Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það er mjög mikilvægt að við fáum
góða þátttöku þarna því þetta er
okkar aðalfjáröflun,“ segir Sonja Er-
lingsdóttir, formaður Hringsins, en
næstkomandi sunnudag, 6. desem-
ber, verður haldið árlegt jólakaffi
Hringsins í Hörpu en það er aðal-
fjáröflun félagins.
Húsið verður opnað kl. 13 en dag-
skráin hefst kl. 13.30. Aðgangseyrir
er 2.500 krónur fyrir fullorðna, 1.000
krónur fyrir börn á aldrinum 6-12
ára og frítt er inn fyrir börn upp að
sex ára aldri.
Happdrætti og góð skemmtun
Jólakaffið hefur fest sig í sessi hjá
mörgum fjölskyldum hér á landi en
um 900 manns tóku þátt í fyrra og
lögðu sitt af mörkum í fjáröflun
Hringsins en búist er við svipuðum
fjölda í ár. Allt söfnunarfé rennur
óskert til þeirra verkefna sem
Hringurinn styrkir og því gefa allir
vinnu sína sem að jólakaffinu koma.
Hið víðfræga jólahappdrætti verður
einnig á sínum stað þetta árið en
vinningarnir eru ríflega tvö þúsund
talsins.
Þá verða bráðskemmtileg
skemmtiatriði á boðstólum fyrir
unga sem aldna en Pálmi Sigurhjart-
arson tekur á móti gestum með ljúf-
um tónum, jólasveinarnir mæta á
staðinn, Ævar vísindamaður sýnir
listir sínar, leikarar úr sýningunni Í
hjarta Hróa hattar sýna tilþrif og
Skoppa og Skrítla kæta yngstu
börnin. „Við fáum góðan hug frá
fólki og erum afar þakklátar fyrir
það,“ segir Sonja en allir listamenn-
irnir sem fram koma gefa vinnu sína.
Leggja veikum börnum lið
Hringurinn er kvenfélag sem
vinnur ötullega að líknar- og mann-
úðarmálum, sérstaklega í þágu
barna. Aðalverkefni þeirra er upp-
bygging Barnaspítala Hringsins en
þau sinna einnig fleiri verkefnum
sem tengjast veikum börnum með
styrkjum og öðrum stuðningi.
Styrkveitingar Hringsins á árinu
2015 náum 22,5 milljónum króna.
Meðal annars veitti félagið styrki til
Barnaspítala hringsins til að fjár-
festa í barnaskurðborði ásamt fylgi-
hlutum, myrkvunargluggatjöldum á
sjúkrastofur og glerveggi við sturtur
á barnadeild.
Þá var svæfinga- og gjörgæslu-
deild LSH veitt fjármagn til kaupa á
sérhæfðu tæki til barkaþræðingar
hjá börnum ásamt ómhaus til notk-
unar við ísetningu æðaleggja hjá
börnum.
Til styrktar Jólakaffið er orðið að föstum lið hjá mörgum fjölskyldum fyrir
jól. Aðalstyrktarverkefni Hringsins er uppbygging Barnaspítala Hringsins.
Allir gefa vinnu sína á
Jólakaffi Hringsins
Aðalfjáröflunarleið Hringsins til handa veikum börnum
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
„Sérlega vel skrifuð og áhugaverð
frásögn, sem býr yfir sálfræðilegri
dýpt.“
– Gyrðir Elíasson
„... mesta hrós sem ég get gefið
nokkru riti.“
– Benedikt Jóhannesson, Heimur
„Rosalega fín bók.“
– Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir
„... stórmerkileg ... sýnir Fischer í
alveg nýju ljósi.
– Hrafn Jökulsson
„Sannkallaður yndislestur ...
