Morgunblaðið - 17.12.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 17.12.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is Hálkusalt fæst hjá okkur í 5 kg og 25 kg pokum Nú kólnar í veðri Salt - Umbúðir - Íbætiefni Ný heimasíða VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis segir að ekki sé hægt að líta á Alþingi sem venjulegt fyrirtæki, því fari víðsfjarri. Þetta sagði hann þegar hann var spurður út í þá gagnrýni sem tveir verk- fræðingar beindu að vinnu- brögðum Alþingis í grein í Morgunblaðinu. Helgi Þór Ingason og Sigurður Ragnarsson, verkfræðingar og áhuga- menn um verkefn- isstjórnun, rituðu grein hér í Morgunblaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni Verkefnastjórnun alls staðar – líka á Alþingi. Í greininni hvetja þeir til markvissrar verkefn- isstjórnunar á Alþingi og segja m.a.: „Það verður að segjast eins og er að á vett- vangi stjórnmálanna virðist vera skortur á fag- mennsku, í því hvernig rætt er um verkefni og hvernig ákvarðanir eru teknar. Alltof áberandi er innihaldslítið karp um keisarans skegg, per- sónulegur ágreiningur og illdeilur, misskiln- ingur og jafnvel fáfræði og fordómar. Er þá ónefnd umræðan sem snýst um að slá pólitísk- ar keilur eða þar sem lýðskrum er megininn- takið.“ Ríkur réttur til að tjá sig „Vinnubrögð Alþingis ráðast af mjög mörgu. Í fyrsta lagi er Alþingi ekki eins og venjulegt fyrirtæki. Alþingi er vettvangur lýðræðisins og hlutirnir þar munu aldrei ganga fyrir sig með sama hætti og gerist í fyrirtækjarekstri,“ sagði Einar við Morgunblaðið. Forseti Alþingis bendir á að það er mjög ríkur réttur þingmanna til að tjá sig, sem sé tryggður í stjórnarskránni. „Við höfum síðan reynt að ramma það skipulag inn með þing- skaparlögum. Við erum að reyna að endur- skoða þingskaparlögin, til þess að gera tvennt í senn: að tryggja þennan rétt og að reyna að stuðla að því að þingið verði virkara. Það verður bara að segjast eins og er, að við höfum ekki náð niðurstöðu í þeirri endur- skoðun á þessu kjörtímabili þrátt fyrir marga fundi,“ sagði Einar. Hann segist hafa bent á það þegar þingi lauk sl. vor, að ræðutími á Alþingi hefði smám saman verið að lengjast undanfarin allnokkur ár. Nú taki þingræður á Alþingi miklu lengri tíma en á hinum löndunum á Norðurlöndum. Það séu ekki meira en tíu ár síðan lengd ræðu- tíma hér var svipuð og annars staðar á Norð- urlöndum. „Við gerum okkur alveg grein fyrir að það er að mörgu leyti ólíku saman að jafna, en engu að síður er engin spurning um það að það er að mínu mati hægt að tryggja hinn lýðræð- islega rétt þingmanna, ekki síst minnihluta hverju sinni, þó að umræður taki ekki svona gríðarlega langan tíma, eins og þær gera á Al- þingi Íslendinga,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Ekki eins og eitthvert fyrirtæki  Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að þrátt fyrir marga fundi hafi enn ekki tekist að end- urskoða þingsköp Alþingis  Telur að hægt sé að stytta ræðutíma, án þess að rýra tjáningarfrelsið Morgunblaðið/Eggert Alþingi Það hefur ekki gerst oft undanfarna daga að bekkurinn á Alþingi væri svona þéttsetinnr. Þingmenn hafa flúið fjárlagaumræðuna. Einar K. Guðfinnsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hundrað ár eru liðin síðan sam- þykkt var á Alþingi að þing- mönnum skyldi skipað til sætis með drætti við upphaf hvers þings. Sú skipan þekkist ekki nú meðal annarra þjóðþinga, sam- kvæmt því sem fram kemur í fræðigrein Þorsteins Magnús- sonar, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis, Sætaskipan á Alþingi, sem birtist í Stjórnsýslu & stjórn- málum í desember í fyrra. Þetta er rifjað upp í tilefni af því hnútukasti sem hefur verið á milli Birgittu Jónsdóttur, þing- flokksformanns Pírata, og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, þar sem Birgitta hefur sagt