Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 ✝ Hjalti Krist-jánsson fæddist í Hvammi, Fá- skrúðsfirði, 10. október 1924. Hann andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Uppsölum 25. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Kristján Jó- hannsson frá Hvammi, f. 1. nóvember 1893, d. 25. október 1942 og Guðrún Magnúsdóttir frá Fossárdal á Berufjarðar- strönd, f. 6. júlí 1902, d. 3. októ- ber 1925. Seinni kona Kristjáns og stjúpa Hjalta var Gróa Einarsdóttir, f. 14. febrúar 1887, d. 25. júlí 1949. Systkini Hjalta voru Davíð, f. 4.7. 1922, d. 22.10. 1925, Guð- mundur, f. 31.8. 1923, d. 12.2. 1944, og Guðrún Dagný, f. 28.9. 1925, d. 12.11. 2015. Hjalti kvæntist Ellý Maríu Kristjánsson þann 29. júní 1947. Ellý María er frá Klakksvík í Færeyjum, fædd 17. október 1924. Foreldrar hennar voru Andrés Jacobsen og Elsa Jacob- sen. Börn Hjalta og Ellýar Maríu eru: maki Kristinn Bjarnason, f. 24.3. 1964. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Hjalti var fæddur og uppalinn í Hvammi við Fáskrúðsfjörð. Hann missti móður sína þegar hann var á fyrsta ári og föður sinn þegar hann var átján ára. Á uppvaxtarárunum var Hjalti mikið hjá afa sínum og ömmu, Jóhanni og Kristínu, sem bjuggu einnig í Hvammi. Hann byrjaði snemma að sjá fyrir sér og fór ungur á vertíðir til Vestmanna- eyja og Hornafjarðar. Mestan hluta starfsævinnar stundaði Hjalti sjómennsku, lengstum sem matsveinn. Lengst var hann á togaranum Ljósafelli SU 70, sem hann tók þátt í að sækja til Jap- ans árið 1973. Hjalti vann um tíma sem kokkur hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli og þá var hann um nokkurt skeið hótelstjóri Hótels Valhallar á Fá- skrúðsfirði. Hjalti og Ellý María hófu búskap sinn á Fáskrúðsfirði árið 1946 og bjuggu þar alla tíð utan nokkurra mánaða árið 1949 er þau dvöldu í Færeyjum. Lengst bjuggu þau í Varmahlíð sem þau byggðu og fluttu inn í árið 1963. Hjalti bjó á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði frá janúar 2014. Útför Hjalta fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag, 5. desember 2015, og hefst athöfnin klukkan 14. Kolbrún, f. 10.11. 1946, maki Ólafur Tómasson, f. 21.10. 1947. Þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn. 2) Elsa Guðrún, f. 2.11. 1947, maki Kristmann Dan Jensson, f. 26.4. 1942, d. 10.8. 1988. Þau eiga fjóra syni og fimm barnabörn. Sambýlismaður Elsu Guðrúnar er Jógvan Jacob Jacobsen, f. 11.4. 1954. 3) Guðmundur f. 31.3. 1949, maki Birna Þórarinsdóttir, f. 21.5. 1953. Þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. 4) Dagný, f. 27.2. 1952, maki Ingólfur Geir Ingólfsson, f. 10.12. 1950. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 5) Hjördís Jóhanna, f. 25.4. 1953, maki Jóhann Ólafs- son, f. 12.9. 1950, þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn. 6) Ingólfur Hafsteinn, f. 16.3. 1956, maki Steinunn Björg Elísdóttir, f. 31.1. 1958. Þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. 7) Anna Karen, f. 11.8. 1959, maki Anton Fernandez, f. 16.5. 1959. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 8) Elva Hildur, f. 9.3. 1963, Þrátt fyrir háan aldur þá hvarflaði það ekki að mér að síð- asta kveðja okkar Hjalta yrði sú hinsta. Hefði ég vitað það þá hefði ég faðmað hann ögn lengur og örlítið fastar. Hjalti var nefni- lega góður maður og þótti mér ákaflega vænt um hann. Þegar ég var að kynnast Tinnu minni þá dvaldi hann oft löngum stundum í Hafnarfirði hjá tengdaforeldrum mínum. Með okkur tókust góð kynni og eyddum við oft drjúgum tíma inni í stofu að spjalla. Oftar en ekki barst talið að æskuárum Hjalta, sjómannsárunum, árun- um á Keflavíkurflugvelli og síðast en