Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Elsku amma mín
Fríða er dáin. Á fal-
legum degi í vetrar-
sólinni kvaddi hún
eftir langa og góða ævi.
Sem pínulítil stelpa fylgdi ég
ömmu Fríðu hvert fótmál og var
mjög hænd að henni. Þannig var
það alla tíð, ég sótti í félagsskap
hennar og nærveru og við vorum
miklar vinkonur.
Amma Fríða var einstaklega
skemmtileg kona og gaf mikið af
sér. Það var gaman að vera í
kringum hana, hún var glaðvær,
mikill húmoristi og oft stutt í
glensið þar sem amma greip
gjarnan í hnyttna frasa, vísur, lag-
stúfa eða revíubrot sem hún kunni
reiðinnar býsn af. Hún vissi líka
sem var að hver er sinnar eigin
gæfu smiður. Það var mikill kraft-
ur í ömmu Fríðu, hún var töffari –
snögg í tilsvörum, hispurslaus og
hreinskiptin og lá ekki á skoðun-
um sínum. Amma vílaði ekki fyrir
sér hlutina heldur gekk áræðin til
verks, dugleg og ósérhlífin.
Með árunum áttaði ég mig á því
hvað amma var módern, bæði í
fasi og smekk, en ekki síður í
hugsun og lífsskoðunum. Enda
var núið tími ömmu sem var
áhugasöm um samtímann og sam-
ferðafólkið, nýjungagjörn og
framsýn.
Ég sé ömmu fyrir mér í ljósum
hálfsíðum rykfrakka, með gráa
leðurhanska og klút yfir hárinu
sem var sveipað fjólubláum blæ.
Hún var algjör borgarmær, upp-
alin í miðbænum, þar sem hún bar
út blöð frá unga aldri. Þær voru
ófáar bæjarferðirnar okkar enda
amma svo smart og praktísk að
alltaf var betra að fá hennar skoð-
un við kaupin.
Amma Fríða gaf sig alla í að
Fríða Sveinsdóttir
✝ Fríða Sveins-dóttir fæddist
25. janúar 1922.
Hún lést 19. nóv-
ember 2015.
Útför Fríðu fór
fram 4. desember
2015.
fylgjast með fólkinu
sínu, styðja það og
hvetja. Hún sýndi
mér óþrjótandi
áhuga og spurði mig
spjörunum úr á sinn
góða hátt – „Voru
einhverjir sætir á
ballinu?“ „Við hvern
dansaðirðu?“
Amma Fríða og
afi Bragi sinntu fjöl-
skyldunni af mikilli
alúð sem hefur örugglega stuðlað
að þeim miklu tengslum og sam-
gangi sem er hjá okkur afkom-
endum þeirra. Minningarnar úr
Hjálmholti eru óteljandi. Sam-
verustundir fjölskyldunnar yfir
sunnudagslærinu og á stórhátíð-
um, amma að spila undir dansi
kringum jólatréð, eftirmiðdags-
hressing eftir skóla og málin rædd
undir notalegum niði frá útvarp-
inu eða fallegri tónlist frá
grammófóninum. Gjarnan var
maður sendur í sófann í hvíld – en
ekki of lengi!
Amma og afi fóru alla tíð mikið
í sund í Vesturbæjarlaugina og
gjarnan öll hersingin saman um
helgar. Tónleikar, ballettsýningar
og hvaðeina sem við krakkarnir
tókum þátt í, alltaf voru amma og
afi mætt.
Amma og afi voru að mörgu
leyti ólík en mjög samstiga hjón.
Án þess að farið væri um það
mörgum orðum báru þau greini-
lega mikla virðingu hvort fyrir
öðru. Þau voru mér góðar fyrir-
myndir.
Þær eru líka góðar minning-
arnar frá Grund þar sem við
ræddum daginn og veginn. Þótt
aldurinn færðist yfir var ótrúlegt
hvað amma var ern, hún varð ein-
hvern veginn aldrei gömul kona.
Hún var næm og góð og mér leið
alltaf vel eftir heimsókn á Grund.
