt fjórum systkinum; Stein- unni, f. 8.1. 1919, látin, Jó- hönnu Maríu, f. 6.12. 1921, lát- in, Júlíusi Jóni, f. 6.1. 1925, og Birni Garðars, f. 26.8. 1932. Jóhann kvæntist 31.12. 1962 Gíslínu Hlíf Gísladóttur frá Eyvindarstöðum í Blöndudal, f. 11.10. 1935, d. 6.7. 2009. Jó- hann og Gíslína eignuðust þrjú börn, en fyrir átti Gíslína dreng: 1) Yngvi Örn, f. 3.4. 1956, maki Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir. Barn þeirra er Theódóra Ýr. Önnur börn Yngva eru Ragnheiður Hlíf og ur Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann varð síðar bókasafns- vörður í Dalvíkurskóla til árs- ins 2000. Jóhann söng fyrst opinber- lega níu ára gamall. Hann stundaði söngnám í Reykjavík og á Akureyri, hjá Sigurði Demetz Franssyni og Ingi- björgu Steingrímsdóttur, og kom víða fram sem einsöngvari með karlakórum og fleirum. Hann söng nær óslitið frá 16 ára aldri með ýmsum kórum víðs vegar um landið; Karlakór Blönduóss, Karlakór Ólafs- fjarðar, Karlakór Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Karlakór Fóstbræðra og síðast Karlakór Dalvíkur, sem gerði hann síðar að heiðursfélaga. Síðar söng hann einnig með samkór eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Þrjár plötur voru útgefnar með söng Jóhanns; Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stef- ánsson syngja einsöngva og tvísöngva (1976), Í kvöldró (1981) og síðast safnplata, Jó- hann Daníelsson, með upp- tökum af söng hans frá árunum 1964-2004 (2010). Jóhann tók þátt í leiklist- arlífi Akureyrar og Dalvíkur í gegnum árin með söng og leik og átti hlutverk í myndinni Land og synir, þar sem hann söng eftirminnilega lagið „Við fjallavötnin fagurblá“. Jóhann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju á morgun, 6. desember 2015, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Atli Már. 2) Anna Guðlaug, f. 10.11. 1962. Börn hennar eru Jóhann Björn og Hlíf. 3) Gísli Már, f. 19.5. 1967. Barn hans er Mia Líf. 4) Aðalbjörg Kristín, f. 8.12. 1971, maki Rúnar Dýrmundur Bjarnason. Börn þeirra eru Bjarni Ívar, Ísold Kristín og Gísli Dan. Jóhann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1946 og íþrótta- kennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Hann var við nám í Jæ- rens Folkehöjskola á Jaðri í Noregi og Statens Gymna- stikkskole í Ósló 1951-1952. Jó- hann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Hann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-56, á Ólafsfirði 1956-57 og sá um söngkennslu á Dalvík 1957-63, nema veturinn 1958-59 er hann var íþróttakennari í Reykjavík. Jóhann var kennari við Odd- eyrarskóla á Akureyri 1964-74, en þá flutti hann öðru sinni með fjölskyldu sinni til Dalvík- ur þar sem hann kenndi tónlist og varð meðal annars formað- Jóhann frændi fallinn frá! Minningarnar streyma fram, hug- urinn hverfur aftur í tímann: Jó- hann frændi hafði alltaf verið til, hann hafði alltaf verið með okkur sem vorum í Syðra-Garðshorni, hann kom svo oft frameftir. Og svo seinna, þá varð hann einhvern veginn aldrei gamall. Hann var alltaf eins, hann varð að vísu eldri og allra síðustu árin var hann orð- inn veikur, en það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til hans, í Dalbæ á Dalvík, þar áður Sunnubrautina eða í önnur hús þar sem heimili hans og fjölskyld- unnar stóð. Í Syðra-Garðshorni ólst Jó- hann upp og hann var þar mjög oft þegar ég var að alast þar upp. Hann kom þegar heyskapurinn stóð yfir og hjálpaði til, hann kom þegar til stóð að spila brús og syngja og þá var gaman að hlusta á þá Jóhann, Björn, Júlíus og Hjalta syngja fjórraddað „Enn syngur vornóttin“ og önnur lög, stundum inni í stofu, stundum úti á hlaði í bjartri vornóttinni í Svarfaðardal. Íddi í Bakkagerð- um var líka oft að spila brús með þeim