ekki síst húsinu sem hann og Ellý byggðu á Fáskrúðsfirði. Hjalti var ákaflega stoltur af því heimili sem þau hjónin bjuggu börnum sínum. Hjalti hugsaði líka vel um húsið sitt og þrátt fyr- ir að vera kominn vel á níræð- isaldur lét hann aldurinn ekki aftra sér frá að dytta að fasteign- inni. Ekki er langt síðan Hjalti ákvað að endurnýja alla glugga í Varmahlíð. Mér er það minnis- stætt að eftir að þeim fram- kvæmdum lauk þá leiddi hann mig svo ánægður og glaður um húsið, sýndi mér breytingarnar og sagði mér upp á krónu hvað þær hefðu kostað og fylgdi sög- unni að hann hefði staðgreitt allt heila klabbið. Þá fannst Hjalta að sama skapi ekki leiðinlegt þegar hann var spurður ráða og hann gat lagt eitthvað gott til. Hann sagði mér til að mynda frá því þegar tengdamóðir mín leitaði til hans þegar hún og Kristinn voru að standsetja húsið sitt í Hafn- arfirðinum. Var þá ákveðið að fara tiltekna leið við framkvæmd- irnar sem hann lagði til og fyrir vikið fannst honum hann eiga dá- lítið í eigninni. Elva Hildur er glettilega lík pabba sínum og þegar ég var að kynnast tengda- fjölskyldu minni varð mér fljótt ljóst hvaðan hún hafði eljusemina og þörfina fyrir að hafa hlutina í góðu lagi. Þegar ég minnist Hjalta þá standa heimsóknir okk- ar Tinnu á Fáskrúðsfjörð upp úr og erum við bæði ævinlega þakk- lát fyrir þær stundir. Það var nefnilega alltaf ákaflega notalegt að heimsækja Hjalta. Hann var góður gestgjafi og vildi allt fyrir mann gera. Ef hann vissi af komu okkar var undantekningalaust búið að fylla á ísskápinn og búa um gestarúmið. Þegar við Tinna voru nýbyrjuð að búa þá átti Hjalti það einnig til að gauka að okkur ýmsum munum sem hann hafði gert sér sérstaka ferð í Kaupfélagið til að kaupa. Hvort sem það voru kaffibollar, osta- skeri eða samlokugrill þá voru þetta undantekningalaust miklir þarfahlutir sem eru enn í mikilli notkun á heimili okkar og í miklu uppáhaldi. Ég mun sakna Hjalta og samverustunda okkar. Þrátt fyrir að léleg heyrn hans hafi stundum gert það að verkum að hann talaði meira en ég þá kunni ég þeim hlutskiptum vel. Hjalti var góður sögumaður og hafði frá miklu að segja. Það sem meira er, sögum hans fylgdu gjarnan heillaráð sem ég hyggst reyna hafa að leiðarljósi. Ég votta Ellý, Elvu Hildi og öllum hennar systkinum innilega samúð mína. Minningin um góðan mann mun alltaf lifa. Halldór Reynir Halldórsson. Það er komið að kveðjustund, kæri tengdafaðir og vinur. Ég kynntist þér fyrir rúmum þrjátíu árum þegar við Elva Hildur, yngsta dóttirin, hófum okkar samfylgd í gegnum lífið. Þú varst þá búinn að leysa erfiðustu þraut- irnar sem þér voru settar fyrir í lífinu, missi foreldra og bræðra þegar þú varst á barns- og ung- lingsaldri, að koma upp húsi og heimili og sjá fyrir stórri fjöl- skyldu. Þessi verkefni hafðir þú leyst af dugnaði og með sóma. Þú varst stoltur af því og máttir svo sannarlega vera það. Það var þér í blóð borið að fara vel með alla hluti og passa upp á að þeir væru í lagi. Húsið sem þú byggðir fyrir fjölskylduna sem fékk nafnið Varmahlíð og stendur við Skóla- veginn ber þess skýr merki, það yrði seint sagt að þú hafir trassað viðhald á því. Þegar við Elva Hildur fórum í að koma okkur upp húsi fengum við að njóta kunnáttu þinnar og hjálpsemi. Það er minnisstætt þegar við máluðum húsið að utan eitt rign- ingarsumarið í Hafnarfirði og þegar við smíðuðum pallinn á veröndinni. Það fór ekkert á milli mála hver var fagmaðurinn í okkar samstarfi, þú kunnir þetta allt saman. Verkvitið og dugnaðurinn erfist greinilega og þegar eigin- konan fer af stað er stundum sagt hér á heimilinu að „Hvammar- inn“ sé mættur. Það var gaman að hlusta á þig segja frá lífshlaupinu