Okkur Sindra og þá ófæddum
syni, sýndi hún takmarkalausa
umhyggju og áhuga.
Það er með trega og söknuði
sem ég kveð yndislega ömmu, en
líka full þakklætis fyrir allar sam-
verustundirnar. Allt það sem hún
gaf mér mun fylgja mér alla tíð.
Blessuð sé minning ömmu Fríðu.
Fríða Sigríður
Jóhannsdóttir.
Fríða frænka er dáin. Nú eru
þær allar dánar systurnar þrjár,
sem ólust upp á Bárugötu 14, hús-
inu sem afi og amma byggðu,
Sveinn, eldsmiðurinn hagmælti og
Halldóra, hannyrðakonan sem
kenndi þýsku og orgelleik. Syst-
urnar ólust upp í kreppunni og
stundum var naumt í búi, afi var
þá kominn niður á höfn sem dag-
launamaður og oft var enga vinnu
að fá. Amma stóð þá fyrir því að
nokkrar húsmæður í Vesturbæn-
um keyptu þvottavél og stofnuðu
samvinnufélag um þvotta. Eldri
dæturnar báru út dagblöð áður en
þær fóru í skólann. Móðurbróðir
þeirra, Ívar, bjó hjá þeim, hann
dró nýtísku bókmenntir inn á
heimilið og las upphátt það sem
Halldór Laxness skrifaði og fleira
sem var á döfinni í henni Reykja-
vík. Amma var metnaðargjörn
fyrir hönd dætra sinna; hún vakti
um nætur til að sauma á þær
ballkjóla upp úr útlenskum tísku-
blöðum þegar þær urðu fulltíða.
Svo fóru þær til Kaldals ljós-
myndara í kjólunum og sátu fyrir.
Við afkomendurnir dáumst enn að
glæsileika þeirra sem sjá má á
myndunum. Þær voru skapmikl-
ar, frjóar og fyndnar. Þær mörk-
uðu spor, hver þeirra á sinn hátt;
Auður var hannyrðakona, Ásdís,
mamma mín, var silfursmiður og
Fríða, sú yngsta, var músíkölsk.
Þær lifðu tíma umbreytinga og
voru í hópi módernista og báru
mikla virðingu fyrir handverki.
Fallegir munir, haganleg smíð,
frjó hugsun, þetta kom fram í
metnaðarfullri híbýlaprýði hjá
þeim öllum þremur.
Auja og Fríða unnu á röntgen-
deildinni áður en þær giftust og
Fríða fór svo aftur á Landspítal-
ann til vinnu eftir að börnin voru
farin að heiman. Bragi Þorsteins-
son verkfræðingur varð hennar
maður. Oft heyrði ég Fríðu hrósa
þekkingu og viti Braga og það var
hlýtt hrós. Fríða hafði tvær sér-
gáfur, önnur var sú hvað hún var
mannglögg og fær að rekja ættir
fólks en þar er ég blind og því
þótti mér gott að geta leitað til
hennar ef ég á þurfti að halda. Hin
gáfan var skopskynið, hún sagði
hlutina á þann hátt að ég reyndi
að leggja á minnið, hún tók svo
skemmtilega til orða. En þar fyrir
utan hafði hún mikinn mannskiln-
ing og þau hjón saman, það var
gott að heimsækja þau í hádeginu
og spjalla við þau eftir að þau urðu
eldri og voru heima við. Fríða
hafði margar hliðar, skoppandi
fyndin, ómstríð, ör en líka ró-
semdin sjálf inn á milli. Eins og
mitt móðurfólk.
Ásdís Thoroddsen.
Nú er Fríða Sveins, vinkona
mín, horfin á braut 93 ára gömul.