heima í stofu í Syðra-Garðs- horni og sjálfsagt að syngja líka. Ég man þegar Jóhann frændi, Júlíus pabbi og Daníel afi voru í réttunum frammi á Tungum. Við börnin vorum mjög glöð því sjoppan var opin og við fengum bláan ópal og Lindubuff og spur með lakkrísröri en þeir karlarnir stóðu með pela og sungu af hjart- ans lyst með vinum sínum og sveitungum. Júlíus faðir minn segir oft frá Söltunarfélaginu, menningar- félagsskap sem hafði það að markmiði að koma saman og yrkja. Jóhann var ómissandi í þessum félagsskap, en þarna voru menn eins og Halldór Jóhannes- son og Óttar Einarsson auk Hjalta, Björns, Júlíusar, Jóhanns og Ídda o.fl. Fjöldi kvæða og fer- skeytlna liggur eftir félagsmenn og mikið af því til vélritað og fjöl- ritað. Ég man líka þegar Jóhann og Sissa bjuggu á Akureyri, í Þingvallastrætinu, og við komum oft í heimsókn til þeirra. Síðar fluttu þau út á Dalvík og Jóhann kenndi þar við skólann lengi. Hann átti fjölda vina og kunn- ingja um allt hérað og var alls staðar hrókur alls fagnaðar. Jóhann var frábær söngvari, afbragðs tenór. Hann söng á skemmtunum, í veislum og jarð- arförum, á plötum og í kvik- myndum. Hann gerði stóra plötu, LP plötu, með öðrum söngvara, Eiríki Stefánssyni. Hann kom fram og söng í myndinni Landi og sonum, mynd um upplausn sveita- samfélagsins sem var tekin í Svarfaðardal. Sveitasamfélagið í Svarfaðardal var sjálft ekki í neinni upplausn þótt það væri notað sem sviðsmynd og er ekki í upplausn. En með Jóhanni er horfinn stór hluti æsku minnar. Ég ólst upp við að Jóhann væri alltaf til taks, hann kallaði mig strax Grím áður en mér var gefið nafn (og mamma óttaðist að hún myndi segja Grímur þegar prest- urinn spyrði hvað barnið ætti að heita). Jóhann var svo hlýr, glað- lyndur og hress, það var alltaf gaman þegar hann kom. Nú er röddin hljóðnuð og orðin fátækleg sem koma á blaðið. Það er erfitt að tjá minningar um heila ævi í stuttum pistli, heila ævi sem gaf svo mörgum svo mikið. Kæra þökk fyrir allt, Jóhann, og ég bið að heilsa! Árni Daníel Júlíusson. Ég ætla í fáeinum orðum að heiðra minningu móðurbróður míns sem fallinn er frá eftir langt og viðburðaríkt líf, sem svo sann- arlega hefur gert hann eftirminni- legan í huga margra. Jóhann frændi, eins og ég kallaði hann, var einstaklega skemmtilegur og góður. Strákslegur gáski hans kom mörgum í gott skap, enda var hann ákaflega fyndinn, gaman- samur og léttur í lund. Það var aldrei leiðinlegt þar sem Jóhann var. Ef hann skemmti ekki fólki með skemmtilegheitum sínum og fyndni átti hann það til að taka lagið í góðra vina hópi svo undir tók og hann hafði ákaflega gott lag á að fá fólk til að syngja með sér á góðri stundu og það langt fram á nótt. Allir sem ég hef hitt og sem þekktu Jóhann, minnast hans með einstökum hlýhug sem mikils gleðigjafa. Jóhanni var margt til lista lagt sem hann nýtti sér í starfi og leik. Hann var góður söngmaður og söngur var hans aðalsmerki, enda söng hann í og stjórnaði mörgum kórum, auk þess að syngja ein- söng og gefa út plötur með söng sínum. Þar að auki var hann góð- ur íþróttamaður og keppti í frjáls- um íþróttum í mörg ár með góð- um árangri. Þessa hæfileika sína nýtti hann sér síðar sem kennari og kenndi íþróttir og tónmennt í mörg ár og er hans einna helst minnst sem tónlistarkennara, enda hafa mörg dalvísk ungmenni, sem hafa notið leiðsagnar hans í tónlist, orðið landsfræg sem tónlistarmenn. Sagt var um Jóhann að hann hefði alltaf notið mikillar kven- hylli, enda var hann myndarmað- ur og það hversu mikill húmoristi hann var, gerði það að verkum að hann þótti mikill „sjarmör“ meðal kvenfólks, enda náði hann í ynd- islega fallega og góða konu, hana Gíslínu, sem ætíð var kölluð Sissa. Það var alltaf tilhlökkun að heimsækja Jóhann og fjölskyldu