og sam- ferðamönnunum með þeim skemmtilega frásagnarmáta sem þú hafðir tamið þér, þar sem þú sagðir gjarnan frá samskiptum og atvikum í samtalsformi og beinni ræðu. Frásagnirnar höfðu oft eitthvert gamansamt innihald en aldrei varstu að reyna að gera þinn hlut stærri heldur spannst frásögnin oftast af því sem þú hafðir orðið vitni að eða hafðir tekið þátt í fremur en þú værir aðalmaðurinn í atburðarásinni. Þær voru góðar stundirnar þegar við sátum saman og þú sagðir mér frá ferðum þínum enda hafð- ir þú víða farið og upplifað margt. Ferðin þegar Ljósafellið var sótt til Japans var ævintýri þar sem Havaí, paradís á jörð eins þú kall- aðir þann stað, og flugfiskar komu meðal annars við sögu. Þú sagðir frá verunni á Helgafellinu þar sem fjölmargar hafnarborgir í Evrópu voru heimsóttar og eldamennskunni hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem allt var stórt í sniðum. Það er aðdá- unarvert hvernig þú spilaðir úr þínu og hvernig lífið hafði kennt þér að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þig voru lögð, alla tíð jákvæður og áhugasamur um lífið og tilveruna. Þú náðir svo vel til barna og barnabörnin hændust að þér. Það þurfti ekki lengi að fylgjast með til að átta sig á af hverju; þú sýndir þeim einlægan áhuga og hlýju og taldir ekki eftir þér að leggja mikið á þig til að mæta óskum þeirra, hvort sem það var að elda uppáhaldsmatinn, fara að veiða á bryggjunni, að smíða eitthvað eða bara að spjalla við þau. Það var alltaf tilhlökkun á heimilinu þegar von var á þér í heimsókn en eftir að þú hættir að vinna dvaldir þú oft hjá okkur um nokkurra vikna skeið í einu. Það var samt gjarnan þannig að þeg- ar þú varst búinn að vera í dálít- inn tíma þá fór hugurinn að hvarfla austur á land. Þú barst hag Fáskrúðsfjarðar og þeirra sem þar búa alltaf fyrir brjósti og það var aldrei spurning hvað „heim“ þýddi í þínum huga. Þakka þér fyrir samfylgdina, góðar minningar um mætan mann lifa. Innilegar samúðar- kveðjur til allra í fjölskyldunni. Kristinn Bjarnason. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund og okkur systkinin langar að segja nokkur kveðju- orð. Fyrst og fremst viljum við þakka þér fyrir samveruna og all- ar þær frábæru stundir sem við áttum saman, bæði á Fáskrúðs- firði og í Hafnarfirði. Að fara í heimsókn til þín, ár eftir ár, var alltaf mikill viðburður í augum okkar systkinanna og það fylgdi því eftirvænting og spenna. Hver heimsókn var nýtt ævintýri. Ein heimsókn er okkur afar minnis- stæð en þá komum við til þín í pössun. Frá því við stigum út úr flugvélinni á Egilsstöðum tók við full dagskrá, frá morgni til kvölds, við fórum að veiða á bryggjunni og drógum ófáa fiskana á land. Þú sagðir okkur að við ættum að henda fiskunum aftur í sjóinn en við héldum nú ekki. Svo þú tókst þá nokkra með heim á Skólaveginn og settir inn í kælibúrið, sem síðar fylltist af ormum úr fiskinum en það er önnur saga. Eitt kvöldið þegar þú spurðir okkur hvað við vildum hafa í kvöldmatinn datt okkur í hug að láta reyna á að biðja um „ris a la mande“, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti bara að vera á jólunum. Þú tókst vel í það og við hófumst handa við að gera „ris a la mande“ um hásumar. Við vorum í skýjunum enda sjaldan sem mað- ur fær uppáhalds-jólaeftirréttinn á öðrum árstíma. Þetta borðuð- um við af bestu lyst í miðri viku, alsæl. Þú kenndir okkur að búa til heimsins bestu kleinur og leyfðir okkur að skera þær út. Þrátt fyrir að margar þeirra yrðu afar illa lukkaðar í laginu stóðst þú stoltur yfir djúpsteikingar- pottinum og veiddir upp „klein- urnar“ sem minntu frekar á litla orma. Þú varst svo flinkur í eld- húsinu, elsku afi, enda vanur