Vinátta okkar hófst þegar við, 13
og 14 ára gamlar, fórum að sækja
tíma í Tónlistarskólanum sem var
þá til húsa í Hljómskálanum við
Tjörnina. Við áttum okkur þann
draum að læra á píanó og vorum
svo lánsamar að foreldrar okkar
gátu látið hann rætast og lærðum
við báðar að spila hjá Árna Krist-
jánssyni píanóleikara. Árni var
frábær kennari í alla staði. Hann
talaði mjög fallegt mál sem auð-
veldaði okkur að skynja innra eðli
tónlistarinnar. Hann lagði líka
ríka áherslu á að maður ætti að
njóta tónlistarinnar sem við og
gerðum. Tíminn leið og þrátt fyrir
að samvera okkar Fríðu yrði stop-
ul þegar vinna og barnauppeldi
tók við hélst þó vinátta okkar alla
tíð. Fyrir tæplega fjórum árum
lágu leiðir okkar svo saman á ný
hér á Litlu Grund og rifjuðum við
þá oft upp okkar gömlu glöðu
daga, frá fjórhenta samspilinu
okkar á píanóið og margt fleira.
Vorum við innilega sammála um
að tónlistarnámið hjá Árna hefði
verið eitt okkar besta veganesti á
lífsleiðinni. Síðustu mánuðina
dvaldi Fríða svo á Stóru Grund
hjá Braga sínum, og þar heimsótti
ég þau síðustu vikurnar. Tveimur
dögum fyrir andlát hennar sat ég
hjá henni. Fríða horfði lengi í
augu mín og sagði: „ Mikið ertu lík
henni Önnu Siggu.“ Ég stóð upp,
kyssti hana á ennið og þakkaði
henni allar okkar ánægjustundir.
Anna Sigríður Björnsdóttir.
✝ Íris Magn-úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 22.
október 1963. Hún
lést í París 6. nóv-
ember 2015.
Íris var dóttir
hjónanna Magn-
úsar Jónssonar frá
Bolungavík, f. 22.
júlí 1929, d. 17. júní
2013, og Guðlaugar
Runólfsdóttur frá
Strönd í Meðallandi, f. 7. apríl
1929. Eldri bróðir Írisar er Loft-
ur Óli, f. 12. nóvember 1959,
ókvæntur og barnlaus.
Árið 1965 fluttist Íris með
foreldrum sínum að Kópavogs-
braut 70 þar sem hún ólst upp.
Hún lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla Íslands og síðar
stúdentsprófi frá sama skóla.
Starfaði á hótel Esju og hjá
Flugleiðum áður en
hún flutti sig um
set til utanrík-
isráðuneytisins, þar
sem hún hóf störf
sem stjórnarráðs-
fulltrúi árið 1997.
Hún var fyrstu tvö
árin við störf í
ráðuneytinu en fór
þá til starfa við
fastanefndina í
Strassborg þar sem
hún starfaði til ársins 2002. Þá
fluttist hún til sendiráðsins í
Brussel og starfaði þar til 2006.
Frá þeim tíma var hún við störf
á alþjóða- og öryggissviði þar til
hún fór utan til starfa í París ár-
ið 2010. Íris fékk diplómatíska
starfstitilinn sendiráðsfulltrúi 1.
febrúar 2013.
Útför Írisar fór fram í kyrr-
þey.
Stórt skarð er höggvið í
vinkvennahópinn sem haldið hef-
ur saman frá því á menntaskóla-
árunum.
Okkur finnst sárt að þurfa að
skrifa minningargrein um Írisi.
Þegar fólk fellur frá langt fyrir
aldur fram og svo óvænt er fátt
um skynsamleg svör. Hugur
okkar leitar til baka og huggun
er að fá í góðum minningum og
skemmtilegum uppátækjum frá
því að við fórum á fölsuðum skil-
ríkjum á Borgina og rúntuðum á
appelsínugula og hvíta Scoutin-
um sem Íris keyrði eins og her-
foringi. Það var örugglega eng-
inn annar sem gat keyrt bíl,
naglalakkað sig og reykt á sama
tíma og gert allt jafn vel.
Íris undi sér hvergi betur en á
ferðalagi í fjarlægum löndum
þaðan sem hún sendi okkur kort
og bréf. Hún var heimsborgari
og ekki var nú dóttir einnar okk-
ar gömul er hún hafði orð á því
að Íris væri Parísardama. Það
var nú reyndar löngu áður en Ír-
is varð Parísarbúi.