Höfundur er í raun laus við þá
áþján að líta á Bobby sem eitthvert
átrúnaðargoð.“
– Stefán Bergsson, DV
„Lýsingarnar á vináttu þeirra og
samskiptum eru skrifaðar af hlýju
og nærfærni og stíllinn er fádæma
flottur.“
– Friðrika Benónýsdóttir,
Fréttatíminn
„Bók Garðars er einstaklega merki-
leg, skrifuð af næmni og lipurð og á
eftir að verða lítill klassíker ...“
– Össur Skarphéðinsson
„Frábær bók ... færði mann mun
nær einstaklingnum á bak við skák-
snillinginn.“
– Bragi Þorfinnsson, DV
„Klassísk bók“
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Bráðum koma
blessuð jólin...
JABO reykskynjari
með Li-Ion rafhlöðu
1.890
ALLAR JÓLAKÚLUR
=ÞRÍR FYRIR EINN
Þú tekur
3 pakka
og greiðir
fyrir 1
Jólakúlur 7 cm
12 stk.
395
Jólakúlur 7 cm 6 stk.
195
Margir litir
Jólakúlur 10 cm 6 stk.
290
Margir litir
Jólatré 150 cm
1.250
Fjöltengi
395
Mikið úrval
10 metra
rafmagnssnúra
2.590
LED perur 7W
995
Jólatré 120 cm
750
Undirritun kjarasamnings milli Sam-
taka atvinnulífsins (SA) fyrir hönd
ISAL og samflots verkalýðsfélaga
starfsmanna í álverinu í Straumsvík
strandar á kröfu um að aflétt verði
takmörkun ISAL á því að fela verk-
tökum ýmis verkefni, að sögn SA. Af
því tilefni birti SA í gær frétt um mál-
ið á heimasíðu sinni.
Þar kemur m.a. fram að í fyrstu
grein kjarasamningsins í Straumsvík
segi að hann taki til allra starfa í fyr-
irtækinu. „Greinin hefur verið túlkuð
þannig að fyrirtækinu sé óheimilt að
nýta sér þjónustu verktaka, nema í
undantekningartilvikum sem tiltekin
eru í fylgiskjali með samningnum,“
segir í fréttinni. Auk verkefna sem
talin eru upp í fylgiskjalinu er fyr-
irtækinu heimilt að gera verksamn-
inga við fyrirtæki sem starfsmenn
stofna, en þá skulu viðkomandi
starfsmenn eiga rétt á endurráðn-
ingu ef verksamningi ljúki.
SA segir að þetta ákvæði, og túlk-
un þess, sé einsdæmi í íslenskum
kjarasamningum. Það kom inn í
kjarasamninginn árið 1972 þegar að-
stæður voru gjörólíkar þeim sem nú
ríkja.
ISAL fékk aðild að VSÍ, forvera
SA, árið 1984 og hefur SA síðan farið
með samningsumboð fyrir hönd
ISAL. „Síðasta aldarfjórðunginn, í
u.þ.b. 15 samningalotum, hefur það
verið krafa fyrirtækisins og Samtaka
atvinnulífsins að þetta ákvæði verði
endurskoðað og að ISAL sitji við
sama borð og önnur fyrirtæki í land-
inu. Fyrirtækið hefur viljað einbeita
sér að framleiðslu áls, en fela öðrum
aðilum verkefni sem þeir eru sér-
hæfðir í, s.s. rekstur mötuneytis,
hafnarstarfsemi og öryggisgæslu.
Þessum eðlilegu óskum fyrirtækisins
hefur ávallt verið hafnað af verka-
lýðsfélögunum,“ segir SA. Í fréttinni
segir og að orkufrek fyrirtæki sem
komu hér í kjölfar ISAL búi ekki við
sömu takmarkanir um viðskipti við
utanaðkomandi þjónustuaðila og
ISAL. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Þórður
Straumsvík ISAL býr eitt við sérstakar hömlur á verktöku, að sögn SA.
Ákvæðið á sér
ekki hliðstæðu
Breytingu hafnað í 15 samningalotum