maður og hjá þér var alltaf góður matur. Í bílskúrnum eyddum við dágóðum tíma í hverri heimsókn og margt brallað. Þar gilti sú regla að við systkinin ákváðum hvað skyldi gert og svo var það í þínum höndum að finna út hvern- ig það yrði framkvæmt. Þú varst klár og fannst alltaf leið til þess að framkvæma hugmyndir okk- ar. Til dæmis þegar Karen vildi endilega búa til eldhúsborð og stól fyrir barbie-dúkkurnar sínar heima í Hafnarfirði. Þá fannst þú litla tappa, eins og maður notar í borgöt, og sam- an smíðuðum við þessi fínu eld- húshúsgögn. Önnur hugmynd var að búa til íbúðahverfi úr litlum kubbum og mála hvert og eitt hús í ólíkum litum. Þú varst svo hrifinn af þessari hugmynd og enn hrifnari af lokaútkom- unni. Þú tylltir þessu upp í glugga inni í bílskúrnum og þar stendur það eflaust enn. Þú lést okkur alltaf líða eins og þvílíkum listamönnum. Allir bíltúrarnir á gömlu Mözdunni sem þú hélst svo mikið upp á. Þú sagðir okkur sögur frá því að þú varst á sjón- um en eftirlætissagan okkar var þegar þú sóttir skipið Ljósafell til Japans, þá sögu rifjuðum við oft upp saman. Þú komst alltaf fram við okkur eins og jafningja, elsku afi, og við erum óendanlega þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þær lifa nú í minningum sem munu fylgja okkur alla tíð. Þú varst alltaf svo glaður að heyra í okkur jafnvel þótt símtöl- in væru orðin stutt undir lokin vegna þess að þú heyrðir orðið svo illa. Þú varst svo lífsglaður og jákvæður fram á seinasta dag og við vitum að þú gengur sáttur frá borði. Elsku afi, þín verður sárt saknað. Karen og Kristófer. Hjalti Kristjánsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, systur, mágkonu og svilkonu, FJÓLU BJARNADÓTTUR, Kjarrheiði 7, Hveragerði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans á deild 11-G fyrir einstaka umönnun og stuðning. . Hermann Þór Kristinsson, Linda Ósk Svansdóttir, Loftur Freyr Sigfússon, systkini, barnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR ÓLAFÍU SIGURJÓNSDÓTTUR, Víðivöllum 3, Selfossi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Lundar fyrir einstaka umönnun og stuðning. . Ársæll Teitsson Kristín Ágústa Ársælsdóttir Tryggvi Rúnar Pálsson Sigurjón Ársælsson Guðrún Þóra Garðarsdóttir Sigríður Ársælsdóttir Þórarinn Arngrímsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Bakkabraut 7d, Kópavogi, sem lést hinn 25. október síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. . Sigurjón Á. Einarsson, Magnús Örn Halldórsson, Björk Snorradóttir, Einar Ármann Sigurjónsson, Egill Árni Sigurjónsson, Maríanna Guðbergsdóttir, Embla Ósk og Andrea. Vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, dóttur, systur og frænku, ARNHEIÐAR ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, sendum við hjartans þakkir öllum þeim fjölmörgu sem minnst hafa hennar og stutt okkur með ást, umhyggju og kærleika á þessum erfiða tíma. Guð blessi ykkur. . Guðlaug Erla Jónsdóttir, Ólafur Baldvin Jónsson, Gulla, Hafþór og Bjargey, Magga og Linda. Kæru ættingjar og vinir, nær og fjær. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra SIGURÐAR EINARS BJÖRNS KARLSSONAR málarameistara, Ekrusmára 21, Kópavogi Sérstakar þakkir til allra þeirra ættingja, vina og heilbrigðisstarfsfólks sem af alúð, umhyggju, og tryggð hlúðu að Sigurði í veikindum hans. Þið eruð ómetanleg. . Hjördís Ólafsdóttir, Karl Sigurðsson, Heiðbjört Gylfadóttir, Gunnar Sigurðsson, Kristín H. Hafsteinsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Elías Víðisson, Linda Margrét, Eyþór Ingi, Gylfi Freyr, Sigurður Egill, Elías Karl, Óðinn, Máni, Bjartur og Kristel Marín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.