Heimili hennar var samt hér,
hún kom alltaf til baka tíma-
bundið, annað hvort í heimsókn
eða til að vinna um tíma. Þær
stundir voru vel nýttar því fáir
eða engir voru jafn ræktarsamir
við vini sína og Íris. Það var líka
alltaf eins og við hefðum hist í
gær þegar við komum saman
eða heyrðumst í síma. Sem betur
fer er örstutt á milli fólks í dag,
sími gerir allar fjarlægðir stutt-
ar og var sá samskiptamáti
óspart notaður þegar Íris bjó er-
lendis. Við söknum þess að geta
ekki tekið upp símann og hringt
í vinkonu okkar, spjallað um
heima og geima, tuðað yfir hinu
og þessu og lagt á ráðin um
næstu ferðalög, matarboð og
heimsóknir.
Íris var fagurkeri, glæsileg og
falleg að utan sem innan. Hún
fór sínar eigin leiðir, var sjálf-
stæð, góður vinur vina sinna,
stoð og stytta fjölskyldu sinnar,
góður ferðafélagi, frábær kokk-
ur og gestgjafi auk þess sem hún
var skemmtileg og hafði einstak-
lega góða nærveru. Þessi listi
gæti reyndar verið mun lengri.
Það er óendanlega dýrmætt
að hafa fengið að kynnast Írisi
og við erum þakklátar fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Hver
stund er dýrmæt og tíminn kem-
ur ekki til baka. Því er minn-
ingin um fimmtugs-
afmælisferðina okkar allra til
Frankfurt okkur mjög kær.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við kæra vinkonu og
vottum fjölskyldu hennar okkar
innilegustu samúð.
Ásta K. Pálmadóttir,
Berglind Sigurðardóttir,
Bergþóra Bergsdóttir.
Mér er minnisstæður fyrsti
fundur minn með Írisi Magnús-
dóttur þegar hún sótti um starf í
utanríkisþjónustunni árið 1997.
Á þessum tíma fór ég með
starfsmannamálin og fann ég
strax á þessum fyrstu kynnum
að Íris var viðkunnanleg, ákveð-
in og vissi hvað hún vildi. Hún
bjó þegar yfir mikilli starfs-
reynslu og tungumálakunnáttu
enda fór það svo að henni var
boðið starf sem hún þáði.
Strax frá byrjun kom í ljós að
þar var um starfskraft að ræða
sem gekk til starfa sinna af elju
og samviskusemi. Hún var ekki
kona margra orða en ákaflega
þægilegur samstarfsfélagi, vel
liðin af samstarfsfólki sínu og
fáguð í allri framkomu. Á starfs-
ferli sínum í utanríkisþjónust-
unni kom hún víða við. Hún
starfaði í utanríkisráðuneytinu
frá 1997-1999 og aftur frá 2006
til ársins 2010 er hún fór til
starfa við sendiráðið í París. Hún
starfaði jafnframt við fasta-
nefndina í Strassborg frá 1999-
2002 og sendiráðið í Brussel frá
2002-2006.
Íris varð sendiráðsfulltrúi árið
2013 og var hún verðugur
fulltrúi Íslands erlendis. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
samferða henni í sendiráði okkar
í Brussel um nokkurra missera
skeið og kynntist þar hæfileikum
Írisar og atorku hennar í rekstri
okkar stærsta sendiráðs. Það
var mikið umleikis í utanumhaldi
og sinnti hún sínum verkefnum
óaðfinnanlega.
Það var okkur samstarfsfólki
Írisar mikið áfall er við fréttum
af fráfalli hennar langt fyrir ald-
ur fram. Skarð er höggvið í okk-
ar litlu utanríkisþjónustu. Henn-
ar er sárt saknað af
vinnufélögum og vinum í utan-
ríkisþjónustunni. Við kveðjum
Írisi full þakklætis fyrir sam-
ferðina og vottum móður henn-
ar, bróður, vinkonum og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð.