að hún hafi nánast þurft á áfalla- hjálp að halda á þingi í fyrra vegna þess að Jón var sessu- nautur henn- ar. Jón hefur lýst því yfir að hann hafi eng- in samskipti átt við Birgittu frá því hún settist á þing. Þorsteinn segir í grein sinni að niðurstöður rannsóknar hans séu m.a. þær að mestar líkur séu á því að fyrirmyndin að sæta- drætti sé sótt til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en þar hafi tíðkast sætadráttur á árunum 1845-1913. Þá leiði rannsóknin í ljós að það liðu rúmlega 40 ár þar til sætadráttur festist að fullu í sessi á Alþingi, eða árið 1959. Síðan þá hafi enginn ágreiningur verið á Alþingi um sætadrátt. Jákvæð áhrif á samskipti Almennt virðist alþingismenn, skrifar Þorsteinn, þeirrar skoð- unar að sætaskipun Alþingis hafi jákvæð áhrif á samskipti þing- manna, sé jákvætt mótvægi við skiptingu þingheims í stjórnar- liða og stjórnarandstæðinga og auk þess sé sætadráttur sann- gjörn leið til að skipa mönnum til sætis. Reynslan af sætadrætti á Alþingi sé því vísbending um að það geti skipt máli fyrir þing- menn hvernig sætaskipan er háttað. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri mjög óalgengt að þingmenn kvörtuðu til forseta Alþingis undan orðbragði, framkomu eða vinnubrögðum sessunauta á Al- þingi. „Það er auðvitað eins og geng- ur og gerist, að þingmönnum lík- ar misjafnlega vel við sína sessu- nauta á þingi, en það er ekki endilega bara á milli flokka, get- ur allt eins verið innan flokka,“ sagði Einar. Hann sagði að eftir að Jón Gunnarsson beindi þeim tilmælum til hans úr ræðustól í fyrrakvöld að forsætisnefnd fjallaði um orðaskipti þeirra Birgittu hefði forsætisnefnd ekki komið saman. „En það er auðvit- að sjálfsagt að bregðast við þessu með einhverjum hætti,“ sagði Einar. Hefð fyrir að draga um sæti  Dregið hefur verið um sæti á Alþingi í eina öld  Ágreiningslaust hefur verið um þann hátt frá 1959  Forseti Alþingis segir að kvörtun verði skoðuð Þorsteinn Magnússon Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var samþykkt samhljóða á fundi bæj- arstjórnar síðastliðinn þriðjudag. Í fjárhagsáætlun fyrir 2016 er greint frá því að álagning fasteignagjalda verði 0,2 prósent af matsverði íbúðar- húsnæði og lóðar, og útsvarsprósenta haldist óbreytt í 13,7 prósentum. Þá er gert ráð fyrir því að tekjur bæj- arfélagsins nemi tæpum 2,5 milljörð- um króna og að rekstrarafgangur verði 16 milljónir kr. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir samhljóm bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlunina bera vitni um árangursríkt samstarf meðal bæjarfulltrúa Seltjarnarnes- bæjar á kjörtímabilinu „sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar,“ seg- ir hún. Að sögn Ásgerð- ar er skuldahlutfall Seltjarnarnesbæj- ar með því lægsta á landinu, en það er komið undir 50 prósent og fer lækkandi frá ári til árs. Hún segir að skuldir sveitarfélagsins séu greiddar niður árlega og ekki hafi verið tekin ný lán undanfarin ár. Ásgerður segir að á sama tíma og fasteignaverð sé mjög hátt á Seltjarn- arnesi komi sveitarfélagið til móts við barnafjölskyldur, þar séu hæstu tóm- stundastyrkirnir, að upphæð 50 þús- und krónur á ári, og leikskólagjöld lækki um 25 prósent frá og með næstu áramótum. Á sama tíma séu boðaðar enn frekari niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum, en þær nemi núna 75 þúsund kr. Kjarasamningar vega þyngst Spurð um tekjuaukningu sveitar- félagsins segir Ásgerður hana vera í takti við nýja kjarasamninga, og að sama skapi sé útgjaldaaukningin mest vegna launahækkana. Helstu framkvæmdir á Seltjarnarnesi á næsta ári felast í byggingu 40 rýma hjúkrunarheimilis. Samþykkt samhljóða  Útsvar helst óbreytt í 13,7 prósentum í Seltjarnarnesbæ  Leikskólagjöld lækka um 25 prósent um næstu áramót Ásgerður Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.