þegar farið var norður, því maður vissi að maður ætti von á skemmtilegum móttökum þar, enda var gleði og fjör við völd þeg- ar þangað var komið. Einnig var gaman að hitta börnin þeirra Jó- hanns og Sissu og leika sér við þau, enda ákaflega skemmtilegir og vel gerðir krakkar sem enn er gaman að hitta. Mörgum fannst ég vera líkur Jóhanni í útliti og jafnvel töktum. Það er ekki leiðum að líkjast enda Jóhann myndarlegur og bráð- skemmtilegur. Margir sem þekktu Jóhann spurðu mig oft hvort ég væri ekki skyldur honum Jóhanni Dan. Að sjálfsögðu var ég ætíð upp með mér yfir þessu. Ein- hverju sinni þegar ég á mínum yngri árum gekk með Jóhanni í miðbæ Akureyrar, mætti hann kunningja sínum sem tók hann tali og sem spurði hann hvort ég væri sonur hans. Jóhann hvað svo ekki vera, þó svo að hann segðist eiga heilmikið í mér sem verandi móðurbróður minn. Jóhanns verður sárt saknað og það verður tómlegt að koma til Dalvíkur næst og geta ekki hitt Jóhann og átt góðar stundir með honum. Nú eru söngurinn, hlátra- sköllin, sem og gleðin og gáskinn sem einkenndu Jóhann, bara minningin ein. En skemmtileg- heit hans lifa í minningunni um langa framtíð. Elsku Yngvi, Anna Gulla, Gísli, Kitta og annað venslafólk, við hér í Mosfellsbænum vottum ykkur innilega samúð okkar. Þinn systursonur, Örn. „Því nú er ég á förum.“ Þetta stef úr sænsku lagi söng Jóhann gjarnan er hann hélt heim á leið eða hvarf á braut frá vinum sín- um. Nú er hann endanlega farinn. Merki Karlakórs Dalvíkur er byggt á verki Mendelssohns, Á vængjum söngsins. Það er huggun harmi gegn að nú svífur Jóhann á þessum vængj- um inn í eilífðina. Þar á hann svo sannarlega skilið hlýjar mót- tökur. Í Hávamálum segir: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Svona eru vinir! Er ég handskrifa þetta, fellur hagl úr auga ofan á blaðið. Sökn- uðurinn er sannur. Minningarnar streyma fram. Það er ekki pláss fyrir þær allar hér. Ég á þær bara. Hér koma samt örfáar. Við áttum litla trillu og sóttum á grunnslóð á vorin, sumrin og í haustfiskinn. Einstakar stundir. Eitt vorið er við dorguðum á Hólsbótinni í stafalogni og hljóð- bærri vorblíðunni sungum við öll vorljóðin og nutum náttúrunnar. Ánægðir með þyrsklinginn kom- um við stoltir í land. Þar tók á móti okkur með látum og gífur- yrðum kunningi okkar „lögregla hafsins“. Þessi sanni sjómaður hótaði okkur löggu og öllu illu, taldi að Bakkus væri með í för. Hann sá strax að svo var alls ekki, gekk í rólegheitum frá okkur, sneri sér við og sagði: „En þið vor- uð að syngja.“ Því var ekki neitað, en upp frá því rákum við aldrei upp bofs nema stæði af landi. Árið 2002 voru hljóðrituð nokk- ur lög fyrir okkur prívat. JD flutti brot af eftirlætissöngvum sínum. Upptakan fór fram í Dalvíkur- kirkju. Tæknimaður var í safnað- arheimilinu, en við tveir einir framan við altarið. Ég spilaði á glænýjan flygil kirkjunnar og var svolítið feiminn við þetta glæsta hljóðfæri. Þessi stund okkar vin- anna gleymist aldrei, tveir einir í þessum helgidómi. Oft höfum við „mússiserað“ saman en aldrei eins og þarna. Heilög stund. Jóhann var farsæll og vinsæll kennari sem öllum þótti vænt um. Hvort sem var á Blönduósi, þar sem hann kenndi kvennaskóla- stúlkum íþróttir, Akureyri, Dal- vík og víðar. Hann var vel íþrótt- um búinn. Síðustu kennsluár sín sá hann um bókasafn Dalvíkur- skóla. Gjarnan las hann fyrir yngri börnin og sagði þeim sögur, sem þau kunnu að meta, enda kölluðu þau hann AFA. Fjölskylda Jóhanns og Gíslínu tengdist mér og mínum einlægum vinaböndum. Mikill samgangur var milli okkar við allskonar tæki- færi. Konurnar og börnin bundust tryggðaböndum. Það var og er einlæg og traust vinátta. Gíslína sat t.d. löngum stundum við rúm Valborgar konu minnar síðustu daga hennar. Hvað þær hjöluðu veit ég ekki, en hlýja var í fyr- irrúmi, það veit ég. Jóhann var afar hjálpsamur. Við studdum hvor annan er eitt- hvað þurfti að gera. Þá unnum við það gjarnan saman. JD gat verið hrekkjóttur og hafði mikið gaman af en allt sak- laust. Til er nokkuð af upptökum af útgefnum söng JD. Þannig getum við notið sönglistar hans áfram. „Sonur dalsins“ hefur nú farið á vit söngsins endalausa. „Farðu vel, bróðir og vinur.