F.h. utanríkisráðherra og
samstarfsfólks í utanríkisþjón-
ustunni,
Stefán Haukur Jóhannesson
ráðuneytisstjóri.
Íris Magnúsdóttir
Pabbi og
mamma voru tvö af
heiðarlegustu Ís-
lendingum sem uppi hafa verið.
Mamma átti ættir að rekja til
bænda og biskupa og pabbi var
kominn af sjómönnum og skip-
stjórum frá Vestfjörðum. Þau ólu
okkur bræðurna þrjá upp á góð-
um og hollum mat og tóku okkur
með sér upp á mörg fjöll í steina-
leit. Það var oft erfitt en það
byggði upp hjá okkur góða beina-
og vöðvabyggingu og erum við
allir hraustir menn í dag. Mamma
lærði í húsmæðraskólanum á
Laugalandi og kenndi okkur að
elda og að geta séð um okkur
sjálfir. Það kom sér vel þegar við
tókum að okkur að kokka á ýms-
um fiskiskipum. Pabbi kenndi
okkur snemma að gera við leik-
föngin og reiðhjólin okkar og
hann útskýrði fyrir okkur þegar
hann var að gera við bílinn. Hann
var góður smiður og hafði líka
lært mikið í vélsmiðjunni á Þing-
eyri og í stýrimannaskólanum.
Við lærðum líka mikið af þeim í að
gera lagfæringar á húsum og að
byggja nýtt hús. Þau fóru vel með
sína hluti og þeir entust þeim líka
vel. Ég man einu sinni eftir að
nokkrir unglingar gengu framhjá
húsinu okkar og ein stelpan sagði
„ógeðslega er þetta ríkt pakk“ og
horfði á bílana okkar. Þarna var
Range Roverinn hans pabba,
sennilega 10 ára, BMWinn minn,
16 ára og Bensinn sem mamma
átti þá, um það bil 8 ára. Þetta var
ekki verðmikill floti, en nógu góð-
ur fyrir okkur.
Foreldrar okkar unnu mikið
Sigrún Sigurlaug
Sigfúsdóttir og
Sigurður Pálsson
✝ Sigrún Sig-urlaug Sigfús-
dóttir, fæddist 23.
ágúst 1932. Hún
lést 15.8. 2015.
Sigurður Pálsson
fæddist 14. sept-
ember 1930. Hann
lést 14. mars 2008.
og kveinkuðu sér aldrei, enda var
það ekki siður þar sem þau ólust
upp. Það sást vel á þeim því
mamma var ekki alltaf heilsu-
hraust en hélt samt áfram að
vinna. Pabbi lenti í mjög slæmu
slysi þar sem 80% af beinunum í
efri hluta líkama hans brotnuðu
og annað lungað var mikið marið
og mörg önnur líffæri líka. Hon-
um var haldið í svæfingu í 5 vikur
og var ekki búist við að hann
mundi lifa þetta af. Þetta var um
haustið 1990. Af því að hann var
svo hraustur og viljastyrkur fyrir
slysið og var ekki reykingamaður
þá jafnaði hann sig fyrr en búist
var við. Við vorum í ferða-
mennsku og það var búið að bóka
ferðir sumarsins. Ég ákvað að
keyra rútuna fyrir hann um vorið
og hann kom með okkur með aðra
höndina í fatla og míkrafón í
hinni. Bræður mínir hjálpuðu
líka. Flestir hefðu gefist upp í
hans sporum en foreldrar okkar
trúðu á að gefast aldrei upp.
Þau fengu bæði Alzheimer-
sjúkdóminn en dóu bæði af völd-
um annarra sjúkdóma sem tóku
þau á mjög stuttum tíma. Pabbi
dó áður en ég náði að koma til
landsins til þess að kveðja hann,
en ég náði að vera með mömmu í
nokkra daga áður en hún dó. Eitt
af því síðasta sem hún sagði við
okkur var „Ég er svo heppin“. Við
bræðurnir vorum heppnir að eiga
þau sem foreldra.
Sævar Sigurðsson
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn.
Minningargreinar