Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 4
Morgunblaðið/RAX Lítið skyggni og hvassviðri Ekkert ferðaveður var víða á vegum í gær. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Liðsmenn björgunarsveita Slysa- varnafélagsins Landsbjargar frá Höfn, Vík, Hvolsvelli og Kirkjubæj- arklaustri sinntu í gær lokunum á hringveginum við Markarfljótsbrú að vestanverðu og við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Vaktinni var hætt um kl. 22.00 í gærkvöldi en lokunarskilti áfram höfð uppi og eins var leiðin merkt lokuð á korti Vegagerðarinnar, að sögn Sveins Kr. Rúnarssonar, yfir- lögregluþjóns á Suðurlandi. Hann sagði að ófærð lokaði leiðinni og hún yrði ekki opnuð fyrr en í dag. Tölu- vert mikið hafði skafið undir Eyja- fjöllum og í Mýrdalnum. Brúin yfir Múlakvísl var lokuð og eins Markarfljótsbrú. Óveðrið var farið að ganga niður í Öræfum um kl. 21.00. Lögreglan óskaði eftir aðstoð björgunarsveita í gærdag við að ferja ferðamenn úr rútu sem fór út af við Brekkur í Mýrdal og koma þeim á gistihús. Á leið á staðinn ók björg- unarsveitin fram á þrjá bíla sem voru utan vegar við Grafarhól og var fólk í tveimur þeirra. Fólkið úr þriðja bíln- um hafði fengið far til byggða. Bryndís Fanney Harðardóttir í svæðisstjórn björgunarsveita á Suð- urlandi sagði um kl. 21.00 í gær- kvöldi að mesta óveðrið væri gengið yfir í Vík í Mýrdal. Hún sagði að lok- un þjóðvegarins hefði bjargað miklu og komið í veg fyrir mikil vandræði. „Þetta var algjör bylting. Hér eru tveir vöruflutningabílar og ég veit ekki hvað margir fólksbílar við Vík- urskála eru að bíða veðrið af sér. Það er ekki spurning þegar svona veður- spá kemur að loka veginum á þessu svæði,“ sagði Bryndís. Hún sagði að fólk dveldi á öllum hótelum í Mýr- dalnum vegna óveðursins. Jón Hermannsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðurlandi, tók við vaktinni í gær- kvöldi. Hann sagði að skafrenningur hefði valdið því að fólk á leið í sum- arbústaði hefði fest sig og hringt eft- ir aðstoð. Lítil umferð var á Suður- landi í gærkvöldi. Nýbyggt hótel stóðst áhlaupið Íslandshótel vinna að byggingu hótels á Hnappavöllum í Öræfum. Ólafur Torfason forstjóri sagði að menn hefðu unnið í alla fyrrinótt við að búa nýbyggingarnar undir óveðr- ið. Límtrésbyggingar nýja hótelsins hefðu staðist áhlaupið með sóma. Morgunblaðið/RAX Óveður í aðsigi Kolsvartur óveðursbakkinn nálgaðist af hafi undir Eyjafjöllum. Það var eins og föngulegur gæðingurinn tæki sprett til að forða sér undan óveðrinu sem skall á svo um munaði. Lokun hringvegar- ins gaf góða raun  Hringvegurinn á milli Markarfljótsbrúar og Jökulsárlóns verður opnaður í dag  Brýr og vegir lokuðust í gær Morgunblaðið/RAX Hringveginum lokað vegna óveðurs Björgunarsveitarfólk sinnti í gær lokun hringvegarins við Markarfljót og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Einnig voru lokanir við Freysnes í Öræfum og við Lómagnúp. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagridalur í Mýrdal Mikið kóf var í Mýrdalnum og lítið sem ekkert skyggni. Það var vissara að hafa rafbílinn í sambandi í kuldanum. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra • Lífrænn hrásykur biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.