“ Við Gunnur, börnin mín og þeirra fólk vottum fjölskyldu Jó- hanns dýpstu hluttekningu. Heimir Kristinsson. Jóhann Daníelsson er fallinn frá og eftir standa minningar um góðar stundir með þeim lífsglaða snillingi. Hugurinn hvarflar að draumabláu sumarkvöldi á Dal- víkinni við söng Jóhanns. Tíminn stöðvast og ekkert er til nema augnablikið. Upplifunin algjör og stundin eilíf, glasið fullt. Í um- gjörðinni er sætur ilmur af svarf- dælskum gróðri. Tenór Jóhanns er sterkur, hljómmikill og karl- mannlegur en um leið kliðmjúkur og tær eins og fjallavötnin fagur- blá. Lögin sem hljóma í minning- unni koma eitt af öðru, lög eftir Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson og fleiri norðlensk tónskáld við ljóð Davíðs Stefánssonar og ann- arra fagurkera. Hann syngur um bjarta nótt: „Gaman, gaman, gaman er að vera til, vera til og vaka“; um grænkandi dal: „Guð minn hve nú er gaman, glampandi sólin skín, við skulum syngja sam- an, syngdu mér lögin þín.“ Í lag- inu Vorið kemur segir frá lóunni sem naut þeirra forréttinda að „mega saklaus alla ævi, una þér við söng og blóm“. Hápunktur kvöldsins er svo um meyna frá Mandalay þar sem segir frá blökkustúlkunni sem söngvarinn kyssti „bak við kalda klaustur- múra“. Hann gleymir aldrei stúlkunni en hún reikar um mann- laus torg og vonar að hann „muni koma senn“. Heimir situr við pí- anóið og gefur sig augnablikinu á vald. Lokatónar lagsins virðast lifa að eilífu og hrifningin altekur hverja taug. Síðan er fagnað, hlegið og skálað fyrir dásemdum lífsins. Og sungið meira. Þessi tónlist og hin rómantísku ljóð sem Jóhann hafði yndi af að syngja eru einkennandi fyrir þann mann sem hann hafði að geyma. Jói Dan vakti, eins og tón- listin, einatt hjá okkur góðar til- finningar, ekki aðeins fyrir það hversu léttur hann var í lund og viðræðugóður, heldur bjó að baki einlæg manngæska og fordóma- leysi. Hann hafði þann kost, sem er æ sjaldgæfari í seinni tíð, að dæma ekki annað fólk. Og þótt hann hefði góðan húmor og næmi fyrir breyskleikum mannskepn- unnar þá var hrekkleysi og góð- vild ávallt yfirsterkari kaldhæðn- inni. Tími sumarkvöldanna er liðinn og nú er Jói Dan allur. Þessi mikli listamaður lífsins hefur sungið sitt Haustljóð og „sofnað eins og trén og blómin“. Þótt í ljóðinu segi líka að það vori og sumri að nýju, þá er heimurinn fátækari nú en áður. Það eru forréttindi að hafa kynnst manni eins og Jóhanni Daníelssyni. Nærvera hans og söngur var náttúruafl. Ég votta börnum hans og af- komendum mína dýpstu samúð og þakka fyrir ógleymanlegar stundir og kveð Jóa Dan með þeim orðum sem honum voru töm: Blessaður ævinlega, vinur. Ólafur Sigurðsson. Hann setti svip á mannlífið í dalnum okkar með lífsgleði og gamansemi. Hann gaf tóninn með fögrum söng og hann lífgaði upp á umhverfið með penslinum. Það voru forréttindi að eignast Jóa Dan að vinnufélaga og vini. Allir þekktu þennan glaðlynda söng- fugl frá Syðra-Garðshorni, ég fyrst og fremst fyrir hans fallegu tenórrödd sem honum hafði verið gefin og hann leyft landsmönnum öllum að njóta. En þótt við ættum dálæti á söng að sameiginlegu áhugamáli var það samt málning- in sem leiddi okkur saman. Jói Dan var lipur með málningar- pensil og rúllu og hafði látið til sín taka með þau áhöld í sveitinni, aðallega í húsnæði hreppsins, svo sem Þinghúsinu, Húsabakkaskóla og Sundlaug