Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 tímanlega með skyrturnar fyrir jólin Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA ÞVOTTAHÚS – EFNALAUG – DÚKALEIGA Komdu Skínandi hrein og strokin skyrta um jólin Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta var stórkostleg stundþar sem tvö hundruðdásamlegar söngkonur óm-uðu saman. Sumar þessar konur hafa verið saman að syngja í 23 ár hjá mér, þær hafa færst upp um kóra og þær muna eftir Siggu dóttur minni í vöggu,“ segir Margrét Pálma- dóttir, listrænn stjórnandi tónleika fimm kvennakóra í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Allir koma kórarnir frá kórskóla hennar, Domus Vox. Þetta voru kórarnir Vox feminae, sem er elsti og reyndasti kórinn; Aurora, sem er kór kvenna á aldrinum 25 til 40 ára, Cantabile, Stúlknakór Reykjavíkur, sem geymir um hundr- að stelpur á grunnskólaaldri, og Hrynjandi, sem er kór Maríusar son- ar Margrétar, en hún er fósturmóðir þess kórs á meðan Maríus er að syngja í Sviss. „Ég er afar stolt af því að þrír fyrrverandi söngnemendur mínir sáu ásamt mér um kórstjórn í gærkvöldi; Sigga dóttir mín, Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Árný Guð- mundsdóttir. Það gleður mig líka að sjá fyrrverandi kórfélaga velja tónlist sem atvinnu, ég hef þá kennt þeim að það er hægt að vinna við að vera kór- stjóri. Þá er ég sátt við mig sem fyrir- mynd,“ segir Margrét. Mér leyfist að mótmæla Þær mæðgur Margrét og Sigga hafa lifað og hrærst saman í söngnum frá því Sigga man eftir sér, en hún hefur verið með í söngnum hjá móður sinni frá því hún var fjögurra ára. Magnaður kraftur fylgir 200 konum „Ég held ekki tónleika meiningarlaust. Ljós tónleikanna var kærleikurinn og friðurinn sem við þráum öll,“ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri, sem í gær- kvöldi leiddi saman 200 kvenraddir á tónleikum í stútfullri Hallgrímskirkju. Fimm kvennakórar sungu og sameinuðust í lokin. Dóttir Margrétar, Sigríður Soffía, hefur alist upp við hlið móður sinnar í söngstarfinu og hefur sungið í kór- um frá því hún var fjögurra ára. Hún stjórnaði tveimur af kórunum í gær. Innlifun Margrét gefur sig sannarlega alla í að stjórna konunum sínum. Vandvirkni Sigga stígur sín fyrstu skref í kórstjórn og vandar sig. Mikið verður um dýrðir í Bókakaffinu á Selfossi í kvöld þegar átta rithöf- undar mæta þangað á fimmta og síð- asta upplestrarkvöld Bókakaffisins á þessu ári. Fólk getur notið jólastemn- ingar yfir kakóbolla og allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Húsið er opið frá klukkan 20 en lestur hefst klukkan 20:30. Á eftir gefst tækifæri til að spjalla við skáldin og fá hjá þeim áritaðar bækur. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir les upp úr bók sinni, Stúlka með höfuð; Vilborg Dagbjartsdóttir les upp úr Ljóðasafni; Sigurbjörg Sæmunds- dóttir les upp úr bókinni Mjálm; Ást- ráður Eysteinsson les upp úr bók Matthíasar Johannessen, Við landa- mæri; Kristian Guttesen les upp úr bókinni Eilífðir, sem er úrval ljóða; Hallgrímur Helgason les upp úr bók- inni Sjóveikur í München; Guð- mundur Andri Thorsson les upp úr bók sinni um pabba sinn Thor: Og svo tjöllum við okkur í rallið; og Elín Gunnlaugsdóttir les upp úr bók sinni Björt í sumarhúsi, en meðhöfundur að henni er Þórarinn Eldjárn. Guðmundur Andri, Þórunn Jarla, Hallgrímur og fleiri Feðgar Guðmundur Andri og Thor. Upplestur á bókakaffi Selfossi Flóra er ný fatalína Hildar Yeoman sem er innblásin af dulmagnaðri og kraftmikilli orku sem býr í náttúr- unni. Upp úr henni vaxa grös og jurtir sem notaðar eru til að útbúa seiði sem búa yfir lækningamætti en þau má einnig nota til að öðlast andlegan styrk eða til að tæla hjartað. Línan Flóra hefur að geyma sögu þessarar náttúru og kvennanna sem höfðu þekkinguna til að nýta sér kraft hennar og dulúð. Því verður fagnað með partíi kl. 17 í dag að línan Flóra er komin í verslunina Kiosk, Lauga- vegi 65. Frumsýndar verða myndir eftir Sögu Sig af nokkrum af þeim nútímanornum sem hafa verið inn- blástur fyrir fatalínuna. Flóra: Nýja fatalínan hennar Hildar Yeoman Dulmagnaðar nútímanornir Ljósmynd/Saga Sig. Norn Hér má sjá Hildi Rósu í flík sem heitir Black magic, eða svarti galdur. Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti en þessi jólin hafa þeir þó ákveðið að taka höndum saman, bæta ráð sitt og hjálpa UNI- CEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, við að koma hinum ýmsu hjálp- argögnum til barna sem á þurfa að halda. Stúfur hefur sem dæmi ákveð- ið að gefa börnum í neyð námsgögn og Þvörusleikir vill útvega þeim orm- alyf. Gáttaþefi er mikið í mun að börnum sé hlýtt og gefur því börnum í neyð skjólgóð teppi á meðan Hurða- skellir hefur mestan áhuga á að sjá börnum fyrir hreinu vatni og koma vatnsdælum í eins mörg þorp og hann getur. Uppistaðan í jólaátaki UNICEF á Ís- landi fyrir sannar gjafir er myndir Brian Pilkingtons af íslensku jóla- sveinunum en hann hefur nú teiknað þá upp á nýjan leik með hin ýmsu hjálpargögn í höndunum sem þeir völdu sér sjálfir. Íslensku jólasvein- arnir og UNICEF eru sem sé komin í óvenjulegt samstarf og hægt verður að fylgjast með góðverkum jólasvein- anna á mbl.is, þegar þeir koma til Jólasveinar í samstarfi við UNICEF Hjartagóðir íslenskir jólasvein- ar hjálpa nú börnum í neyð Stúfur Krúttið hann Stúfur bregst ekki börnunum, hann færir þeim námsgögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.