Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 1

Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  295. tölublað  103. árgangur  BRUGÐIÐ UPP SVIPMYND AF KÓRSTARFINU NÁTTÚRAN Í SAMKEPPNI VIÐ HEIMINN ÖFLUGAR MÆÐGUR STÝRA KVENNAKÓRUM VIÐSKIPTAMOGGINN KÓR 200 KVENRADDA 10HAMRAHLÍÐARKÓRINN 38 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Annarri umræðu um fjárlagafrum- varp fjármálaráðherra fyrir árið 2016 lauk kl. 15.41 í gær og hafði fyrsta og önnur umræða þá staðið í samtals 92 klukkustundir. Fyrsta umræða stóð í 16 klukkustundir og 11 mínútur og önnur umræða í 75 klukkustundir og 50 mínútur. Við fyrstu umræðu var fjöldi ræðumanna 42 þingmenn og við aðra umræðu var fjöldi ræðumanna 51. Samtals var ræðufjöldi í fyrstu og annarri umræðu 1.752 ræður. Til samanburðar þá tók fjárlaga- umræðan, allar þrjár umferðirnar og atkvæðagreiðsla, árið 2012 fyrir árið 2013 alls um 80 klukkustundir. Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, var í gær spurður hvort tímabært væri að velta því fyrir sér hvað gerðist ef ekki næðist að ljúka afgreiðslu fjárlaga fyrir ára- mót: „Nei, það finnst mér ekki. Ég læt mér ekki einu sinni til hugar koma að við séum stödd þar, að menn virði það ekki að fjárlög og hlutir sem tengjast fjárlagagerð- inni séu afgreiddir. Menn úr öllum flokkum hafa marglýst því yfir að það eigi að virða,“ sagði Einar. Forseti Alþingis benti á að Alþingi væri ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Alþingi væri vettvangur lýðræðisins og hlutirnir þar myndu aldrei ganga fyrir sig eins og gerð- ist í fyrirtækjarekstri. Afgreiðsla fjárlaga virt  Fjárlagaumræðan staðið í samtals 92 klukkustundir  Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, neitar að trúa öðru en að fjárlög verði afgreidd fyrir áramót MEkki eins og eitthvert … »6 Löng atkvæðagreiðsla » Atkvæðagreiðsla um fjár- lagafrumvarpið, eftir 2. um- ræðu, stóð enn yfir á Alþingi er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. » Allar breytingartillögur meiri- hlutans höfðu verið samþykktar en tillögur minnihlutans felldar. Frumvarpið fer síðan í nefnd. Gríðarleg eftirvænting var í gærkvöldi þegar sjöunda Star Wars- kvikmyndin var frumsýnd á miðnætti í fjölmörgum kvikmyndahúsum. Eitilharðir aðdáendur, sem höfðu beðið spenntir í mörg ár, mættu uppá- klæddir líkt og starfsmenn bíóhúsanna. Í Sambíóunum Kringlunni var Svarthöfði sjálfur mættur, ásamt fylgdarliði, og keypti sér popp og kók hjá Lilju prinsessu áður en frumsýningin þar hófst. Svarthöfði fékk popp frá Lilju fyrir frumsýningu Morgunblaðið/Golli  Dæmi eru um að Íslendingar hafi misst vinnuna sína í Stavanger í kjölfar lækkandi olíuverðs og séu á leið heim. Atvinnuleysi í Stavanger mældist í byrjun desember um 4,1% sem þykir ekki mikið á norskan mælikvarða en atvinnuleysið hefur aukist um 80% á síðasta ári í störf- um tengdum olíuiðnaði. Statoil hyggst fækka starfsfólki um 1.500, en þar vinna um 30 þús- und manns. Hefur öllum verið boð- inn starfslokasamningur og svara þarf því tilboði fyrir 25. janúar næstkomandi. Á síðustu 18 mán- uðum hefur störfum í olíuvinnslu í Noregi fækkað um 25 þúsund. »4 Noregur heillar ekki jafn mikið lengur Noregur Statoil dregur saman seglin. Ljósmynd/Statoil  Aflaverðmæti frystitogarans Kleifabergs RE er nálægt 3,7 millj- örðum króna í ár og er það trúlega mesta aflaverðmæti íslensks skips á árinu. Skipið er nú á heimleið úr Barentshafinu úr síðasta túr ársins, en stór hluti afla skipsins hefur ver- ið sóttur þangað samkvæmt samn- ingi Íslendinga við Rússa og Norð- menn. Nú er óvissa um veiðar í rússneskri lögsögu á næsta ári. Skipverjar á Kleifaberginu gerðu sér dagamun í gær og borðuðu jóla- mat í ljósum skreyttum borðsaln- um. Kenndi þar ýmissa grasa og hafði Ómar Björn Skarphéðinsson matsveinn í nógu að snúast. aij@mbl.is »18-19 Frystitogarinn Kleifaberg með mest aflaverðmæti íslenskra skipa í ár Ljósmynd/Bjarni Þór Veisla Ómar Björn matsveinn sker kjötið um borð í Kleifaberginu í hádeginu í gær.  Heildarkostnaður við slit föllnu viðskiptabankanna, Glitnis, Lands- bankans og Kaupþings, mun að öllu óbreyttu nema 135 milljörðum króna, en það jafngildir rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala. Í tölum sem Morgunblaðið hefur tek- ið saman er miðað við að rekstrar- kostnaður búanna á síðari helmingi yfirstandandi árs verði jafn mikill og á fyrri hluta ársins. Hann gæti þó orðið hærri. Samkvæmt samantektinni nemur kostnaður við slit gamla Lands- bankans tæpum 50 milljörðum króna, slit Kaupþings tæpum 45 milljörðum og kostnaðurinn við slit Glitnis rúmum 41 milljarði. Allt stefnir í að slitum búanna ljúki nú í kringum áramót en Hér- aðsdómur Reykjavíkur hefur nú þegar staðfest nauðasamninga Kaupþings og Glitnis. »Viðskipti Kostnaður við slit gömlu viðskiptabank- anna mun nema um 135 milljörðum króna Morgunblaðið/Ómar Slit Enn er verið að leysa úr þeim flækjum sem sköpuðust við fall bankanna 2008.  Íslensku gæsastofnarnir eru almennt í góðu ástandi og sama er að segja um hels- ingjastofninn. Eini gæsastofn- inn sem hefur hér viðdvöl og stendur höllum fæti er bles- gæs. Heiðagæsastofninn setur ný met á hverju ári. Fyrir ári voru heiða- gæsirnar orðnar um 393.000 tals- ins. »14 Fjöldi heiðagæsa slær nýtt met Heiðagæs Orðnar 393.000 talsins. 7 GLUGGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.