Svarfdæla. Hand- verkið var fágað og haft að leið- arljósi að gleðja augað með lit og skrauti, rétt eins og andann með söng. En umfram allt að skemmta sjálfum sér um leið. Fræg voru listaverkin hans í lofti og á veggj- um á Þinghúsinu og karlinn (með sultardropana) og kerlingin á sal- ernishurðunum þar. Margir köf- uðu líka niður að hafmeyjunni hans á botni laugarinnar í Sund- skálanum. Þar var söngmálarinn einn að verki en það var hjá Páli málara (Máli pálara!) sem við sameinuðumst í málaraiðninni ásamt Júlíusi Dan, bróður Jó- hanns. Við fjórmenningarnir unn- um, í það minnsta að eigin áliti, hvert þrekvirkið öðru meira í því að mála húseignir Svarfaðardals- hrepps af listfengi og smekkvísi utanhúss sem innan. Við tæmdum hverja málningardósina á eftir annarri og áttum líka til að tæma úr öðrum dósum og glerflöskum í dagslok. Við flýttum okkur einu sinni að mála gaflinn á syðra skólahúsinu síðla á föstudegi til að geta farið að sinna öðru mikilvæg- ara sem var búið að gerjast nóg. Meðan við vættum kverkar og nutum veiga kom skýfall og þegar aftur var snúið til starfa á mánu- dagsmorgni var sem aldrei hefði komið málningardropi á gaflinn! Við mundum ekki annað en að hafa örugglega málað. Páli mál- ara hefur líklega þótt við þrír ekki alltaf fullkomnir fagmenn en hann hafði samt gaman af, húmorinn hans og okkar hinna fór saman. Málningardagarnir voru oft eins og sögustundir þar sem hver skemmtisagan um menn og mál- efni rak aðra og menn kepptust við að vera manns gaman og að lita umhverfið um leið. Tónarnir sem Jói Dan skilur eftir í hljóðrit- unum eru dýrmætir og dýrmætar eru sannarlega líka minningarnar um samverustundirnar með mál- urunum miklu Jóa Dan, Júlíusi Dan og Páli. Ég sé alltaf brosið þeirra (eða glott) og brosi þá líka (eða glotti). Jón Baldvin Halldórsson. Eyfirska byggðin frjóvgar og fæðir. Fegurðin mannlífið styrkir og glæðir. Ljóðmögnuð listaþing leiddu fram Svarfdæling Þar lýsti Jóhann sem ljós upp í hæðir. Söngvarinn og glaðværi félagi okkar frá Íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni er horfinn til æðri heima. Það voru alltaf hressandi sam- verustundirnar með Jóhanni. Söngurinn, glettnin og glaðværð- in voru ávallt skammt undan hjá honum. Dvölin okkar í skólanum vetur- inn 1948-49 á Laugarvatni varð upphaf að samstöðu og félagslegri einingu okkar skólasystkinanna, sem staðið hefur alla tíð síðan. Jó- hann var þarna sá hressi og káti félagi. Íþróttir og tónlist renna saman á mörgum sviðum listarinnar. Þar er mest hrífandi dansinn og söngurinn. Þessar greinar voru Jóhanni mjög hugstæðar. Þegar litið er til baka þá hefur iðkun hans og aðkoma að söngn- um skarað fram úr mörgum hans jafningjum á öðrum sviðum fé- lagslífs og samvista. Þessara hæfileika hans fengum við að njóta á Laugarvatni og þess hafa nemendur hans og samferða- fólk einnig fengið í enn ríkara mæli að njóta. Mjög oft höfum við náð að hitt- ast og gleðjast við minningar frá skólaárunum. Eftirminnileg er hópferð okkar skólasystkinanna 2005 er við tók- um hús á þeim hjónum Gíslínu og Jóhanni á Dalvík. Þar var höfðingi heim að sækja og húsmóðir sem kunni að taka á móti gestum. Annað var sem vakti einnig athygli, sem við fundum í fari heimamanna, en það sú mikla hlýja og virðing sem þau hjón nutu meðal fólksins. Við skólasystkinin kveðjum hann með innilegri þökk fyrir all- ar gleðistundirnar sem við áttum með honum. Börnum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar hlýjustu sam- úðarkveðjur. Hjörtur Þórarinsson. Jóhann Kristinn Daníelsson HINSTA KVEÐJA Létt um hörpu lífsins strauk litrík fjöllin þráði. Gleði söngsins gjörvallt naut, góðvild allri sáði. Haf þökk fyrir alla okkar daga. Þorgils Gunnlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.